Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 3
Reykjavík, 27. júní 2002 Kæri stofnfjáreigandi. Ákvörðun stjórnar SPRON um frestun fundar er ólögleg. Stjórn SPRON hefur nú sent frá sér tilkynningu um að afboðaður sé fundur stofnfjáreigenda sem boðaður hafði verið með dagskrá á löglegan hátt og halda skyldi næstkomandi föstudag. Í tilkynningu frá stjórninni er ekki tilgreind ný tímasetning fundarins. Ástæðuna fyrir þessari ákvörðun segir stjórnin vera að nauðsynlegt sé að svar Fjármálaeftirlitsins við erindi okkar frá 25. 6. 2002 um kauptilboð í stofnfjárhluti SPRON liggi fyrir. Af þessu tilefni skal tekið fram, að engin þörf er á að afboða fundinn af þessari ástæðu. Fyrir honum liggja þrjár tillögur, svo sem greint var í fundarboði, og eru engir anmarkar á að unnt sé að ganga til afgreiðslu þeirra, þó að svar Fjármálaeftirlisins við erindi okkar liggi ekki fyrir. Afboðun stjórnar SPRON á fundinum er að okkar mati andstæð lögum og samþykktum sparisjóðsins. Stjórn hans getur ekki fallið frá því að halda löglega boðaðan fund af þeirri ástæðu einni, að hún efist um framgang þeirra mála, sem hún hyggst leggja þar fyrir. Beinum við þeim eindregnu tilmælum til stjórnarinnar að hún hverfi frá ólögmætri ákvörðun sinni um afboðun fundarins og haldi hann svo sem skylt er, enda verður að telja það keppikefli að ágreiningsmál innan sparisjóðsins séu leyst á vettvangi hans sjálfs. Verði stjórn sparisjóðsins ekki við þessum tilmælum munum við leita allra löglegra leiða til að krefjast fundar svo fljótt sem verða má til afgreiðslu á þeim dagskrárefnum sem boðuð höfðu verið. Nánari upplýsingar má finna á www.stofnfe.is. Virðingarfyllst, Sveinn Valfells Pétur H. Blöndal Ingimar Jóhannsson Gunnar A. Jóhannsson Gunnlaugur M. Sigmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.