Morgunblaðið - 13.06.2002, Síða 51

Morgunblaðið - 13.06.2002, Síða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 51 TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hf. hef- ur opnað nýja skrifstofu á Mið- vangi 2-4 á Egilsstöðum. Félagið hefur um árabil haft umboðsmann í sveitarfélaginu, en vegna auk- inna umsvifa var ákveðið að opna skrifstofu með föstum starfs- manni. Það er tölvuskólinn Spyrn- ir ehf., sem er umboðsaðili TM á Egilsstöðum, en starfsmaður fé- lagsins verður Sigurður Ragn- arsson. Við formlega opnun skrif- stofunnar sagði Ágúst Ögmundsson aðstoðarforstjóri, að TM væri fyrst og fremst þekkt fyr- ir að vera sjó- og skipatrygginga- félag og þar sem farþegaskip væri nú komið á Lagarfljót hefði félag- ið auðvitað orðið að bregðast við því á einhvern hátt. Trygginga- miðstöðin opnar skrifstofu Egilsstöðum. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdót F.v. Hilmar Gunnlaugsson, Spyrni ehf., Sigurður Ragnarsson, starfs- maður TM á Egilsstöðum, Gestur Helgason, umboðsmannaþjónustu TM, Ágúst Ögmundsson aðstoðarforstjóri, Ingimundur Kárason, fyrirtækja- tryggingadeild TM, og Vigfús M. Vigfússon, fyrirtækjadeild TM. ÞÝSKAR bogaskyttur verða staddar hér á landi dagana 9.–16. júní í boði bogfimideildar Íþrótta- félags fatlaðra í Reykjavík. Fé- lagar úr bogfimideild ÍFR hafa farið til Þýskalands til æfinga og keppni annað hvert ár frá árinu 1984, segir í fréttatilkynningu. Föstudaginn 14. júní verður bogfimimót haldið á Valbjarnar- velli í Laugardal og hefst mótið kl. 13. Þetta er fyrsta bogfimimótið sem haldið er utandyra á Íslandi. Á sama tíma munu bogaskyttur sem staddar eru í Dannenberg einnig keppa og verða mótin sam- tengd. Alls munu 25 bogaskyttur frá Íslandi og Þýskalandi taka þátt í mótinu, segir þar ennfremur. Opið bogfimimót

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.