Morgunblaðið - 13.06.2002, Page 22

Morgunblaðið - 13.06.2002, Page 22
NEYTENDUR 22 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Marbert sólarlínan er fyrir allar húðgerðir. Sólarlínan inniheldur bæði UVA vörn sem ver húðina gegn skaðlegum geislum sólar sem fara í dýpstu lög húðarinnar og UVB vörn sem verndar gegn sólargeislum sem valda bruna í húðinni. Öll sólarlínan er rotvarnarefnalaus (paraben free) en rotvarnarefni valda mörgum ofnæmi. Kynning og ráðgjöf í Kringlunni fimtudag, föstudag og laugardag. Falleg sumartaska að gjöf þegar keypt er fyrir 2.500 kr. í sólarlínunni Tilboðið gildir í öllum MARBERT verslunum ESSÓ-stöðvarnar Gildir til 30. júní nú kr. áður kr. mælie. Anton Berg marsipanbrauð, 40 g ............ 99 115 2.475 kg Anton Berg kókósbrauð, 40 g ................. 99 115 2.475 kg Anton Berg nöddeknas, 40 g .................. 99 115 2.475 kg Emmess toppís ..................................... 149 172 2.130 kg Coke 1 ltr og Maarud 100 g poki............. 299 360 Mars tvö st. saman ................................ 129 150 1.090 kg Snickers tvö st. saman ........................... 129 150 1.075 kg Bon Bon hlauppoki, 90 g ....................... 129 155 1.430 kg 11-11-búðirnar og KJARVAL Gildir 13.–19. júní nú kr. áður kr. mælie. Gourmet lærissneiðar ............................ 1.379 1.724 1.379 kg Lorenz chips paprika, salt....................... 199 259 1.137 kg Kjörís mjúkís ......................................... 589 768 294 ltr Emmess skafís ...................................... 299 499 299 ltr Mónu buffalóbitar.................................. 189 245 1.111 kg Mónu rexbitar........................................ 169 229 845 kg KRÓNAN Gildir 13.–19. júní nú kr. áður kr. mælie. Homblest blátt, 200 g............................ 99 121 495 kg Ballerína kex, 180 g............................... 89 104 494 kg Toffy crisp ............................................. 149 168 1.103 kg Chantibic rjómi í brúsa........................... 99 209 482 ltr SAMKAUP/ÚRVAL Gildir 13.–18. júní nú kr. áður kr. mælie. Kea þurrkryddaðar lambalærisneiðar....... 1.368 1.710 1.368 kg Kea þurrkr. lambaframhryggjarsneiðar ..... 1.197 1.496 1.197 kg Goða pylsur, 10 st. ................................ 599 799 599 kg SS rauðvínslegin bógsteik ...................... 933 1098 933 kg Libbýs tómatsósa, 680 g ........................ 167 197 246 kg Festival sinnep sætt, 450 g .................... 119 149 265 kg Bahncke steiktur laukur box, 100 g ......... 49 69 490 kg UPPGRIP-verslanir OLÍS Júní-tilboð nú kr áður kr. mælie. Pepsi, 0,5 ltr ......................................... 99 149 Sóma MS hyrna .................................... 209 295 Prins Póló stórt ...................................... 50 80 SELECT-verslanir Gildir 30. maí –26. júní nú kr. áður mælie. Sportlunsj, 80 g .................................... 95 118 Galaxy minstrels, 115 g ......................... 155 195 Always dömubindi ................................. 325 422 Allsorts lakkrískonfekt, 300 g.................. 225 275 Pampers blautklútar .............................. 175 215 Prins Polo XXL ....................................... 75 nýtt Lyons milk chocolate bars 7 st. pakkn. .... 135 nýtt Lyons mint 7 stykkja pakkn..................... 135 nýtt SPARVERSLUN, Bæjarlind Gildir til 17. júní nú kr. áður mælie. Jarðarber, 250 g box.............................. 99 239 396 kg Hellema kremkex, 300 g 3 fyrir 1 ............ 149 447 149 st. Lucky Charms, morgunkorn, 396 g.......... 269 369 679 kg Svínakótilettur reyktar á grillið ................. 1.199 1.399 1.199 kg Svínakótilettur marineraðar .................... 999 1.298 999 kg Spar-pakn. nauta/lambahakk frosið ....... 598 nýtt 598 kg Lambarif marineruð á grillið .................... 199 299 199 kg ÞÍN VERSLUN Gildir 13.–19. júní nú kr. áður kr. mælie Rauðvíns úrb. svínakambur .................... 1.038 1.298 1.038 kg Kryddlegnar lærissneiðar........................ 1.367 1.709 1.367 kg SS pylsur og Lego, tómatsósa, sinnep og remúlaði ............................................... 799 nýtt 799 pk. BKI kaffi, 400 g ..................................... 239 298 597 kg Heinz tómatsósa, 567 g......................... 119 147 202 kg Freschetta pítsur ................................... 429 529 1.200 kg Dúnmjúkur wc pappír, 6 rl. ..................... 249 299 41 st. Fis eldhúsrúllur, 2 st. ............................. 139 198 69 st. Helgartilboð Verðupplýsingar sendar frá verslunum Ís og jarðarber á tilboðsverði ÁKVEÐIÐ hefur verið á fundi sér- fræðinefndar um fæðubótarefni að heimila koffín í fæðubótarefnum og náttúruvörum. Í nefndinni sitja fulltrúar frá Hollustuvernd ríkis- ins, Manneldisráði Íslands, Land- læknisembættinu og Lyfjastofnun. Leyfilegur hámarksdagsskammtur koffíns í þurrvöru, það er dufti, hylkjum, töflum og svo framvegis er 300 mg, segir Ingibjörg H. Hall- dórsdóttir líffræðingur og mat- vælafræðingur hjá Lyfjastofnun. Átt er við samanlagt magn hreins koffíns og koffíns í jurtum, svo sem Guarana, Yerba maté, Ilex paraguensis, Kola nut, Green tea og Camellia sinensis. Óskað verður eftir upplýsingum frá framleiðanda um heildarmagn koffíns í vörum sem sótt er um leyfi fyrir. Viðvörun á umbúðum fari dagskammtur yfir 150 mg „Sé magn koffíns meira en 150 mg í dagsskammti er skylt að líma svohljóðandi viðvörun á umbúðir: Þessi vara er ekki ætluð þung- uðum konum, konum með barn á brjósti, börnum yngri en 18 ára, eða einstaklingum sem viðkvæmir eru fyrir neyslu koffíns,“ segir Ingibjörg. Hollustuvernd ríkisins hefur heimild samkvæmt reglugerð um aukefni í matvælum nr. 579/1993 með síðari breytingu nr. 767/1997 og nr. 773/1998 að leyfa koffín í drykkjarvörum þannig að 135 mg í lítra eru leyfð í tilbúnum gos- drykkjum. Ingibjörg segir að eðlilegt hafi þótt að leiðrétta þetta ósamræmi milli drykkja og þurrvöru hvað varðar koffíninnihald og var miðað við mörk sem sett hafa verið í Danmörku. „Lauslega áætlað hef- ur stofnunin hafnað leyfi til inn- flutnings á 50–60 vörum síðastliðin fimm ár og eingöngu vegna fyrr- greindra jurta, aðallega Guarana,“ segir hún. Um er að ræða töflur, hylki, duft, tyggigúmmí, tyggitöflur, freyðitöflur, elexír, te og úða og er þessum vörum ætlað að auka fitu- brennslu, skerpa minni og auka út- hald, að hennar sögn. Steinar B. Aðalbjörnsson nær- ingarfræðingur situr í sérfræði- nefnd um fæðubótarefni fyrir hönd Hollustuverndar ríkisins. Segir hann að þótt orkudrykkir með koffíni hafi verið leyfðir til þessa séu ekki til sam-evrópskar reglur þar að lútandi. Hverju landi innan Evrópu sé heimilt að setja sínar reglur. Hann segir að Hollustu- vernd veiti ekki leyfi fyrir innflutn- ingi á orkudrykkjum með koffíni þar sem frjálst flæði á vöru sé í gildi innan ESB og á EES-svæð- inu. Innflytjendur hafi hins vegar getað leitað umsagnar Hollustu- verndar um vöruna til þess að ganga úr skugga um að hún sé lög- leg. Hafi Hollustuvernd ákveðið á sínum tíma að hámarksmagn koff- íns í orkudrykkjum væri 135 mg í lítra og tekið mið af magni koffíns í kóladrykkjum. Koffín er aðallega notað til örvunar í orkudrykkjum en sem bragðefni í kóladrykkjum og er koffín í orkudrykkjum unnið úr þykkni jurta sem greinir hér að framan. Til stendur að hækka leyfilegt koffínmagn í hverjum lítra orku- drykkjar úr 135 mg í 150 mg og segir Steinar að hærra verði ekki farið. Orkudrykkir með hærra koffínmagni en 135 mg í lítra eru leyfðir í sumum nágrannalöndum okkar og segir Steinar að til standi að hækka mörkin til þess að skapa ekki hindranir í innflutningi. Þess má að lokum geta að koff- ínmagn í einum kaffibolla getur verið 75–150 mg að Steinars sögn. Hámarksskammtur koffíns í þurrvöru er 300 mg Koffín hefur verið leyft í drykkjarvörum um skeið og er nú leyfilegt í þurrvöru líka. Morgunblaðið/Ásdís SKORRI ehf. hefur fengið umboð fyrir nýja gerð af kolagrillum úr áli og á þremur hæðum sem sett voru á markað hérlendis nú í byrjun mánaðar. Grillin komu á markað erlendis í fyrra og kveðst Örn Johnson, framkvæmdastjóri Skorra ehf., hafa rekist á þau á sumarbústaða- sýningu í Noregi. Grillin eru frá Rotal Barby Ltd. í Skotlandi og segir Örn hönnunina þegar hafa fengið fjölda verðlauna erlendis. Örn kveðst þekktastur fyrir að selja rafgeyma í bíla en færði sig út í sölu á sólarrafhlöðum fyrir sum- arbústaði fyrir 10–15 árum, þá gas- ísskápum og gasvatnshiturum, einnig fyrir sumarbústaði, og nú síðast kolagrillum. Um er að ræða tvær stærðir, stærra grillið sem sést á meðfylgjandi mynd og minna ferðagrill. Stærra grillið hentar fyrir allt að 30 manna veislur og fjölmennar fjölskyldur og hið minna fyrir 2 til 6 manns, segir Örn. Kviknar ekki í matnum og auðvelt að þrífa eftir notkun Grillið er og á þremur hæðum, sem fyrr segir, kolin neðst og þá tvær aðskildar hæðir fyrir matinn. „Með því að skipta grillinu í þrjár hæðir er tryggt að ekki kviknar í matnum, auk þess sem auðvelt er að þrífa grillið eftir notkun. Ferða- grillið er með teflon-húð og því ennþá auðveldara í þrifum. Nýt- ingin á hitanum er mjög góð því ekkert súrefni kemst að matnum, hann brúnast fallega en brennur ekki. Hitinn helst allur inni í grill- inu og reyndar hitnar lokið svo mikið að hægt er að spæla á því egg,“ segir hann ennfremur. Örn segir um að ræða algerlega nýja hönnun og kom fulltrúi skoska fyrirtækisins til landsins fyrir skömmu og sýndi gestum handtök- in á sýningunni Sumarbústaðurinn og garðurinn í Mosfellsbæ. Hægt verður að festa ferðagrillið á kúlu á dráttarkróki innan tíðar og segir Örn að ferðagrillið, sem ekki er á fótum, megi bæði leggja á borð og gras án þess að það brenni und- irlagið. Þá er von á samskonar grilli með gaskút á næstunni, fyrir stærra grillið í lok ársins, og fyrir ferða- grillið á næsta ári. Ferðagrillið kostar 29.900 krónur og stærra grillið 49.900 segir Örn að síðustu. Hægt er að fá frekari upplýs- ingar um grillið á rotalbarby.com þar sem meðal annars er að finna uppskriftir og myndir. Morgunblaðið/Jim Smart Örn Johnson með nýja gerð af kolagrilli á þremur hæðum. Nýstárleg kolagrill á þremur hæðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.