Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 9 ÚTSALA - ÚTSALA Dæmi um verð: Áður: Nú: Bómullarpeysa 4.900 2.900 Jakkapeysa 4.900 2.900 Blúndubolur 3.800 2.400 Bodybolur 2.800 1.900 Dömuskyrta 3.200 1.900 Gallajakki 4.900 2.900 Túnika 3.900 2.400 Sítt pils 3.900 2.500 Dömubuxur 3.000 1.900 Kjóll 4.500 2.900 Rúskinnbuxur 7.600 4.600 Kápa pvc 6.600 3.900 Vesti m/belti 3.900 2.300 Dömuskyrta 3.300 1.900 Vatteraður jakki 4.600 2.900 ...og margt margt fleira 40—70% afsláttur Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Opið frá kl.10.00-18.00 Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Útsala FYRIR SUMARIÐ Úrval af sumarfatnaði frá Gardeur Kringlunni, sími 588 1680, v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun Laugavegi 56, sími 552 2201 afsláttur af drögtum næstu viku. Mjög góð kaup. kvenfataverslun Skólavörðustíg 14. Sími 551 2509. 20-40% Útsalan er hafin Laugavegi 66, sími 552 5980 UNDANFARIN ár hefur verið verulegur vöxtur í umsvifum ís- lenskra kvikmynda- fyrirtækja sem koma að gerð leikinna mynda og auglýs- ingamynda fyrir er- lend félög og horfir mjög vel með verk- efnastöðu nú. Atriði úr kappakstursmynd á vegum franska leik- stjórans Luc Besson verða væntanlega tek- in hér á landi síðsum- ars en skemmst er að minnast þess að atriði úr nýjustu James Bond-myndinni voru tekin við Jök- ulsárlón nú í vor. Verkefnum vegna auglýsinga- mynda hefur þó fjölgað mest en þar er bílaauglýsingar fyrirferðar- mestar. Erlendu fyrirtækin sækjast einkum eftir hinu einstaka lands- lagi Íslands og eins að taka upp myndir í snjó eða á jöklum, hvort sem er að sumri eða vetri. Tvö fyrirtæki, Saga Film og Pegasus, eru langstærst á þessu sviði. Talsmenn Saga Film segja að stöðugur vöxtur hafi verið hjá fé- laginu vegna erlendra verkefna, einkum auglýsingamynda. Þeir segja umsvifin hafa vaxið jafnt og þétt síðastliðin fjögur ár og að Saga Film hafi komið að mörgum erlend- um verkefnum allt þetta ár; vel líti út með framhaldið og félaginu ber- ist nýjar fyrirspurnir nánast á hverjum degi. Þeir taka og fram að þetta sé ekki lengur árstíðabundin vinna, þ.e. bundin við sumarið, heldur dreifist verkefnin nú á allt árið. Margir framleiðendur sækist eftir að taka upp í snjó, bæði á veturna og sumrin, jöklarnir séu að vissu leyti orðnir annað heimili sumra starfsmanna Saga Film og þeir orðnir sérfræðingar í slíkum tök- um. Menn sækist fyrst og fremst eftir hinu einstaka landslagi og birtuskilyrðum sem hér er að finna og eins skipti hitt miklu að Ísland sé einn af fáum aðgengilegum stöðum þar sem menn geti á tiltölulega auðveldan hátt tekið upp í snjó all- an ársins hring. Þá sé fagþekking Íslendinga á þessu sviði einnig róm- uð. Koma ekki hingað til þess að taka upp í stúdíói Að sögn Snorra Þórissonar hjá kvikmyndafyrirtækinu Pegasus mun félagið væntanlega koma að gerð tveggja leikinna franskra kvikmynda síðla sumars. Önnur er kapp- akstursmynd á vegum Luc Besson en hin er hluti úr sjónvarps- myndaröð. Snorri segir að Luc Besson hafi reynt að koma hingað fyrir nokkr- um árum: „Við skoðuðum ákveðna möguleika þeg- ar hann var að gera myndina Fifth Element. Við kíktum þá á nokkra staði en það gekk ekki upp þá. Ég veit aftur á móti að Besson hefur eitt- hvað ferðast hér sjálfur.“ Snorri segir að Pegasus sé einnig að vinna að nokkrum erlendum auglýsingamyndum, m.a. nokkuð stóru verkefni fyrir fyrirtækið Nexium. „Yfirleitt eru þessi er- lendu fyrirtæki að sækjast eftir um- hverfinu hér á landi við gerð aug- lýsingamynda, sérstöðunni sem íslensk náttúra hefur. Hér koma menn ekki til þess að taka upp í stúdíói, það segir sig sjálft.“ Aðspurður segir Snorri að það hafi smám saman verið að færast í vöxt að Pegasus hafi fengið verk- efni vegna erlendra auglýsinga- mynda og nóg sé að gera vegna slíkra verkefna í sumar. „Þetta hef- ur undið upp á sig og það hjálpar auðvitað til að ríkið endurgreiðir erlendum framleiðendum 12% af kostnaði vegna gerðar bíómynda hér á landi. Það ýtir svona heldur undir að menn sjái sér fært að koma hingað þótt það eitt og sér sé ekki nóg.“ Sífellt fleiri erlend kvikmyndaverkefni Atriði úr mynd Luc Besson tekin hér á landi Morgunblaðið/RAX Við tökur á James Bond-myndinni á Jökulsárlóni í vor unnu um 250 manns og kostnaðurinn var um 30 milljónir á dag. SÉRA Örn Bárður Jóns- son var valinn í embætti prests í Nes- prestakalli í Reykjavík á fundi val- nefndar í vik- unni. Biskup Ís- lands mun því skipa hann í embættið til fimm ára en nefndin var einróma í niðurstöðu sinni. Um stöðuna sótti einnig sr. Skírnir Garðars- son. Örn Bárður valinn í Nes- prestakalli Örn Bárður Jónsson STÓRA THAILANDSFERÐ Frábær ferð 16. okt. Lægsta verð. Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.