Morgunblaðið - 13.06.2002, Page 48
MINNINGAR
48 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Það mun hafa verið
fyrir 20 árum að ég
kynntist þér fyrst. Það
atvikaðist þannig að
skólasystir mín og vin-
kona þín bauð okkur Ævari í mat og
þér einnig, þetta voru líka fyrstu
kynni ykkar Ævars. Þetta var in-
dælt matarboð sem endaði, eins og
flest góð matarboð, á að við fórum út
á lífið. Margs er að minnast frá þess-
um 20 árum. Margar frábærar
stundir sem maður átti í nærveru
þinni.
Ferðir ykkar Ævars og barnanna
norður í Vatnsdal, veiðitúr upp á
heiði, heimsóknir austur að Núpa-
koti og Skógum þegar þið bjugguð
þar, að ógleymdri ferð til Ameríku
og svo allar frábæru stundirnar í
Fornastekk. Það sem stendur upp
úr er hvað manni leið alltaf vel í ná-
vist þinni, hressleikinn, kátínan var
svo mikil að maður komst alltaf í
gott skap í félagsskap þínum. Alltaf
sást þú jákvæðu hliðarnar á öllu og
öllum og alveg sama á hverju gekk,
alltaf sagðir þú allt gott. Þetta eru
frábærar minningar sem aldrei
gleymast.
Í janúar 2001 greindist þú með
þann sjúkdóm sem bar þig ofurliði
þrátt fyrir þína ótrúlegu baráttu. Við
hringdum oft hvort í annað á þessum
síðustu 17 mánuðum og ég fór
nokkrum sinnum í heimsókn til þín
og barnanna í Engjaselið. Alltaf
varst þú jafn hress og endaði spjall
okkar alltaf þannig að það varst þú
sem hughreystir mig og hresstir mig
eins og þér einni var lagið.
Ég sá þig síðast í byrjun apríl síð-
astliðins í Engjaselinu og spjölluðum
við lengi saman um lífið og tilveruna.
Þú varst ótrúlega jákvæð, bauðst
mér í 40 ára afmælið þitt síðar í mán-
uðinum en því miður komst ég ekki í
það. Þegar að kveðjustund kom
tókst þú utan um mig, kysstir mig á
kinnina og sagðir: „Þú ert alltaf vel-
kominn í kaffi hingað, Svenni minn.“
JÓHANNA RANNVEIG
SKAFTADÓTTIR
✝ Jóhanna Rann-veig Skaftadóttir
fæddist í Reykjavík
25. apríl 1962. Hún
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
aðfaranótt 5. júní
síðastliðins og var
hún jarðsungin frá
Seljakirkju í Breið-
holti 12. júní.
Þín verður sárt
saknað, kæra vinkona.
Elsku Jóhanna, ég
þakka þér fyrir þessi
20 ár og minningin um
þig mun lifa í hjarta
okkar allra sem þekkt-
um þig.
Nú sefur jörðin sumargræn,
nú sér hún rætast hverja bæn
og dregur andann djúpt og
rótt
um draumabláa júlínótt.
Við ystu hafsbrún sefur sól
og sofið er í hverjum hól
í sefi blunda svanabörn
og silungur í læk og tjörn.
Á túni sefur bóndabær
og bjarma á þil og glugga slær,
við móðurbrjóstið börnin fá
þá bestu gjöf sem lífið á.
(Davíð Stef.)
Elsku Lára Guðrún, Vigdís Hlíf,
Jón Sigmar og aðrir ástvinir, megi
góður guð styrkja ykkur og vernda á
þessari erfiðu stundu.
Sveinn Eggert Jónsson.
Hvort sem við erum einmana,
sjúk eða ráðvillt fáum við umborið
það allt, ef við aðeins vitum að við
eigum vini, jafnvel þótt þeir geti ekki
hjálpað okkur.
Það nægir að þeir eru til. Hvorki
fjarlægð né tími, stríð, þjáning eða
þögn megnar að slá fölskva á vinátt-
una. Við þær aðstæður festir hún
einmitt dýpstar rætur. Upp af þeim
vex hún og blómstrar.
Í dag kveð ég vinkonu mína, Jó-
hönnu Rannveigu Skaftadóttur.
Kynni okkar hófust í Sandgerði
sumarið 1978, hún nýorðin sextán
ára og ég að verða fimmtán. Jóhanna
kom til að vinna og fara í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja í Keflavík. Við vor-
um mjög samrýndar á þessum árum,
skemmtum okkur vel og fórum
meira að segja eina ferð til útlanda
saman, sumarið 1982. Þessi ferð er
einhver sú skemmtilegasta sem ég
hef farið og var í mörg ár á eftir ver-
ið að rifja upp ýmis skemmtileg at-
vik sem upp komu í ferðinni. Alltaf
var mikill samgangur okkar á milli
og eftir að börnin okkar fæddust
mættum við í öll afmæli hvor hjá
annarri, hringdum á afmælum hvor
annarrar. Jóhanna var vinmörg og
hafði gaman af að taka á móti gest-
um og var hún svo ánægð að taka á
móti öllu fólkinu sínu þegar hún hélt
upp á fertugsafmælið sitt hinn 27.
apríl síðastliðinn.
Jóhanna var tilfinningarík og
næm en því kynntumst við sem
þekktum hana best. Í sorg jafnt sem
gleði var gott að eiga hana sem vin.
Nú syrgja margir og sakna góðs vin-
ar. Ég minnist hennar með þakklæti,
hlýja hennar vermdi og gleðin gladdi
meðan þess var nokkur kostur.
Elsku Lára, Vigdís og Jón, ykkar
missir er mestur. Þegar sárasta
sorgin er liðin hjá sitja eftir ljúfar
minningar um góða móður sem
munu verma hjörtu ykkar um alla
framtíð.
Ég og fjölskylda mín vottum öll-
um aðstandendum og vinum dýpstu
samúð okkar.
Næm, skynsöm, ljúf í lyndi,
lífs meðan varstu hér,
eftirlæti og yndi
ætíð hafði ég af þér,
í minni muntu mér;
því mun ég þig með tárum
þreyja af huga sárum,
heim til þess héðan fer.
(Hallgr. Pét.)
Ágústa Guðmarsdóttir.
Hinn 5. júní sl. vaknaði ég hress
og kát og tilbúin að takast á við lífið
og tilveruna af bjartsýni. Þessi til-
finning mín varði þó stutt þar sem ég
fékk hringingu um hádegisbilið og
mér var tilkynnt að hún Jóhanna
hefði látist um nóttina.
Hver var Jóhanna? Í mínum huga
var hún algjör valkyrja. Já, ég segi
valkyrja því í rúmt eitt og hálft ár
barðist hún við krabbamein ein með
börnin sín þrjú. Í hvert skipti sem ég
spurði hana hvernig hún hefði það
svaraði hún alltaf: „Fínt, þetta er allt
að koma.“
Bjartsýni hennar má rekja til óbil-
andi ástar hennar á börnunum. Þeg-
ar hún vissi að hverju stefndi var það
fyrsta sem kom upp í huga hennar
hvað börnunum þætti skemmtilegt
að gera. Hún ákvað því að freista
þess að fara til útlanda með þau.
Fyrir hjálp góðra manna sá hún
fram á að draumur hennar myndi
rætast. Þó að Jóhanna fari ekki í
ferðina er yndislegt til þess að vita
að hún hafði eitthvað að hlakka til.
Elsku Lára, Vigdís Hlíf og Jón
Sigmar, missir ykkar er mikill og við
fjölskyldan vottum ykkur og öðrum
aðstandendum dýpstu samúð okkar
og biðjum algóðan guð að styrkja
ykkur á þessum erfiða tíma.
Ásdís, Ási og Katrín.
Í leikskólanum Arnarborg er fast-
ur kjarni starfsmanna sem hefur
unnið þar saman svo árum skiptir.
Nú hefur verið höggvið stórt skarð í
þennan samheldna hóp og komið er
að kveðjustund, elsku Jóhanna. Þú
greindist með krabbamein í janúar
2001 og höfum við fylgst með fram-
gangi sjúkdómsins upp frá því. Allar
héldum við í vonina um endurkomu
þína til starfa og trúðum því að
kraftaverk myndi eiga sér stað. Þú
varst duglegust allra í baráttu þinni
og sýndir ótrúlegan styrk. Bjargföst
trú þín á að þú myndir sigrast á
sjúkdómnun hélt þér gangandi allt
til hinstu stundar. Það sýnir best
ákvörðun þín um að fara utan á sól-
arströnd með börnin þín og var sú
ferð áætluð 14. júní n.k. Í stað þess-
arar ferðar ert þú farin í aðra ferð
yfir á nýtt tilverustig, þar sem þú ert
laus við líkamlegar þjáningar og er
það huggun harmi gegn.
Okkar elskulega Jóhanna. Þú
varst allt í senn, frábær starfsfélagi,
yndisleg við börnin, góð í mannleg-
um samskiptum og síðast en ekki
síst kær vinkona. Hlátur þinn og fal-
legt brost með djúpum spékoppum
gleymist aldrei og setningar eins og:
,,Stelpur mínar, þetta verður ekkert
mál“, ,,þetta reddast“ og ,,þetta gæti
nú verið verra“ lýsa þér svo und-
urvel. Þú varst alltaf tilbúin að líta á
björtu hliðarnar, þótt oft syrti í álinn
og trúin á hið góða í öllum var þér
einkar kær.
Að leiðarlokum þökkum við þér
fyrir allt sem þú gafst okkur með
nærveru þinni, kærleik og vináttu.
Við biðjum algóðan guð að vernda
börnin þín og við vitum að úr fjar-
lægð munt þú fylgjast með þeim
vaxa úr grasi og vaka yfir þeim.
Elsku Lára, Vigdís og Jón Sig-
mar. Megi minningin um yndislega
móður ylja ykkur um ókomna tíð og
góður guð vaka yfir ykkur í leik og
starfi í framtíðinni. Öðrum ættingj-
um og venslafólki sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Far þú í friði, kæra vinkona.
Starfsfólk í leikskólanum
Arnarborg.
Elsku Jóhanna mín, kallið er kom-
ið.
Það var fyrir um það bil 20 árum
að ég kynntist þér. Við vorum saman
í saumaklúbb í tíu ár en þá flutti ég
aftur til Akureyrar. Alltaf héldum
við góðu sambandi og þegar ég átti
leið í borgina hittumst við gjarnan.
Ég minnist þess tíma þegar ég kom
til þín í nokkra daga að Skógum og
við fórum með Láru Guðrúnu og
Tedda í Seljavallalaug, það voru góð-
ir dagar. Margar áttum við stund-
irnar í kjallaranum í Fornastekk en
svo flutti ég norður og samveru-
stundunum fækkaði. Alltaf hringd-
umst við þó á og fylgdumst vel hvor
með annarri. Þú sást um að ég vissi
hvað stelpurnar í saumaklúbbnum
voru að gera og þegar ég kom í borg-
ina hóaðir þú stundum í stelpurnar
svo við myndum allar hittast.
Í byrjun árs 2001 sagðir þú mér að
þú hefðir fundið hnút í brjóstinu og
upp frá því höfðum við meira sam-
band og fylgdist ég vel með veik-
indum þínum. Þú varst svo dugleg
og bjartsýn og ætlaðir að vinna bug
á veikindunum. Í öll þau skipti sem
við töluðum saman og hittumst þá
var alltaf stutt í bros og meira að
segja sunnudaginn 2. júní, í næstsíð-
asta skipti sem við töluðum saman,
fórst þú að hlæja. Þetta finnst mér
sýna sérstakan styrk og að þú varst
alveg ótrúleg kona.
Það var í byrjun maí að ég fékk
símtal frá þér. Þú baðst mig að koma
með þér og börnunum þínum til
Portúgals 14. júní. Þá varst þú nýbú-
in að fá þær hræðilegu fréttir að
meinið væri búið að dreifa sér og þú
vissir að þú ættir ekki langt eftir.
Þig langaði til að fá að njóta þess að
vera með börnunum þínum í Portú-
gal og vildir hafa með þér hjúkrun-
arfræðing. Ég ákvað fljótt að þetta
ætlaði ég að gera á hverju sem
dyndi.
Í okkar síðustu símtölum spjöll-
uðum við mikið um ferðina og þú
sagðist vera búin að kaupa þér sum-
arkjól og sólhatt. Síðasta kvöldið
sem þú lifðir, elsku vinkona, töluðum
við saman og þú varst svo veik. Þá
sagðistu ætla að ná þér upp úr
þessu, en ég held að þú hafir vitað
betur.
Ég ylja mér við það nú að þessir
síðustu dagar sem þú lifðir voru þér
og börnunum þínum léttbærari við
þá tilhugsun að vera að fara í sólina
eftir nokkra daga.
Vertu blessuð, elsku Jóhanna, þú
verður ávallt í huga mér.
Elsku Lára Guðrún, Vigdís og
Jón, ég bið góðan Guð að styrkja
ykkur og umvefja í þessari miklu
sorg. Ég votta ykkur mína dýpstu
samúð vegna þessa ótímabæra frá-
falls móður ykkar.
Heba Theodórsdóttir.
Elsku besta duglega Jóhanna
mín.
Ég bara get varla trúað því að
þetta sé búið. Þetta átti ekki að ger-
ast svona fljótt. Þrátt fyrir erfið
veikindi var það alltaf númer eitt hjá
þér að fá að vera með börnunum þín-
um og því er það svo óendanlega
óréttlátt að þið fenguð ekki að fara
til útlanda saman.
Elsku Lára Guðrún, síðustu vikur
og dagar hafa verið ykkur erfiðir.
Þegar ég talaði við ykkur mæðgur 4.
júní sl. og mamma þín var orðin
svona veik var samt svo gott að
heyra hversu fallega þið töluðuð
hvor um aðra og hversu stoltar þið
voruð hvor af annarri.
Jóhanna hafði yfir að búa ótrúlega
góðri blöndu af góðum eiginleikum.
Hún var umburðarlynd, þolinmóð,
jákvæð og glettin. Og í gegnum allt
hennar stríð var þetta ætíð hennar
aðalsmerki.
Í okkar síðasta samtali sagði Jó-
hanna mér að það sem skipti mestu
máli væri að Ævar og börnin væru
vinir og að þeim liði vel saman. Þá
væri hún glöð. Því veit ég að það
mun gleðja hana að þið farið öll sam-
an út. Og mamma ykkar mun fylgj-
ast með ykkur með sínu glettna
móðurlega stolti yfir þessum dug-
legu börnum sínum.
Elsku Lára Guðrún, Vigdís og
Jón, hugur minn er hjá ykkur í þess-
ari miklu sorg. Og ég bið algóðan
Guð að vaka yfir ykkur um ókomna
framtíð. Öðrum ættingjum votta ég
samúð mína.
Með djúpri virðingu og þökk kveð
ég þig, kæra vinkona.
Guð blessi þig.
Þín vinkona
Díana.
Kæra systir mín, það
er svo margs að minn-
ast þegar maður hugs-
ar um þig, allt frá
bernsku og fram að síð-
ustu baráttudögum
þínum. Þú varst eina systirin í hópn-
um og fékkst að njóta þess. Auga-
steinn okkar og jafnframt kvöð fyrir
ærslafulla drengi sem þurftu að
passa litlu systur sína. Þegar ýmis-
legt annað var á prjónunum hjá
uppátektarsömum fjörkálfum sem
sjaldan voru við eina fjölina felldir í
UNNUR
BJARKLIND
✝ Unnur Bjarklindfæddist í Reykja-
vík 22. mars 1951.
Hún lést á gjör-
gæsludeild Landspít-
ala við Hringbraut
16. maí síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Fossvogs-
kirkju 27. maí.
ýmsum prakkarastrik-
um.
En þú áttir stað í
hjarta okkar sem sem
ekki varð slitinn burt,
og seinna er við kom-
umst á unglingsárin
kom enn betur í ljós
hve stóran part þú átt-
ir í hjarta okkar þegar
við „ofvernduðum“
þig. Þá var enginn
nógu góður fyrir þig.
En þú hafðir þitt sjálf-
stæði og skoðanir og á
réttum tíma fannst þú
þinn lífsförunaut sem
þú deildir með gleði og sorgum.
Gaman var að fá að fylgjast með
þér þegar þú varst að feta þig fyrstu
sporin í þínum búskap og alltaf var
jafn hlýlegt og gott að sækja þig
heim. Yfirleitt varð ekki þverfótað
fyrir ýmsum ferfætlingum eða fugl-
um, en þú lést þér afar annt um bæði
menn og málleysingja og vildir allt
gera fyrir alla og engu skipti hver
átti í hlut. Þó voru börnin og ekki síð-
ur barnabörnin ofarlega í huga þín-
um og fyrir þau lifðir þú og er þín
sárlega saknað af þeim. Þú hafðir
ríka réttlætiskennd og stóðst fast á
þínu og áttum við stundum í snörp-
um orðaskiptum er okkur greindi á
um hin ýmsu málefni, en fordóma-
lausari manneskju hef ég ekki þekkt.
En alltaf var stutt í brosið og sátta-
höndin var fúslega fram rétt ef um-
ræðuefnið var orðið „of heitt“. „Æi,
Bjössi minn, við skulum tala um eitt-
hvað annað.“ Þannig var hún systir
mín full af kærleika og umhyggju.
Og alltaf tók hún á móti okkur fjöl-
skyldunni með gleðibrosi og gest-
risnar hendur reiddu fram meðlæti,
kóngi bjóðandi. Slík var gleði hennar
þegar hún hitti fjölskyldu sína og
vini, ekkert var of gott fyrir okkur.
Hún átti í erfiðri baráttu síðustu
árin og tókst hún á við þá baráttu
með bjartsýni og von í hjarta um
bata, og var móðir hennar ekki síst
hennar styrkur og hægri armur en
hún stóð sem klettur við hlið hennar
alla tímann, og var þó í mörgu öðru
að snúast fyrir hana.
Það er sárt að sjá eftir svo ungri
konu sem með tilhlökkun tók á móti
hverjum degi og hugsaði um fjöl-
skylduna sína og alltaf var jafn gam-
an að fá hana í heimsókn á sumar-
daginn fyrsta, en þá reyndum við að
fá hana heim í sumarkaffi.
En nú er elsku systir mín farin og
eftir sitjum við með hugann fullan af
góðum minningum og hugsunum og
ég vildi að við hefðum getað eytt
meiri tíma saman. En samt skildir
þú eftir hjá mér þá hugsun að lífið og
vinir manns og fjölskylda er ekki
jafn sjálfsagt og maður hefur haldið
og vonandi verður það til þess að
með sama kærleikshuga og þú, tak-
ist mér að rækta frænda- og vina-
garðinn minn meðan tími er til.
Það er alls ekki sjálfsagt að hafa
góða heilsu og góða vini og fjölskyldu
og við ættum öll að reyna að hlúa að
þeim sem okkur hefur áskotnast í líf-
inu og gefa okkur tíma til að hugsa
um þá sem brothætt postulínsker
sem verður að umgangast af alúð og
virðingu og kærleika.
Ég bið góðan Guð að styrkja fjöl-
skyldu hennar sem var henni allt.
Þinn bróðir
Björn Bjarklind.