Morgunblaðið - 13.06.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 13.06.2002, Síða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ENGUM farþega var meinað um landvistarleyfi í Leifsstöð í gær, samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Keflavíkurflugvelli, en að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða, voru tugir manna stöðvaðir við innritun á áfanga- stöðum félagsins í Bandaríkjunum í fyrrakvöld og í gærkvöldi og í Evrópu í gær og þeim greint frá því að þeir fengju ekki að fljúga með vélum Flug- leiða til Íslands. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar hafa nafna- listar verið notaðir til að hafa upp á óæskilegum gestum á bókunarlistum. Þjónustufólk Flugleiða erlendis hafi greint viðkomandi frá því að ríkis- stjórn Íslands hafi ákveðið að útlendingar, sem ætluðu til Íslands í þeim tilgangi að hafa í frammi mótmæli vegna opinberrar heimsóknar forseta Kína, fengju ekki að fara um borð í viðkomandi vélar Flugleiða. 47 á listanum voru bókaðir í sama flug Í gærmorgun áttu 47 manns á lista dómsmála- ráðuneytisins bókað flug með morgunvélinni frá Kaupmannahöfn til Íslands. Þar af kom í ljós að fimm einstaklingar tengdust ekki Falun Gong og fengu að fara með vélinni. 16 manns var vísað frá í fyrstu fyrir misskilning en haft var upp á þeim aft- ur og átti að koma þeim með öðrum vélum til landsins, samkvæmt upplýsingum Bjarna Sig- tryggssonar, sendiráðunautar í sendiráði Íslands.. Bjarni segir að fólkinu hafi verið gefin sú skýr- ing að nú þegar væri kominn sá fjöldi Falun Gong- meðlima til Íslands sem lögregla teldi sig ráða við. Íslenskur lögreglumaður er dönskum starfs- bræðrum sínum innan handar en Bjarni segir að danska lögreglan hafi verið mjög hjálpfús. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður iðkenda Falun Gong hér á landi, hefur í bréfi til fjögurra ráðu- neyta og fleiri meðal annars krafist þess að Flug- leiðir verði sviptar flugrekstrarleyfi til bráða- birgða vegna stórfelldra lögbrota og fyrir að hafa hlýtt ólögmætum fyrirmælum um að banna fólki, sem hafi óæskilegar skoðanir að áliti dómsmála- ráðuneytisins, að fara um borð í vélar Flugleiða erlendis. Bréfið er stílað á forsætis-, dómsmála-, utanríkis og samgönguráðuneytið, Flugmála- stjórn, ríkissaksóknara, Flugleiðir og Persónu- vernd, en mismunandi kröfur eru gerðar á hendur hverjum og einum. Í bréfinu segir að Flugleiðir hafi á ólögmætan hátt farið eftir heimildarlausum og ólöglegum fyr- irmælum frá dómsmálaráðuneytinu þess efnis að synja fólki, sem hafi óæskilegar skoðanir að áliti ráðuneytisins, um flutning til Íslands. Flugmála- yfirvöld, samgönguráðuneyti og Flugmálastjórn hafi, að því er best sé vitað, ekki haft afskipti af málinu en þau hafi veitt Flugleiðum rekstrarleyfi. Þessar athafnir séu með öllu án lagaheimilda og brot á mannréttindum. „Þess er krafist að dóms- málaráðuneyti og Flugleiðir hf. láti af ofsóknum þessum og er áskilinn réttur til að gera þessa aðila ábyrga að skaðabótarétti og refsirétti,“ segir í bréfinu og ennfremur: „Þar sem sú ákvörðun, sem dómsmálaráðuneyti tók að formi til, er einnig á ábyrgð forsætis- og utanríkisráðuneytis, er einnig áskilinn sami réttur gagnvart þeim. Áskilnaður á jafnt við um félagið og stofnanirnar sjálfar og þær persónur sem á þeim bera ábyrgð. Gagnvart samgönguráðuneyti og Flugmála- stjórn er gerð sú krafa að Flugleiðir hf. verði svipt flugrekstrarleyfi til farþegaflugs til og frá Íslandi til bráðabirgða vegna stórfelldra lögbrota og brota á leyfisskilyrðum og fyrir að hafa hlýtt ólögmæt- um fyrirmælum frá ráðuneyti sem fer ekki með flugmál.“ Þær kröfur eru gerðar til ríkissaksóknara að hann rannsaki þær skrár sem dómsmálaráðuneyt- ið haldi um umbjóðendur lögmannsins, en þar sé um að ræða brot gegn friðhelgi einkalífsins. Ríkis- saksóknari kanni einnig brot á frelsisréttindum þessa fólks. Þess er krafist að Persónuvernd kanni hvort greindar skrár eigi sér lagastoð og geri í því sam- bandi viðeigandi ráðstafanir. Mörgum farþegum vísað frá afgreiðslu Flugleiða erlendis Krefst þess að Flugleiðir verði sviptar flugrekstr- arleyfi til bráðabirgða UM 60 manns, aðallega ungt fólk, varðaði leiðina upp tröppur stjórnarráðsins þegar ráðherrar komu þangað á ríkisstjórnarfund í gærmorgun. Fólkið hafði bundið svarta borða fyrir munn sér og stóð þög- ult meðan ráðherrarnir gengu framhjá. Þá mátti sjá að svartur borði hafði verið bundinn fyrir munn á flestum styttum bæjarins. Mótmælin beinast gegn heim- sókn og aðgerðum Björn Thors kvikmyndagerðar- maður hafði orð fyrir hópnum og sagði hann að mótmælin beindust bæði að heimsókn forseta Kína og þeim aðgerðum sem íslensk stjórnvöld hefðu staðið fyrir gegn Falun Gong. Sagði hann að ungt fólk á Íslandi skammaðist sín fyr- ir íslensk stjórnvöld. Þegar mótmælin stóðu yfir og á meðan ráðherrar í ríkisstjórn funduðu í Stjórnarráðinu gerðu Falun Gong-iðkendur æfingar á flötinni fyrir framan húsið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mótmæltu með bund- ið fyrir munninn LÖGREGLAN í Reykjavík og fjórir talsmenn Falun Gong undirrituðu í gær yfirlýsingu um hvar Falun Gong-iðkendur myndu gera sínar æfingar meðan á heimsókn forseta Kína stendur. John Nania, sem er aðaltalsmaður Falun Gong-iðkenda hér á landi, seg- ir niðurstöðuna í samræmi við óskir Falun Gong-iðkenda og hann er full- viss um að þeir muni í einu og öllu fara eftir tilmælum lögreglu. Í yfirlýsingunni er kveðið á um að þeir safnist saman á þremur stöðum í Reykjavík dagana 13.–15. júní frá klukkan 10–19; í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg, á Austurvelli og á Arn- arhóli. Í Hallargarðinum verða þeir að gæta sérstaklega að því að valda ekki truflun á umferð eða ónæði vegna hávaða. Vegna óska frá Reykjavíkurborg, sem er að undirbúa 17. júní hátíð- arhöld, verða ekki fleiri en 10 manns í senn á Austurvelli og á Arnarhóli. Þarf fólkið að halda sig fyrir utan ör- yggissvæði lögreglu og valda ekki hávaða á virkum dögum. Nú væri á hinn bóginn unnið að því að fá stjórnvöld til að aflétta banni við komu Falun Gong-liða með vélum Flugleiða til landsins. For- svarsmenn hópsins hefðu óskað eftir fundi með forsætisráðherra en verið sagt að ekki gæti orðið af því. „Við áttum fund með lögreglu á þriðjudagskvöld þar sem við skrif- uðum undir yfirlýsingu þar sem við lýstum því yfir, eins og við höfum alltaf gert, að við myndum fara í einu og öllu eftir fyrirmælum lögreglu og ekki fara inn fyrir öryggissvæði,“ sagði hann. Það væri örugglega byggt á misskilningi að halda því fram að talsmaður Falun Gong hefði á sínum tíma lýst því yfir að ekki yrði farið eftir tilmælum lögreglu. Það hafi aldrei verið ætlunin að óhlýðn- ast lögreglunni. Friðsamir og eiga ætíð gott samstarf við lögreglu Aðspurður hvort hann teldi öruggt að allir Falun Gong-liðarnir myndu hegða sér í samræmi við samkomulagið sem gert var við lög- reglu sagðist Nania vera viss um það. Þetta yrði rætt við alla þá Falun Gong-iðkendur sem hingað væru komnir en auk þess væru þeir alltaf friðsamlegir og ættu ávallt gott sam- starf við lögreglu. Nania telur að um 100 Falun Gong-iðkendur væru komnir til landsins og bjóst hann við enn fleir- um, líklega 30–40 í viðbót, en hann sagðist ekki hafa nákvæmar upplýs- ingar um heildarfjöldann. Spurður um skipulagningu aðgerða sagði John að Falun Gong væru ekki eig- inleg samtök heldur hefði fólkið sam- band með ýmsum hætti, s.s. með tölvupósti, skilaboðum á heimasíðum og símaráðstefnum. Talsmenn Falun Gong og lögregl- unnar semja um æfingasvæði Verða á þrem- ur stöðum í miðborginni NOKKRIR fylgjendur Falun Gong- hreyfingarinnar, sem dvöldu í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar og Njarðvík- urskóla á þriðjudag og sleppt var seint á þriðjudagskvöld, lentu í því að hafa ekkert húsaskjól þegar þeir komu til Reykjavíkur. Búið var að af- bóka gistirými margra í Reykjavík, þar sem eigendur gistihúsanna sáu sér ekki annað fært. Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sagði aðspurð að atvik sem þetta kæmi ferðaþjónustunni mjög illa, sérstaklega vegna mikillar eftir- spurnar eftir gistirými í Reykjavík um þessar mundir. „Helgin fram undan er mjög ásetin, og að sjálf- sögðu hafa eigendur gistihúsa reynt allt sem þeir geta til þess að nýta rými sitt sem allra best,“ sagði Erna. Ólafur Skúlason, eigandi Gistihúss #101, sagðist hafa fengið símhring- ingu frá konu, sem afpantaði her- bergi sitt á þriðjudag, enda ekki fyr- irséð að hún kæmist inn í landið. Þrátt fyrir að henni hafi líklega verið sleppt hafi hann ekkert í henni heyrt. Síðan hefði hann átt von á fjölda manns í gærmorgun og í morgun, fimmtudag, með vélum frá Bandaríkjunum. Farþegar hafi ekki látið sjá sig og drægi hann þá álykt- un að þeim hefði ekki verið hleypt um borð í flugvélar. Fjölda manns vantar herbergi „Ég hef ekkert heyrt frá fólkinu í Bandaríkjunum. Það hafði verið í góðu sambandi við mig um síma áð- ur, en nú skyndilega veit ég ekkert um fólkið. Þau sögðust mörg vera með bandarískt vegabréf og öll með áritun sem þess þyrftu,“ sagði Ólaf- ur. Að hans sögn hringdi sími hans látlaust í gær vegna ferðafólks og ráðstefnugesta, sem vantaði her- bergi. „Ég hef þurft að neita fjölda manns um herbergi vegna óvissunn- ar sem þessu fylgir. Ég átta mig ekki á því hvaða gestir eiga eftir að birt- ast hér hjá mér.“ Fjöldi fylgjenda Falun Gong kemur ekki til landsins Óvissa ríkir á hótelum og gistiheimilum borgarinnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.