Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                  ! "  # ! $  %&  '    ! ($# ÞEIR ERU vammlausir, Korn-liðar þessa dagana hér á Fróni. Óvenju hörð samkeppni ríkir á plötumarkaði þessa dagana og sterkir titlar að koma út, bæði söluvænar safnplötur og nýjar plötur frá stórum listamönnum, sem beðið hefur verið eftir. En Korn stendur af sér alla samkeppni, meira að segja frá plötu sem á að heita pottþétt og hefur æft sig 27 sinnum áður í að hrifsa til sín topp- sætið. Á tveimur vikum hefur The Untouch- ables selst í hátt í 500 eintökum sem verð- ur að teljast skrambi gott á þessum árstíma. Heima fyrir seldist platan í 434 þúsund eintökum í fyrstu viku og rétt missti af toppsætinu vegna yfirburða Eminem. Vammlausir! ÞÓTT sveitin kenni nýju plötuna sína við harmleik er vart hægt að ímynda sér að unnendur sveitarinnar líti á útkomu hennar sem slíka. Þvert á móti hlýtur Love- hatetragedy að teljast hrein himnasending á vissum vígstöðvum – en þó ekki öllum. Papa Roach er ekki allra en þær milljónir á milljónir ofan sem keyptu síðustu plötu sveitarinnar In- fest sjá ekki sólina fyrir þeim. Á nýju plötunni telja þeir Jacoby Shaddix og félagar sig mun nær því sem þeir voru að gera áður en sveitin sló í gegn en þó má dæma á forsmekknum, smellnum „She Loves Me Not“ að lögin séu ekki síður hlustunarvæn og grípandi. Harmleikur! POTTÞÉTT – safn- plöturöðin sí- vinsæla – hefur nú tekið stakkaskipt- um, breytt um útlit og stefnu. Nú í fyrsta sinn er um eina geislaplötu að ræða í stað tveggja en á móti kemur að í sam- starfi við ýmis fyrirtæki verður fyrst um sinn hægt að nálgast ákveðinn fjölda eintaka á vægara verði en þekkst hefur og mun andvirði þeirra renna óskipt til valdra góðgerðarstofn- ana. Þannig er Pottþétt 28 gefin út í samstarfi við Eurocard Atlas og mun fyrirtækið selja 300 eintök á aðeins 1.000 kr. og mun andvirði þeirra renna óskipt til Götusmiðjunnar, sem stutt hefur dyggilega við bakið á ungu fólki sem farið hefur út af sporinu. Pottþétt framtak! Pott- þétt Götusmiðja! Pottþétt Götu- smiðja! JÓNAS Árnason var manna ötulastur við að semja íslensk ljóð við þekkt erlend þjóðlög. Það fer því vel á því að fram- verðir íslenskrar þjóðlagatónlistar, Papar, skuli efna til tónlistarveislu Jón- asi til heiðurs. Veislan er geislaplata sem heitir Riggarobb, eftir einu ljóði Jónasar, og þar flytja Papar þekktustu lögin sem Jónas samdi ljóð við og njóta til þess aðstoðar kunnra listamanna. Meðal þeirra sem syngja með Pöpum á plötunni eru Stefán Karl Stef- ánsson leikari, Bergsveinn Arilíusson úr Sól- dögg, Einar Ágúst úr Englum og Andrea Gylfa- dóttir. Hæ, hoppsa-sí!                   ! "    #  $ !     %     $ &' (  ) * #  ) +   ,    *-.  , /// !     0  1 ,  & )(   %  $  +# ,    2 +  0 3 )   * 45 67 '#  8&9:; 2  ! * #  +     ) 0  $ <  * 45  2 * * * 45 6;     ( ! 0 %  2 1  %  +   =     +    >  0  1   ? 2 &   @ /// !     A AA &   &     $22 +BCD (>B?   2 ?    &2A3 #  6 E F G E E; 6 EE 69 9 E EG : EH 9 G 6H E 6: E 6: H6 7 F 6 9 EH H 66 F  * 45 # 3    #    &? * 45 3    * 45 3     3     %  3    &? * & #  # # 3     0  )  3         E 8 H 6 8 9 G EI ; F 8 : E6 EH E; EE E9 8 6; 8 ;; EF 66 69 :9 EG E: 6I HI GH                            J2.   #K    -   L = M  =N 2.       *) !  %#     .#K   =   &   ==L    =      O . ( P . P0  #P&'L & L& .PL   P+    L-  P  &-Q    2                            ( !( "( ) **' + ,- +.+ / !! +   … er eitthvað skrýtið. Allaveg- ana það vatn sem þeir félagar, Jói Fr. og Haukur S. Magnússon, sem jafnan skeytir séra framan við nafn sitt, drekka. Þeir félagar standa á bakvið þennan merkis- grip, sem stendur ekki bara fyrir tónlist, heldur einnig óræða heim- speki og listhönnun þeirra félaga. Umslagið er, eins og var með fyrri plötuna, stórglæsilegt. Sam- anbundnir kross- viðarferningar, ríkulega skreyttir. Nú þá fylgja yf- irlýsingar sem mig grunar að séu frá séranum. Gott ef það örlar ekki á skáldgáfu hjá klerkinum. Hvað segið þið t.d. um þessa línu hér: „Þú skiptir engu helvítis máli, þú ert ekki annað en ömurlegt tannhjól eða gormur í hinni geigvænlegu VestrænuVél … og ef þú passar ílla í gángverkið, nú þá er ekki um annað að ræða en að berja þig niður og slípa þig til.“ Eða þá þessar: „Ég vona að þetta sé gjöf til þín kæri vinur. Það eina sem þú borgar fyrir eru umbúðirnar (ég borgaði reyndar ekki neitt. AET). Alla vinnuna, ástina og tímann sem fór í þetta verk færð þú gefins … Ekki selja þig ódýrt … Gefðu þig!“. Lagatitlarnir segja líka sína sögu: „Allir reykja krakk í frí- stundum“, „Þrífðu þetta upp eftir þig“, „Þá lem ég þig bara“, „Við tökum Færeyjar með valdi“. Og tónlistin er líka mestanpart stór- furðuleg, eins og það þyrfti eitt- hvað að taka það fram. Af þessari upptalningu að dæma og af öllu því púðri sem ég hef eytt í þessa hluti mætti draga þá álykt- un að tónlistin sé bara einn þáttur í einhverri heildarhugmynd. Skipti jafnvel minna máli en myndræn útfærsla umslags og þessi und- arlegu skilaboð sem felast í laga- titlum og yfirlýsingu sérans. Manni verður ósjálfrátt hugsað til Residents. A.m.k. er ég mun hrifn- ari af öðrum þáttum plötunnar en tónlistinni og það er líklega ástæða þess að ég er að geyma mér svona lengi að ræða hana. Hvar vorum við aftur? Já, tónlistin. Hún er fremur furðuleg raftónlist. Nokkuð gamaldags, öll keimlík og snertir mann lítt, fyrir utan fyrsta lagið, sem ber með sér töluverða vigt. Annaðhvort er ég að missa vitið eða þeir félagar Jói og Haukur. Burtséð frá öllu, ein undarlegasta plata ársins – og líklegast meist- araverk. Eða hvað? Tónlist \701 Allt virðist svo smátt séð héðan frá … Dauða-Rokk S.M. Ýsafyrðy Allt virðist svo smátt séð héðan frá… er önnur plata hins dularfulla raftónlist- armanns Jóa frá Ísafirði sem styðst við listamannsnafnið \701. Lög eftir Jóa Fr. fyrir utan það fyrsta sem er eignað Staubsauger/Nilfisk. Umslag var unnið af Hauki, Jóa Fr., Þresti, Helenu, Tedda og Helenu (svo). Arnar Eggert Thoroddsen „Annaðhvort er ég að missa vit- ið eða þeir félagar Jói og Hauk- ur,“ segir gagnrýnandi í for- undran um nýjasta uppátæki fyrirbærisins \701 frá Ísafirði. Vatnið á Ísafirði … ÞAÐ er allt of sjaldgæft að kvik- myndagerðarmenn gefi sér tíma í að velta almennilega fyrir sér tónlist- inni sem þeir nota í kvikmyndir sín- ar. Sérstaklega á það við þegar farin er sú leið að nota popptónlist. Þá er auðveldasta lausn- in sú að tjasla sam- an einhverju safni misgóðra laga sem virðast eiga fátt sameiginlegt sín á milli og erindi þeirra við efni myndanna er oft á tíð- um æði langsótt. Útkoman er þá ansi slitrótt og þjónar litlum tilgangi öðr- um en að fylla upp í þögn og að reyna af veikum mætti að vekja athygli á viðkomandi mynd. Slíkar plötur er lítt eigulegar. Undantekningar á þessu er þegar kvikmyndagerðar- menn leggja sig fram við að velja af smekkvísi tónlist í anda mynda sinna, eins og Tarantino, Stone og Scorsese eru annálaðir fyrir. Vandasamari og mun fátíðari leið- in er að fá einhvern til þess að semja tónlist gagngert, búa til heilsteypt verk með lögum og stefum innblásn- um af viðkomandi mynd. Ég get ímyndað mér að þetta sé fjarri því að vera auðleyst verk en ef einhver hef- ur burði til að leysa það þá er það Badly Drawn Boy, séníið sem sendi fyrir tveimur árum frá sér einhvern magnaðasta frumburð í seinni tíð, hina hnausþykku The Hour of Be- wilderbeast. Og tónlistin sem hann hefur samið fyrir About a Boy undirstrikar enn snilli hans og fjölhæfni. Nokkur létt popplög prýddu áðurnefnda plötu og hér bætir hann um betur og sýnir hversu auðvelt hann á með að hrista grípandi melódíur úr húfu sinni. Og léttleikandi kassagítarstefin hans smella að léttleikandi og ljúfri gam- anmyndinni eins og flís við rass. Vissulega ristir platan sem slík ekki eins djúpt og The Hour of Bewilder- beast enda ekki markmiðið sem slíkt. Markmiðið var að gera þægi- lega, upplífgandi popptónlist í anda The Graduate Simons og Garfunk- els, uppáhaldskvikmyndatónlistar Badly Drawn Boy, og það tókst svo sannarlega. Tónlist Saga um dapurlega dreginn dreng Badly Drawn Boy About a Boy XL Recordings Tónlistin úr kvikmyndinni About a Boy, samin og flutt af guttanum með höttinn. Skarphéðinn Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.