Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 41
Elsku afi. Ég vil
kveðja þig með nokkr-
um orðum. Þú ert besti
afi sem hægt er að
eignast. Þú varst alltaf
svo hugulsamur. Ef
það var eitthvað vildir
þú alltaf hlusta og ráða fram úr hlut-
unum. Ef ég var veik komu þú og
amma með mat eða eitthvert annað
góðgæti handa mér. Í raun var það
alveg sama hvað það var, þið amma
voruð alltaf tilbúin.
Ég á margar yndislegar minning-
ar sem hlýja mínar hjartarætur eins
CARL WILHELM
KRISTINSSON
✝ Carl WilhelmKristinsson
fæddist í Reykjavík
12. september 1923.
Hann lést 14. júní
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Grensáskirkju 24.
júní.
og þegar við fórum
hringinn. Það var nú
ansi margt sem kom
fyrir þá. Og allar þær
stundir í sumarbú-
staðnum. Svo má ekki
gleyma Stóragerði 38
þar sem alltaf var tekið
á móti manni af hlýhug
og dekri. Svo eignaðist
ég Bjart Má og það var
sama með hann, ef eitt-
hvað vantaði þá voruð
þið mætt, þú og amma.
Elsku afi, það er sárt
að takast á við að þú
sért farinn og við mun-
um sakna þín alveg rosalega sárt. En
allar þær góðu minningar munu
hlýja hjartarætur okkar og við vitum
að það verður tekið mjög vel á móti
þér. Elsku afi, við elskum þig. Elsku
amma, vertu nú sterk, við Gummi og
Bjartur Már erum hérna hjá þér.
Selma.
Með þökk í huga ég kveð þig, kæri,
og kærleika sendi til þín.
Ég bið þess Guð þér fjársjóð færi
og flytji þér orðin mín.
Ég veit þú ert kominn til hærri heima
þar himnesk birtan skín.
Í hjartanu minningu mun ég geyma
og mynd sem að aldrei dvín.
Elsku Stebbi minn, nú hefur þú
kvatt okkur og mig langar að þakka
þér með nokkrum orðum þá ómet-
anlegu vináttu og hlýju sem þú hefur
sýnt mér og fjölskyldu minni alla tíð.
Þú varst einn af mínum nánustu,
einn fjölskyldumeðlimurinn á
Löngumýri og þín er sárt saknað. Ég
er svo þakklát fyrir allar stundirnar
sem við áttum saman, að þú skyldir
búa hjá okkur og vera eins lengi
heima og þú gerðir.
Ef ég ætti að rifja upp allar góðu
minningarnar yrði það ritsafn en
ekki lítil grein. Þú hefur verið hluti af
mínu lífi alla tíð, einn af þessu góða
fólki sem tók mig að sér og gaf mér
allan sinn kærleik og ást.
Þegar ég var lítil fannst mér afar
gaman að fá að fara í bílinn með
Stebba. Það eru ófáar Blönduósferð-
irnar sem ég minnist, svo ég tali nú
ekki um öll árin sem þú keyrðir mig í
skólann. Þú varst aldrei óþolinmóður
við okkur krakkana, við vorum vinir
þínir. Það var líka gott að hafa þig á
heimilinu. Þú lánaðir mér alltaf bæk-
ur, enda voru þær þitt mesta áhuga-
mál. Ég er alveg hissa hve þú varst
iðinn við að safna því sem þú hafðir
áhuga á. Alltaf átti Stebbi eitthvað
skemmtilegt að lesa og ég veit að þú
átt þinn þátt í áhuga mínum á bókum
og þeirri áráttu minni að skrifa sögur
sjálf. Takk fyrir það, Stebbi minn, og
takk fyrir að nenna að lesa illa prent-
uð handritin mín fyrstu, áður en ég
sendi þau til útgefanda. Mér leið
miklu betur ef þú hafðir lesið þau yfir
og lagt blessun þína yfir sögurnar
mínar.
Það er svo ómetanlegt að eiga
góða vini, einhverja sem standa með
manni gegnum þykkt og þunnt,
hvort sem gleði eða sorg knýja á,
hvað sem maður gerir og dæma
mann aldrei, heldur eru alltaf til fyrir
mann hverja stund. Þannig komst þú
fram við mig, alltaf sami vinur minn.
Þú hefðir ekki getað verið mér betri
þótt þú hefðir verið faðir minn eða
annar náinn ættingi og börnunum
mínum varstu sem besti afi. Hafðu
hjartans þakkir fyrir allt.
Elsku Stebbi, ég veit að þú ert
kominn á betri stað, þar sem birta og
kærleikur Drottins umvefur þig. Ég
veit að þú hefur fundið ástvinina aft-
ur sem farnir eru og ég veit að þér
líður vel. Ég bið góðan Guð að um-
vefja þig í kærleika sínum um alla ei-
lífð og ég þakka þér enn og aftur fyr-
ir allt. Góðar minningar lifa í hjarta
okkar, Guð blessi þær og Guð blessi
þig. Birgitta H. Halldórsdóttir.
Margs er að minnast og margt er
að þakka. Ævistarf Stefáns var að
stærstum hluta að þjóna öðrum en
það gerði hann af mikilli umhyggju
STEFÁN ÞÓR
THEODÓRSSON
✝ Stefán Þór Theo-dórsson fæddist í
Tungunesi í Svína-
vatnshreppi 11. des-
ember 1930. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnuninni á
Blönduósi 11. júní
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Theo-
dór Hallgrímsson og
Emilía Guðmunds-
dóttir.
Stefán ólst upp í
Tungunesi og bjó
mestan part ævi
sinnar í Svínavatns-
hreppi. Hann stundaði jarð-
vinnslu, hópferðaakstur og var
lengi skólabílstjóri við Húnavalla-
skóla, auk þess sem hann vann
mikið við endurbætur á húsum,
málningarvinnu og margt fleira.
Útför Stefáns fór fram í kyrr-
þey að ósk hins látna.
og samviskusemi og
var jafnan reiðubúinn
að rétta öðrum hjálpar-
hönd án þess að upp-
skera laun að kveldi.
Stefán ólst upp í
Tungunesi á ættaróðali
forfeðra sinna og bjó
þar í nokkur ár með
föður sínum. Móður
sína, Emilíu Guð-
mundsdóttur, missti
hann ungur og minntist
hennar oft með sökn-
uði.
Jörðin Tungunes var
þríbýli á þessum árum
og þar bjuggu afkomendur Erlendar
Pálmasonar búnaðarfrömuðar og
bændahöfðingja.
En hvert býli og bú á sína sögu.
Nýir tímar og vélvæðing krefjast
annarra landkosta en taldir voru
undirstaða búskapar á búskaparár-
um Erlendar Pálmasonar. Stefán
studdi föður sinn, Theodór Hall-
grímsson, við búskapinn meðan
heilsa og þrek entist, en þar kom að
þeir hættu búskap og jörðin fór fljót-
lega eftir það í eyði.
Nú eru þar aðeins húsarústir í
stóru túni sem minna á liðna tíð. Á
byggðasafninu á Reykjum í Hrúta-
firði er uppsett stofa úr Tungunes-
bænum sem Stefán gaf safninu.
Samhliða búskapnum stundaði
Stefán akstur á fólki með jeppabif-
reiðum, þá var lítið um bíla í sveitum
og vegir oft illfærir sökum aurbleytu
á vorin og snjóa á vetrum. Síðar
gerðist hann skólabílstjóri þegar
Húnavallaskóli tók til starfa og ók
þar börnum og unglingum í um þrjá-
tíu ár, auk þess að aka ferðahópum
um landið á eigin rútu. Allir treystu
Stefáni og bílunum hans og vissu að
þar sem hann var við stýrið voru far-
þegarnir í traustum og góðum hönd-
um. Stefán var mjög barngóður og
þegar börnin í Sólheimum voru ung
að árum var tilhlökkun þeirra mikil
þegar þau fengu jólagjafirnar frá
Stebba.
Við hjónin og börnin fórum oft í
ferðir um landið með Stefáni og eig-
um ógleymanlegar minningar frá
þessum ferðum með honum.
Þegar jarðræktartímabilið í sveit-
um hófst upp úr 1950 fór hann að
vinna á jarðýtum. Fyrst hjá Búnað-
arfélagi Svínavatnshrepps allmörg
sumur og síðan hjá Búnaðarsam-
bandi A-Hún. Þar var hann eftirsótt-
ur í vinnu sökum verklagni og sam-
viskusemi. Þegar stundir gáfust frá
akstri og ýtuvinnu tók hann að sér að
smíða og mála innanhúss hjá fólki í
héraðinu, hann var útsjónarsamur og
laginn og hafði gott auga fyrir hvern-
ig haganlegast og best væri að verki
staðið og framkvæmdi það með
prýði.
Hér á heimilum í héraðinu sést
víða handbragð hans þar sem verkin
lofa meistarann. Stefán var mikill
bókaunnandi og las mikið og var
fróður um marga hluti. Hann safnaði
bókum, blöðum og tímaritum og lét
binda það sem óbundið var í vandað
band. Bókasafn hans mun vera um
8.000 bindi og talsvert af bókum sem
eru nú ófáanlegar, þá safnaði hann
pennum, vindlakveikjurum o.fl.
Fyrir um tíu árum fékk Stefán ill-
vígan sjúkdóm og var aldrei samur
eftir það. Síðustu árin hefur hann bú-
ið að mestu á Syðri-Löngumýri hjá
Birgittu, Inga og börnum þeirra. Þar
undi hann sér vel og átti gott ævi-
kvöld.
Eg skal vaka í nótt meðan svanirnir sofa,
meðan sólgeislar fela sig bláfjöllin við.
Yfir dalnum er hljótt og nú dimmir í kofa.
Inn í draumheima svíf þú, hinn ljúfasta frið.
Létt um vorgróna hlíð sveipast þokubönd þýð.
Yfir þögulum skógi er næturró blíð.
Eg skal vaka í nótt, meðan húmið er hljótt.
Eg skal halda um þig vörð, meðan sefur þú rótt.
(Jónas Tryggvason.)
Þegar góður vinur og samferða-
maður hverfur af sjónarsviðinu verð-
ur söknuður og tóm í hjarta þeirra
sem nutu verka hans og samveru-
stunda.
Allt sem lifir er dauðlegt og deyr,
en ný blóm spretta að vori.
Við kveðjum með söknuði og þökk-
um fyrir liðnar stundir.
Sigríður, Ingvar og fjölskylda
í Sólheimum.
Þeir tínast burt, einn og einn,
sveitungarnir okkar og eftir stönd-
um við hrygg og hljóð og hugsum um
liðna daga. Nú höfum við kvatt kær-
an vin okkar, Stefán Theódórsson frá
Tungunesi. Útför hans hefur farið
fram í kyrrþey eins og hann hafði
sjálfur mælt fyrir um. Er það í sam-
ræmi við þá hæversku sem einkenndi
Stefán alla tíð.
Stefán kom inn í fjölskyldu okkar
fyrir 22 árum. Við þekktum hann
ekki mikið þá en kynni okkar hafa
orðið mikil og góð með árunum svo
aldrei hefur borið skugga þar á. Stef-
án var okkur öllum mjög kær og
börnunum var hann alltaf sem hálf-
gerður afi. Hann sýndi okkur alltaf
mikla hlýju og hjálpsemi, ekki síst
þegar eitthvað var að og verður það
seint fullþakkað.
Stefán flutti ungur frá æskuheim-
ili sínu í Tungunesi. Fór hann
snemma að vinna á jarðýtum hjá
Búnaðarsambandinu. Stefán var
þúsundþjalasmiður. Hann málaði,
bólstraði, teppalagði, smíðaði og svo
mætti lengi telja. Hann vann víða í
sýslunni og var mjög eftirsóttur,
bæði var að hann var mjög vandvirk-
ur og verðlagði vinnu sína af mikilli
hófsemi og hitt sem ekki var síður
eftirsóknarvert, það var mjög nota-
legt að hafa hann á heimili, sama
hvernig á stóð.
Stefán vann mikið við akstur, bæði
sem hópferðabílstjóri og skólabíl-
stjóri. Ótaloft var hringt í hann þegar
vantaði bíl og bílstjóra því traustari
og hjálpsamari bílstjóra var vart að
finna. Mörg haust fór hann í göngur
á Auðkúluheiði sem bílstjóri með
ráðskonu og vistir gangnamanna.
Þar var hjálpsemi hans mikið lofuð
því hann vildi allt fyrir alla gera þar
sem annars staðar. Þegar hann kom
úr göngunum seldi hann sælgæti og
gosdrykki á réttardaginn, fyrst úr
rússanum sínum en seinna í sam-
komuhúsinu. Hans verður örugglega
sárt saknað á réttardaginn næstu ár-
in.
Þegar við vorum á Blönduósi á
vorin kom það oft fyrir meðan börnin
voru lítil að þau vildu bara fara með
Stefáni í skólann þótt þau þyrftu að
vakna fyrr og fara lengri og erfiðari
leið en ef þau færu með sínum rétta
skólabíl; það var samt betra að fara
með Stefáni og það fengu þau auðvit-
að.
Krakkarnir muna ekki svo langt
aftur að hann hafi ekki verið hjá okk-
ur meira og minna um jólin. Fyrst
kom hann alltaf á Þorláksmessu eða
á aðfangadag hlaðinn pökkum. Þá
fannst okkur öllum jólin vera komin,
ekki vegna pakkanna, heldur vegna
þess að Stefán var kominn.
Eftir að Stefán fór að vera meira á
Syðri-Löngumýri var hann minna
hjá okkur á jólunum, en þó alltaf eitt-
hvað nema um síðustu jól, þá treysti
hann sér ekki til að koma. Þá fannst
okkur eitthvað vanta í jólin, það var
komið skarð sem enginn gat fyllt
nema Stefán.
Stefán var mikill safnari, einkum
bókasafnari. Hann átti mörg þúsund
bækur, margar mjög merkilegar.
Einnig átti hann gott safn tímarita,
sum frá upphafi útgáfu þeirra, eins
og t.d. Æskuna. Hann skráði safn sitt
og vissi nákvæmlega hvað hann átti.
Á seinni árum var hann farinn að
safna fleiru en bókum, t.d. merktum
pennum, kveikjurum, lyklakippum
og jólakortum.
Stefán hafði gaman af að ferðast
og fór víða um landið og þekkti það
vel. Hann fór ýmist sem bílstjóri með
ferðahópa eða í góðum vinahópi.
Síðastliðin 10 ár glímdi Stefán við
illvígan sjúkdóm sem hann varð að
lokum að lúta í lægra haldi fyrir.
Stefán vildi þó aldrei gera mjög mik-
ið úr veikindum sínum, sagði í mesta
lagi að hann væri „svolítið latur“. Við
munum geyma dýrmæta minningu í
huga okkar, minningu um góðan og
traustan vin. Við biðjum guð að
blessa minningu hans. Við vitum að
nú líður honum vel og vel hefur verið
tekið á móti honum, því það eitt átti
hann skilið.
Fjölskyldan Merkjalæk.
Með fáeinum orðum langar mig að
minnast ágætis manns sem Stefán
Þór Theodórsson frá Tungunesi var.
Stebbi eins og hann var oftast kall-
aður var mikill félagi okkar unga
fólksins. Ófá voru þau skiptin sem
hann ók okkur á dansleik. Hvort sem
farið var á Blönduós, í Víðihlíð,
Húnaver eða Miðgarð þá voru for-
eldrar mínir áhyggjulausir ef Stebbi
var bílstjóri. Stebbi var í senn mikill
reglumaður, góður bílstjóri, þolin-
mæðin uppmáluð og ennfremur mik-
ill og góður félagi. Því var ekki að
ástæðulausu að honum var vel treyst
fyrir okkur unga fólkinu.
Til fjölda ára var Stebbi skólabíl-
stjóri við Húnavallaskóla. Hann var
þar sem annars staðar afar farsæll í
starfi enda stundvís, traustur og
áreiðanlegur maður.
Stebbi var laghentur og margt
handtakið liggur eftir hann. Hann
var mjög eftirsóttur í málningar-
vinnu, flísa- og dúklagnir og allt sem
að viðhaldsvinnu leit. Ég vann oft
með honum við málningarvinnu á
Húnavöllum þegar skólinn var að
enda á vorin. Það var gott að vinna
nálægt Stebba, hann var vandvirkur
og þægilegur í umgengni.
Stebbi var mikill bókaunnandi og
safnari. Hann átti mikið og gott safn
bóka og rita. Þar áttu þeir vel saman
faðir minn og Stebbi. Bækur voru
þeirra líf og yndi. Þeir skiptust oft á
bókum og voru alltaf með augun hjá
sér eftir bókum hvor fyrir annan.
Ég votta ættingjum, vinum og fé-
lögum Stefáns samúð mína.
Kristín I. Marteinsdóttir
frá Gilá.
þeirra návist og þau í þína. Þú varst
líka alltaf svo ung í anda, hress og
skemmtileg. Það var allaf svo bjart
yfir þér.
Það kom mér því einhvern veginn
ekki á óvart eftir það sem á undan
var gengið síðustu vikur að þú
skyldir kjósa að kveðja okkur á
bjartasta degi ársins. Degi sem ég
vildi helst að aldrei tæki enda. Þessi
dagur er í mínum huga táknrænn
fyrir þig og þannig munum við
Kristín Jóna, Ásgeir Elvar, Brynjar
Freyr og Katla Rún geyma minn-
ingu þína. Tómleikinn og söknuður-
inn yfir því að þú sérst ekki lengur
hjá okkur mun víkja fyrir birtunni
og gleðinni sem alltaf fylgdi þér. Við
biðjum að svo megi verða hjá afa
líka og öllum hinum sem sakna þín
svo sárt.
Þinn
Garðar Ketill.
Það var á sólríkum degi er ég
fékk þá fregn að Gerða, móðir Páls
æskuvinar míns, væri látin eftir erf-
ið veikindi.
Það má segja að Gerða hafi verið
eins og sólin, björt yfirlitum og lýsti
upp í kringum sig hvar sem hún
kom með glæsileika og léttri lund.
Þær voru ófáar heimsóknirnar á
Túngötuna á heimili Gerðu og
Kedda. Þar var alltaf tekið vel á
móti manni og ég minnist þess ekki
að Gerða hafi einhvern tímann
bannað okkur Palla nokkurn skap-
aðan hlut. Uppátækin gátu verið
ýmisleg eins og gefur að skilja þeg-
ar pollar eiga í hlut hvort sem það
var þegar við tókum upp á því að
elda okkur eggjabrauð með tilheyr-
andi subbuskap eða þegar við spil-
uðum tónlistina í hærri kantinum.
Þessu tók Gerða með stökustu ró,
enda kannski orðin vön, búin að ala
upp nokkra pollana.
Gerða sá um tískufataverslunina
Poseidon og vann þar í mörg ár. Ég
man þegar mann vantaði föt fyrir
böllin þá var Gerða alltaf tilbúin að
aðstoða hvort sem það var að degi
eða kvöldi til, það var aldrei neitt
vandamál. Í seinni tíð hafa ég og
fjölskylda mín notið samvista Gerðu
við hin ýmsu tækifæri, alltaf var
jafnnotalegt að hitta hana, mér
fannst hún ein af þeim sem var allt-
af eins.
Um leið og við kveðjum þessa
sómakonu viljum við, elsku Keddi
og fjölskylda, senda ykkur okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
megi minningin lifa í hjarta okkar
um ókomin ár.
Gylfi Kristins og fjölskylda.
Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga,
en sér í lagi þau, sem tárin lauga,
og sýndu miskunn öllu því, sem andar,
en einkum því, sem böl og voði grandar.
(Matthías Joch.)
Elskulega vina mín og frænka.
Það var ekki hægt að velja betri og
bjartari dag, sumarsólstöður, fyrir
þig sólskinsbarnið að kveðja þennan
heim. Þú veittir öllum gleði af góðu
lundarfari þínu. Og allir fóru bjart-
sýnni af þínum fundi. Ég vil þakka
þér allar samverustundirnar frá
okkar frumbernsku, það eru dýr-
mætar minningar. Sonum þínum og
Kedda eru sendar „sérmerkilegar“
þakkir eins og hann afi okkar sagði
fyrir drenglund þeirra að víkja aldr-
ei frá rúmi þínu. Hvorki nótt né dag
síðustu vikurnar. Ég vona að það
haldi áfram í afkomendum þeirra.
Jónu systur Valgerðar votta ég
mína dýpstu samúð. Guð styrki ykk-
ur öll.
Ég veit ekki hvort þú hefur
huga þinn við það fest,
að fegurst gjöf sem þú gefur
er gjöfin sem varla sést
Ástúð á andartaki
auga sem góðlega hlær,
hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði,
heimurinn breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði
sakleysi, fegurð og yl.
(Úlfur Ragnarsson.)
Úlfhildur Úlfarsdóttir.