Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í GRAFARHOLTI er nýjasti byggðarkjarni borgarinnar óðum að taka á sig mynd en ráðgert er að þar rísi um 1.500 íbúðir á næstu miss- erum sem eiga að hýsa 4-5 þúsund manns. Þegar ekið er inn í hverfið er fljótlega komið að lítilli vin í eyðimörkinni, Brauðhorn- inu, sem systurnar Þórunn og Eyrún Ingvadætur reka og jafnframt er eina verslunin í hverfinu. Þegar blaðamaður og ljósmyndari líta þar við líður senn að hádegi og sterk matarlyktin mætir okkur í anddyrinu. Þórunn hefur á orði að Brauðhornið sé ekki bakarí eða mötuneyti í venju- legum skilningi þess orðs heldur miklu fremur „far- andeldhús“. Bakaríið stendur á fram- tíðarbílastæði Ingunnarskóla og þegar hafist verður handa við byggingu skólans um næstu áramót mun eldhúsið og systurnar færa sig um set þangað sem þörfin er fyrir hendi. Þær segja óráðið hvert en hugsanlega við Úlf- arsfell. Þórunn og Eyrún fá á hverjum degi fjölda bygging- arverkamanna í heimsókn sem sækja sér kaffi á brúsa og bakkelsi. Í hádeginu er borinn fram heitur mömmumatur á borð við lambasnitsel með græn- um baunum og kartöflum. Systurnar hafa haft umsjón með rekstrinum í um eitt ár en upphaflega var Brauð- hornið sett á laggirnar af öðrum aðila til að þjónusta iðnaðarmenn á svæðinu. Nemendur í Ingunnar- skóla tvöfalt fleiri í haust Skammt frá stendur Ing- unnarskóli, í bráðabirgða- húsnæði, sem samanstendur af níu byggingum með tengi- rými á milli. Guðlaug Stur- laugsdóttir skólastjóri bendir á að í haust bætist tvær bygg- ingar við og þegar það gerist – bætir hún við brosandi – vanti ekkert upp á aðstöðuna nema íþróttahús og sund- laug. Áætlað er að nemendum fjölgi úr 35 í að minnsta kosti 70 frá og með næsta hausti en Guðlaug segir að skólinn verði til húsa í núverandi að- stöðu þar til nýr Ingunn- arskóli, sem hýsa á 450 nem- endur, er fullbyggður sem verður að tveimur og hálfu ári liðnu ef allt gengur að óskum. Þá mun gamli Ing- unnarskóli, líkt og bakaríið, hverfa á braut en Guðlaug hefur á orði að byggingarnar séu fengnar héðan og þaðan og meðal annars hafi smíða- stofur skólans komið frá Hlíðaskóla. Eigendur verslunarinnar í Grafarholti hugsa sér til hreyfings Morgunblaðið/Golli Systurnar Þórunn og Eyrún Ingvadætur í Brauðhorninu afgreiða Ómar Guðjónsson iðn- aðarmann og fastakúnna. Á matseðlinum var lambakjöt með kartöflum og baunum. Tvær byggingar bætast við Ingunnarskóla í haust. Farandhús á faraldsfæti Grafarholt FREKARI umræðu um golf- völl á Álftanesi hefur verið vísað til skipulagsnefndar og umhverfisnefndar Bessa- staðahrepps. Hefur sveitar- stjóra verið falið að kynna hugmyndir um golfvöll land- eigendum á svæðinu þar sem völlurinn er fyrirhugaður og að láta meta kostnað við gerð hans. Hugmyndir um golfvöllinn hafa verið til umræðu innan hreppsins á undanförnum mánuðum. Það er Hannes Þorsteinsson, golfvallarhönn- uður og líffræðingur, sem hefur unnið tillögu að vellin- um, og í greinargerð hans kemur fram að um er að ræða svæðið norðaustan Norður- nesvegar á milli Bessastaða- tjarnar og Kasthúsatjarnar. Gengið er út frá því að golf- skáli yrði staðsettur þar sem nú er gamalt sumarhús rétt norðaustan Norðurnesvegar. Í greinargerðinni segir að nægjanlegt rými sé á svæðinu fyrir níu holu golfvöll sem yrði um það bil 2.900 metra langur. „Að auki á svæðið að rúma æfingasvæði fyrir fullt högg (200–250 metra langt) og æfingaflöt getur verið við golfskála.“ Kemur fram að kjarni vall- arins, sem jafnframt yrði fyrsti áfangi hans, yrði sex brautir sem mynduðu sam- hangandi lykkju þar sem væri ein par-5 braut, ein par-3 braut og fjórar par-4 brautir. Fullfrágenginn golf- völlur samanstæði síðan af tveimur par-3 brautum, tveimur par-5 brautum og fimm par-4 brautum. Menn ósammála um vallarstæðið Fram kemur að gera þyrfti þjónustuvegi eða stíga um vallarsvæðið sem ætlaðir væru efnisflutningum og vélaumferð um völlinn, en sem jafnframt gætu nýst sem hluti stígakerfis fyrir almennt útivistarfólk. Segir í greinargerðinni að öll jarðvinnsla yrði í lágmarki og er gerð grein fyrir því hvernig henni yrði háttað. Uppbygging og viðhald vall- arins verði að taka mið af náttúrufari svæðisins enda sé t.a.m. víða vatn meðfram brautum, ýmist tjarnir, vogar eða víkur, sem og sef eða vot- lendissvæði. „Leitast er við að hlífa náttúrulegum tjarn- arbökkum svo að lífríki þeirra geti þróast eftir eigin lögmál- um og sem minnst truflun verði af golfleiknum,“ segir í greinargerðinni. Engu að síður hefur tölu- verður styr staðið um vallar- stæðið í hreppsnefnd. Þannig létu fulltrúar minnihlutans bóka á síðasta fundi að þeir vöruðu við uppsetningu golf- vallar á tjarnasvæðinu á norðanverðu Álftanesi. „Út- færsla golfvallar samkvæmt þeim hugmyndum ógna lífríki á svæðinu sem er einstakt, m.a. fyrir fuglalíf. Á tjarnar- svæðinu væri eðlilegra að koma upp aðstöðu sem auð- veldaði almenningi og áhuga- fólki um náttúru og fuglalíf aðgang að svæðinu,“ segir í bókuninni. Góð þátttaka í nýstofnuðum golfklúbbi Að sögn Þórðar Kristleifs- sonar, skrifstofustjóra Bessa- staðahrepps, verður golfvall- armálið tekið skref fyrir skref og nú er stefnt að því að kanna það sem nauðsynlegt er. „Það eru svolítið tímafrek atriði sem þarf að fara í gegn um á borð við landeigendur, kostnaðarmat, náttúruvernd og fleira,“ segir hann en land- ið sem um ræðir er í eigu margra aðila. „Það er vilji til þess hjá hreppnum að þetta verði skoðað í botn þannig að þetta er ekkert sem á að af- skrifa án þess að athuga það að fullu.“ Doron Elíasen er formaður Golfklúbbs Álfta- ness en klúbburinn er aðeins rúmlega mánaðar gamall og var stofnaður í framhaldi af umræðunni um golfvöllinn. Doron segir mikinn áhuga meðal íbúa Bessastaðahrepps á golfíþróttinni og að þannig séu þegar komnir tæpir 90 manns í félagið. Hann segir ekki útrætt hvernig golf- klúbburinn komi að uppbygg- ingu vallarins en í samþykkt hreppsnefndar kemur fram að klúbburinn mun taka þátt í að meta kostnað og hugsan- legar fjármögnunarleiðir. Doron segir golfara á Álftanesi líta björtum augum til þess að völlurinn verði að veruleika enda hafi þeir hing- að til þurft að fara vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið til að stunda íþrótt sína. Hugmyndir um golfvöll kynntar landeigendum Bessastaðahreppur                                    !"#    %& '(&                      ) )"      *+   ./0-1!         0    #.&  EITT af því sem setur óneit- anlega svip sinn á sumrin í höfuðstaðnum eru ferða- langar sem reisa tjöld sín í Laugardalnum og hafa þar viðdvöl á meðan þeir skoða borgina. Veðrið það sem af er sumri hefur heldur ekki verið til að kvarta undan þegar kemur að útilegum þó að ekki hafi sólin skinið þeg- ar þessi mynd var tekin held- ur hafi þvert á móti rignt hressilega. Parið virðist hafa það notalegt þar sem það yljar sér á heitum drykk í tjald- gættinni. Enda er líklega nauðsynlegt að grípa til allra ráða til að halda á sér hita þegar veður er vott og bú- staðurinn af léttara taginu. Morgunblaðið/Þorkell Bergt á yl úr brúsa Laugardalur HESTAMANNAFÉLAGIÐ Andvari hefur óskað eftir því við bæjarráð Garðabæjar að það beiti sér fyrir lagningu bundins slitlags á Elliða- vatnsvegi frá Vífilsstaðavatni að Rjúpnahæð til að koma í veg fyrir að hestum sé riðið eftir veginum. Bæjarráð tekur undir nauðsyn þess að bundið slitlag verði lagt. Vegurinn sem um ræðir er þjóðvegur 410, sem liggur frá gatnamótum þjóðvegar 412, meðfram Vífilsstaðavatni og að bæjarmörkum Kópavogs og Garðabæjar á Rjúpnahæð. Segir í bréfinu að vegurinn sé mikið notaður, þrátt fyrir að hann sé oft og tíðum nánast óökufær. „Slitlag mun koma í veg fyr- ir að hestum sé riðið eftir veg- inum, en það hefur brugðið við þrátt fyrir tilmæli Andvara um hið gagnstæða, og minnka þannig slysahættu sem af því skapast,“ segir í bréfinu. Á fundi sínum tók bæjarráð undir sjónarmið félagsins um nauðsyn þess að leggja bundið slitlag á veginn. Var samþykkt að senda þingmönnum kjör- dæmisins, samgönguráðherra og Vegagerðinni áskorun um að hlutast til um að tryggja nauðsynlegar fjárveitingar til að svo megi verða. „Telja verð- ur að um brýna framkvæmd sé að ræða til að tryggja öryggi vegfarenda en sívaxandi um- ferð er um veginn, bæði vegna staðsetningar hesthúsa á Kjóavöllum og eins vegna tengingar vegarins við byggð í Kópavogi og tengingar við Breiðholtsbraut í Reykjavík,“ segir í bókun bæjarráðs. Andvari vill koma í veg fyrir umferð hesta um veginn Garðabær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.