Morgunblaðið - 13.06.2002, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 13.06.2002, Qupperneq 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 55 SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109 FRÁ FIMMTUDEGINUM 13. JÚNÍ TIL LAUGARDAGSINS 15. JÚNÍ SUMARSPRENGJA 40% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKÓM MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun stjórnar UVG vegna opinberrar heimsóknar Ji- angs Zemins, forseta Kína, til Ís- lands: „Stjórn Ungra vinstri-grænna mótmælir harðlega þeim óvið- felldnu aðgerðum sem íslensk stjórnvöld hafa nú gripið til í nafni allsherjarreglu og öryggis við komu Jiangs Zemins, forseta Kína, til Íslands. Það er með öllu ólíðandi að lagðar séu hömlur á ferðafrelsi fólks vegna skoðana þess eins og í tilfelli meðlima í Falun Gong sem hugðust nýta sér þann sjálfsagða rétt hverrar manneskju að tjá skoðanir sínar í lýðræðissamfélagi. Stjórn Ungra vinstri-grænna vekur einnig athygli á því að Jiang Zemin fer fyrir stjórnvöldum sem eru sek um stórfelld mannréttinda- brot. Hæst ber þá staðreynd að Kína er það ríki heimsins sem harðast gengur fram í beitingu dauðarefsinga og hefur þar með að engu grundvallarrétt fólks til lífs. Nú þegar er ljóst að ríkisstjórn- in hefur orðið landi og þjóð til há- borinnar skammar á alþjóðavett- vangi með því að beygja sig fyrir kröfum Kínastjórnar um að úthýsa meðlimum Falun Gong meðan á heimsókn Zemins stendur. Það er í senn óþolandi tepruskapur af hálfu íslenskra yfirvalda og þátttaka í hreinni skoðanakúgun að fara að tilmælum gesta sem virðast ekki þola að sjá til mótmælenda. Það er sorglegt að fylgjast með því hvern- ig helstu stoðum lýðræðis á Ís- landi, stjórnarskrá og alþjóðalög- um er ýtt til hliðar til að greiða fyrir opinberum heimsóknum. Stjórn Ungra vinstri-grænna hvetur landsmenn til þess að mót- mæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar harðlega og taka þátt í friðsamleg- um mótmælum gegn mannrétt- indabrotum í Kína við komu Jiangs Zemins til landsins.“ UVG segja stórfelld mann- réttindabrot framin í Kína Nafn höfundar féll niður Nafn höfundar greinar um Willy’s jeppa sem birtist í bílablaðinu sl. sunnudag féll niður. Höfundurinn er Þorsteinn Baldursson. LEIÐRÉTT CCU-samtökin, samtök fólks með króníska bólgusjúkdóma í melting- arfærum, heldur fræðslufund í dag, fimmtudaginn 13. júní, kl. 20 að Grand Hótel, Sigtúni 28. Erindi fundarins verður: langvinn veikindi, sjúklingurinn og fjölskyldan. Fyrir- lesari er Snorri Ingimarsson geð- læknir, segir í fréttatilkynningu. Fræðslufundur CCU–samtakanna LEIÐSÖGUSKÓLI Íslands útskrifaði 36 leið- sögumenn 28. maí sl. eftir níu mánaða sérhæft leið- sögunám. Samtals stóðust nemendur munnleg próf á 10 erlendum tungumálum. Fremst á myndinni er Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Mennta- skólans í Kópavogi, og nokkrir starfsmenn Leið- söguskólans og aftar eru hinir nýútskrifuðu leið- sögumenn. 36 voru útskrifaðir í Leiðsöguskóla Íslands FRAMVEGIS verður hægt að nálg- ast allar útvarpsstöðvar Norðurljósa á netinu með streymisþjónustu Sím- ans. Hægt er að nálgast stöðvarnar á heimasíðu Norðurljósa, www.ys.is og www.straumar.is. Árið 1997 hófust útsendingar nokkurra af útvarpsstöðvum Norð- urljósa á Internetinu, með streym- isþjónustu Símans, en á dögunum var skipt um hugbúnað í þjónust- unni. Bylgjunni bætt inn. Streymis- hugbúnaðurinn sem nú er notast við er WindowsMedia. Hægt er að nálg- ast uppfærslu á forritinu á heimasíðu streymisþjónustu Símans. Stöðvar Norð- urljósa á Netið ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.