Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HINN 14. júní s.l. birtist bréf frá mér í Morgunblaðinu sem bar yfirskrift- ina „Nokkrar staðreyndir í Sólheima- málinu“. Bréf þetta virðist hafa komið við æði mörg kaun, ef marka má allar þær greinar sem runnið hafa um síður blaðsins síð- an. Það er engu líkara en að til sé áróðursmaskína sem hefur á sér „on“ og „off“ takka sem hægt er að gangsetja, þá virðist hún gubba út úr sér ótrúlega hástemmdum og mærð- arlegum lofgjörðum um stjórnarfor- mann Sólheima. Ég vil nú þakka Óla Tynes fyrir að leiðrétta þann misskilning minn að Pétur Sveinbjarnarson sé „heilagur maður“ en ég er að verða þeirrar skoðunar að Óli sé að misskilja eitt- hvað sjálfur, því eftir málflutning þeirra aðila sem hafa verið að skreyta síður Morgunblaðsins síðan er ég helst á því að þetta fólk trúi því að Pétur sé töluvert heilagur. Það væri gott ef hægt væri að kom- ast hjá því að persónugera umræðuna um þetta mál, en því miður er stað- reyndin sú og það vita flestir sem dvalið hafa á Sólheimum til lengri tíma, að málið snýst að mestu leyti um Pétur Sveinbjarnarson og þann mjög svo innrætta misskilning margra, að hagsmunir hans og hagsmunir fatl- aðra íbúa Sólheima og þar með hug- sjón Sesselju Sigmundsdóttur, séu eitt og hið sama og hafa Sólheima- samtökin áður gefið út yfirlýsingu þess efnis að okkur þyki mjög miður að nafn þeirrar sómakonu sé dregið inn í þessar mjög svo ógeðfelldu um- ræður. Agnar Guðlaugsson, sem er svo hógvær maður, að hann kýs að titla sig „starfsmann á Sólheimum“ í bréfi sínu til blaðsins hinn 21. júní sl. þótt hann sé framkvæmdastjóri, fer mik- inn í því að leiðrétta allan misskilning- inn í bréfi mínu og verð ég að segja að það hlýtur að vera afrek út af fyrir sig að starfa í hálft þriðja ár á Sólheimum og misskilja allt sem þar fer fram eins og ég virðist hafa gert. En gæti ekki skýringin verið fólgin í því, að fyrstu mánuðina hefur maður aðra sýn á það sem fram fer á Sólheimum en þegar maður hefur unnið þar í lengri tíma og Agnar hefur aðeins unnið á Sól- heimum í rúmlega fjóra mánuði. Vissulega eru fáir sem ná að safna margra ára starfsreynslu á Sólheim- um, enda hefur það komið fram að starfsmannaveltan er ótrúlega mikil, en mér sýnist á málflutningi Agnars að hann muni örugglega eiga eftir að starfa miklu lengur á Sólheimum, þ.e.a.s. ef núverandi stjórn á að sitja áfram. Að hún sitji enn er eitthvað sem afar fáir skilja. Ég vona þó að Agnar taki betur eftir því sem hann þarf að læra í nýju starfi sem fram- kvæmdastjóri en hann virðist hafa gert er hann las bréf mitt, því þar er hvergi minnst á Skálholtskirkju og get því miður ekki upplýst hann um fermetrafjölda hennar enda veit ég ekkert um það. Hins vegar er mér ljúft að upplýsa hann um, að það er ekki rétt að fatlaðir íbúar Sólheima hafi ekki kynnst Sólheimasamtökun- um. Það er nú svo, að samtök þessi eru ekkert „batterí“ heldur fólk. Til að vera nákvæm, 48 manneskjur, sem flestar eiga það sameiginlegt að hafa starfað á Sólheimum um lengri eða skemmri tíma og get ég fullvissað Agnar um að heimilisfólk Sólheima hefur þekkt okkur flest mun lengur en þau hafa þekkt hann sjálfan. Að endingu vil ég biðja það góða fólk sem hefur verið að skrifa greinar um málið að muna að á öllum málum eru fleiri en ein og fleiri en tvær hliðar og góð regla er að kynna sér þær sem best áður en fólk fer að tjá sig op- inberlega um svo viðkvæmt mál sem Sólheimamálið er. Ég efast hins veg- ar ekki um velvilja þeirra allra í garð fatlaða fólksins og tek því einfaldlega viljann fyrir verkið. Aftur á móti á ég erfitt með að skilja að einhver skuli trúa því, að Ríkisendurskoðun og það fagfólk sem þar vinnur eða félagsmálaráðherra, Páll Pétursson, hafi annan tilgang en velferð fatlaðra íbúa Sólheima í huga. RUT GUNNARSDÓTTIR, talsmaður Sólheimasamtakanna. Sólheimar Frá Rut Gunnarsdóttur: Rut Gunnarsdóttir ÉG GET ekki orða bundist yfir skrif- um háttvirtra velunnara Sólheima í Morgunblaðið að undanförnu. Í þess- um greinaskrifum er jafnaðarmerki sett á milli Sesselju H. Sigmundsdótt- ur stofnanda Sólheima og stjórnar- formanns, Péturs Sveinbjarnarsonar. Það er algjörlega fráleitt og er greini- lega skrifað af mikilli fávisku um líf og starf á Sólheimum í dag. Pétur Svein- bjarnarson er ekki að vinna að sömu hugsjónum og Sesselja H. Sigmunds- dóttir gerði. Vissulega er umgjörð staðarins fögur sem má þakka stjórnarfor- manninum, en um stjórnunina á staðnum, hins vegar, má með sanni segja að hún er umdeilanleg. Það hef- ur greinilega komið fram í stjórn- sýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. Það er líka sorglegt og næstum hjákátlegt til þess að vita að talsmenn Sólheima sem komið hafa fram í fjöl- miðlum síðustu vikur, að undanskild- um stjórnarformanninum, eru annað- hvort gestir er hafa sótt staðinn heim eða starfsfólk sem hefur ekki náð árs starfsaldri á Sólheimum. Samt sem áður telja þessir aðilar sig í stakk búna til að gagnrýna skrif og ummæli talsmanns Sólheima-samtakanna, Ríkisendurskoðun fyrir úttekt sína og gagnrýni Páls Péturssonar félags- málaráðherra. Hvort sem um er að ræða starfsmann, fyrrverandi starfs- mann, stjórn eða aðstandanda vilja allir sjá frið í kringum starfsemi Sól- heima, á því er enginn undantekning. Því þurfa að verða breytingar á stjórn Sólheima. GUÐRÚN HELGA GUÐBJÖRNSDÓTTIR, garðyrkjutæknifræðingur, búsett og starfandi á Sólheimum frá 1993–1998. Sólheimar Frá Guðrúnu Helgu Guðbjörns- dóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.