Morgunblaðið - 13.06.2002, Page 40

Morgunblaðið - 13.06.2002, Page 40
UMRÆÐAN 40 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Mannréttindayfirlýsing Samein- uðu þjóðanna var samþykkt á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1948 og hefur síðan verið grundvöllur alþjóðlegrar mannrétt- indaumræðu. Nú þegar Jiang Zemin, forseti Kína, er að hefja opinbera heim- sókn sína til Íslands í boði forseta Íslands er rétt að skoða fylgi- spekt kínverskra stjórnvalda við nokkur ákvæði Mannréttinda- yfirlýsingarinnar. Í þriðju grein Mannréttindayfirlýs- ingarinnar segir: „All- ir menn eiga rétt til lífs …“ En hvergi í heiminum eru fleiri af- tökur en í Kína. Und- anfarið ár hafa kín- versk stjórnvöld staðið fyrir hertri baráttu gegn glæpum. Í þeirri herferð hafa að minnsta kosti 2.468 einstaklingar verið teknir af lífi; margir fyrir af- brot eins og fjársvik, mútur, skatt- svik, fíkniefnamisferli og vændis- sölu. Í átjándu grein Mannréttindayf- irlýsingarinnar segir: „Allir menn skulu frjálsir hugsana sinna, sann- færingar og trúar.“ Þó var um 260.000 ein- staklingum haldið í vinnubúðum í Kína ár- ið 2001 samkvæmt heimildum kínverskra stjórnvalda. Þar var þeim gert að undir- gangast „endurmennt- un gegnum vinnu“. Þessari tegund af fangelsun án dóms og laga var sérstaklega beitt gegn meðlimum í Falun Gong-hreyfing- unni, en einnig gegn kristnum söfnuðum og öðrum hreyfingum. Fjöldi til viðbótar hef- ur verið fangelsaður eða pyntaður, jafnvel drepinn. Í nítjándu grein Mannréttinda- yfirlýsingarinnar segir: „Hver mað- ur skal vera frjáls skoðana sinna …“ Engu að síður hafa frek- ari hömlur verið settar á fjölmiðla í Kína að undanförnu og aðgangur að Internetinu verið þrengdur. Yfir- völd hafa beitt sér gegn einstak- lingum sem nota Internetið til að koma á framfæri skoðunum um efni sem stjórnvöld telja „viðkvæm“, efni eins og lýðræðislegar umbætur og pólitíska spillingu. Í tuttugustu og þriðju grein Mannréttindayfirlýsingarinnar seg- ir: „Hver maður á rétt á … rétt- látum og hagkvæmum vinnuskilyrð- um … Hver maður má stofna til stéttarsamtaka og ganga í þau til verndar hagsmunum sínum.“ Þó hafa kínversk stjórnvöld beitt sér af hörku gegn verkalýð og verkalýðs- frömuðum, þegar þeir hafa mót- mælt uppsögnum, kjaraákvæðum uppsagna, ólöglegum aðbúnaði á vinnustöðum, spillingu meðal stjórnenda og vanefndum á rétt- indagreiðslum til þeirra. Verkalýðs- frömuðir hafa reynt án árangurs að koma óháðum verkalýðsfélögum á laggirnar. Í fimmtu grein Mannréttindayf- irlýsingarinnar segir: „Enginn mað- ur skal sæta pyndingum, grimmi- legri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.“ Samt eru pyntingar og misþyrmingar algeng- ar í Kína, og beitt til að þvinga fram játningar. Algengar tegundir pyntinga eru barsmíðar, raflost, einstaklingar hengdir upp á hönd- unum, þeir hlekkjaðir og festir í sársaukafullri stöðu, þeim meinaður svefn og matur. Í tilefni heimsóknar forseta Kína er rétt að minna forseta Íslands á það heit sem hann gaf 1998 með undirskrift sinni á fimmtíu ára af- mæli Mannréttindayfirlýsingarinn- ar. Þar hét forsetinn, ásamt fleir- um, að: „gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja að réttindin í Mannréttindayfirlýsingu Samein- uðu þjóðanna verði að veruleika um víða veröld“. Ástæða er til að hvetja forsetann til að huga nú að þessu heiti sínu. Kína og Mannrétt- indayfirlýsingin Torfi Jónsson Höfundur er félagi í Íslandsdeild Amnesty International. Mannréttindi Í tilefni heimsóknar for- seta Kína, segir Torfi Jónsson, er rétt að minna forseta Íslands á það heit sem hann gaf 1998 með undirskrift sinni á fimmtíu ára af- mæli Mannréttinda- yfirlýsingarinnar. A B X / S ÍA Vertu me∂ á hreinu hver by∂ur best! Útlánsvextir - 1. júní 2002 Íslandsbanki Yfirdráttarlán einstaklinga - hæstu vextir 16,95% 18,20% Yfirdráttarlán einstaklinga - lægstu vextir 14,15% 17,20% Innlánsvextir - 1. júní 2002 Debetkortareikningur einstaklinga - lægstu vextir 6,70% 0,40% Debetkortareikningur einstaklinga - hæstu vextir 9,20% 2,75% Óverðtryggður innlánsreikningur (lágmark 250 þús.) 10,55% 8,40% Verðtryggður innlánsreikningur (60 mán. binding) 6,70% 5,70% Betri vextir hjá nb.is Hvort sem um er að ræða innlán eða yfirdráttarlán býður Netbankinn - nb.is betri vexti. Samkvæmt úttekt Morgunblaðsins hafa innlánsreikningar nb.is verið með hæstu nafnávöxtun undanfarin tvö ár og hægt er að spara tugi þúsunda á ári með lægri yfirdráttarvöxtum hjá nb.is. Vertu með það alveg á hreinu hver býður best! Farðu inn á www.nb.is eða hringdu í síma 550 1800 Banki með betri vexti ´

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.