Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isCotterill fær úr litlu að moða/B1
„Við Völler ætluðum að hittast“/B1
4 SÍÐUR12 SÍÐUR
Sérblöð í dag
VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS
S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í
Á FIMMTUDÖGUM
SAMGÖNGURÁÐUNEYTI og
utanríkisráðuneyti eru að hefja
undirbúning að almennri endur-
skoðun á loftferðasamningum sem
í gildi eru milli Íslands og annarra
ríkja. Margir samninganna tólf
sem í gildi eru eru komnir til ára
sinna en stefnt er að því að koma á
fleiri loftferðasamningum, meðal
annars við ríki í Asíu.
Að sögn Jakobs Fals Garðars-
sonar, aðstoðarmanns samgöngu-
ráðherra, ræðst fjöldi gerðra loft-
ferðasamninga af þörfum atvinnu-
lífsins.
„Við höfum haft loftferðasamn-
inga við þau ríki sem helst hafa
skipt máli fyrir íslenskt atvinnulíf,
einkum Bandaríkin og Evrópu-
þjóðir,“ segir Jakob.
Ráðuneytinu barst í fyrradag
bréf frá flugfélaginu Atlanta þar
sem óskað er eftir að gert verði
átak í að koma á fleiri loftferða-
samningum milli Íslands og ann-
arra ríkja, m.a. Malasíu, Suður-
Kóreu, Hong Kong, Kína og Jap-
ans. Atlanta hefur hug á að leita
frekari verkefna fyrir flugflotann
en fram kom í blaðinu í gær að ríki
í álfunni heimila oft og tíðum ekki
að flugfélög bjóði þjónustu sína
flugfélögum í viðkomandi ríkjum
nema fyrir liggi loftferðasamning-
ur milli ríkjanna.
Reynt verður að greiða
götu Atlanta
Jakob segir að ráðuneytið muni
að sjálfsögðu fara yfir erindi Atl-
anta sem sé kærkomin viðbót við
þá vinnu sem nú er nýlega hafin.
Hann segir að ráðuneytið muni
eftir fremsta megni reyna að
greiða götu flugfélagsins á erlend-
um mörkuðum.
Hann undirstrikar að um nokk-
urt skeið hafi verið í undirbúningi í
ráðuneytinu yfirferð og endur-
skoðun á loftferðasamningum í
heild sinni í samvinnu við utanrík-
isráðuneytið. Einnig hafi ráðuneyt-
in átt í viðræðum við Samtök
ferðaþjónustunnar vegna þeirrar
vinnu.
Jakob nefnir að margir loft-
ferðasamningar séu komnir til ára
sinna og meðal annars sé loftferða-
samningur milli Grænlands og Ís-
lands ekki eins og best verður á
kosið fyrir atvinnulífið. Hann segir
endurskoðun samninganna í því
fólgna að þeir sem starfa á mörk-
uðunum geti starfað þar óáreittir
og án þess að flækist fyrir hvernig
samningarnir eru úr garði gerðir.
Aðspurður segir Jakob erfitt að
fullyrða um það á þessu stigi hvort
erfiðara reynist að koma á loft-
ferðasamningum við Asíuríki í ljósi
strangari reglna um viðskipti flug-
félaga. Hann segir ferlið allt frá
því að vera einfalt og upp í að vera
mjög flókið.
„Þarna er um að ræða nokkur
tiltekin lönd sem þarf að semja við
hvert fyrir sig,“ segir Jakob og
vísar þar í nokkur ríki í Asíu sem
upp eru talin í bréfinu frá Atlanta.
Samningarnir gerðir samhliða
fríverslunarsamningum
Að sögn Ernu Hauksdóttur,
framkvæmdastjóra Samtaka ferða-
þjónustunnar, hefur SAF óskað
eftir því við samgöngu- og utanrík-
isráðuneyti að samið verði um gerð
loftferðasamninga til að mynda
samhliða gerð fríverslunarsamn-
inga við önnur ríki.
Erna segist eiga von á að þegar
flugnefnd SAF kemur saman í júlí
verði væntanlega kannað hvort
einhverjir nýir loftferðasamningar
séu í undirbúningi hjá stjórnvöld-
um.
Samgöngu- og utanríkisráðuneyti hefja undirbúning að
almennri endurskoðun loftferðasamninga sem í gildi eru
Stefnt að gerð nýrra
samninga við Asíuríki
FRAMKVÆMDIR eru að hefjast
við borun rannsóknarholu á háhita-
svæðinu á Þeistareykjabungu í Þing-
eyjarsýslu en hugmyndir eru uppi
um að nýta gufuna úr holunni og
fleiri holum sem gætu bæst við síðar,
beint til súrálsframleiðslu. Ráðgert
er að koma niður á um 250–300 gráða
heitt vatn á allt að 1.600 metra dýpi
gangi áætlanir eftir.
Að sögn Hreins Hjartarsonar,
stjórnarformanns Þeistareykja ehf.
sem stendur að framkvæmdunum,
er ráðgert að hefja borun í næstu
viku. Þeistareykir eru í eigu Húsa-
víkurkaupstaðar og Norðurorku á
Akureyri sem hvort um sig eiga ríf-
lega 40% hlut í félaginu og Reyk-
dælahrepps og Aðaldælahrepps sem
eiga tæp tíu prósent.
Í fyrra var að mestu slétt úr bor-
plönum auk þess sem nokkrar lag-
færingar voru gerðar á vegi sem
liggur að svæðinu sem er tilbúið und-
ir framkvæmdir, að sögn Hreins.
Hann segir að nú sé einungis beðið
eftir Sleipni, bornum sem notaður
verður við framkvæmdirnar, en
stefnt er að því að flytja hann þangað
á næstu dögum. Það eru Jarðboranir
hf. sem sjá munu um framkvæmdir á
svæðinu en áætlaður kostnaður er
110 milljónir króna.
Að sögn Hreins er einkum horft til
beinnar nýtingar á orkunni sem fæst
úr holunni, sem gefur mest af sér, en
einnig kemur til greina að nýta hana
til raforkuframleiðslu. Á bilinu 4–8
MW af rafmagni ættu að fást úr hol-
unni, að hans sögn.
Hreinn segir að verði orkan nýtt
beint komi til greina að nýta hana við
súrálsframleiðslu en sem kunnugt er
hefur Atlantsál, hlutafélag í eigu ís-
lenskra og rússneskra aðila um
byggingu súrálsverksmiðju hér á
landi, meðal annars skoðað mögu-
leika á að byggja slíka verksmiðju
við Húsavík. Gufa úr holunni og fleiri
holum til viðbótar yrði þá nýtt beint
til að þurrka leir sem notaður er við
súrálsframleiðsluna.
Að sögn Hreins er stefnt að því að
framkvæmdum ljúki að 1½ mánuði
liðnum en um 15 manns munu vinna
við holuna. Hann segir að engar
frekari ákvarðanir hafi verið teknar
um fleiri boranir á svæðinu en menn
muni bíða og sjá hver niðurstaðan
verði að framkvæmdum loknum.
Framkvæmdir við borun háhitaholu
á Þeistareykjabungu að hefjast
Hugmyndir um
að nýta gufu til
súrálsframleiðslu
TVÆR risaþyrlur af gerðinni CH
47 voru við æfingar við Vest-
mannaeyjar í gær, en þar fer fram
almannavarnaæfingin Samvörður
um helgina. Úteyjakörlum voru
boðin afnot af þyrlunum til að koma
efni eða hlutum út í eyjar og var
m.a. farið í Bjarnarey með stórt
búnt af byggingartimbri, kamínu í
Elliðaey og byggingarefni í Surtsey
þar sem myndin til hliðar var tekin.
Fallegt veður var í Eyjum en
nokkur norðanvindur og gerði það
æfinguna marktækari fyrir áhafn-
irnar. Mátti m.a. sjá stór timb-
urbúnt sveiflast undir þyrlunum og
snúast í hringi þegar vindurinn
náði tökum á þeim en það virtist
ekki hafa áhrif á flug þyrlnanna. Í
Surtsey myndaðist mikið rykský
þegar þyrlan lenti auk þess sem
þyrlupallurinn í Surtsey reyndist of
lítill. Flugmennirnir tylltu niður
afturhjólum þyrlunnar, afturdyrn-
ar voru opnaðar og farminum var
rennt út með handafli.
Koma þessara véla hefur vakið
mikla athygli í bænum og trúlega
verður áhuginn ekki minni um
helgina þegar þyrlurnar verða
þrjár og gestir Shell-mótsins, um
1.500 knattspyrnudrengir og 1.000
foreldrar, bætast í hóp áhorfenda.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Risaþyrlur, skip, flugvélar og hundruð sjálfboðaliða taka þátt í Samverði í Vestmannaeyjum um helgina. Önnur risaþyrlnanna er hér lent í Surtsey.
Risaþyrlur
í þjónustu
úteyjakarla
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.