Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 59 DAGBÓK Mörkinni 6, sími 588 5518 Fyrir 17. júní Fallegar yfirhafnir í úrvali 20-50% Opnum kl. 9 virka daga laugardaga frá kl. 10-15 afsláttur Smart fyrir 17. júní Laugavegi 54, sími 552 5201  Gallajakkar  Gallapils síð/stutt  Gallabuxur 20% afsláttur 4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 11.758.170 kr. 2.351.634 kr. 235.163 kr. 23.516 kr. 4. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 9.300.844 kr. 1.860.169 kr. 186.017 kr. 18.602 kr. 2. flokkur 1995: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 8.917.208 kr. 1.783.442 kr. 178.344 kr. 17.834 kr. 1. og 2. flokkur 1998: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.504.180 kr. 150.418 kr. 15.042 kr. Innlausnardagur 15. júní 2002. Innlausnarverð húsbréfa Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. 98/1 1 1,50417982 98/2 1 1,50417982 01/1 1 1,15900719 01/2 1 1,15900719 Rafrænt STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert þolinmóður og gefur fólki tíma til þess að átta sig á fyrirætlunum þínum. Það tryggir framkvæmdina. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Láttu ekki hugfallast, þótt aðrir séu ekki strax með á nótunum. Útskýrðu þitt mál af kostgæfni og þá munu hlutirnir fljótt snúast þér í hag. Naut (20. apríl - 20. maí)  Fjölskyldan er þér mikils virði og þú leggur mikið upp úr uppruna þínum. Það gefur þér öryggi og dug til að tak- ast á við framtíðina. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er á hreinu að þú verður að taka á málum af fullri al- vöru. Farðu samt varlega og reyndu að særa engan í leið- inni. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert ekki ánægður með alla hluti og skalt skoða þá í víð- ara samhengi áður en þú ákveður að láta til skarar skríða. Hlustaðu líka á drauma þína. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Finnist þér þú vera sam- bandslaus og þreyttur er kominn tími til að slaka á og hlusta á líkamann. Treystu öðrum til að vinna störf þín í dag. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Fylgdu engum að málum fyrr en þú ert viss um að þín- um hag sé borgið. Best er er að hafa allan fyrirvara á hlut- unum og leyfa þeim að sanna sig. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft að skoða vandlega hvaða tæki kemur þér að bestu gagni til að auka fram- leiðsluna. Sú fjárfesting mun fljótt skila arði. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú þarft að komast í smáfrí til að endurnýja sjálfan þig til sálar og líkama. Fáðu góð- an vin til að slást í för með þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú hefur of lengi látið heilsu- far þitt reka á reiðanum og þarft nú að gera átak í þeim málum. Láttu þau hafa for- gang fram yfir önnur mál. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Frelsinu fylgir mikil ábyrgð, sem þú axlar um leið og þér er veitt frelsi og sjálfstæði í starfi. Nú er tækifærið að sýna hvað í þér býr. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Nú er úr vöndu að ráða og því skaltu fara þér hægt þeg- ar þú veltir fyrir þér mögu- leikunum til lausnar vandan- um. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það þýðir ekkert að berja höfðinu við steininn og ætla að breyta hlutum sem eru löngu liðin tíð. Byggðu þig frekar upp fyrir framtíðina. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT HEILRÆÐAVÍSUR Ungum er það allra bezt að óttast guð, sinn herra. Þeim mun vizkan veitast mest og virðing aldrei þverra. Hafðu hvorki háð né spott, hugsa um ræðu mína, elska guð og gerðu gott, geym vel æru þína. Foreldrum þínum þéna af dyggð, það má gæfu veita. Varast þeim að veita styggð, viljirðu gott barn heita. Hugsa um það helzt og fremst, sem heiðurinn má næra. Aldrei sá til æru kemst, sem ekkert gott vill læra. - - - Hallgrímur Pétursson UNDARLEG staða kemur upp í sex tíglum suðurs, sem býður upp á margar út- færslur. Sagnhafi á tólf slagi, en þó enga örugga leið til að nálgast þá alla. Lítum á: Norður ♠ KG983 ♥ G10 ♦ KDG ♣ÁKG Suður ♠ Á5 ♥ K8 ♦ Á8763 ♣D972 Vestur spilar út trompi og sagnhafi byrjar á því að af- trompa mótherjana með mannspilunum í borði. Síðan fer hann í spaðann, tekur ÁK og trompar þann þriðja. Í ljós kemur að vestur hefur byrjað með drottningu fjórðu. Sagnhafi fer því inn í borð á laufás og trompar spaða með síðasta tíglinum. Tólfti slagurinn á spaðagosa er nú frír, en hins vegar er farið að hitna undir einum laufslagnum sem færður var til bókar í upphafi. Staðan er þessi: Norður ♠ G ♥ G10 ♦ -- ♣KG Suður ♠ -- ♥ K8 ♦ -- ♣D97 Báðir fylgja lit með smá- spilum þegar blindum er spilað inn á laufkóng. Hvern- ig á nú að halda áfram? Það kemur til greina að henda laufi í spaðagosa og reyna síðan við hjartaslag, en það væri neyðarlegt að tapa slemmunni þannig í 3-3 legu í laufi. Betra er að henda hjartaáttu í spaða- gosa og spila svo laufgosa og sjá til. Ef austur á ekki fleiri lauf, fær gosinn að eiga slag- inn og síðan er hjarta spilað. Vestur á aðeins eitt hjarta eftir og sé það drottning eða ás fær sagnhafi alltaf slag í viðbót. Ef austur fylgir lit í lauf- gosann yfirdrepur sagnhafi og vonast eftir 3-3 legu. En eigi austur fjórlitinn er enn sú von að hann sé kominn niður á staka hjartadrottn- ingu. Sagnhafi spilar hjarta- kóng og vonar það besta. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, föstudaginn 14. júní, er sextugur Halldór Snorrason, matreiðslu- meistari, Hofslundi 11, Garðabæ. Halldór og eigin- kona hans, Sigurveig Sæ- mundsdóttir, taka á móti gestum á afmælisdaginn milli kl. 17.30 og 21.00 í safn- aðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund í Garðabæ. 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 13. júní, er fimmtugur Bjart- mar Guðlaugsson tónlistar- maður, Öldugötu 44. Eigin- kona hans er María Helena Haraldsdóttir. Í tilefni þessa taka þau á móti vinum og vandamönnum á heimili sínu eftir kl. 18 í dag. Hlutaveltur 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bc4 e6 7. Be3 a6 8. Bb3 Dc7 9. De2 Be7 10. 0–0–0 0–0 11. g4 Rd7 12. Hhg1 Rc5 13. Rf5 b5 14. Bd5 Bb7 15. g5 b4 16. Dh5 Re5 17. f4 bxc3 18. fxe5 cxb2+ 19. Kb1 Rxe4 20. g6 Rc3+ 21. Kxb2 Rxd1+ 22. Kc1 fxg6 23. Hxg6 Hxf5 24. Bxe6+ Kh8 25. Bxf5 dxe5 Staðan kom upp á Stigamóti Hellis sem lýkur í kvöld, 13. júní. Tafl- mennskan í mótinu hefur verið fjörug og verða skák- áhugamenn ekki sviknir ef þeir staldra við á skák- stað. Sigurður Daði Sigfússon (2.351) hefur verið iðinn við að halda uppi fjör- inu og hafði hvítt gegn Braga Þorfinnssyni (2.355). 26. Dxh7+! Kxh7 27. Hh6+ Kg8 28. Be6+ og svartur gafst upp enda mát eftir 28 … Kf8 29. Hh8#. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Morgunblaðið/Kristinn Þessir duglegu drengir, Helgi Andrésson, Stefán Darri Þórsson og Valtýr Már Hákonarson, héldu tombólu og söfn- uðu þeir 7.325 kr. til styrktar Styrktarfélagi krabbameins- sjúkra barna. Og ég sem hélt að þú ætl- aðir að kenna mér keilu. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.