Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 53
ALÞJÓÐLEGI meistarinn Sævar
Bjarnason sigraði á Skákþingi Norð-
lendinga sem haldið var í Grímsey
um síðustu helgi. Sævar hlaut 8½
vinning í 9 skákum, sigraði alla and-
stæðinga sína nema Þór Valtýsson,
en skák þeirra lauk með jafntefli.
Gylfi Þórhallsson, sem lenti í öðru
sæti á mótinu, hlaut titilinn Skák-
meistari Norðlendinga þar sem Sæv-
ar er búsettur í Reykjavík. Í þriðja
sæti varð skákstjóri mótsins, Gunnar
Björnsson, með 7 vinninga.
Sævar er greinilega í góðu formi
um þessar mundir, en stutt er síðan
hann varð efstur á hinu sterka Stiga-
móti Hellis. Þeir Gylfi Þór Þórhalls-
son hafa lengi trónað efst á listanum
yfir þá sem flestar kappskákir hafa
teflt á Íslandi og búa yfir gífurlegri
reynslu sem enn einu sinni skilaði sér
í góðum árangri á þessu móti. Á
Norðurlandi er ein styrkasta stoð
skáklífs hér á landi og þar hefur jafn-
an verið unnið gott starf, ekki síst
meðal barna og unglinga. Mótið í ár
var hið 68. í röðinni, en fyrsta Skák-
þing Norðlendinga var haldið árið
1935 og hefur verið haldið árlega síð-
an.
Lokastaðan á mótinu varð þessi:
1. Sævar Bjarnason 8½ v. af 9
2. Gylfi Þórhallsson 8 v.
3. Gunnar Björnsson 7 v.
4.–5. Þór Valtýsson og Ari Friðfinnss. 4½ v.
6.–7. Tómas Veigar Sigurðarson og Sigurður
Eiríksson 3½ v.
8.–9. Hjálmar Freyr Valdimarsson og Ágúst
Bragi Björnsson 2 v.
10. Haukur Jónsson 1 v.
Sérstök aukaverðlaun hlutu:
Öldungaverðlaun: Ari Friðfinns-
son
Unglingaverðlaun: Hjálmar Freyr
Valdimarsson
Stig undir 1600: Tómas Veigar Sig-
urðarson
Stig 1601-2000: Þór Valtýsson
Stig 2001-2200: Gylfi Þórhallsson
Mótshaldari var Grímseyjarhrepp-
ur sem jafnframt gaf verðlaunin, að
aukaverðlaunum undanskildum, en
þau gaf Skáksbamband Íslands. Mót-
ið fór fram í Múla, félagsheimili
Grímseyinga.
Að loknu Skákþinginu var haldið
Hraðskákmót Norðlendinga. Gylfi
sigraði á mótinu og er því einnig
Hraðskákmeistari Norðlendinga
2002:
1. Gylfi Þórhallsson 7 + 2 v.
2. Sigurður Eiríksson 7 + 1 v.
3. Þór Valtýsson 6½ + 2 v.
4. Ágúst Bragi Björnsson 6½ + 0 v.
5. Gunnar Björnsson 6 v. o.s.frv.
Svæðisfélagið í Mjódd sigraði
á Mjóddarmóti Hellis
Svæðisfélagið í Mjódd sigraði á
Mjóddarmóti Hellis sem nýlega fór
fram. Fyrir Svæðisfélagið tefldi
Björn Þorfinnsson. Stefán Kristjáns-
son, sem tefldi fyrir Staðarskála, fékk
jafnmarga vinninga, en Björn hafði
betur eftir stigaútreikning.
1. Svæðisfélagið í Mjódd (Björn Þorfinnsson)
6½ v.
2. Staðarskáli (Stefán Kristjánsson) 6½ v.
3. Bókabúð Máls og menningar (Ingvar Ás-
mundsson) 5½ v.
4. Suzuki-bílar (Magnús Örn Úlfarsson) 5 v.
5.–8. Gissur og Pálmi (Sigurbjörn J. Björns-
son),
Gullsmiðurinn í Mjódd (Davíð Kjartansson),
Osta- og smjörsalan (Sigurður P Steindórss.),
Samfylkingin (Magnús Magnússon) 4½ v.
9.–12. Landsbanki Ísl. (Jón Viktor Gunn-
arss),
Hitaveita Suðurnesja (Pétur Atli Lárusson),
Innrömmun og hannyrðir (Gunnar Nikulás-
son),
Fröken Júlía (Gunnar Örn Haraldsson) 4 v.
13.–18. Johan Rönning (Andri Áss Grétars-
son),
Garðyrkjuskólinn í Reykjavík (Jón Árni Hall-
dórsson),
B. Benediktsson (Ólafur Ísberg Hannesson),
Dýraland – gæludýraverslun (Vigfús Ó. Vig-
fússon),
Búnaðarbanki Íslands (Sindri Guðjónsson),
Verslunarmannafélag Reykjavíkur (Hjörtur
Ingvi Jóhannsson) 3½ v.
19.–21. Pizza Hut, Olís, VISA Ísland 3 v.
22. Lyf og heilsa 2½ v.
23.–26. Nettó, Mjólkursamlagið í Búðardal,
Bakarameistarinn, Kaffi París 2 v.
27.–37. Íslandsbanki í Breiðholti, Haraldur
Böðvarsson, Íþrótta- og tómstundaráð
Reykjavíkur, Námsflokkar Reykjavíkur,
Orkuveita Reykjavíkur, Reykjavíkurborg,
Reykjavikurhöfn, Sorpa, SPRON, Verk-
fræðistofa Sigurðar Thoroddsen, Vinnuskóli
Reykjavíkur.
Skákstjóri var Gunnar Björnsson.
Endurkoma Guðlaugar
Þorsteinsdóttur
Þátttaka Guðlaugar Þorsteinsdótt-
ur í Alþjóðlega Búnaðarbankamótinu
í Garðabæ vakti mikla athygli. Hér
áður fyrr bar hún höfuð og herðar yf-
ir aðrar skákkonur hér á landi, en eft-
ir langt hlé á taflmennsku biðu marg-
ir spenntir eftir að sjá hana að tafli á
nýjan leik. Hún olli ekki vonbrigðum
og sigraði alla andstæðinga sína. Eft-
irfarandi skák var tefld í síðustu um-
ferð mótsins.
Hvítt: Guðlaug Þorsteinsdóttir
Svart: Skúli Haukur Sigurðsson
Drottningarpeðsbyrjun
1.d4 d6 2.c4 g6 3.Rf3 Bg7 4.Rc3
Bg4 5.e3 Rd7 6.Be2 Rgf6 7.0–0 0–0
8.Dc2 --
Þessi eðlilegi leikur mun vera nýj-
ung, en hvítur hefur t.d. leikið 8. Db3
Hb8 9. h3 Bxf3 10. Bxf3 o.s.frv.
8...c5
Eða 8...e5 9.dxe5 dxe5 10.h3 Bxf3
11.Bxf3 c6 12.Hd1 De7 o.s.frv.
9.h3 Bxf3 10.Bxf3 Hb8 11.Hd1
Dc7
Ef til vill er betra að leika 11...a6,
t.d. 12.b3 cxd4 13.exd4 b5 14.cxb5
axb5 15.a3 Da5 16.b4 Db6 17.Bb2
o.s.frv.
12.Rb5! Db6 13.a4 a6 14.a5 Dd8
15.Rc3 Dc7 16.b3 cxd4 17.exd4 b5
18.axb6 Dxb6 19.Hb1 Hfc8 20.Be3
Db4 21.g4 e6 22.Ra4 d5!?
Svartur getur varla beðið átekta,
t.d. 22...h6 23.Dc1 d5 (23. -- Kh7?
24..Bd2!) 24.Bf4 dxc4 (24.-- Ha8 25.
Bxh6) 25.Bxb8 Rxb8 26.Rc5 c3
27.Ha1 Rfd7 28.Ha4 Db5 29.Hc4
Rxc5 30.Dxc3 Rbd7 31. Dc2 o.s.frv.
23.c5 Db7 24.Bf4 Ha8 25.Rc3 Re8
26.b4 Rc7 27.Bxc7 Hxc7 28.b5 Rxc5
Eftir 28...axb5 29.Rxb5 Hc6 30.Rc3
Dc7 31.Rxd5 exd5 32.Bxd5 Ha3
33.Bxc6 Dxc6 á svartur fyrir höndum
erfiða glímu við frípeð hvíts á mið-
borðinu.
29.Rxd5!
Engu síðra er að leika 29.b6! Hcc8
30.Rxd5 Ra4 31.Db3 exd5 32.Bxd5
Dxb6 33.Dxa4 Df6 34. Bxa8 o.s.frv.
29...exd5 30.dxc5 --
Enn kemur sterklega til greina að
leika 30.b6, t.d. 30...Hd7 31.dxc5 Hc8
32.Hdc1 Hc6 33.Dd1 Bh6 34.Hc2 Bf8
35.Dd4 Bg7 36.Dd2 He6 37.Hd1 Dc8
38.Bxd5 He5 39.b7 Db8 40.c6 Hc7
41.Ha2 Df8 42.Hxa6 He8 43.Ha7 Hb8
44.Df4 De7 45.Ha8 og hvítur vinnur.
30...Dc8 31.Bxd5 Hxc5 32.Da4
Hb8 33.b6 --
Ekki gengur 33.bxa6? Hxd5! 34.a7
Hxd1+ 35.Hxd1 Ha8 36.Hd7 Bf8
37.Dd1 Bc5 38.Dd5 De8 39.Hxf7 Dxf7
40.Dxa8+ Kg7 og hvíta peðið á a7
fellur.
33...a5 34.Df4! Df8 35.b7 Bc3
36.Bxf7+! Kg7
Eða 36...Kh8 37.Hd4! g5 (37...Kg7
38.Hd7 Kh8) 38.Df6+ Dg7 39.Hd8+
og mátar.
37.Hd7 Kh8 38.Hbd1 Be5 39.De4
Hb5
Eftir 39...Bg7 40.Bd5 Hb5 41.Hc1
Hb4 42.De7 Dxe7 43.Hxe7 ásamt
Hc1-c7 verður fátt um varnir hjá
svarti.
40.g5! --
Sjá stöðumynd.
Guðlaug teflir upp á mát, en henni
stóð einnig til boða einföld vinnings-
leið: 40.Bc4 Hc5 41.Hf7 Dh6 42.Hdd7
Dxh3 43.Hxh7+ Dxh7 44.Hxh7+
Kxh7 45.Bf7 Kg7 46.Dxg6+ Kf8
47.Ba2 Ke7 48.De6+ Kd8 49.Bd5 Bc7
(49...Bf4 50.Df6+) 50.Df6+ Kd7
51.Df7+ Kd8 52.Be6 og mátar.
40...Hc5
Tímahrakið segir til sín, en besta
vörnin virðist ekki duga til að bjarga
taflinu, t.d. 40...Bg7 41.Bd5 He8
42.Dd3 Hb2 43.Dg3 a4 (43. -- Be5 44.
Hxh7+ Kxh7 45. Dh4+ Kg7 46.
Dh6+ mát) 44.Hc1 Df5 45. Hxg7
Dxd5 46.Dh4 Kxg7 47.Hc7+ Df7
48.Hxf7+ Kxf7 49.Dxh7+ Ke6
50.Dxg6+ Kd7 51.Dg7+ Kd6
52.Dxb2 o.s.frv.
41.Bxg6! hxg6
Eða 41...Bh2+ 42.Kxh2 Dxf2+
43.Kh1 hxg6 44.Hd8+ Hxd8
45.Hxd8+ Kg7 46.Hg8+ Kxg8
47.b8D+ Kg7 48.De7+ Df7
49.Dbf8+ Kh7 50.Dexf7+ mát.
42.Dh4+
og svartur gafst upp, því að hann
verður mát eftir 42. -- Kg8 43.Dh7+.
Sævar Bjarnason sigraði á
Skákþingi Norðlendinga
SKÁK
Grímsey
SKÁKÞING NORÐLENDINGA
22.–23. júní 2002
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Heimsferðir opna þér leiðina til
Ítalíu í sumar á hreint ótrúlegum kjörum og bjóða nú frábært tilboð á
síðustu sætunum til þessarar fegurstu borgar Ítalíu. Síðustu sætin þann
11. og 18. júlí til Verona, þar sem þú getur notið ótrúlegrar fegurðar
hennar og sögu eða dvalið við Gardavatn í magnaðri náttúrufegurð.
Verona er í hjarta Ítalíu, frábærlega staðsett og héðan er örstutt til allra
átta og þú velur úr glæsilegustu verslunum heimsins og listasöfnum og
nýtur lífsins í þessu menningarhjarta Evrópu.
Síðustu sætin í júlí
Beint flug alla fimmtudaga
Brottför frá Keflavík
kl. 16.40
Flug heim á
þriðjudagsmorgnum
Verð kr. 24.265
Gildir 11 eða 18. júlí til Verona.
Flugsæti með sköttum, m.v. hjón með
2 börn, 2–11 ára.
Verð kr. 29.950
Flugsæti fyrir fullorðinn, fargjald A.
Skattar innifaldir.
Stökktu til
Verona
11. og 18. júlí
frá kr. 24.265
Fyrirtæki til sölu
● Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyr-
irtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100—1.000
m. kr.
● Lítill sportpub í Árbæjarhverfi. Besti tíminn framundan. Auðveld
kaup.
● Sólbaðstofa í Skeifunni. 12 bekkir. Velta 1.200 þús. kr. á mánuði.
Skipti möguleg.
● Góður og vaxandi söluturn í Grafarvogi. Velta 2,7 m. kr. á mánuði.
Verð aðeins 4,5 m. kr. Auðveld kaup.
● Heildverslun með tæki og vörur fyrir byggingariðnaðinn. Ársvelta
130 m. kr. Góður hagnaður um margra ára skeið. Hagstætt verð.
● Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 15 her-
bergi. Ársvelta 20 m. kr. Möguleiki á 15 herbergjum til viðbótar og
lítilli íbúð fyrir eiganda.
● Lítil en vel þekkt heildverslun með iðnaðarvélar. Hentar vel fyrir
1—2 starfsmenn, sérstaklega smiði.
● Verslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið húsnæði.
Mjög góður hagnaður. Ársvelta 180 m. kr. og vaxandi með hverju
ári. Sérstaklega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.
● Vídeósjoppa í Breiðholti með 5 m. kr. veltu á mánuði. Auðveld
kaup.
● Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. Gott tækifæri fyrir fyr-
irtæki í svipaðri starfsemi.
● N-1 bar í Keflavík til sölu eða leigu. Vinsæll skemmtistaður á besta
stað í Keflavík.
● Rótgróið veitingahús við Bláa lónið. Góður og vaxandi rekstur í
eigin húsnæði.
● Vel þekkt og vaxandi sérverslun með flísar. 50 m. kr. ársvelta. Góð
umboð.
● Veitingastaður í atvinnuhverfi. Mánaðarvelta 3 m. kr. á mánuði.
Eingöngu opið virka daga kl. 7—17. Lágt verð — auðveld kaup.
● Snyrtivörudeild úr heildverslun. Litalína sem er í nokkrum góðum
verslunum og hægt er að efla. Hentugt fyrir konu, sem hefur vit á
snyrtivörum og langar í eigin rekstur. Lágt verð.
● Langar þig í eigin rekstur? Höfum til sölu nokkur lítil en góð fyrir-
tæki sem auðvelt er að byrja á. Jafnvel auðveldara en þú heldur.
● Eitt af vinsælustu veitingahúsum bæjarins. Mjög mikið að gera.
● Sólbaðstofa í Garðabæ. Sú eina í bænum. 5 bekkir + naglastofa.
Verð 6 m. kr. Góð greiðslukjör.
● Skyndibitastaður í Kringlunni. Einstakt tækifæri.
● Verksmiðja sem framleiðir gróðurmold o.fl. Góð viðskiptasam-
bönd.
● Þekkt kvenfataverslun í Skeifunni. Góð þýsk innkaupasambönd.
Auðveld kaup.
● Hlíðakjör. Söluturn í góðu húsnæði í Eskihlíð. Hentugt fyrir hjón.
Auðveld kaup.
● Lítil smurbrauðstofa með góð tæki og mikla möguleika.
● Bílaverkstæði á góðum stað í Kópavogi. Hentugt fyrir tvo menn.
Verð 2,5 m. kr.
● Ein besta sólbaðstofa borgarinnar. Góður hagnaður. Skipti mögu-
leg á góðu atvinnuhúsnæði.
● Stór pub í miðbænum. Einn stærsti bjórsölustaður borgarinnar.
● Lítil, rótgróin sólbaðstofa í Vesturbænum. Fjórir bekkir og stækk-
unarmöguleikar. Auðveld kaup.
● Bílaverkstæði í Hafnarfirði. Gott húsnæði og vel tækjum búið.
Mikið að gera.
● Heildverslun með þekkt fæðubótarefni, sem aðallega eru seld í
apótek. Ársvelta 20 m. kr.
● Sérhæft fyrirtæki sem setur lakkvörn á bíla. Gott einkaumboð, tæki
og lager. Hentugt fyrir tvo menn.
● Rótgróin deild úr fyrirtæki, sala mælibúnaðar fyrir framleiðslu- og
matvælafyrirtæki. Framlegð 5 m. kr. á ári.
● Verslunin Dýrið, Laugavegi. Sérstök verslun með mikla mögu-
leika.
● Meðeigandi óskast að matvælafyrirtæki með mikla sérstöðu. Selur
bæði í matvöruverslanir og á stofnanamarkaði. Ársvelta nú um 35
m. kr. en getur vaxið hratt.
Sími 533 4300, GSM 820 8658