Morgunblaðið - 27.06.2002, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.06.2002, Qupperneq 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 31 kvöldverðar að hætti Þorláks bisk- ups helga (d. 1193). Eitt elsta matreiðslurit frá norð- UM HELGAR í sumar verður marg- breytileg dagskrá í Skálholti. Í samvinnu við Sumartónleika í Skálholtskirkju, sem nú eru að hefja sitt 28. starfsár, og Fornleifastofnun, sem hefur hafið mikinn uppgröft á staðnum, munu tónskáld og forn- leifafræðingar tala um verk sín, auk þess sem hægt verður að hlýða á tón- leika og snæða mat að hætti forfeðr- anna. Dagskráin hefst á laugardögum kl. 14 með fyrirlestri sem tengist annaðhvort tónleikum helgarinnar eða starfi Fornleifastofnunar. Meðal annars munu þar koma fram staðar- tónskáld sumarsins, Þorkell Sigur- björnsson og Þórður Magnússon, og auk þeirra nokkur yngstu tónskálda okkar, s.s. Elín Gunnlaugsdóttir, Jón Guðmundsson og Steingrímur Rohl- off. Einnig verða ræðumenn forn- leifafræðingarnir Orri Vésteinsson og Gavin Lucas. Tónleikar eru haldnir kl. 15 og 17 en á milli þeirra er boðið upp á kaffi- borð Valgerðar biskupsfrúar. Val- gerður Jónsdóttir var seinni kona Hannesar biskups Finnssonar og bjó myndarbúi í Skálholti eftir lát manns síns fram til 1806. Hún giftist síðar Steingrími Jónssyni biskupi í Reykjavík. Uppskriftir kaffiborðsins voru fengnar úr bók sem Magnús Stephensen gaf út árið 1800 ásamt mágkonu sinni Mörtu Maríu Steph- ensen og heitir „Einfalt matreiðslu vasakver fyrir heldrimanna hús- freyjur“. Um kvöldið er efnt til miðalda- anverðri Evrópu er til í íslenskri uppskrift, líklega frá 15. öld. Þaðan eru fengnar uppskriftir að kryddsós- um, víni og kökum kvöldverðarins en auk þess eru rammíslenskir réttir; lambakrof, fjallableikja, söl, villibráð og mungát – allt borið fram að hætti þess tíma. Engar eru munnþurrkur heldur er efri dúkurinn notaður í þeirra stað. Skýringar eru fluttar með miðaldakvöldverðinum. Gisting er síðan til reiðu í Skál- holtsskóla. Á sunnudögum er boðið upp á hlaðborð til morgunverðar og að því loknu staðarskoðun í umsjá heima- manna og einnig leiðsögn sérfræð- inga um fornleifauppgröftinn á staðnum. Að loknum hádegisverði eru tónleikar kl. 15 og aftur tónlist- arstund kl. 16.40 fram til kl. 17 þegar messan hefst með völdum þáttum úr tónverkum helgarinnar. Þátttaka í dagskránni kostar 8.900 kr. Helgardagskrá í Skálholti Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Margbreytileg dagskrá verður í Skálholti í sumar. ÚT ER komin hjá Námsgagna- stofnun Korta- bók handa grunn- skólum í nýrri útgáfu í ritstjórn Ingu Hagdahl og Tryggva Jakobs- sonar. Samkvæmt fréttatilkynningu er hér á ferð þriðja útgáfa Kortabókar handa grunn- skólum, sem fyrst kom út árið 1992. Íslandshluti bókarinnar var unninn hjá Landmælingum Íslands og ann- aðist Jean-Pierre Biard kortagerða- maður það verk. Landshlutakort eru byggð á nýrri útgáfu á ferðakorti Land- mælinga í mælikvarðanum 1:500.000. Leitast var við að allar tölulegar upplýsingar sem fram koma á þemakortum og gröfum næðu til ársins 2000. Vinnslu íslensku nafna- skrárinnar annaðist Völundur Jóns- son landfræðingur. Önnur kort í bók- inni eru fengin frá Liber Kartor í Svíþjóð sem annaðist umbrot og prentun bókarinnar. Á bókarkápu er Íslandskort Þórðar biskups Þorlákssonar frá 1668. Káp- una hannaði Anna Cynthia Leplar. Námsbækur KOMIN er út ljóða- bókin Eldfuglinn í ísskápnum eftir Hauk Davíð. Í fréttatilkynn- ingu segir að í þessari bók sláist höfundur í för með hinum erkitýpíska „sænska“ verka- manni í leit hans að upprunalegum Fönix-ísskáp heimilisins. Brugðið er upp myndum af helstu orrustum forn- aldar; grafið er neðar í jarðlög hinnar fornu Trójuborgar jafnframt því sem leitað er svara við notkunarmögu- leikum nafnanna Eik og Parket. Í fréttatilkynningu segir jafnframt að undir lok bókarinnar virðist höfundur hafa fundið íslenskt rímorð við nafnið Golíat og er það í fyrsta sinn, svo vit- að sé til, að slíkt hafi heppnast. Þetta er fyrsta bók höfundar, en hann leggur stund á nám í heimspeki við Háskóla Íslands. Útgefandi er Nyk- ur. Ljóð BÓKAÚTGÁFAN Brú hefur gefið út kverið Rósin frá Lesbos eftir danska skáldið Henrik Nord- brandt í þýðingu Hallbergs Hall- mundssonar. Í tilkynningu segir að Henrik sé með þekktari og vinsælli samtíma- skáldum í Danmörku. Í verkum hans má greina merki þess að hann hefur dvalist langdvölum í suðausturhluta Evrópu og í Austurlöndum nær. Hen- rik Nordbrandt hefur hlotið fjölda verðlauna, þar á meðal bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs árið 2000. Bókin er sú sjötta í flokki þýddra ljóða sem Brú gefur út og er bókin 32 síður að stærð. Ljóð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.