Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 46
HÉR á eftir fer greinargerð fimm stofnfjáreigenda er varðar fyrirhug- aða hlutafjárvæðingu SPRON og Morgunblaðinu barst í gærkvöldi. Hún skýrir forsendur tilboðs Búnað- arbankans og stofnfjáreigendanna og það sjónarmið að bankinn muni ekki eignast SPRON fyrir tvo milljarða, heldur 5,7 milljarða ef af yrði. Rétt er að taka fram að fundurinn sem vitnað er til hér að neðan hefur verið afboð- aður: „Næstkomandi föstudag, 28. júní, verður fundur stofnfjáreigenda í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) á Hótel Sögu kl. 16:15. Fyr- ir liggur tillaga stjórnar sjóðsins um að breyta SPRON í hlutafélagið SPRON hf. Í tengslum við hlutafjár- væðingu SPRON hefur verið stofnuð sjálfseignarstofnun undir nafninu SPRON-sjóðurinn ses. Ef af hluta- fjárvæðingunni verður mun SPRON- sjóðurinn ses. fara með meginhluta eignarhalds hlutafjár, eða 88,5%, en núverandi stofnfjáreigendur í SPRON með 11,5% skv. tillögum stjórnar SPRON. Fyrir liggur verðmat frá Deloitte & Touche hf. á markaðsvirði sparisjóðs- ins og hefur stjórn SPRON ákveðið að við ákvörðun á skiptingu hlutafjár, milli stofnfjáreigenda í SPRON ann- ars vegar og SPRON-sjóðsins ses. hins vegar, í tengslum við hlutafjár- væðinguna, skuli miðað við að mark- aðsverð SPRON verði 4.200 m.kr. Þetta þýðir að stofnfjáreigendur SPRON eignast 11,5% í fyrirhuguðu hlutafélagi eða um 485 m.kr., en SPRON-sjóðurinn ses. eignast 88,5% eða um 3.715 m.kr. Til samanburðar var eigið fé SPRON um síðastliðin áramót 3.192 m.kr. sem skiptist þann- ig að endurmetið stofnfé var 485 m.kr. og annað eigið fé 2.707 m.kr. Hlutur stofnfjáreigenda rýrnar því verulega við þessa breytingu. Hvað þýðir hlutafjárvæðing SPRON fyrir hinn almenna stofnfjáreiganda? Fjallað hefur verið um hlutafjár- væðingu SPRON í nokkurn tíma en lítið hefur komið fram um fjárhagsleg áhrif hennar fyrir stofnfjáreigendur. Hér að neðan eru helstu atriði sem við viljum benda á sem hafa áhrif á hags- muni stofnfjáreigenda. 1. Hlutdeild í eigin fé minnkar úr 15,2% í 11,5%. Eigið fé SPRON er 3.192 m.kr. Þar af er endurmetið stofnfé 485 m.kr. eða 15,2% af eigin fé SPRON. Ef SPRON verður breytt í hlutafélag samkvæmt framkomnum tillögum verður eignar- hlutur stofnfjáreigenda í hlutafélaginu SPRON hf. 11,5% en það miðast við að stofnfjáreigendur fái í sinn hlut 485 m.kr. af áætluðu markaðsverðmæti SPRON sem skv. mati endurskoðanda er 4.200 m.kr. Hlutfallslegur eignar- hlutur stofnfjáreiganda minnkar því við breytinguna. Afgangurinn, þ.e. 88,5% hlutafjár SPRON hf. eða 3.715 m.kr. að markaðsvirði, verður eign SPRON- sjóðsins ses. sem núverandi stofnfjár- eigendur eiga engan hlut í. 2. Hlutdeild í greiddum arði minnk- ar úr 100% í 11,5%. Arður og endurmat á stofnfé sjóðs- ins fyrir árið 2001 var með ágætum eins og oft áður og nam alls 20,5% á stofnfjáreign. Stofnfjáreigendur fengu greiddan 54,5 milljóna króna arð og 38,7 milljónir króna vegna end- urmats á stofnfjáreign, alls 93,3 millj- ónir króna en hagnaður SPRON á síðastliðnu ári var 238 m.kr. eftir skatta. Stofnfjáreigendur fengu þannig í sinn hlut um 40% af hagnaði félagsins og ekki var greiddur arður til annarra en stofnfjáreigenda. Ef búið hefði verið að breyta félaginu í hlutafélag, hefði aldrei komið meira í hlut stofnfjáreigenda en 11,5% af greiddum arði, þannig að jafnvel þótt allur hagnaður félagsins hefði verið greiddur út, hefðu arðgreiðslur til stofnfjáreigenda aldrei getað orðið hærri en 11,5% af 238 m.kr. eða um 27 m.kr. Fyrirhuguð hlutafjárvæðing hefur nefnilega þau áhrif að stofnfjár- eigendur fá aðeins 11,5% af útgreidd- um arði í stað 100% áður. Möguleikar sparisjóðsins til að greiða arð til sinna félagsmanna skerðist því verulega við þessa breytingu. 3. Seljanleiki hlutabréfanna/stofn- bréfanna minnkar. Eftir hlutafjárvæðinguna yrðu lið- lega 1.100 stofnfjáreigendur hluthaf- ar í SPRON hf. með 11,5% hlutdeild og ein sjálfseignarstofnun með 88,5% hlut. Ekki er líklegt að almennir fjár- festar vilji eiga hlut í hlutafélagi sem hefur slíkan yfirgnæfandi meirihluta- aðila, ekki síst í ljósi þess að gert er ráð fyrir að takmörkun sé á mögulegu atkvæðavægi allra annarra en SPRON-sjóðsins ses. við 5%. Því minnkar seljanleiki bréfanna frá því sem nú er, því í dag bera sparisjóðir innlausnarskyldu gagnvart stofnfjár- eigendum miðað við endurmetið stofnfé á hverjum tíma. Á hlutabréfa- markaði fæst lægra verð fyrir hluta- bréf sem erfitt er að selja en þau sem auðveldara er að selja. Það markmið núverandi stjórnenda SPRON að skrá SPRON hf. á hlutabréfamarkað og minnka hlut meirihlutaeigandans SPRON-sjóðsins ses. í 75% breytir að okkar mati ekki þessari seljanleika- áhættu. 4. Aukin áhætta Við núverandi fyrirkomulag geng- ur stofnfé fyrir varasjóði við upplausn sparisjóðs. Við upplausn sparisjóðs er fyrst skylt að borga útistandandi skuldir sjóðsins. Eftirstandandi fjár- magn eftir að skuldir hafa verið greiddar má nota til þess að greiða út stofnfé til stofnfjáreigenda. Verði af- gangur eftir útgreiðslu stofnfjár má greiða út varasjóð félagsins til sér- staks eignarhaldsfélags skv. lögum. Eftir fyrirhugaða hlutafjárvæðingu nýtur stofnféð ekki lengur forgangs á varasjóð og eykst því áhættan tölu- vert við hlutafjárvæðinguna þar sem varasjóður er rúmlega fimm sinnum stærri en stofnféð, sbr. stofnfé SPRON er 485 m.kr og varasjóður er 2.707 m.kr. 5. Verð hlutabréfa hins nýja hluta- fengju miðað við fyrirhugaða hluta- fjárvæðingu. Hér er því um umtals- verða fjárhagslega hagsmuni að ræða fyrir alla stofnfjáraðila. Markaðsverðmæti hins fyrirhug- aða hlutafélags SPRON hf. verður að fjórfaldast fljótlega eftir hlutafjár- væðinguna til að stofnfjáreigendur njóti sama fjárhagslegs ágóða og ef þeir tækju tilboðinu sem Búnaðar- bankinn tryggir. Það þýðir að mark- aðsverð SPRON hf. verður að hljóða upp á 16,8 milljarða sem er 5,2 sinn- um bókfært verðmæti eiginfjár fé- lagsins m.v. lok árs 2001. Benda má á til samanburðar að verðmæti Íslands- banka er um 1,8 sinnum bókfært verðmæti eiginfjár og verðmæti Landsbankans er um 1,6 sinnum bók- fært verðmæti eiginfjár. Við teljum að þetta tilboð í stofnfé SPRON sem Búnaðarbankinn trygg- ir sé mjög hagstætt fyrir okkur stofn- fjáreigendur og leggjum því til að til- boð bankans verði samþykkt af stofnfjáreigendum. Lögfræðingar okkar hafa farið yfir málið og fyrir liggur að þessi aðgerð er heimil. Við höfum jafnframt skýrt Fjármálaeftirlitinu frá tillögum okkar í samræmi við lög þar að lútandi. Nauðsynleg viðbrögð stofnfjáreigenda og breytingar á samþykktum Við höfum sýnt fram á að það þjón- ar ekki hagsmunum okkar stofnfjár- eigenda að samþykkja væntanlega hlutafjárvæðingu SPRON næstkom- andi föstudag. Benedikt Jóhannesson og undirritaður Ingimar Jóhannsson, sendu bréf til stjórnar SPRON sem inniheldur m.a. eftirfarandi tillögur og breytingar á samþykktum. 1. Framkominni tillögu stjórnar Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis um breytingu á sparisjóðnum í hluta- félag verði hafnað. 2. Lagt er til að 2. málsliður 1. mgr. 5. gr samþykkta fyrir Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis falli niður en hann hljóðar svo: „Þó er einstökum stofnfjáreigendum ekki heimilt að eiga fleiri en 20 hluti.“ Í stað þess komi ný málsgrein sem hljóði svo: „Ekki eru sett takmörk á fjölda hluta í eigu einstakra stofnfjáraðila.“ 3. Gerð er tillaga um að fundur stofnfjáreigenda leggi til við stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis að stjórnin lýsi því yfir að hún muni ekki standa gegn framsali stofnfjár- hluta í sjóðnum. Tillagan hljóði svo: „Stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis mun ekki standa gegn fram- sali stofnfjárhluta í sparisjóðnum.“ Til að við stofnfjáreigendur getum gengið að tilboðinu sem Búnaðar- bankinn tryggir er nauðsynlegt að hafna fyrirhugaðri hlutafjárvæðingu á vegum stjórnar SPRON og sam- þykkja breytingu á samþykktum SPRON um afnám á takmörkun fjölda hluta í eigu einstakra stofnfjár- eigenda og samþykkja ályktun fund- arins til stjórnar SPRON um að standa ekki gegn framsali stofnfjár- hluta í sparisjóðnum. Stofnfjáreigendafundur SPRON Það er von okkar að þú mætir á stofnfjáreigendafundinn n.k. föstu- dag og tryggir hagsmuni þína með því að greiða atkvæði gegn hlutafjárvæð- ingu SPRON skv. 1. gr. hér að ofan til að koma í veg fyrir fjárhagslegt tap þitt og annarra stofnfjáreigenda. Fundurinn er næstkomandi föstudag, 28. júní 2002, í Súlnasal Hótels Sögu í Reykjavík, kl. 16:15. Sjáir þú þér af einhverjum orsök- um ekki fært að mæta, hvetjum við þig til þess að veita öðrum stofnfjár- eiganda umboð til þess að mæta í þinn stað. Ef þú hefur þegar veitt umboð til að fara með atkvæðisrétt þinn á stofnfjáreigendafundinum næstkom- andi föstudag er þér heimilt að aft- urkalla umboðið og veita öðrum stofn- fjáreiganda nýtt umboð eða mæta sjálfur á fundinn. Allar nánari upplýs- ingar er að finna á vefslóðinni: www.stofnfe.is. Reykjavík, 26. júní 2002. Virðingarfyllst, Sveinn Valfells, Pétur H. Blöndal, Ingimar Jóhannsson, Gunnar A. Jóhannsson, Gunnlaugur M. Sigmundsson.“ Greinargerð hóps stofnfjáreigenda vegna tillögu stjórnar um hlutafjárvæðingu SPRON Ekki tveir milljarðar heldur 5,7 milljarðar Tafla 1 *Um er að ræða áætlað markaðsverð á 88,5% hlutdeild SPRON-sjóðsins ses. í SPRON hf. **Um er að ræða áætlað markaðsverð bréfa í Búnaðarbankanum sem SPRON-sjóðurinn ses. myndi eignast í Búnaðarbank- anum við sameiningu félaganna.Samkomulag er um að við sameiningu séu umrædd hlutabréf án atkvæðisréttar í Bún- aðarbanka og allur arður af þeim renni til menningar- og líknarmála. Tafla 2 félags mun frekar lækka en hækka en það er reynslan erlendis frá þar sem hömlur eru lagðar á hlutafé. Vonast er til að við skráningu á hlutabréfamarkað hækki verðgildi hlutafjár SPRON hf. Slík hækkun er ólíkleg vegna seljanleikaáhættu en einnig hefur það sýnt sig að hluta- bréfamarkaðir á Norðurlöndum meta verðgildi fjármálafyrirtækja þar sem hömlur eru lagðar á hlutafé oft nokk- uð undir bókfærðu eigin fé þeirra. Það er því mat okkar að verð hluta- bréfa hins nýja hlutafélags muni frek- ar lækka en hækka því miðað við verðmat upp á 4.200 m.kr., er um að ræða eins milljarðs yfirverð miðað við eigið fé. Að framansögðu teljum við að rök stjórnenda SPRON fyrir hlutafjár- væðingu standist illa. Því er það okk- ar mat að stofnfjáreigendur eigi að greiða atkvæði gegn hlutafjárvæð- ingu SPRON næstkomandi föstudag, 28.6. 2002. Nýjar leiðir Ljóst er samkvæmt ofangreindu að fyrirhuguð hlutafjárvæðing SPRON er ekki til hagsbóta fyrir stofnfjáreig- endur. Við höfum því skoðað aðrar leiðir til að auka hag stofnfjáreigenda og hófum í því skyni viðræður við Búnaðarbankann um kaup bankans á stofnfé SPRON og hefur náðst sam- komulag milli okkar og bankans. Meginniðurstaðan er sú að bankinn er tilbúinn til að tryggja boð í alla stofnfjáreign SPRON sem er fjórfalt hærra en tillaga stjórnar SPRON gerir ráð fyrir. Kaupverðið verður staðgreitt. Jafnframt mun bankinn tryggja óbreyttan rekstur SPRON þannig að viðskiptamenn og starfs- menn eiga ekki að verða varir við þessi eigendaskipti. Nánar tiltekið hefur Búnaðarbankinn fallist á eftir- farandi skilmála okkar fyrir kaupum á stofnfénu: Skilmálar a) Að ekki verði röskun á högum starfsmanna SPRON önnur en sem leiðir af eðlilegri þróun. b) Að viðskiptavinir SPRON geti áfram gengið að óbreyttri fjármála- þjónustu undir nafni SPRON. c) Að hlutabréfaeign sjálfseignar- stofnunar, sem óhjákvæmilega mun m.a. til koma í tengslum við form- breytingu SPRON í hlutafélag, verði minnkuð á 10 árum og í þeirra stað fjárfesti stofnunin í skráðum mark- aðsskuldabréfum. d) Að atkvæðisréttur, sem hluta- fjáreign sjálfseignarstofnunarinnar fylgir, verði ekki nýttur meðan hluta- féð er í eigu sjálfseignarstofnunarinn- ar nema vegna hlutafjáreignar í SPRON hf. e) Að fjármunir sjálfseignarstofn- unarinnar verði eingöngu nýttir til menningar- og líknarmála á starfs- svæði SPRON. Endurmetin stofnfjáreign SPRON m.v. áramótastöðu félagsins er um 485 m.kr. og fyrir það stofnfé hefur Búnaðarbankinn samþykkt að greiða fjórfalt endurmetið stofnfé 31.12. 2001, eða rétt tæpa 2 milljarða. Rétt er að ítreka að með þessu eignast Búnaðarbankinn ekki vara- sjóð SPRON sem er um 2,7 milljarðar eins og skýrt er hér að framan. Til að eignast hann þarf fyrst að breyta SPRON í hlutafélag. Síðan þyrfti að sameina SPRON hf. og Búnaðar- bankann. Við þá aðgerð myndi bank- inn þurfa að greiða með hlutabréfum í Búnaðarbankanum, SPRON-sjóðn- um ses., áætlað verðmæti eignarhluta SPRON-sjóðsins ses. í SPRON hf. Samkvæmt mati endurskoðunarfyr- irtækisins Deloitte & Touche eru það um 3,7 milljarðar. Heildargreiðsla Búnaðarbankans fyrir kaup á félag- inu öllu er því áætluð 5,7 milljarðar ef að sameiningu félaganna kemur. Í hlut stofnfjáreigenda koma 2 millj- arðar í reiðufé og í hlut umrædds sjóðs kæmu væntanlega um 3,7 millj- arðar í hlutabréfum í Búnaðarbank- anum. Sjá töflu 1 Skilyrði okkar fyrir sölu á stofnfé til Búnaðarbankans, hér að ofan merkt c), d) og e), tryggja að vænt- anlegur sjóður með eigið fé um 3,7 milljarða mun ekki skipta sér af stjórn Búnaðarbankans auk þess sem tryggt er að fjármunirnir verða nýttir til menningar- og líknarmála á starfs- svæði SPRON. Algengt er að stofnfjáreigendur eigi 10-20 stofnfjárhluti, jafnframt er algengt að hjón séu bæði stofnfjáreig- endur. Meðfylgjandi er tafla með dæmum svo þú getir áttað þig á fjár- hagslegum mun þeirra tveggja leiða sem stofnfjáreigendur hafa val um í dag. Sjá töflu 2 Stofnfjáreigandi sem á 20 hluti og fær skv. tillögu stjórnar SPRON hlutafé í SPRON hf. að nafnvirði kr. 165.428 á genginu 4,2 eða kr. 694.800 sem er jafnt endurmetnu stofnfé m.v. 31.12. 2001. Sami aðili fær hinsvegar kr. 2.779.200 í reiðufé í sinn hlut ef hann tekur tilboði sem Búnaðarbanki Íslands hf. tryggir sem er fjórfalt hærra en stofnfjáraðili fengi miðað við fyrirhugaða hlutafjárvæðingu. Mismunur á hverja 20 hluti er kr. 2.084.400. Hjón sem eiga bæði hámarksfjölda hluta (20) fá kr. 5.558.400 í sinn hlut ef þau taka tilboðinu sem BÍ tryggir, sem er kr. 4.168.800 hærra en þau FRÉTTIR 46 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Íhugun kl. 19. Taizé-messa kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðu- bergi kl. 10.30. Kópavogskirkja. Starf með eldri borgur- um í dag kl. 14.30–16.30 í safnaðar- heimilinu Borgum. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22. Ath. breyttan tíma. Gott er að ljúka deginum í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bæn- arefnum má koma til presta kirkjunnar og djákna. Hressing í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheim- ilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17– 18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund kl. 13– 15. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra með ung börn að koma saman og eiga skemmtilega samveru í safnað- arheimili kirkjunnar. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. Safnaðarstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.