Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 24
AP AUNG San Suu Kyi, stjórnarand- stöðuleiðtogi í Burma, ávarpar stuðningsmenn sína í Mandalay, næststærstu borg landsins, þegar hún kom þangað í gær, en hún er nú í fyrstu ferð sinni um Burma frá því að hún var látin laus úr stofufangelsi 6. maí. Suu Kyi hyggst dvelja í borginni í nokkra daga til að ræða við stuðnings- menn sína og endurskipuleggja flokk sinn, Lýðræðisbandalagið. Er þetta í fyrsta sinn sem herfor- ingjastjórnin leyfir stjórnarand- stöðuleiðtoganum að ferðast í pólitískum tilgangi frá því að Suu Kyi hóf baráttu sína fyrir lýðræði fyrir um 14 árum. Suu Kyi í sögulegri heimsókn BANDARÍSKA stórfyrirtækið WorldCom, sem er það næst- stærsta í Bandaríkjunum í lang- línufjarskiptum, hefur viðurkennt, að útgjöld þess hafi verið vantalin um 3,8 milljarða dollara eða um rúma 334 milljarða íslenskra króna. Þar með er horfinn allur uppgefinn hagnaður fyrirtækisins frá því í upphafi síðasta árs. Haft er eftir heimildum, að bandaríska dóms- málaráðuneytið hafi hafið saka- málsrannsókn á fyrirtækinu. Flest bendir til, að þetta mál sé það mesta í viðskiptasögunni hvað varðar tekjur eða uppgefinn hagn- að og kemur eins og köld vatns- gusa yfir bandarískt atvinnulíf þar sem hvert hneykslið hefur rekið annað. John Sidgmore, nýskipaður aðal- framkvæmdastjóri WorldCom, sagði í fyrrakvöld, að æðstu stjórn- endur fyrirtækisins væru orðlausir yfir þessum tíðindum en stefna þeirra væri að reka það í samræmi við ströngustu siðareglur. Hafa þeir nú þegar rekið aðalfjármála- stjóra þess og tekið við afsögn ann- ars. Uppgangur á fölskum forsendum? Þessar upplýsingar um stöðuna hjá WorldCom eru aðeins nýjasta uppákoman í bandarísku viðskipta- lífi. Er það nú farið að einkennast af vantrú og tortryggni og margir farnir að setja stórt spurningar- merki við gífurlegan vöxt ýmissa fyrirtækja á síðara helmingi síðasta áratugar. Hneykslismálin eru mörg, gjaldþrot Enrons, nýlegur dómur yfir endurskoðunarfyrirtæk- inu Arthur Andersen og ákærur á aðalframkvæmdastjóra ImClone Systems og Tyco International. Svo virðist sem WorldCom muni slá þessu öllu við og hugsanlega draga úr tiltrú manna á bandarískum fjármálamarkaði. „Það kæmi mér á óvart ef þessar nýju upplýsingar jafngilda ekki gjaldþroti,“ sagði Rob Gensler, sér- fræðingur hjá T. Rowe Price í Baltimore. „Ég er raunar alveg viss, að sá verður endirinn á.“ Útgjöld færð sem fjárfesting Forsvarsmenn WorldCom segj- ast geta haldið áfram daglegri starfsemi en fyrirtækið á langlínu- fyrirtækið MCI Group UUNet, sem ræður stórum hluta „hrygg- lengjunnar“ í Netinu, það er að segja kerfinu, sem leyfir aðgang að tölvupósti og vefsíðum um allan heim. Talsmenn WorldCom segja, að Scott Sullivan, aðalfjármálastjóri fyrirtækisins, hafi verið rekinn og David Myers, aðstoðarforstjóra þess, sagt upp. Samkvæmt síðustu upplýsingum voru um 334 milljarðar ísl. kr. í venjulegum útgjöldum ekki færðir inn í afkomureikning fyrirtækisins, heldur sem fjárfestingarútgjöld en þau eru ekki gjaldfærð strax á móti tekjum, heldur á löngum tíma. Áð- ur hafði fyrirtækið gefið upp, að hagnaður á síðasta ári hefði verið 132 milljarðar kr. og 11,44 millj- arðar á fyrsta fjórðungi þessa árs. Hefðu útgjöldin verið færð rétt til bókar, hefði fjármagnsflæðið í fyrirtækinu verið 6,3 milljörðum dollara, 554 milljörðum kr., minna á síðasta ári en uppgefið var og 123 milljörðum kr. minna á fyrsta árs- fjórðungi nú. Hin eiginlega niður- staða var því tap á síðasta ári og Bandaríski fjarskiptarisinn WorldCom vantaldi útgjöldin um rúma 334 milljarða króna Gjaldþrot myndi slá Enron-hneykslinu við Reuters Bernard Ebbers, fyrrv. aðalframkvæmdastjóri WorldCom, þegar allt virtist leika í lyndi. Hann var neyddur til að segja af sér í apríl og nú blasir hugsanlega við eitt mesta gjaldþrot í bandarískri viðskiptasögu. einnig á fyrstu mánuðum þessa árs. Talið er, að skuldir WorldCom séu rúmlega 2.800 milljarðar kr. Bókhaldið var samþykkt af Arth- ur Andersen, sem annaðist endur- skoðun fyrir WorldCom fram í maí sl. þegar KPMG LLP tók við. Hef- ur WorldCom látið Andersen vita af þessari nýju stöðu en í yfirlýs- ingu frá Andersen segir, að unnið hafi verið í samræmi við reglur bandaríska fjármálaeftirlitsins en aftur á móti sé ljóst, að Sullivan, hinum brottrekna fjármálastjóra, hafi tekist að villa um fyrir því varðandi fyrrnefnd útgjöld. John Sidgmore tók við sem aðal- framkvæmdastjóri WorldCom í apríl þegar fyrirrennari hans, Bernard Ebbers, var í raun neydd- ur til að segja af sér. Þegar upp- gangur tæknifyrirtækjanna var sem mestur beitti Ebbers sér fyrir meira en 70 sameiningum eða upp- kaupum á öðrum fyrirtækjum með það fyrir augum að gera World- Com að alþjóðlegum fjarskiptarisa en það starfar nú í 65 löndum og hefur 85.000 starfsmenn. Þegar tæknibyltingarbólan fór að hjaðna misstu fjárfestar hins vegar trú á, að Ebbers tækist að grynnka á skuldunum. Þegar Sidgmore tók við hét hann að ráðast gegn skuld- unum, selja óarðbærar einingar og draga úr kostnaði, meðal annars með því að segja upp 17.000 manns. Lánaði Ebbers 36 milljarða kr. Þegar Ebbers sagði af sér var bandaríska fjármálaeftirlitið farið að skoða bókhaldsvenjurnar hjá WorldCom en upplýst hefur verið, að Ebbers skuldi fyrirtækinu meira en 408 milljónir dollara, um 36 milljarða kr. Var mikið af þeim lán- um veitt til að bæta honum upp pappírstapið, sem hann varð fyrir er gengi hlutabréfa í fyrirtækinu lækkaði. Fyrir þremur árum skein stjarna Ebbers skærast og þá tilkynnti hann um það, sem kallað hefur ver- ið heimskulegasta sameiningar- áætlunin. Hann hugðist kaupa upp Sprint Group fyrir 129 milljarða dollara, meira en 11.000 milljarða ísl. kr., með það fyrir augum að spanna allt fjarskiptasviðið fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Lög um hringamyndun komu í veg fyrir þetta og nú fóru hlutabréf í tækni- fyrirtækjum að lækka í verði. Tími stöðugs vaxtar hjá WorldCom var liðinn og ljóst, að fyrirtækið yrði eingöngu að byggja á eigin starf- semi í þeirri miklu samkeppni, sem er á þessum markaði. Þegar tilkynnt var, að ekkert yrði af kaupunum á Sprint var gengi hvers hlutabréfs í WorldCom 48 dollarar. Í gær var gengið komið niður í 10 sent. Hvert hneykslismálið á fætur öðru farið að draga úr tiltrú á fjármála- markaðinum í Bandaríkjunum Los Angeles Times. ERLENT 24 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ EKKI verður drifið í því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um hvort landið skuli gerast aðili að myntbandalagi Evrópu, þrátt fyrir að sterlings- pundið hafi undanfarið fallið gagnvart hinum sameiginlega, evrópska gjaldmiðli, evrunni. Þetta kom fram í máli Gordons Browns, fjármálaráðherra Bret- lands, í gær. Brown tjáði Financial Times í viðtali að fall pundsins fyrr í vik- unni gagnvart evrunni hefði ekki haft áhrif á umræðuna um aðild Bretlands að myntbandalaginu. „Þessar ákvarðanir verður að taka með tilliti til framtíðar efna- hagslífsins til lengri tíma, en ekki á grundvelli skammtímahorfa,“ sagði Brown. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur ekki farið í launkofa með það, að hann óski þess að Bretar gangi í hóp þeirra 12 Evrópuríkja sem tekið hafa upp evruna. En stjórn Blairs hef- ur ítrekað að ekki verði gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið fyrr en evran standist fimm efnahagsskilyrði sem eiga að tryggja að aðild að mynt- bandalaginu myndi ekki hafa nei- kvæð áhrif á atvinnumöguleika í Bretlandi, fjárfestingar, fjár- málaþjónustu og efnahagslífið í heild. Flestar skoðanakannanir benda til þess, að meirihluti Breta sé andvígur því að evran verði gerð að gjaldmiðli landsins og pundið lagt niður. Evrusinnar segja aftur á móti, að þetta við- horf gæti breyst ef Blair myndi hefja skelegga baráttu fyrir evruaðild Bretlands. Ekki drifið í at- kvæðagreiðslu Ríkisstjórn Bretlands og evran London. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.