Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 1
148. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 27. JÚNÍ 2002 MIKIÐ verðfall varð á fjármála- mörkuðum í gær eftir að upplýst var um mikil bókhaldssvik hjá banda- ríska fjarskiptarisanum WorldCom og hugsanlegt gjaldþrot fyrirtækis- ins. George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, sagði í gær um tíðindin, að þau væru „yfirgengilegt“ hneyksli og hét nákvæmri rannsókn á málinu. Óttast er, að þetta geti orðið stærra í sniðum en Enron-gjaldþrotið og ásamt öðru tafið fyrir auknum hag- vexti í Bandaríkjunum. Mikið verðfall varð á helstu fjár- málamörkuðum um allan heim í gær þegar það fréttist, að WorldCom, sem starfar í 65 löndum og er með 85.000 starfsmenn, hefði vantalið út- gjöldin á þessu ári og í fyrra um 334 milljarða íslenskra króna. Um leið var ljóst, að uppgefinn hagnaður á þessum tíma var aðeins blekking. Dow Jones-vísitalan lækkaði um 190 punkta og fór niður fyrir 9.000 í fyrsta sinn frá 10. október á síðasta hausti. Þá fór Nasdaq niður fyrir það, sem hún var lægst eftir hryðju- verkin í Bandaríkjunum 11. septem- ber. Minnkandi traust Óttast er, að þetta nýjasta hneyksli í bandarísku viðskiptalífi eigi eftir að draga úr tiltrú manna á bandarískum fjármálamarkaði og styrkja þær efasemdir, sem margir hafa um áreiðanleika bókhaldsins hjá mörgum stórfyrirtækjum. Eru ýmsir fjárfestar farnir að beina sínu fé frá Bandaríkjunum til Evrópu og það ásamt lækkun dollarans hefur valdið því, að gengi evrunnar er nú um það bil jafnt gengi dollarans. Bandarískir bankar eiga allmikið á hættu verði WorldCom gjaldþrota þótt ekki sé talið, að það verði nein- um þeirra að falli. Ýmsir bankar utan Bandaríkjanna skýrðu í gær frá við- skiptum sínum við WorldCom og hafa bandarískir bankar verið hvatt- ir til að gera það sama til að róa markaðinn. Þýska líftryggingafélag- ið Allianz upplýsti í gær, að það gæti tapað um níu milljörðum ísl. kr. færi allt á versta veg. Talið er, að úti- standandi skuldir WorldCom séu rúmlega 2.800 milljarðar kr. Bush heitir ítarlegri rannsókn Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær er hann kom til G8-fundarins í Kanada, að fréttirnar um WorldCom væru „yfirgengilegar“ og lofaði ítar- legri rannsókn á málinu. Kvað hann það skelfilegt hvernig farið væri með hluthafa og starfsmenn og bætti við: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim bókhaldsvenjum, sem eru stundaðar hjá ýmsum bandarískum fyrirtækj- um.“ Viðskipti með hlutabréf í World- Com á Nasdaq voru stöðvuð í gær þegar gengi þeirra var komið niður í 10 sent en hjá sumum verðbréfamiðl- urum á Netinu var það skráð 1 sent. Olíuverð féll nokkuð í gær vegna áhyggna af efnahagslífinu í heimin- um í kjölfar þessara tíðinda og efa- semda um eftirspurn á næstu mán- uðum. Bandaríski fjarskiptarisinn WorldCom faldi 334 milljarða króna útgjöld Órói á mörkuðum vegna hugsanlegs gjaldþrots New York. AP, AFP.  Gjaldþrot/24 YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, mun bjóða sig fram í for- setakosningum sem Palestínumenn hafa boðað í janúar, að því er náinn ráðgjafi Arafats sagði í gær, þótt George W. Bush Bandaríkjaforseti hafi nýlega hvatt til þess að Palest- ínumenn kysu sér nýjan leiðtoga. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir að Arafat myndi bjóða sig fram en yfirlýsingu ráðgjafans, Nabils Shaaths, ráðherra í heimastjórninni, var harðlega andmælt af öðrum háttsettum, palestínskum embættis- manni, Abed Rabbo, sem sagði yf- irlýsinguna ótímabæra. Skömmu áður hafði heimastjórn Palestínumanna tilkynnt að forseta- og þingkosningar yrðu haldnar um miðjan janúar og einnig greint frá áætlunum um endurskoðun á pal- estínskum fjármála- og öryggis- málastofnunum. Shaath tjáði AP að öruggt væri að Arafat myndi bjóða sig fram og hefði leiðtoginn sagt það sjálfur. En Abbo kvaðst ekki geta staðfest þetta. „Þetta er fáránlegt, fáránlegt – að tala um að synda án þess að maður hafi sundlaug.“ Hann bætti því við að áður en hægt væri að fara að ræða um frambjóðendur yrði að binda enda á hersetu Ísraela á svæðum Palestínumanna á Vestur- bakkanum. Ísraelar efast Talsmaður ísraelsku ríkisstjórn- arinnar, Avi Pazner, sagði í gær að stjórnin væri „full efasemda“ um fyrirhugaðar umbætur Palestínu- manna. „Við fögnum þessari yfirlýs- ingu [Palestínumanna] fullir efa- semda, vegna þess að svo lengi sem Arafat hefur tögl og hagldir mun hann gera allt sem hann getur til að koma í veg fyrir raunverulegar um- bætur,“ sagði Pazner. Bush hótaði í gær að Bandaríkja- menn kynnu að hætta aðstoð við Palestínumenn ef þeir ekki gerðu umfangsmiklar umbætur á stjórn- og öryggismálakerfi sínu. Bandarík- in veita ekki beina aðstoð til Palest- ínumanna, en koma henni til þeirra í gegnum Sameinuðu þjóðirnar og sjálfstætt starfandi hjálparsamtök. Palestínu- menn boða til kosninga Jeríkó, Jerúsalem, Kananaskis. AP, AFP.  Arafat talinn/26 ÍTALSKI tenórinn Luciano Pavarotti hefur tilkynnt að hann hyggist ljúka söngferli sínum á 70. afmæli sínu. Pav- arotti verður sjötugur 12. október 2005 og hyggst því syngja í nokkur ár til við- bótar. Kom þetta fram í við- tali Pavarottis við CNN sl. þriðjudagskvöld. Ekki er talið að söngvarinn hafi áður rætt möguleg enda- lok söngferils síns. Nokkuð hefur hins vegar verið um getgátur þess efnis í kjölfar þess að Pavarotti hefur und- anfarið tilkynnt forföll nokkr- um sinnum og hætt við að koma fram á síðustu stundu, m.a. í Metropolitan-óperunni í New York nú fyrir skemmstu. Pavarotti virtist þó láta væntanleg endalok söngferils- ins sér í léttu rúmi liggja og kvaðst m.a. ekki einu sinni myndu syngja í sturtunni eft- ir að sjötugsaldrinum yrði náð. Pavar- otti boð- ar þögn KÍNVERSKIR lögreglumenn fylgja hópi meintra fíkniefnasmyglara til opinberrar dómsuppkvaðningar í borginni Guiyang í gær, í tilefni af því að gærdagurinn var dagur al- þjóðlegs átaks gegn fíkniefnum. Kínverjar tilkynntu í gær að þeir hefðu líflátið að minnsta kosti 50 fíkniefnasmyglara undanfarna viku, og voru sumir þeirra skotnir um leið og dauðadómurinn hafði verið kveðinn upp yfir þeim. Reuters Smyglarar líflátnir í Kína BRASILÍSKI landsliðsmaðurinn Ronaldo skaut í gær Brasilíu- mönnum í úrslitaleikinn á HM með glæsilegu marki gegn Tyrkjum í Saitama í Japan. Mark Ronaldos, sem hann skoraði á 49. mínútu, var eina markið í leiknum. Á sunnudag munu Brasilíumenn mæta Þjóðverjum í úrslitaleik um heimsmeistaratitilinn. Þá kemur í ljós hvort Þjóðverjar jafna met Brasilíumanna og verða heims- meistarar í fjórða sinn eða hvort Brasilíumenn snúa heim að heims- meistaramótinu loknu með fimmta titilinn í farteskinu. Þessi tvö lönd hafa aldrei fyrr mæst í leik í heimsmeistarakeppn- inni, þótt hvort um sig hafi sjö sinn- um komist í úrslitakeppnina. Þetta verður í fimmta sinn í röð sem landslið Evrópuríkis mætir liði rík- is frá S-Ameríku í úrslitaleik HM. Mikill fögnuður braust út í Bras- ilíu er leiknum lauk, og var dansað og sungið á götum úti. Forseti landsins, Fernando Henrique Card- oso, sem fylgst hafði með leiknum í sjónvarpi, óskaði landsliðinu til hamingju. Reuters Brasilía í úrslit  Við Völler/B1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.