Morgunblaðið - 13.06.2002, Side 55

Morgunblaðið - 13.06.2002, Side 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 55 SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109 FRÁ FIMMTUDEGINUM 13. JÚNÍ TIL LAUGARDAGSINS 15. JÚNÍ SUMARSPRENGJA 40% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKÓM MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun stjórnar UVG vegna opinberrar heimsóknar Ji- angs Zemins, forseta Kína, til Ís- lands: „Stjórn Ungra vinstri-grænna mótmælir harðlega þeim óvið- felldnu aðgerðum sem íslensk stjórnvöld hafa nú gripið til í nafni allsherjarreglu og öryggis við komu Jiangs Zemins, forseta Kína, til Íslands. Það er með öllu ólíðandi að lagðar séu hömlur á ferðafrelsi fólks vegna skoðana þess eins og í tilfelli meðlima í Falun Gong sem hugðust nýta sér þann sjálfsagða rétt hverrar manneskju að tjá skoðanir sínar í lýðræðissamfélagi. Stjórn Ungra vinstri-grænna vekur einnig athygli á því að Jiang Zemin fer fyrir stjórnvöldum sem eru sek um stórfelld mannréttinda- brot. Hæst ber þá staðreynd að Kína er það ríki heimsins sem harðast gengur fram í beitingu dauðarefsinga og hefur þar með að engu grundvallarrétt fólks til lífs. Nú þegar er ljóst að ríkisstjórn- in hefur orðið landi og þjóð til há- borinnar skammar á alþjóðavett- vangi með því að beygja sig fyrir kröfum Kínastjórnar um að úthýsa meðlimum Falun Gong meðan á heimsókn Zemins stendur. Það er í senn óþolandi tepruskapur af hálfu íslenskra yfirvalda og þátttaka í hreinni skoðanakúgun að fara að tilmælum gesta sem virðast ekki þola að sjá til mótmælenda. Það er sorglegt að fylgjast með því hvern- ig helstu stoðum lýðræðis á Ís- landi, stjórnarskrá og alþjóðalög- um er ýtt til hliðar til að greiða fyrir opinberum heimsóknum. Stjórn Ungra vinstri-grænna hvetur landsmenn til þess að mót- mæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar harðlega og taka þátt í friðsamleg- um mótmælum gegn mannrétt- indabrotum í Kína við komu Jiangs Zemins til landsins.“ UVG segja stórfelld mann- réttindabrot framin í Kína Nafn höfundar féll niður Nafn höfundar greinar um Willy’s jeppa sem birtist í bílablaðinu sl. sunnudag féll niður. Höfundurinn er Þorsteinn Baldursson. LEIÐRÉTT CCU-samtökin, samtök fólks með króníska bólgusjúkdóma í melting- arfærum, heldur fræðslufund í dag, fimmtudaginn 13. júní, kl. 20 að Grand Hótel, Sigtúni 28. Erindi fundarins verður: langvinn veikindi, sjúklingurinn og fjölskyldan. Fyrir- lesari er Snorri Ingimarsson geð- læknir, segir í fréttatilkynningu. Fræðslufundur CCU–samtakanna LEIÐSÖGUSKÓLI Íslands útskrifaði 36 leið- sögumenn 28. maí sl. eftir níu mánaða sérhæft leið- sögunám. Samtals stóðust nemendur munnleg próf á 10 erlendum tungumálum. Fremst á myndinni er Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Mennta- skólans í Kópavogi, og nokkrir starfsmenn Leið- söguskólans og aftar eru hinir nýútskrifuðu leið- sögumenn. 36 voru útskrifaðir í Leiðsöguskóla Íslands FRAMVEGIS verður hægt að nálg- ast allar útvarpsstöðvar Norðurljósa á netinu með streymisþjónustu Sím- ans. Hægt er að nálgast stöðvarnar á heimasíðu Norðurljósa, www.ys.is og www.straumar.is. Árið 1997 hófust útsendingar nokkurra af útvarpsstöðvum Norð- urljósa á Internetinu, með streym- isþjónustu Símans, en á dögunum var skipt um hugbúnað í þjónust- unni. Bylgjunni bætt inn. Streymis- hugbúnaðurinn sem nú er notast við er WindowsMedia. Hægt er að nálg- ast uppfærslu á forritinu á heimasíðu streymisþjónustu Símans. Stöðvar Norð- urljósa á Netið ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.