Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 31
kvöldverðar að hætti Þorláks bisk-
ups helga (d. 1193).
Eitt elsta matreiðslurit frá norð-
UM HELGAR í sumar verður marg-
breytileg dagskrá í Skálholti.
Í samvinnu við Sumartónleika í
Skálholtskirkju, sem nú eru að hefja
sitt 28. starfsár, og Fornleifastofnun,
sem hefur hafið mikinn uppgröft á
staðnum, munu tónskáld og forn-
leifafræðingar tala um verk sín, auk
þess sem hægt verður að hlýða á tón-
leika og snæða mat að hætti forfeðr-
anna.
Dagskráin hefst á laugardögum
kl. 14 með fyrirlestri sem tengist
annaðhvort tónleikum helgarinnar
eða starfi Fornleifastofnunar. Meðal
annars munu þar koma fram staðar-
tónskáld sumarsins, Þorkell Sigur-
björnsson og Þórður Magnússon, og
auk þeirra nokkur yngstu tónskálda
okkar, s.s. Elín Gunnlaugsdóttir, Jón
Guðmundsson og Steingrímur Rohl-
off. Einnig verða ræðumenn forn-
leifafræðingarnir Orri Vésteinsson
og Gavin Lucas.
Tónleikar eru haldnir kl. 15 og 17
en á milli þeirra er boðið upp á kaffi-
borð Valgerðar biskupsfrúar. Val-
gerður Jónsdóttir var seinni kona
Hannesar biskups Finnssonar og bjó
myndarbúi í Skálholti eftir lát manns
síns fram til 1806. Hún giftist síðar
Steingrími Jónssyni biskupi í
Reykjavík. Uppskriftir kaffiborðsins
voru fengnar úr bók sem Magnús
Stephensen gaf út árið 1800 ásamt
mágkonu sinni Mörtu Maríu Steph-
ensen og heitir „Einfalt matreiðslu
vasakver fyrir heldrimanna hús-
freyjur“.
Um kvöldið er efnt til miðalda-
anverðri Evrópu er til í íslenskri
uppskrift, líklega frá 15. öld. Þaðan
eru fengnar uppskriftir að kryddsós-
um, víni og kökum kvöldverðarins en
auk þess eru rammíslenskir réttir;
lambakrof, fjallableikja, söl, villibráð
og mungát – allt borið fram að hætti
þess tíma. Engar eru munnþurrkur
heldur er efri dúkurinn notaður í
þeirra stað. Skýringar eru fluttar
með miðaldakvöldverðinum.
Gisting er síðan til reiðu í Skál-
holtsskóla.
Á sunnudögum er boðið upp á
hlaðborð til morgunverðar og að því
loknu staðarskoðun í umsjá heima-
manna og einnig leiðsögn sérfræð-
inga um fornleifauppgröftinn á
staðnum. Að loknum hádegisverði
eru tónleikar kl. 15 og aftur tónlist-
arstund kl. 16.40 fram til kl. 17 þegar
messan hefst með völdum þáttum úr
tónverkum helgarinnar.
Þátttaka í dagskránni kostar 8.900
kr.
Helgardagskrá í Skálholti
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Margbreytileg dagskrá verður í Skálholti í sumar.
ÚT ER komin hjá
Námsgagna-
stofnun Korta-
bók handa grunn-
skólum í nýrri
útgáfu í ritstjórn
Ingu Hagdahl og
Tryggva Jakobs-
sonar.
Samkvæmt
fréttatilkynningu er hér á ferð þriðja
útgáfa Kortabókar handa grunn-
skólum, sem fyrst kom út árið 1992.
Íslandshluti bókarinnar var unninn
hjá Landmælingum Íslands og ann-
aðist Jean-Pierre Biard kortagerða-
maður það verk. Landshlutakort eru
byggð á nýrri útgáfu á ferðakorti Land-
mælinga í mælikvarðanum
1:500.000. Leitast var við að allar
tölulegar upplýsingar sem fram koma
á þemakortum og gröfum næðu til
ársins 2000. Vinnslu íslensku nafna-
skrárinnar annaðist Völundur Jóns-
son landfræðingur. Önnur kort í bók-
inni eru fengin frá Liber Kartor í
Svíþjóð sem annaðist umbrot og
prentun bókarinnar.
Á bókarkápu er Íslandskort Þórðar
biskups Þorlákssonar frá 1668. Káp-
una hannaði Anna Cynthia Leplar.
Námsbækur
KOMIN er út ljóða-
bókin Eldfuglinn í
ísskápnum eftir
Hauk Davíð.
Í fréttatilkynn-
ingu segir að í
þessari bók sláist
höfundur í för með
hinum erkitýpíska
„sænska“ verka-
manni í leit hans að upprunalegum
Fönix-ísskáp heimilisins. Brugðið er
upp myndum af helstu orrustum forn-
aldar; grafið er neðar í jarðlög hinnar
fornu Trójuborgar jafnframt því sem
leitað er svara við notkunarmögu-
leikum nafnanna Eik og Parket. Í
fréttatilkynningu segir jafnframt að
undir lok bókarinnar virðist höfundur
hafa fundið íslenskt rímorð við nafnið
Golíat og er það í fyrsta sinn, svo vit-
að sé til, að slíkt hafi heppnast.
Þetta er fyrsta bók höfundar, en
hann leggur stund á nám í heimspeki
við Háskóla Íslands. Útgefandi er Nyk-
ur.
Ljóð
BÓKAÚTGÁFAN
Brú hefur gefið út
kverið Rósin frá
Lesbos eftir
danska skáldið
Henrik Nord-
brandt í þýðingu
Hallbergs Hall-
mundssonar.
Í tilkynningu
segir að Henrik sé
með þekktari og vinsælli samtíma-
skáldum í Danmörku. Í verkum hans
má greina merki þess að hann hefur
dvalist langdvölum í suðausturhluta
Evrópu og í Austurlöndum nær. Hen-
rik Nordbrandt hefur hlotið fjölda
verðlauna, þar á meðal bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs árið
2000.
Bókin er sú sjötta í flokki þýddra
ljóða sem Brú gefur út og er bókin 32
síður að stærð.
Ljóð