Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KJÓSENDUR í sveitarfélögunum sunnan Skarðsheiðar voru spurðir um afstöðu til sameiningar í könnun sem fór fram jafnhliða sveitarstjórnar- kosningunum í maí og er mikill meiri- hluti fylgjandi því að hafnar verði við- ræður um sameiningu sveitar- félaganna. Sveitarfélögin eru Hval- fjarðarstrandarhreppur, Skil- mannahreppur, Leirár- og Mela- hreppur og Innri-Akraneshreppur og að sögn Marteins Njálssonar, oddvita Leirár- og Melahrepps, var spurt hvort íbúar væru almennt hlynntir eða andvígir því að það væru hafnar viðræður um sameiningarmál. „Niðurstaðan úr þeirri spurningu var sú að mikill meirihluti er fylgjandi því að það verði hafnar viðræður eða 79,5% svarenda könnunarinnar. Þá var einnig spurt hvort fólk væri hlynnt því að fjögur sveitarfélög sam- einist eða fimm, en þá yrði Akranes með,“ segir Marteinn. Hann bendir á að mun fleirum hugnist fjögurra hreppa sameining heldur en fimm hreppa. 76,9% svarenda voru jákvæð- ir í garð fjögurra hreppa sameiningar en aðeins 17% eru hlynntir fimm hreppa sameiningu. „Almennt séð eru allir svarendur mjög jákvæðir gagn- vart fjögurra hreppa sameiningu nema svarendur í Skilmannahreppi. Þar voru aðeins 46,4% svarenda sem hugnast mjög eða frekar vel samein- ing fjögurra hreppa,“ bætir hann við. Einn grunnskóli Aðspurður um ávinninginn sem hljótist af sameiningu, bendir Mar- teinn á að auðveldara verði til dæmis að stjórna grunnskólanum. Í dag sé einn grunnskóli í fjórum sveitarfélög- um. „Öll stjórnun hlýtur að vera þyngri í vöfum þegar ákvarðanataka þarf að fara í gegnum fjórar sveitar- stjórnir í stað einnar,“ heldur hann áfram og segir að þjónustan sé mis- jöfn í sveitarfélögunum þó að litlu muni. „Í Skilmannahreppi er lægra út- svar og aðeins meiri snjómokstur heldur en annars staðar en að öðru leyti er aðstaðan svipuð meðal þess- ara íbúa. Það er mjög mikill grund- völlur fyrir þessari sameiningu en það er kannski eins og hefur komið fyrir hjá öðrum sveitarfélögum sem hafa sameinast þéttbýli, að þá vill grunn- skólinn hverfa úr dreifbýlinu og fara í þéttbýlið og þá hverfur hjartað úr dreifbýlinu. Fólk óttast það mest hér að ef við verðum skikkuð til að sam- einast Akranesi þá verði þessi grunn- skóli lagður niður og börnin keyrð á Akranes,“ segir Marteinn en bendir jafnframt á að það sé ekki hægt að ætlast til að fá sömu þjónustu í dreif- býli og í þéttbýli. Hann segir framhaldið óráðið en telur að nýju sveitarstjórnirnar muni koma saman og ræða stöðuna og ítrekar jafnframt að þó að könnunin sé sterk vísbending um vilja fólksins þá sé hún ekki bindandi fyrir sveit- arstjórnirnar. Íbúar hlynntir sam- einingarviðræðum Sunnan Skarðsheiðar Könnun á afstöðu til sameiningar sveitarfélaga LEYSING heitir samsýning Sigríðar Helgu Olgeirsdóttur og Sveinbjargar Hallgrímsdóttur sem hefur verið uppi í Safnahúsinu á Húsavík að undan- förnu en þar sýna þær verk sín, sem eru leir eftir Sigríði og grafík eftir Sveinbjörgu. Á sýningunni eru 35 verk auk þess sem sýnd eru verkfæri og þrykkplöt- ur sem Sveinbjörg notar í grafík og í anddyri er verkið Vorkoma eftir Sig- ríði og verkið Eggjahljóð eftir Svein- björgu. Að sögn sýnenda er orðið leysing eins konar leiðarstef í verkum þeirra að þessu sinni þar sem orðið er lýs- andi fyrir það ferli sem á sér stað þeg- ar vor leysir vetur af hólmi með öllum sínum veðrabrigðum og átökum. Þær segja m.a. að hin hvössu form íssins séu að hverfa og við taki mýkt og fjöl- breytileiki hinnar lifandi náttúru. Sig- ríður Helga og Sveinbjörg hafa báðar verið með einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum. Sýningin í Safnahúsinu hefur verið vel sótt og var margt fólk við opnun hennar. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Sigríður Helga Olgeirsdóttir og Sveinbjörg Hallgrímsdóttir. Samsýning í Safnahúsinu á Húsavík Laxamýri HIN árlega Jónsmessuganga Bol- víkinga var farin sl. föstudags- kvöld. Milli 60 og 70 manns gengu í blíð- skaparveðri og glampandi sólskini upp í hlíðar Óshyrnu neðan við klettadrang þann sem Þuríður Sundafyllir, er nam fyrst land í Bol- ungarvík, varð að þegar á hana var lagt á sínum tíma. Klettadrangur sá er talinn ókleif- ur en sagnir herma að uppi á hon- um sé að finna lykil að kistu sem hafi að geyma mikil verðmæti. Eftir að göngugarpar höfðu hlýtt á ýmsan fróðleik um Jónsmessuna var kveiktur varðeldur og lagið tekið. Upp úr miðnætti gátu svo þeir sem vildu skellt sér í Sundlaug Bolungarvíkur og slappað af í heitu pottunum eftir gönguna. Að venju voru það forsvarsmenn verkefnisins Bolungarvík – heilsu- bær á nýrri öld sem stóðu fyrir Jónsmessugöngunni. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Horft yfir Bolungarvíkurkaupstað í Jónsmessustemningu. Jónsmessuganga Bolvíkinga Bolungarvík SUÐURNES is- og byggingarverkfræði frá Há- skóla Íslands og Þóra Guðrún Einarsdóttir en hún útskrifaðist sem kennari frá Kennaraháskóla Ís- lands. Í gegnum tíðina hefur Sparisjóð- urinn í Keflavík stutt við bakið á námsfólki frá Suðurnesjum með ýmsum hætti og eru styrkveitingar- nar hluti af Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins. Í fréttatilkynningu frá Sparisjóðnum kemur fram að hjá honum standi námsmönnum til boða margvísleg fjármálaþjónusta, meðal annars lán vegna tölvukaupa og bókastyrkir. Þá er þess getið að Sparisjóðurinn hafi ætíð styrkt íþrótta- og menningarstarf á starfs- svæði sínu og séu námsstyrkirnir mikilvægur hluti af því starfi. Náms- styrkir hafa nú verið veittir tólf ár í röð og hafa samtals 45 námsmenn notið þeirra. FJÓRIR námsmenn fengu 125 þús- und króna námsstyrk úr Náms- mannaþjónustu Sparisjóðsins í Keflavík við árlega úthlutun sem ný- lega fór fram. Sérstök dómnefnd sá um val styrkþeganna en hún er skipuð Ólafi Arnbjörnssyni skólameistara, Skúla Thoroddsen, sem er forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suður- nesjum og Aðalheiði Héðinsdóttur, framkvæmdastjóra Kaffitárs. Nemendurnir sem styrki hlutu að þessu sinni eru Hanna María Krist- jánsdóttir en hún lauk BA-gráðu í þjóðfræði og fjölmiðlafræði frá Há- skóla Íslands, Nanna Guðný Sigurð- ardóttir, sem lauk BSc-gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands, Þorgeir Óskar Margeirsson, sem út- skrifaðist með BS-gráðu í umhverf- Stjórnendur Sparisjóðsins í Keflavík ásamt styrkþegum, f.v. Baldur Guðmundsson markaðsstjóri, Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri, Þorgeir Óskar Margeirsson, Hanna María Kristjánsdóttir, Nanna Guðný Sigurðardóttir og Þóra Guðrún Einarsdóttir. Fjórir náms- menn fá styrki Keflavík BÆJARSTJÓRN Grindavíkur hef- ur samþykkt að óska eftir að varn- arliðið skili hluta af landi því sem það hefur til afnota vestan þéttbýlis- ins, nánar tiltekið í suðvesturhlíðum Þorbjarnar. Hugmyndin er að skipuleggja þar sumarhúsahverfi. Einnig að Grindavíkurbær fái keypt landið norðan þéttbýlisins sem hann hefur haft á leigu í tíu ár. Bæjarfulltrúar meirihluta D- og S-lista lögðu fram tillöguna og var hún samþykkt samhljóða á bæjar- stjórnarfundi á dögunum. Fram kemur í samþykktinni að eignarland Grindavíkurkaupstaðar sé mjög lítið og nái ekki yfir allt þéttbýlið. Vestan bæjarins er land sem varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hef- ur umráð yfir. Bæjarstjórn sam- þykkti að leita eftir því við varn- armálaskrifstofuna að hún hefði milligöngu um að liðið skilaði hluta af því landi. Um er að ræða 75 hekt- ara lands, í tveimur hlutum. Að sögn Ómars Jónssonar, formanns bæjar- ráðs, er aðallega um að ræða land í suðvesturhlíðum Þorbjarnar og þar sé áhugi á að skipuleggja sumar- húsahverfi. Ýmsar fleiri hugmyndir hafi komið upp um nýtingu þess. Varnarliðið hefur dregið saman starfsemi ratsjárstöðvar sinnar við Grindavík. Það hefur fært girðingar sínar nær stöðinni og er ekki með starfsemi á því landi sem Grindvík- ingar vilja fá til afnota. Segir Ómar að það sé orðið tímabært að varn- arliðið skili þessu landi og hefði í raun átt að vera búið að fara fram á það fyrir löngu. Norðan þéttbýlisins, austan Grindavíkurvegar, leigir bærinn land af varnarmálaskrifstofunni sem varnarliðið hafði áður umráð yfir. Það er næsta byggingarsvæði Grindavíkur, samkvæmt nýsam- þykktu aðalskipulagi. Bæjarstjórn mun leita eftir að fá þetta land keypt. Bæjarstjóra var falið að koma á fundi bæjarráðs með skrifstofu- stjóra varnarmálaskrifstofunnar til að koma þessu erindi á framfæri. Vilja skil á landi frá varnarliðinu Grindavík FULLTRÚI Framsóknarflokksins í bæjarráði Sandgerðis leggst gegn því að samið verði við verktaka um framkvæmdir við tiltekna götu án þess að útboð fari fyrst fram. Bæjarráð Sandgerðis samþykkti í vikunni að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Íslenska aðal- verktaka hf. um að hefja fram- kvæmdir við Bogabraut á grundvelli verðs sem fyrirtækið bauð í fram- kvæmdir við Stafnesveg. Stefnt er að því að verkinu ljúki í ágúst en ekki verði samið um malbikun og gang- stéttir. Tillagan var samþykkt með at- kvæðum fulltrúa Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem eru í meiri- hlutasamstarfi en Heiðar Ásgeirs- son, fulltrúi Framsóknarflokks, lýsti sig mótfallinn því að samið yrði um framkvæmdina án útboðs. Samið verður við verktaka án útboðs Sandgerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.