Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 30
LISTIR
30 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VANDAMÁL það sem gerir
kammerkór viðkvæma og brothætta
samskipan radda er fáliðun radd-
anna, er hefur í för með sér, að sam-
hljómurinn er mun grennri en þegar
fjöldi manns er um hvern tón. Þá er
mikilvægt að í kammerkór veljist
góðar og þjálfaðar raddir sem geta
treyst á eigið hljómöryggi. Annað
sem einnig greinir kammerkór frá
stóru kórunum er val viðfangsefna
og þá oftar, að valin eru erfiðari við-
fangsefni, hvað varðar raddferli og
hljómskipan, en fyrir stóru kórana.
Að því leytinu til býr kammerkór oft
við skemmtilegt hljómumhverfi og
hefur í raun svipaða stöðu gagnvart
kórtónlist og almennt gerist í kamm-
ertónlist fyrir hljóðfæri. Keith Reed
hefur á síðustu árum unnið frábært
starf við uppbyggingu tónlistarlífs á
Héraði austur og kemur þá allt til
skila, að Keith Reed er gagnmennt-
aður tónlistarmaður og hefur auk
þess mikla reynslu sem óperusöngv-
ari. Þá er drifkraftur hans ekki að-
eins áhugi og dugnaður heldur bor-
inn uppi af þekkingu því að það er
staðreynd að hópstarf á sviði tónlist-
ar, sem og á öllum öðrum sviðum,
stendur og fellur með kunnáttu þess
sem stýrir fólki til verka.
Allt þetta skilaði sér á tónleikum
Kammerkórs Austurlands því að
gott söngfólk, frábær söngstjóri og
góð tónlist var aðal tónleikanna sl.
mánudagskvöld í Fríkirkjunni. Tón-
leikarnir hófust á Alleluia eftir
Randall Thompson (1899–1984),
bandarískt tónskáld, er m.a. lærði
hjá Bloch og dvaldi um tíma í Evr-
ópu en starfaði árin 1948–65 við
Harvard-háskóla. Eftir hann liggja
óperur og hljómsveitarverk en hann
er þó best þekktur fyrir margvísleg
kórtónverk. Alleluia er fallega unnið
verk, sem var í heild mjög vel sung-
ið. Tvö verk eftir Þorkel Sigur-
björnsson voru næst á efnisskránni,
fallegt og vel unnið verk, sem nefnist
Kvöldbæn, og svo hið klassíska lag
við Himnasmið Kolbeins Tumason-
ar. Bæði þessi verk voru vel flutt og
sama má segja um gamlan og kæran
kunningja, Sanctus þátt, úr messu
eftir Gunnar Reyni Sveinsson.
Næsta verk var franska afbrigðið
af ítalska madrigalnum, hinn franski
„chansons“ eða Söngur fuglanna,
eftir hermitónskáldið Jannequin
(1475–1560). Hann samdi nokkur
sérlega leikræn hermiverk, sem
báru nöfn eins og Veiðiferðin, Orr-
ustan og Heyrið hróp Parísar. Söng-
ur fuglanna var sérlega skemmti-
lega sunginn. Þrjú lög, op. 16 eftir
Samuel Barber, samin 1937–40, við
texta eftir Stephens, undir yfir-
skriftinni Endurholdgun, bera nöfn-
in Mary Hynes, Anthony O’Daly og
The Coolin, sérlega falleg og söng-
ræn verk sem voru einstaklega vel
flutt. Næstu þrjú verk eru eftir
Poulenc, Salve Regina, Exultate
Deo og O magnum mysterium, tölu-
vert erfið verk og andstætt verkun-
um eftir Barber, „instrúmentölsk“ í
gerð, sem er skiljanlegt því að Barb-
er var sönglærður en Poulenc pían-
isti. Eitthvert fegursta verk tón-
leikanna var Ubi Caritas eftir
Duruflé og þar var söngur kórsins
hreint ótrúlega góður og sama má
segja í lokaverkinu, sem var Peace I
Leave With You eftir Nystedt, und-
urþýtt og fallegt verk, sem var af-
burðafallega sungið.
Kammerkór Austurlands telur 13
söngvara og hefur Keith Reed náð
ótrúlegum árangri í samstillingu
raddanna, túlkun og fallegri tónmót-
un og ræður þessi fámenni kór einn-
ig yfir miklum andstæðum í styrk.
Verður ekki annað hægt að segja en
að Kammerkór Austurlands, undir
stjórn Keith Reed, hafi með þessum
tónleikum skipað sér í fremstu röð
með bestu kórum landsins.
Kammerkór
í fremstu röð
TÓNLIST
Fríkirkjan
Kammerkór Austurlands, undir stjórn
Keith Reed, flutti tónverk eftir Randall
Thompson, Þorkel Sigurbjörnsson, Gunn-
ar Reyni Sveinsson, Jannequin, Barber,
Poulenc, Duruflé og Knut Nystedt.
Mánudagurinn 24. júní 2002.
KÓRTÓNLEIKAR
Jón Ásgeirsson
FYRSTA bindi endurminninga
kólumbíska rithöfundarins og
nóbelsverðlaunahafans Gabriel
Garcia Marquez verður gefið út í
september.
Bókin gengur
undir vinnuheit-
inu Lifað til að
segja frá og
verður til að
byrja með ein-
göngu gefin út í
Bólivíu, Kól-
umbíu, Ekvador,
Perú og Venes-
úela. Að því er
AP-fréttastofan
hefur eftir Maria Paula Munoz,
upplýsingafulltrúa Norma útgáfu-
félagsins sem á útgáfurétt á
verkum Marquez, fjallar bókin
um ástarsamband foreldra höf-
undarins og það hvernig ást hans
á bókmenntum varð til þess að
hann gerðist blaðamaður og síðar
rithöfundur.
Garcia Marquez hlaut bók-
menntaverðlaun Nóbels árið
1982, en meðal hans þekktari
verka eru Hundrað ára einsemd
og Ástin á tímum kólerunnar.
Bækur hans hafa verið þýddar á
24 tungumál og eru, að Biblíunni
undanskilinni, söluhæstu bækur
sem gefnar hafa verið út á
spænskri tungu.
Engin áform eru enn uppi um
útgáfu endurminninganna á öðru
máli en spænsku.
Endur-
minningar
Marquez
væntanleg-
ar í haust
Gabriel Garcia
Marquez
STJÓRN Minn-
ingarsjóðs Lárus-
ar Ottesen ákvað
nýlega á fundi
sínum að styrkja
Víking Heiðar
Ólafsson píanó-
leikara til fram-
haldsnáms við
hinn virta Jull-
iard-listaskóla í New York.
Styrkurinn nam að þessu sinni
einni milljón króna og hefur hann
þegar verið afhentur Víkingi.
Víkingur Heið-
ar hlýtur styrk
SKÝRSLAN „Leikið íslenskt sjón-
varpsefni: – Staða, horfur og mögu-
leikar“ var kynnt formlega í Hafn-
arhúsinu við Tryggvagötu í gær. Í
skýrslunni er lagt mat á stöðu leik-
ins íslensks efnis í sjónvarpi, fram-
tíðarhorfur þess að öllu óbreyttu og
bent á úrræði og gildi þess að
styrkja þetta svið. Skýrslan er unn-
in af Sigurði G. Valgeirssyni á veg-
um Aflvaka hf. og að tilhlutan
Bandalags íslenskra listamanna,
Félags kvikmyndagerðarmanna,
Framleiðendafélagsins SÍK og
Kvikmyndasjóðs Íslands.
Efni umræddrar skýrslu var
kynnt á fundinum að viðstöddum
fulltrúum stofnana og fyrirtækjum
á svið lista, ljósvakamiðla og kvik-
myndaframleiðslu. Efni skýrslunn-
ar kynntu Ari Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Aflvaka, og Tinna
Gunnlaugsdóttir, formaður Banda-
lags íslenskra listamanna, en þar er
m.a. lagt til að ríkið komi á fót sér-
stökum Sjónvarpsmyndasjóði sem
úthluti árlega um 300 milljónum
króna til framleiðslu leikins inn-
lends sjónvarpsefnis. Meðal gesta á
fundinum var Tómas Ingi Olrich
menntamálaráðherra sem veitti
skýrslunni formlega viðtöku og
ávarpaði fundinn. Sagðist hann
mundu fara rækilega yfir skýrsluna
og skoða hana með jákvæðu hug-
arfari. Ítrekaði hann í því sambandi
mikilvægi þess að fjárfest verði í
menningarmálum í framtíðinni á Ís-
landi af sömu framsýni og fjárfest
hafi verið í vísindum.
Sjónvarpsmyndasjóður hefði
margvísleg jákvæð áhrif
Í skýrslunni kemur fram að Ís-
lendingar standi nokkuð að baki ná-
grannaþjóðum sínum í gerð leikins
innlends sjónvarpsefnis, þrátt fyrir
að nú sé orðin til flóra íslenskra fyr-
irtækja sem hafi þekkingu og hæfni
til að vinna vandað leikið sjónvarps-
efni af ýmsu tagi. Meginhindrunin
felist í skorti á fjármagni, ekki síst
til þróunarvinnunnar. Bent er á að
eins og málin standi nú hafi engin
sjónvarpsstöðvanna hér á landi bol-
magn til að halda uppi stöðugri
framleiðslu vandaðra leikinna sjón-
varpsmynda og miðað við óbreytta
fjármögnunarmöguleika á þessu
sviði bendi margt til að enn minna
verði um innlent leikið sjónvarps-
efni og að bæði sjónvarpsmyndir og
framhaldsþættir sem sýndir séu í
sjónvarpsstöðvum hérlendis muni
áfram endurspegla veruleika fólks
erlendis.
Í skýrslunni segir að framleiðsla
leikins sjónvarpsefnis á þjóðtungu
sé gríðarlega mikilvæg til að varð-
veita mál og menningu. Lagt er til
að úrbóta verði leitað með stofnun
Sjónvarpsmyndasjóðs, sem úthlut-
aði styrkjum til framleiðslu á sem
fjölbreyttustu leiknu sjónvarpsefni.
Með sjóðnum yrði lögð áhersla á að
virkja þá þekkingu og hæfni sem
býr hjá sjálfstæðum framleiðend-
um. Slíkt fyrirkomulag skyti styrk-
ari stoðum undir kvikmynda- og
sjónvarpsiðnaðinn hér á landi og yki
stöðugleika í framleiðslu og gæðum.
Aðstaða sjónvarpsstöðvanna til að
láta vinna og sýna leikið innlent efni
yrði jöfnuð og sú mikla reynsla og
sambönd sem nú þegar eru orðin til
hjá framleiðendum kvikmynda við
að afla erlendrar mótfjármögnunar
myndi nýtast.
Forvígismenn kvikmyndagerðar-
manna og Bandalags íslenskra
listamanna lýsa sig í skýrslunni
fylgjandi því að komið yrði á fót
Sjónvarpsmyndasjóði. Er þar
ályktað að 300 milljóna króna árleg
úthlutun úr slíkum sjóði myndi
skipta sköpum fyrir framleiðslu
leikins innlends sjónvarpsefnis, og
ætla mætti að sú framleiðsla sem af
því hlytist skilaði á móti tekjum í
ríkissjóð og verðmætum störfum.
„Endanlegur kostnaður ríkisins við
sjónvarpsmyndasjóð sem leiddi til
framleiðslu fyrir rúman hálfan
milljarð yrði því tæplega 163 millj-
ónir króna,“ segir í skýrslunni.
Þá er bent á menningarleg og
efnahagsleg verðmæti sem hlytist
af eflingu framleiðslu á sem fjöl-
breyttustu innlendu sjónvarpsefni.
Í skýrslunni segir m.a.: „Sjónvarps-
myndasjóður hefði margvísleg já-
kvæð áhrif. Sjóðurinn gæti orðið til
þess að allar innlendar sjónvarps-
stöðvar myndu framleiða leikið efni.
Hann myndi hafa gríðarleg, jákvæð
áhrif á íslensk kvikmyndafyrirtæki
sem mörg hver eiga undir högg að
sækja. Þá eru ótalin þau jákvæðu
áhrif sem aukið fé til gerðar leik-
inna innlendra sjónvarpsverka gæti
haft á allar tengdar listgreinar, svo
sem leiklist, tónlist og myndlist.“
Í skýrsluágripi segir jafnframt:
„Sjónvarpsmyndasjóður sem yrði
stofnaður með sameiginlegu átaki
stjórnvalda, samtaka listamanna í
landinu og allra sjónvarpsstöðv-
anna gæti tryggt öflugan stuðning
þar sem frumkvæði sjónvarpsstöðv-
anna væri virt, þekking og sambönd
sjálfstæðra framleiðenda nýtt og
leikreglur væru einfaldar og skýr-
ar.“
Skýrslan verðugt framlag
Við formlega viðtöku skýrslunn-
ar úr hendi Tinnu Gunnlaugsdóttur,
formanns BÍL, sagðist Tómas Ingi
Olrich menntamálaráðherra hafa
kynnt sér efni hennar nokkuð og
taldi það kost hversu víðtækt mat
hún fæli í sér. „Ekki er aðeins beint
sjónum að ríkisvaldinu og frum-
kvæði þess, heldur er einnig rætt
um innri skipulagsmál, um stefnu-
mál stofnana, og ýmiss konar mein-
bugi sem þar er að finna. Síðast en
ekki síst er bent á það hversu mik-
ilvægt er að aðilar málsins starfi
saman að þessum verkefnum,“
sagði Tómas Ingi og taldi skýrsluna
benda á leiðir við úrlausn þess verk-
efnis að gera leikið sjónvarpsefni að
uppsprettu ekki aðeins menningar-
legra verðmæta, heldur einnig fjár-
hagslegra. „Nú er það svo að Ís-
lendingar hafa verið að bæta
efnahag sinn verulega á síðastliðn-
um árum með því að fjárfesta í vís-
indum. Fyrirtæki sem hafa haslað
sér völl á sviði hátækni og hugbún-
aðarþróunar eru að leggja íslensku
atvinnulífi og hagkerfi til verulega
fjármuni í dag. Þetta byggist á mjög
löngu fjárfestingarferli sem hófst í
raun löngu áður en menn gátu séð
hvernig það skilaði sér. Þessa
áhættu hafa Íslendingar tekið eins
og aðrar þjóðir, einkum í Evrópu og
á Norðurlöndum, í þeirri von að þeir
geti styrkt efnhagslíf sitt með þeim
hætti. Ég tel að það sé ástæða og
grundvöllur fyrir því að leita sam-
stöðu um það að fjárfesta með sam-
bærilegum hætti í framtíðinni í
menningarmálum, í þeirri sannfær-
ingu, að það muni skila sér bæði til
menningargeirans, og í efnahags-
legum verðmætum til þjóðarinnar.
Þetta byggi ég á því sem er í raun
orðið alkunna, að líta megi á menn-
ingarverðmæti sem fyrirbæri sem
veitir þjóðinni meiri fyllingu og
dýpt en er líka framlag til efnahags-
ins.“ Sagðist Tómas Ingi mundu
fara rækilega yfir skýrsluna og
skoða hana með jákvæðu hugarfari.
„Ég þakka fyrir skýrsluna og tel að
hún sé verðugt framlag til þess að
ýta þessum málum í réttan farveg,“
sagði hann.
Skýrslan Leikið íslenskt sjón-
varpsefni: Staða, horfur og mögu-
leika er að því er fram kemur í
ágripi nokkurs konar framhald af
skýrslunni „Kvikmyndaiðnaðurinn
á Íslandi – staða, horfur og mögu-
leikar“ sem unnin var af Viðskipta-
fræðistofnun Háskóla Íslands fyrir
Aflvaka hf. árið 1998. „Ýmsir telja
að sú skýrsla hafi gerbreytt stöðu
kvikmyndaiðnaðarins með því að
opna augu stjórnvalda og almenn-
ings fyrir þeirri miklu efnahags-
legu, atvinnulegu og menningar-
legu þýðingu sem þessi vaxandi
atvinnugrein hefur,“ segir í skýrslu-
ágripi.
Skýrslan „Leikið íslenskt sjónvarpsefni: – Staða, horfur og möguleikar“ kynnt
Stofnaður verði
Sjónvarps-
myndasjóður
Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra tekur við skýrslunni „Leikið
íslenskt sjónvarpsefni: – Staða, horfur og möguleikar“ úr hendi
Tinnu Gunnlaugsdóttur, formanns Bandalags íslenskra listamanna.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
KOMIN er út hjá Bókaútgáfunni
Bjarti Bókin um ólífuolíuna í þýðingu
Ástu S. Guðbjartsdóttur.
Í tilkynn-
ingu segir
meðal ann-
ars að ólífu-
olía hafi verið
notuð til mat-
argerðar frá
fornu fari. Ol-
ían er upp-
runnin við
Miðjarðarhaf þar sem hún er jafn-
mikilvægur hluti fæðunnar og brauð.
Olíuna er hægt að nota á fjöl-
breyttan hátt og hún hefur þann
sjaldgæfa kost að vera bæði bragð-
góð og holl.
Í bókinni eru kynntar einfaldar
uppskriftir að bragðgóðum og holl-
um réttum þar sem ólífuolía er not-
uð. Uppskriftir að allskyns krydd-
olíum og ljúffengum salatsósum er
einnig að finna í bókinni.
Sagt er frá sögu ólífuolíunnar,
framleiðsluferli frá því ólífurnar eru
tíndar af trjánum þar til fullunnin ol-
ía er komin á flöskur. Einnig er sagt
frá helstu ræktunarhéruðum.
Bókin er 64 síður, öll litprentuð
en hátt á þriðja hundrað ljósmynda
prýðir hana.
Kápugerð annaðist Snæbjörn Arn-
grímsson.
Matargerð