Morgunblaðið - 13.06.2002, Page 29

Morgunblaðið - 13.06.2002, Page 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 29 KAMMERMÚSÍKHÓPURINN Camerarctica hefur nú starfað í tíu ár og hélt af því tilefni vel sótta tónleika sl. sunnudag helgaða nor- rænni tónlist. „Hinn norræni Mozart“ er einn þeirra umdeilanlegu auðkennis- stimpla sem settir hafa verið á finnsk-sænska tónskáldið Bern- hard Crusell (1775–1838) handa tímaskroppnum síðari kynslóðum til að átta sig á í snatri. Kvartett hans fyrir klarínett og strengjatríó Op. 7 (hvorki tóntegundar né núm- ers var getið, en mun víst hafa ver- ið nr. 3 í D-dúr (enda fyrir A- klarínett) og hið síðasta af þrem verkum hans fyrir þá skemmtilegu áhöfn; án efa undir áhrifum frá frægum kvintetti Mozarts fyrir Anton Stadler) var útgefinn 1820, en sennilega saminn þónokkrum árum fyrr. Það verður að kalla næsta undravert hvað umrætt verk stendur enn vel fyrir sínu við end- urheyrn, jafnvel úr tímanálægð miðevrópskra stórsnillinga – þrátt fyrir nánast stað- og tímabundna ördeyðu, þegar frændþjóðirnar í landsuðri voru að feta fyrstu spor- in í klassískum kammersmíðum, ósjaldan fyrir tilstilli aðfluttra smámeistara frá þýzka tungumála- svæðinu. Tilkoma Crusells er í því samhengi nánast kraftaverk sem m.a.s. stenzt samanburð við marga helztu tónjöfra vínarklassíska tím- ans. Þriðji klarínettkvartett hans var enda bráðskemmtilegur áheyrnar; hugmyndafrjór, gæddur klassísku þokkafullu jafnvægi, kunnáttusamlega skrifaður og vel fluttur af hópnum, þrátt fyrir all- virtúósar kröfur til einkum blás- arans sem Ármann Helgason leysti snöfurlega af hendi í góðu sam- vægi við strengina. Fyrsti strengjakvartett fjónska tónskáldsins Carls Nielsens Op. 13 (1865–1931; nýkominn úr höfund- arvernd eftir alþjóðlegu 70 ára reglunni) var næstur á dagskrá. Verkið var síðar afskrifað af höf- undi en endurvakið (og endurskoð- að) nokkrum árum eftir það, sem skýrir hærri ópustölu þess en eldri sinfóníu hans nr. 1. Camerarctica fylgdi venjunni og lék endurskoð- uðu útgáfuna, sem er töluvert mót- uð af mesta áhrifavaldi tímans, Brahms, kannski burtséð frá nokk- uð áberandi Dvorák-ummerkjum í scherzóinu (III., Allegro molto). Eiginlega mætti harma að Nielsen héldi ekki áhuga sínum á miðl- unum fram á þroskaárin, enda hefði hann þá hugsanlega náð að skáka landa sínum og nemanda Vagn Holmboe sem markverðasta strengjakvartetthöfundi Norður- landa á 20. öld. Þó að kvartett Nielsens væri æskutónsmíð og varla fullveðja meistaraverk – frumlegasti þátt- urinn birtist fyrst með Fínalnum, IV. – voru kröfur hans til flytjenda samt nógu miklar til að minna áþreifanlega á vanda kvart- ettgreinarinnar hérlendis, þar sem atvinnuspilamennsku í sambæri- legum mæli og þekkist sunnar í álfu er ekki til að dreifa. Heyra mátti á stundum ósamtaka leik, mishreinni tónstöðu og almennt „óþéttum“ samhljómi í þessu verki, að jafnvel tíu ára samspilsreynsla hrekkur ekki til, nema þessi vandasamasta allra kammergreina sé stunduð á mun stöðugri grund- velli en íslenzkar aðstæður bjóða upp á. Hópurinn bætti aftur á móti um betur í síðasta atriði, frumflutningi hins nýja verks eftir Þorkel Sig- urbjörnsson, Örlagafugli, fyrir flautu, klarínett og strengjakvart- ett. Af munnlegri kynningu eins flytjandans mátti skilja að titillinn vísaði til svölukvaksins við glugg Egils Skallagrímssonar í Jórvík á 10. öld þegar kvæðið Höfuðlausn var í burðarliðnum. Fór þar hat- rammasti óvinur kappans í um- breyttu líki Gunnhildar Haralds- dóttur blátannar Danakonungs, fjölkunnugrar drottningar Eiríks blóðaxar. Þrátt fyrir téða truflun var tvítug drápan ort í tæka tíð og þáði skáldið sem kunnugt er „hjálma klett af hilmi“ að launum. Hversu „prógrammatískt“ verk- ið var samið skal ósagt látið, og þaðan af síður hvort samhverf uppbygging kvæðisins og runhend hrynjandi hafi haft áhrif á tón- málið. Hitt fór ekki á milli mála, að um 13 mín. langt verk Þorkels var sérlega músíkantískt skrifað – að vísu fyrir afar kliðfagra og sveigj- anlega áhöfn – og uppfyllti þar með gjöfulustu félagsformúlu sem til er í músík, nefnilega að fjöl- breytt og samleiksvæn tónlist er annarri líklegri til að skila ánægju flytjenda áfram til hlustenda. Tíu ára kammerafmæliTÓNLISTNorræna húsið Crusell: Klarínettkvartett Op. 7. Nielsen: Strengjakvartett nr. 1 Op. 13. Þorkell Sigurbjörnsson: Örlagafugl f. flautu, klar- ínett og strengjakvartett (frumfl.). Kammerhópurinn Camerarctica (Ármann Helgason, klarínett; Hallfríður Ólafs- dóttir, flauta; Hildigunnur Halldórsdóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðlur; Guð- mundur Kristmundsson, víóla; Sigurður Halldórsson, selló). Sunnudaginn 9. júní kl. 14. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson KOMIN er út hér á Íslandi skáldsag- an A durable fire once and this eftir Bandaríkjamanninn Dall Wilson. Hann hefur dvalið hér á landi frá því í haust og unnið að skriftum og nú hefur skáldsagan litið dagsins ljós. Þar segir frá manni og konu, hann er verðbréfasali á Wall Street en hún er íslensk söngkona. Hann yfirgefur starf sitt þar sem hann finnur sig knúinn til að skrifa bæði skáldsögu og óperu, listaverk sem endast munu í þúsund ár. Wilson hefur einnig samið texta við óperutónlist eftir Victor Herbert, sem lést árið 1936. Óperan nefnist The Freely Given og fjallar um fjóra íslenska óperusöngvara sem eru komnir til Litháen til að taka þátt í óperettuflutningi. Bókin er 345 bls., gefin út af höf- undi undir forlagsheitinu beeswax press. Henni fylgir geisladiskur með völdum köflum úr óperutónlist Victors Herberts. Skáldsaga flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.