Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ www. .is ÍBÚÐIR TIL SÖLU • ÍBÚÐIR TIL LEIGU • TÆKJALEIGA • ÚTBOÐ KÍKTU Á NETIÐ HÚSNÆÐI TIL LEIGU  Á besta stað í miðbæ Akureyrar (ekki göngugötunni).  120 bílastæði.  Ódýr húsaleiga, laust 1. júlí.  Allar innréttingar og tæki fyrir matvöruverslun ásamt sælgætisbar.  Upplýsingar í síma 42-3088 eftir kl. 18 á daginn. GESTKVÆMT var á Akureyri í gær en þá komu þrjú skemmti- ferðaskip í heimsókn með samtals um 3.000 farþega. Farþegarnir eru flestir Þjóðverjar en einnig Bretar og Bandaríkjamenn. Skipin þrjú eru samtals um 70.000 brúttólestir og heita Black Watch, Albatros og Delpin. Á myndinni er Albatros á Pollinum en það er ekki að sjá að þessi heim- sókn raski ró veiðimannanna sem voru að reyna fyrir sér á athafna- svæði Siglingaklúbbsins Nökkva. Alls verða komur skemmti- ferðaskipa 36 í sumar og er gert ráð fyrir að farþegar með þeim verði um 20.000 talsins. Morgunblaðið/Kristján Gestkvæmt á Akureyri FÉLAGSKONUR í Lionsklúbbnum Ösp á Akureyri afhentu slysadeild FSA myndarlega peningaupphæð nýlega til kaupa á hjartarafsjár- tæki. Slíkt tæki er nauðsynlegt til að fylgjast með lífsmörkum fólks sem kemur á bráðamóttökuna mikið slasað eða veikt og einnig í sjúkra- flutningum. Ari H. Ólafsson, yfirlæknir bækl- unardeildar, sagði tækið afar hand- hægt og að það kæmi sér afskap- lega vel fyrir deildina. Hann sagði að með tækinu væri hægt að fylgjast með púls sjúklinga, blóðþrýstingi, súrefnismettun og hjartalínuriti svo eitthvað sé nefnt. Auk þess væri handhægt að fara með tækið í sjúkraflug. Á myndinni eru lionskonur og starfsfólk FSA við nýja tækið. Morgunblaðið/Kristján Lionskonur styðja við slysadeildina APÓTEKIÐ í Hagkaupum Akureyri og vistheimilið Hornbrekka í Ólafs- firði hafa gert með sér samning um skömmtun og kaup á lyfjum fyrir vistmenn stofnunarinnar. Apótekið mun í samvinnu við Lyfju Kringl- unni skammta allar töflur og hylki fyrir vistmenn í poka sem merktir eru hverjum einstaklingi og inntöku- tíma. Þetta fyrirkomulag eykur verulega öryggi við lyfjagjöf, auk þess sem það mun spara tíma starfs- fólks stofnunarinnar. Einnig á að nást veruleg hagræðing í lagerhaldi á lyfjum með þessum samningi þar sem lyfin eru einungis keypt inn til tveggja til fjögurra vikna í senn fyrir hvern einstakling. Sé notkun hætt situr Hornbrekka ekki uppi með stóran lager af lyfinu. Eins sparast fyrningar á lyfjum sem oft geta verið verulegar. Lyfja hf. er nýfarin að bjóða þessa þjónustu í sínum apótekum fyrir ein- staklinga og stofnanir og hefur hún fengið mjög góðar viðtökur, að sögn Þórbergs Egilssonar, lyfjafræðings og markaðsstjóra Lyfju hf., en Hornbrekka í Ólafsfirði er fyrsta stofnunin á Norðurlandi sem gerir samning um vélskömmtun lyfja fyrir vistmenn sína. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Rúnar Guðlaugsson og Þórbergur Egilsson skrifa undir samninginn. Samningur um kaup á lyfjum Ólafsfjörður FÉLAGSMÁLRARÁÐ samþykkti á fundi sínum í vikunni að hafna öllum umsækjendum um starf framkvæmdastjóra Öldrunarstofn- unar Akureyrarbæjar. Alls bárust 18 umsóknir um stöðuna. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út í byrjun júní en hann hafði þá verið framlengdur frá 27. maí þar sem mjög fáar umsóknir höfðu borist þá og lítið var um fyrir- spurnir. Jakob Björnsson, for- maður félagsmálaráðs, sagði að nokkrir umsækjenda hefðu verið teknir í viðtal „en við fundum ekki þann umsækjanda sem við vorum að leita að og því var þessi leið far- in,“ sagði Jakob og bætti við að staðan yrði auglýst að nýju næsta haust. Framkvæmdastjóri Öldrunar- stofnunar sér um rekstur hjúkr- unar- og dvalarheimila hjá bænum en velta þeirra er um 600 milljónir króna á ári og stöðugildi um 135. Í rekstri eru 180 hjúkrunar- og dvalarrými á þrem mismunandi stöðum á Akureyri. Deildarstjóri búsetudeildar Félagsmálaráð samþykkti hins vegar að ráða Brit Bieltvedt, verk- efnisstjóra á Akureyri, í starf deildarstjóra búsetudeildar. Alls sóttu 14 manns um stöðuna. Starf framkvæmdastjóra Öldrunarstofnunar Akureyrar Öllum umsækjendum hafnað AKUREYRARBÆR leitar nú leiða til þess að leysa þann vanda sem sjúkir, aldraðir einstaklingar og að- standendur þeirra standa frammi fyrir með fjölgun hjúkrunarrýma í bænum. Að sögn Jakobs Björnsson- ar, formanns félagsmálaráðs, eru ýmsir möguleikar til skoðunar, m.a. viðbygging við Dvalarheimilið Hlíð eða nýta ónotaða álmu á FSA. Jakob sagði að Félagsstofnun stúdenta við Háskólann á Akureyri hefði einnig lýst yfir áhuga á að selja Útstein, stúdentagarða við Skarðs- hlíð, og að sú hugmynd hefði fæðst í kjölfarið hvort hægt væri að breyta því húsnæði í hjúkrunarheimili. „Allt miðar þetta að því að leita leiða sem eru hvað fljótvirkastar til að fjölga hjúkrunarrýmum. En málið er í vinnslu og það hefur engin ákvörðun verið tekin enn.“ Í málefnasamningi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks, sem mynda meirihluta í bæj- arstjórn Akureyrar, kemur m.a. fram að forgangsverkefni er að leysa vanda þessa fólks. Bærinn mun leggja fram starfskrafta og fjármuni í samstarfi við ríkissjóð með það að markmiði að í fyrstu verði bið eftir hjúkrunarrými aldrei lengri en 90 dagar. Þar til því markmiði verði náð þurfi að auka við heimahjúkrun og heimaþjónustu bæjarins. Unnið að fjölgun hjúkrunar- rýmis ♦ ♦ ♦ SKÓGRÆKTARFÉLAG Eyfirð- inga efnir til göngu- og skoðunar- ferðar um skógarreitinn á Miðháls- stöðum í Öxnadal í kvöld, fimmtudagskvöld, 27. júní kl. 20. Á Miðhálsstöðum hefur verið stunduð skógrækt í hálfa öld og margt fróðlegt er þar að sjá. Flestir þekkja Miðhálsstaði sem berjaland en nú verður sjónum beint að skóg- inum og trjánum ásamt öðrum gróðri og náttúru. Skógræktarmenn munu með aðstoð góðra gesta leiða gönguna og benda á það helsta sem fyrir augu ber. Að göngu lokinni mun Skógræktarfélagið bjóða upp á hefðbundnar trakteringar; ketilkaffi og með því. Áætlað er að dvalið verði í skóginum í um tvær klukkustundir. Miðhálsstaðir eru vestan í hálsin- um milli Öxnadals og Hörgárdals og einfaldasta leiðin þangað liggur yfir Öxnadalsá á móts við Bægisá, um 20 mín. akstur frá Akureyri, þar sem skógurinn blasir við af þjóðvegi 1. Safnast verður saman rétt við hliðið inn í reitinn. Fólki er bent á að vera vel skóað og klætt með hliðsjón af veðri. Áhugafólk um trjá- og skóg- rækt er hvatt til að mæta og taka með sér gesti. Upplýsingar um Miðhálsstaði er m.a. að finna á nýjum vef Skógrækt- arfélagsins á slóðinni: www.est.is/ kjarni Skógar- ganga í Öxnadal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.