Morgunblaðið - 13.06.2002, Síða 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 47
✝ Þórir HafbergStefánsson
fæddist á Siglufirði
10. mars 1945. Hann
lést á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi
við Hringbraut 5.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Stefán Sigurður
Guðmundsson, f. 28.
júní 1906 á Ísafirði,
márarameistari á
Siglufirði, síðar í
Reykjavík, d. 1. des.
1992 í Reykjavík, og
Guðný Oddný Bier-
ing Helgadóttir, f. 3. september
1918 í Grímsey, d. 11. janúar
1978, húsmóðir og starfsstúlka í
Reykjavík. Systkini Þóris eru:
Gréta Inger Bergmann, f. 6. febr-
úar 1937, húsmóðir í Vogum á
Vatnsleysuströnd, gift Runólfi
Guðjónssyni framkvæmdastjóra í
Reykjavík, Gréta á einn son. Guð-
mundur Karl , f. 26. nóv. 1948 á
Siglufirði, málari í Reykjavík,
kvæntur 15. ágúst 1970 (skilin)
Helgu Árnadóttur, f. 16. ágúst
1948. Guðmundur og Helga eiga
tvær dætur. Sambýliskona Guð-
mundar Karls er Kristín Björns-
dóttir frá Ingunnarstöðum í
Brynjudal. Sigrún Ragna, f. 23.
júlí 1952 í Reykjavík, verkakona
Reykjavík. Hafsteinn, f. 30. des.
1973, verkamaður á Akranesi.
Barnsmóðir Silvía Margrét Val-
geirsdóttir, barn þeirra: Helga
María. Barnsmóðir Jóna Sigur-
veig Guðmundsdóttir, barn
þeirra: Guðmundur Þórir. Sam-
býliskona Gréta Jóhannesdóttir,
starfsmaður á dvalarheimilinu
Höfða á Akranesi, barn þeirra:
Jóhannes Valur.
Þórir lauk skyldunámi frá
Gagnfræðaskóla Austurbæjar,
hann vann um tíma hjá föður sín-
um við málarastörf og hjá föð-
urbróður sínum, einnig við mál-
arastörf. Þórir og Elín hófu
búskap sinn í Reykjavík, en eftir
skamma dvöl fluttu þau til
Grindavíkur og þaðan til Bíldu-
dals. Frá Bíldudal fluttu þau til
Akraness og bjuggu þar til ársins
1994. Þórir starfaði lengst af sem
sjómaður á bátum, togurum og
millilandaskipum. Hann rak einn-
ig eigin trilluútgerð. Þórir hafði
mikinn áhuga á matargerð og
sótti námskeið í matargerð og
vann hann sem matsveinn mestan
þann tíma sem hann starfaði á
sjónum. Þórir hafði skipstjórnar-
réttindi að tíu tonnum (punga-
próf). Fyrir fjórum árum veiktist
Þórir alvarlega og varð hann að
hætta störfum til sjós. Hann hafði
aflað sér meiraprófsréttinda til
aksturs og vann á meðan kraftar
leyfðu við akstur strætisvagns
hjá Almenningsvögnum. Útför
Þóris fer fram frá Fossvogskirkju
í dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
og húsmóðir, sam-
býlismaður Jóhann
Ólafsson. Sigrún og
Jóhann eiga þrjá
syni. Jóna Björk, f. 2.
mars 1955 í Reykja-
vík, stuðningsfulltrúi
á sambýli fatlaðra í
Reykjavík, gift 18.
ágúst 1973 (skilin)
Arthur Andaja Gal-
ves, d. 7. september
árið 2000. Jóna og
Arthur eiga tvo syni.
Þórir kvæntist 30.
janúar 1965 (skilin)
Elínu Árnadóttur, f.
28. ágúst 1942 á Kistufelli í Lund-
arreykjadal, húsmóður og starfs-
stúlku. Börn þeirra eru: Árni, f.
18. febrúar 1963, verkamaður í
Reykjavík. Guðrún Helga, f. 16.
desember 1964, búfræðingur og
bóndi í Skeiðháholti á Skeiðum,
gift Jóni Vilmundarsyni, f. 24.
júní 1965, búfræðikandidat og
bónda í Skeiðháholti. Börn
þeirra: Tinna, Vilmundur, Elín
Sigríður og Ingibjörg Sæunn.
Stefán Þór, f. 23. maí 1966, vél-
virki og vélstjóri, búsettur á
Akranesi, barnsmóðir Ragnhild-
ur Edda Jónsdóttir, barn þeirra:
Kristófer Ernir. Kristján Haf-
berg, f. 3. maí 1970, nemi í
Tækniskólanum, búsettur í
Faðir okkar Þórir Hafberg Stef-
ánsson lést að kvöldi 5. júní á Land-
spítalanum eftir erfið veikindi. Fyrir
fjórum árum í haust greindist
krabbamein í maga pabba, og fór
hann fyrst í þriggja mánaða lyfja-
meðferð í janúar sama vetur. Hann
var skorinn upp í júlí sama ár og
maginn fjarlægður. Pabbi var alla tíð
hraustur, líka í veikindum sínum,
hann þoldi lyfjameðferðina vel og
skömmu eftir aðgerðina (sama sum-
ar) fór hann norður að Hrauni í
Sléttuhlíð, þar sem hann var í sveit
mörg sumur í bernsku. Hann hélt
ætíð mikilli tryggð við þann stað og
fólkið þar. Pabbi þurfti alltaf að hafa
eitthvað fyrir stafni og átti erfitt með
að vera aðgerðarlaus. Hann var sjó-
maður mestalla sína ævi, og oftast
sem matsveinn. Pabbi gat ekki
stundað sjómennsku eftir erfið veik-
indin, og aflaði sér meiraprófsrétt-
inda og keyrði strætisvagn meðan
kraftar leyfðu. Í vetur fór hann að
finna til í mjöðminni og í byrjun mars
mjaðmagrindarbrotnaði hann. Upp
úr því ágerðust veikindi hans hratt.
Pabbi glímdi einnig við Bakkus kon-
ung og var sú barátta hans erfið, sér-
staklega seinni árin. Dag í senn, eitt
andartak í einu. Þessi orð lýsa pabba
vel, hann var kátur og þróttmikill og
sjaldan með áhyggjur, sérstaklega af
veraldlegum hlutum. Hann hafði
stórt hjarta og mátti ekkert aumt sjá.
Elsku pabbi, þú varst alltaf eirð-
arlaus í hjarta þínu. Við vonum að þú
finnir loks þann frið sem við höldum
að þú hafir verið að leita að.
Þótt teljum við árin
er tíminn samt óráðin gáta
og takmarkið óljóst;
því munum við hlæja og gráta
á meðan lífið
lánar oss dálítinn frest;
og dagarnir líkjast
þeim dropa sem holaði steininn –
Við dyljum af fágætri kostgæfni
sárustu meinin,
uns höfum við loksins
í húsinu óboðinn gest.
(Gunnar Egg. frá Leirárgörðum.)
Árni, Guðrún Helga, Stefán,
Kristján og Hafsteinn.
Í dag kveð ég bróður minn, Þóri
Hafberg, hinstu kveðju. Þú varst bú-
inn að vera mikið veikur, það var erf-
itt að horfa á þjáningar þínar og geta
ekkert gert.
Í hjarta mínu er sorg en einnig
gleði, því að ég veit að nú ert þú á
góðum stað, laus við þjáningar og
erfiðleika. Ég þakka þér, elsku bróð-
ir minn, allar góðar stundir sem við
áttum saman.
Guðrún, Addi, Kiddi, Stebbi og
Haffi, innilegar samúðar kveðjur.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Hvíldu í friði, elsku bróðir.
Þín systir
Sigrún.
ÞÓRIR HAFBERG
STEFÁNSSON
✝ Trausti Guð-mundsson fædd-
ist 20. nóvember
1919. Hann lést á
heimili sínu 2. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðmundur Sæ-
mundsson, f. 10.
febrúar 1891, d.
1966, og Guðbjörg
Sveinsdóttir, f. 12.
september 1889, d.
1937. Systkini hans
eru Sæmundur, f. 4.
apríl 1914, d. 24.
feb. 1985, Þóra, f.
24. feb. 1916, d. ágúst 1988,
Fjóla, f. 20. okt. 1920, d. 29. feb.
2000, Víglundur, f. 16. feb.
1922, Gunnar, f. 16.
júní 1924, Sólveig,
f. 17. mars 1927, d.
10. feb. 1974, Rak-
el, f. 8. mars 1930,
Teitur, f. 31. maí
1931, og Ásta, f. 6.
feb. 1934. Systkini
samfeðra eru Guð-
björg, f. 12. júní,
1942, Anna Hlín, f.
3. okt. 1944, Krist-
ín, f. 25. mars 1946
og Olga, f. 31.
ágúst, 1953.
Trausti var ógift-
ur og barnlaus.
Útför Trausta fór fram frá
Fossvogskapellu í kyrrþey að
ósk hins látna.
Fuglinn segir bí, bí, bí,
bí, bí segir Stína.
Kveldúlfur er kominn í
kerlinguna mína.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Þegar ég var stelpa var þetta vís-
an okkar Trausta. Hann sagði mér
ótal margar sögur og við sungum
líka mikið saman. Trausti þreyttist
aldrei á öllum hamaganginum og
hossaði mér í takt við sönginn, þá var
mikið hlegið. Ég á margar minning-
arnar frá þessum tíma. Trausti átti
gott með að umgangast börn og
hændust þau fljótt að þessum hjarta-
hlýja manni, hann var minna fyrir
samskipti við fullorðna. Árin liðu,
eftir því sem ég stækkaði hittumst
við sjaldnar, þegar við hittumst
læddi hann því að mér hvort ég hefði
séð hann Kveldúlf.
Ég kveð þig kæri frændi með
fyrstu vísunni úr öðru kvæði sem við
sungum saman.
Á kaupmanninn rétt við búðar borðið
svo brosfögur horfði Stína
ég ætlaði bara að kaupa klæði
í kjól á brúðuna mína.
(Sig. Júl. Jóhannesson.)
Margrét Hjörleifsdóttir (Gréta).
TRAUSTI
GUÐMUNDSSON
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
,
#0
3 "
4 $&!1
! <
4
/
4- '
<
4- '
!+
'
' !"$$
*
'
.
/
/
4- ' !" ! !! "
,:"# " %
7< " " !! "
0 "# " %
7 < "# "
' !! "
$""#) " %
, $ # " !! "
#&" "" ! #&" %
# " #)# " %
/& ! " !! "
7< )# " %
'" $" " !! "
# )# " !! "
"4 # " !! "
7< ) 4 %
( " (&" %$( " ( " (&" )
*?'
@*A
' ./
3 BC
'
6
.
' ,
!"!##$
" "" %
#$ " !! "
+ " !! ")
5
77/#'07D
":" E,
'
+& $("F
3 %$
0
!"!+$$
, " " ! !! "
" " !: !! "
"" %
7 " !: !! "
=%" ! " %
7< " !: !! "
0 (&" " !: %
;+:" !! "
" !: ="" !: %
"$ 7 !! "
( " (&" %$( " ( " (&" )
0
#9**,.
8 " G2
0
!+!"$$
=" " !! "
"$ " !: !! "
" " %
8 "" !: %
" ! =" " !! "
"/ #"$$ %
" $ !! "
( " (&" %$( " ( " (&" )
(
*'7D '.#+
" H
=
,
!"!##$
$ '"% I$ %
! , " # I$ !! "
I$ "D" $"$ " %
!: <%!
, " ' ! !! "
$ <%!
=" $" " !! "
$"" <%!
!: $ " <%!)
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur