Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 33 anna frá nedikt Jó- Jóhanns- mið fram frá Ingi- fnfjáreig- Jóhanns- undssyni, i Valfells. hagslegur ngur það yfir. Ingimars að stofn- stjórnar ðru lagi er hömlur á luta sem ga, en nú ir að há- Í þriðja stofnfjár- na að hún framsali Í fjórða Benedikt þess efn- hinar til- takmörk em sjálfs- a með og lægt 90% eins og tillaga stjórnar gerir ráð fyrir. Tilboð fimmmenninganna Verði aðaltillögur Benedikts og Ingimars samþykktar þegar fund- ur stofnfjáreigenda verður hald- inn, reynir á tilboð stofnfjárfest- anna fimm til annarra stofn- fjárfesta. Tilboðið felur í sér að fimm- menningarnir kaupi stofnfé af stofnfjáreigendum á fjórföldu end- urmatsverði, þ.e. á fjórföldu því verði sem tillaga stjórnar gerir ráð fyrir að greiða við innlausn bréf- anna. Þetta þýðir að stofnfjáreig- endur sem eiga tíu hluti geta selt þá á tæpar 1,4 milljónir króna, sem er ríflega einni milljón króna hærri fjárhæð en tillaga stjórnar gerir ráð fyrir. Gangi að minnsta kosti 67% stofnfjáreigenda að þessu tilboði verður það að veruleika. Heimilt er þó með samþykki samningsaðila að víkja frá skilyrðinu um 67% hlut ef kaup takast á að minnsta kosti 51% stofnfjár. Nái Búnaðarbankinn meirihluta stofnfjár er ætlunin að breyta SPRON í hlutafélag sem verði sameinað bankanum, meðal annars í því skyni að styrkja eig- infjárstöðu hans og auka mögu- leika á hagræðingu í rekstri. Ýmis skilyrði fylgja tilboðinu, meðal annars að ekki verði önnur röskun á högum starfsmanna SPRON en sem leiðir af eðlilegri þróun og að viðskiptavinir geti áfram gengið að fjármálaþjónustu undir nafni SPRON. Þá verði fjár- munir sjálfseignarstofnunarinnar eingöngu nýttir til menningar- og líknarmála á starfssvæði SPRON. Sala fimmmenninganna til Bún- aðarbankans fer fram á genginu 4,077, en bréfin verða keypt af stofnfjárfestum á 4,0 eins og áður sagði. Gangi 67% stofnfjáreigenda að tilboði fimmmenninganna er munurinn á kaup- og söluverði 25 milljónir króna, sem þýðir að hver þeirra fengi 5 milljónir króna í sinn hlut. Gangi allir stofnfjáreigend- urnir að tilboði þeirra hækkar þóknunin til þeirra úr 25 milljónum króna í 37 milljónir króna. Heildargreiðsla Búnaðarbank- ans fyrir bréfin verður tæpir 2,0 milljarðar króna selji allir stofn- fjáreigendur bankanum bréf sín, en rúmir 1,3 milljarðar króna ef 67% selja. nis hafa verið boðnir tveir meginkostir Morgunblaðið/Brynjar Gauti stofnféð Í KJÖLFAR ákvörðunar stjórnar SPRON um frestun fundar stofn- fjárfesta á morgun sendu stofnfjár- festarnir fimm, sem gert hafa tilboð í allt stofnfé SPRON, frá sér eft- irfarandi yfirlýsingu: „Stjórn SPRON hefur nú sent frá sér tilkynningu um að afboðaður sé fundur stofnfjáreigenda sem boðað- ur hafði verið með dagskrá á lögleg- an hátt og halda skyldi næstkom- andi föstudag. Í tilkynningu frá stjórninni er ekki tilgreind ný tíma- setning fundarins. Ástæðuna fyrir þessari ákvörðun segir stjórnin vera að nauðsynlegt sé að svar Fjár- málaeftirlitsins við erindi okkar frá 25. 6. 2002 um kauptilboð í stofnfjár- hluti SPRON liggi fyrir. Af þessu tilefni skal tekið fram, að engin þörf er á að afboða fundinn af þessari ástæðu. Fyrir honum liggja þrjár tillögur, svo sem greint var í fundarboði, og eru engir ann- markar á að unnt sé að ganga til af- greiðslu þeirra, þó að svar Fjár- málaeftirlisins við erindi okkar liggi ekki fyrir. Afboðun stjórnar SPRON á fund- inum er að okkar mati andstæð lög- um og samþykktum sparisjóðsins. Stjórn hans getur ekki fallið frá því að halda löglega boðaðan fund af þeirri ástæðu einni, að hún efist um framgang þeirra mála sem hún hyggst leggja þar fyrir. Beinum við þeim eindregnu tilmælum til stjórn- arinnar að hún hverfi frá ólögmætri ákvörðun sinni um afboðun fundar- ins og haldi hann svo sem skylt er, enda verður að telja það keppikefli að ágreiningsmál innan sparisjóðs- ins séu leyst á vettvangi hans sjálfs. Verði stjórn sparisjóðsins ekki við þessum tilmælum munum við leita allra löglegra leiða til að krefj- ast fundar svo fljótt sem verða má til afgreiðslu á þeim dagskrárefnum sem boðuð höfðu verið.“ Ekki verið að tæma SPRON Stofnfjáreigendurnir fimm sem gert hafa tilboð í allt stofnfé SPRON sendu í gær einnig frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Í yfirlýsingu frá formanni stjórnar SPRON sem birtist í Morgunblaðinu í dag kemur fram að verið sé að afhenda stofnfjáreigend- um einn og hálfan milljarð króna af eigin fé SPRON og að ef Fjármála- eftirlitið geri ekki athugasemdir við kaupin verði hægt að tæma alla sparisjóði á landinu með sama hætti. Þessi fullyrðing er röng. Ekki er greidd króna úr SPRON í þess- um viðskiptum heldur koma pening- arnir úr Búnaðarbankanum og renna til stofnfjáreigenda ef af verð- ur. Stofnfjáreigendur eru einungis að selja eigur sínar og það getur enginn sett hömlur á að þeir selji þær gegn sanngjarnri greiðslu enda er eignarrétturinn tryggður í stjórnarskrá. Við höfum ekki haldið því fram að stjórn SPRON fari ekki að lögum við fyrirhugaða hlutafjárvæðingu heldur að hún hafi ekki fundið bestu leiðina fyrir stofnfjáreigendur til að viðhalda verðmæti eignar þeirra. Við setjum ekki heldur út á stjórn sparisjóðsins sem hefur verið með ágætum. Við teljum okkur einungis hafa fundið mun betri leið til að fá sanngjarnt verð fyrir framlag stofn- fjáreigenda sem er eina féð sem greitt hefur verið til sparisjóðsins í gegn um tíðina. Enginn annar aðili hefur lagt fram það fé sem hefur myndað eigið fé SPRON. Rétt er að taka fram að við höfð- um samband við fjármálaeftirlitið og kynntum því málið áður en til- boðið var gert opinbert en tilboðið er meðal annars háð samþykki fjár- málaeftirlitsins. Ennfremur skal það tekið fram að ákvæði er í samn- ingi við Búnaðarbankann um að ekki verði breyting á högum starfs- manna vegna fyrirhugaðra kaupa Búnaðarbankans á SPRON. Allar nánari upplýsingar er að finna á vefnum Stofnfé.is, vefslóð- inni www.stofnfe.is.“ Frestun fundarins ólögmæt yting- ðunum di lögum sam- sam- egar ver- ofnfjár- nn í ilt að afélög en eru þó gunum m að ein- ðilar en 5% af áreign ma meira afa hins s- ins og eloitte & N. utafélag ir hans a nýtt Hlutfall stofnfjár- ma hlut- mark- r, sem reigenda, fseign- arstofnunar og miðað við upphaf- legar tillögur stjórnar SPRON er um að ræða hátt í 90% af heildar- hlutafé. Nú er eðlilegt að menn spyrji hver stjórni slíkri sjálfseign- arstofnun. Jú, sérstakt fulltrúaráð kýs stjórn sjálfseignarstofnunar- innar. Og fulltrúaráðið – í því sitja allir stofnfjáreigendur. Stjórnskipulag sparisjóðanna hefur verið með óbreyttu sniði um langa hríð. Hvers vegna var lög- unum breytt og hvers vegna vildu menn opna fyrir hlutavæðingu þeirra? Í reynd sannast hér sem fyrr að peningar eru afl þeirra hluta sem gera skal. Meginrökin fyrir að opna fyrir hlutafélagavæðingu voru þau að á þann veg mætti styrkja eiginfjárstöðu sparisjóð- anna. Hlutafélög geta sótt sér fé á markað þegar svo ber undir eða þurfa þykir en sparisjóðirnir hafa einungis getað bætt eiginfjárstöð- una með eigin hagnaði. Miklar breytingar hafa orðið á fjármags- markaði á liðnum árum og áratug- um, ríkisbankar hafa verið hluta- félagsvæddir, þeir hafa verið skráðir á markaði og partur af hlutafé þeirra kominn í hendur einkaðila. Fjárfestingalánasjóðir á vegum ríkisins hafa ýmist verið seldir eða starfa nú á öðrum grunni en allt ber þetta að sama brunni; opnari, virkari og alþjóðlegri fjár- magnsmarkaði þar sem samkeppni hefur sífellt færst í vöxt. Sparisjóð- irnir þurfa því að geta staðið jafn- fætis öðrum við að afla eigin fjár. Því fer fjarri að stjórnskipulag sparisjóðanna hafi gert þá að ein- hvers konar náttröllum á íslensk- um fjármagnsmarkaði. Stað- reyndin er sú að þeir hafa aukið mjög umsvif sín á undanförnum ár- um en jafnframt hefur eiginfjár- hlutfall þeirra lækkað og við þessu var meðal annars verið að bregðast með breytingunum á lögum um viðskiptabanka og sparisjóði. Sölu- hagnaður af bréfum nokkurra sparisjóða í Kaupþingi lagaði að vísu eiginfjárhlutfall þeirra nokk- uð en þau bréf eru nú seld og verða ekki seld öðru sinni. Önnur rök eru þau að hluta- félagaformið sé skilvirkasta rekstrarformið, það setji minnstar hömlur á breytingu á eignarhaldi félags og – sem miklu máli skiptir – gerir samstarf, samruna eða yf- irtöku á öðrum félögum auðveld- ari. Auk þess benda menn auðvitað á að hlutabréf eru hreyfanlegri og markaðsvænni en stofnfjárbréf sem einungis er hægt að stunda kaup og sölu með gegnum spari- sjóðina sjálfa. arisjóða NOKKRAR fréttatilkynningar, ályktanir og yfirlýsingar voru send- ar fjölmiðlum í gær vegna fundar stofnfjárfesta í SPRON á morgun. Ein þeirra er frá stjórn SPRON og er fréttatilkynningin birt hér í heild: „Stjórn SPRON hefur undirbúið breytingu á sparisjóðnum í hluta- félag á grundvelli laga um við- skiptabanka og sparisjóði nr. 113 frá 1996 með síðari breytingum. Stjórnin telur yfirtökutilboð Búnað- arbankans brjóta með skýrum hætti gegn 17. grein þeirra laga og tilboðið sé því óheimilt að lögum. Fjármáleftirlitið hefur yfirtöku- tilboðið til skoðunar og mun úr- skurða um, hvort veitt verður sam- þykki fyrir þessum viðskiptum, sem ráðgerð eru af hálfu Búnaðarbank- ans. Yfirtökutilboðið gjörbreytir þeim viðhorfum, sem mótað hafa undirbúning stjórnar SPRON á breytingu sparisjóðsins í hlutafélag. Áður en lengra er haldið verða að liggja fyrir skýr svör frá Fjármála- eftirlitinu. Þar sem óvíst er að nið- urstaða fáist fyrir vikulok ber nauð- syn til þess að afboða fund stofn- fjáreigenda, sem halda átti nk. föstudag á Hótel Sögu í Reykjavík, og bíða átekta þar til lagaleg staða hefur verið skýrð. Stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hvetur stofnfjáreigendur til þess að halda að sér höndum og samþykkja ekki framkomið tilboð fyrr en úr óvissu hefur verið skorið. Verði niðurstaðan sú að yfirtökutil- boðið samrýmist ekki lögum þá er það fallið um sjálft sig. Verði hins vegar niðurstaða Fjármálaeftirlits- ins á þann veg að viðskiptin fái stað- ist hvetur stjórn SPRON engu að síður stofnfjáreigendur til þess að hafna tilboðinu. Stjórnin mun þá undirbúa málið í ljósi nýrra viðhorfa og leita hagkvæmari kosta fyrir SPRON og stofnfjáreigendur en Búnaðarbanki Íslands býður. Bún- aðarbankinn ætlar að komast yfir SPRON fyrir tvo milljarða króna, en bókfært verð sparisjóðsins er 3,2 milljarðar og matsverð á hendi eins aðila a.m.k. 5 milljarðar.“ Tilboðið ólögmætt STOFNFJÁREIGENDUM í spari- sjóði er óheimilt að framselja stofn- fjárbréf nema með samþykki spari- sjóðsstjórnar. Stofnfjáreigendur tilnefna a.m.k. þrjá menn í fimm manna stjórn sparisjóðs. Benedikt Árnason, skrif- stofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, var formaður nefndar sem vann að gerð lagafrumvarpsins sem varð að lögum fyrir rúmu ári og heimilar m.a. að breyta sparisjóðum í hluta- félög. Benedikt segir að málið sem nú er komið upp sé algjörlega óháð lagabreytingunum sem gerðar voru í fyrra, en með þeim var stofn- fjáreigendum einnig gert auðveld- ara fyrir að selja stofnfjárskírteinin skv. 20. grein laga um viðskipta- banka og sparisjóði. En hún heim- ilar stjórn sparisjóðs að innleysa stofnfjárhlut í sparisjóði að beiðni stofnfjáreiganda. Að sögn Bene- dikts tekur tilboð Búnaðarbankans til stofnfjáreigenda SPRON fremur til annarra ákvæða í lögum um við- skiptabanka og sparisjóði, sér í lagi 17. greinar og túlkunar á annarri málsgrein hennar sem hljóðar svo: „Stofnfjáreigendur hafa ekki rétt til ágóðahlutar af rekstrarafgangi sparisjóðs umfram það sem mælt er fyrir um í lögum þessum.“ Í 17. grein segir einnig m.a.: „Stofnfjár- eigendur skulu einungis njóta arðs af innborguðu stofnfé sínu.“ Tilboð Búnaðarbankans hljóðar upp á að stofnfjáreigendur fái meira fyrir stofnfjárbréf sín en sem nemur innborguðu stofnfé auk verðbreytinga og til að stofnfjár- eigendur geti framselt stofn- fjárbréf sín þarf samþykki spari- sjóðsstjórnar að liggja fyrir skv. 18. grein laga um viðskiptabanka og sparisjóði: „Sala eða annað framsal stofnfjárhlutar í sparisjóði er óheimilt nema með samþykki spari- sjóðsstjórnar.“ Benedikt segir að það sé túlk- unaratriði hvort stofnfjáreigendur fái hlutdeild í uppsöfnuðum hagn- aði verði framsal til Búnaðarbank- ans að veruleika. „Það má líta svo á að fjárfestir eins og Búnaðarbank- inn sé að kaupa uppsafnaðan hagn- að sparisjóðsins. Sé það niður- staðan að stofnfjáreigendum sé heimilt að framselja hlut sinn á hærra gengi en sem nemur inn- borguðu stofnfé auk verðleiðrétt- ingar, hefur verið heimilt í áratugi að yfirtaka sparisjóði með þessum hætti,“ segir Benedikt. Óháð lagabreyt- ingunum í fyrra STARFSMANNAFUNDUR SPRON sendi í gærmorgun frá sér eftirfarandi ályktun: „Almennur fundur starfsmanna Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis, haldinn miðvikudaginn 26. júní 2002, lýsir andstöðu við yfir- tökutilboð Búnaðarbanka Íslands á SPRON þar sem seilst er í eigið fé sparisjóðsins fyrir brot af raunvirði. Starfsmenn SPRON búa við gott starfsumhverfi og hefur tekist að afla sér mikillar velvildar viðskipta- vina á höfuðborgarsvæðinu fyrir persónulega og góða þjónustu, eins og skýrt kemur fram í þjónustu- könnunum hlutlausra aðila. SPRON hefur sérstöku hlutverki að gegna í Reykjavík og nágrenni og engin trygging er fyrir því, sam- kvæmt yfirtökutilboðinu, að því verði þjónað í framtíðinni á þann hátt sem viðskiptavinir kjósa. Stofnfjáreigendum jafnt sem starfsfólki SPRON ber fyrst og fremst að hafa hag sparisjóðsins og viðskiptavina hans í huga. Af þeim sökum hlýtur það að teljast meir en vafasamt að banki sem er í meiri- hlutaeigu ríksins skuli fjármagna og ábyrgjast yfirtökutilboð sem tekur mið af öðrum hagsmunum. Starfsmannafundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við stjórn og fram- kvæmdastjórn SPRON. Ályktun þessi var samþykkt sam- hljóða á fundinum sem var mjög fjölmennur.“ Stjórn Starfsmannafélags SPRON hefur sent frá sér eftirfar- andi yfirlýsingu: „Í kjölfar yfirtökutilboðs Búnað- arbanka Íslands, með milligöngu örfárra stofnfjáreigenda, viljum við fyrir hönd Starfsmannafélags SPRON lýsa yfir efasemdum og áhyggjum varðandi hag starfs- manna og viðskiptavina SPRON. Við teljum að nái þetta tilboð fram að ganga verði starfsöryggi starfsmanna verulega ógnað, sem og þeirri persónulegu fjármála- þjónustu sem starfsmenn SPRON hafa haft að aðalmarkmiði í starfi sínu fyrir SPRON. Starfsmannafélagið lýsir yfir fullum stuðningi og trausti við stjórn og framkvæmdastjórn SPRON, enda hafa starfsmenn fengið að fylgjast vel með þeim undirbúningi og þeirri vinnu sem staðið hefur yfir undanfarna mán- uði varðandi hlutafjárvæðingu SPRON.“ Lýsa andstöðu við yfirtökutilboðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.