Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 25 DÓMSTÓLL í Moskvu dæmdi í gær Oleg Kalugin, fyrrverandi yfirmann í sovésku leyniþjón- ustunni KGB, til fimmtán ára hegningarvinnu fyrir að ljóstra upp ríkisleyndarmálum í bók sem hann skrifaði í Bandaríkj- unum. Réttarhöldin fóru fram að honum fjarstöddum þar sem hann er í útlegð í Bandaríkjun- um og neitaði að snúa aftur til Rússlands. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Kalugin, sem er 67 ára, hefði gerst sekur um landráð með því að ljóstra upp ríkisleyndarmálum um starf- semi KGB erlendis í bók sem hann skrifaði árið 1994 ásamt bandarískum blaðamanni. Í bókinni hefðu komið fram upp- lýsingar um sovéska njósnara í Bandaríkjunum og starfsemi sérstakrar leyniþjónustudeild- ar, sem njósnaði erlendis, Deild- ar K, auk þess sem ljóstrað hefði verið upp um heimildar- menn KGB í Kanada, Ástralíu og frönsku leyniþjónustunni. Verjandi Kalugins kvaðst ætla að áfrýja dómnum til hæstaréttar Rússlands. Umbótum mótmælt ANDRZEJ Lepper, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðu- flokksins á pólska þinginu, krafðist þess á þriðjudag að stjórnin segði af sér eða hætti við umbætur sem taldar eru nauðsynlegar til að Pólland geti gengið í Evrópusambandið. Lepper sagði að stefna stjórn- arinnar hefði leitt til efnahags- hruns og mikils atvinnuleysis. Verkamenn og bændur efndu til mótmæla gegn stefnu stjórn- arinnar en þau voru ekki eins fjölmenn og búist var við. Skoð- anakannanir benda til þess að tveir þriðju Pólverja séu hlynnt- ir aðild landsins að Evrópusam- bandinu. ETA-menn dæmdir TVEIR félagar í ETA, aðskiln- aðarhreyfingu Baska á Spáni, voru í gær dæmdir í yfir 100 ára fangelsi fyrir morð á héraðs- þingmanni og aðstoðarmanni hans fyrir rúmum tveimur ár- um. Voru mennirnir tveir fundnir sekir um að hafa komið fyrir sprengju í bíl þingmanns- ins og sprengt hana með fjar- stýringu. Seldi rottu- og músakjöt LÖGREGLAN í Bergen í Nor- egi hefur skýrt frá því að kjöt- þjófur hafi selt borgarbúum rottu- og músakjöt. Maðurinn stal kassa með kjöti sem ætlað var slöngum í dýragarði borg- arinnar og bauð það vegfarend- um til kaups fyrir utan verslana- miðstöð. Hann vissi ekki í fyrstu hvers konar kjöt hann var að selja en áttaði sig að lokum á því og lagði á flótta. Í kassanum var kjöt af 100 rottum og 30 músum og mikið af því mun hafa selst, en enginn viðskiptavina þjófsins hefur haft samband við lögregl- una, að sögn Aftenposten. STUTT Kalugin dæmdur fyrir landráð SMS FRÉTTIR mbl.is HÓPUR vísindamanna hóf í fyrra- dag þriggja daga lokaða ráðstefnu í höfuðstöðvum Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO) þar sem þeir ræða mögulegar afleiðingar þess að mikið magn akrílamíðs, sem er krabbameinsvaldandi efni, hefur fundist í algengum matvælum. Sænskir vísindamenn gerðu um- rædda uppgötvun í apríl sl., og hefur rannsókn þeirra síðan verið endur- tekin af vísindamönnum í ýmsum öðrum löndum og sagði talsmaður WHO að niðurstöður þeirra rann- sókna leiddu svipaða hluti í ljós. Því væri ekki hægt að virða málið að vettugi. Rannsóknir Svíanna bentu til að akrílamíð væri að finna í bökuðum, steiktum og grilluðum kartöflum, og vörum gerðum úr hveiti. Akrílamíð er að finna í lími og trjákvoðu og er notað í litlu magni til að hreinsa drykkjarvatn. Í miklu magni getur það valdið skemmdum á taugakerfi, valdið getuleysi, lömun og líklega krabbameini, samkvæmt upplýsing- um WHO. Ekki hafði verið talið að efnið væri að finna í matvælum en magnið sem sænsku vísindamennirnir fundu var mun meira en hámarksdagsskammt- ur, samkvæmt viðmiðunum WHO. Ráðstefnu vísindamannanna í höfuð- stöðvum WHO lýkur með frétta- mannafundi í dag. Ráðstefna á vegum WHO um akrílamíð Genf. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.