Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ásta LaufeyBjörnsdóttir
fæddist í Ánanaust-
um í Reykjavík 24.
nóvember 1908. Hún
lést á hjúkrunardeild
Hrafnistu í Hafnar-
firði 17. júní síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Anna Páls-
dóttir, f. 17. sept-
ember 1888, d. 6.
desember 1961, og
Björn Jónson skip-
stjóri, f. 6. júlí 1880,
d. 9. ágúst 1946. Ásta
var elst af 13 systk-
inum, sem ólust upp hjá foreldrum
sínum í Ánanaustum, en systkinin
eru: 1) Jón, f. 28. júlí 1910, d. 13.
ágúst 1996, kvæntur Jennýju Guð-
laugsdóttur; 2) Sigurbjörg, f. 5.
nóvember 1911, d. 29. maí 1946,
gift Morten Ottesen; 3) Unnur, f. 3.
nóvember 1913, d. 15. september
1937, gift Friðþjófi Þorsteinssyni;
4) Björgvin Halldór, f. 24. ágúst
1915, d. 11. janúar 1944, kvæntur
Ástu Þorkelsdóttur; 5) Hildur, f. 27.
nóvember 1916, gift Gísla Kærne-
sted; 6) Viggó Páll, f. 27. febrúar
1918, d. 15. apríl 1986, kvæntur
Ólöfu Benediktsdóttur; 7) Sigríður,
f. 1. nóvember 1919, d. 10. júlí 1970,
gift Bjarna Benediktssyni; 8) Anton
Björn, f. 6. júní 1921, d. 26. nóv-
ember 1943, unnusta hans var
arstjóra, f. 14. nóvember 1925, og
eiga þau fjögur börn; 4) Grétar, f. 3.
ágúst 1934, d. 28. maí 2002, stýri-
maður, skipstjóri og forstjóri,
kvæntur Guðlaugu Pálsdóttur
skrifstofumanni, f. 12. desember
1935, d. 16. október 1982. Þau eign-
uðust fjögur börn. Eftirlifandi kona
Grétars er Ólöf Inga Klemensdótt-
ir, f. 22. maí 1934. Hún á tvær dæt-
ur frá fyrra hjónabandi; 5) Tvíbur-
ar, f. 19. júlí l941, tveir drengir, sem
dóu skömmu eftir fæðingu,
óskírðir; 6) Anna Þórunn Ottesen
verslunarstjóri, f. 18. júní 1942, gift
Jóni Björnssyni apótekara, f. 13.
júlí 1936. Þau eiga þrjú börn. Anna
Þórunn er dóttir Sigurbjargar,
systur Ástu, en ólst upp hjá Ástu og
Hirti frá fjögurra ára aldri.
Ásta lauk prófi frá Kvennaskól-
anum í Rvík 1926. Hún vann hjá
Bæjarsíma Rvíkur (miðstöð) frá
1926–1927. Ásta rak Verslunina
Reynimel á Bræðraborgarstíg 22
1938–1948 og í tengslum við hana
sníða- og saumastofu. Árið 1961 hóf
hún aftur verslunarrekstur á sama
stað og sinnti honum til l972. Á ár-
unum 1973–1985 starfaði hún sem
gæslukona á Þjóðminjasafni Ís-
lands. Hún starfaði lengi í Kven-
réttindafélagi Íslands, Sjálfstæðis-
kvennafélaginu Hvöt, kirkjunefnd
kvenna Dómkirkjunnar, Mæðra-
styrksnefnd og sat auk þess í skóla-
nefnd Kvennaskólans í Reykjavík í
tólf ár. Hún var einnig virkur félagi
í Oddfellowreglunni í Reykjavík frá
árinu 1955.
Útför Ástu Laufeyjar fer fram
frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Berta Karlsdóttir; 9)
Auðbjörg, f. 5. apríl
1923, fyrri maður
hennar var Anton Er-
lendsson, seinni maður
hennar er Guðmundur
Benediktsson; 10) Har-
aldur, f. 2. október
1924, kvæntur Þóru
Stefánsdóttur; 11)
Guðjón, f. 27. febrúar
1926, d. 11. janúar
1944; 12) Valdimar, f.
16. ágúst 1927, kvænt-
ur Steinunni Guð-
mundsdóttur.
Ásta giftist 8. októ-
ber 1927 Hirti Hjartarsyni, kaup-
manni í Rvík, f. 31. október 1902, d.
15. febrúar 1985. Foreldrar hans
voru Hjörtur Jónsson, steinsmiður
og sjómaður í Rvík, og kona hans,
Margrét Sveinsdóttir frá Ártúni á
Kjalarnesi. Börn Ástu og Hjartar
eru: 1) Björn bankaútibússtjóri, f.
12. febrúar 1928, d. 4. júní 1992,
kvæntur Sigríði Theódóru Ármann
balletkennara, f. 26. maí 1928. Þau
eignuðust fjögur börn; 2) Hjörtur,
vélfræðingur og nú kaupmaður á
Seltjarnarnesi, f. 23. desember
1929, kvæntur Jennýju Guðmunds-
dóttur verslunarstjóra, f. 9. septem-
ber 1928, og eiga þau sex börn; 3)
Anna, vélritunar- og tölvukennari,
f. 9. desember 1931, gift Aðalsteini
Kristjánssyni, stýrimanni og deild-
Amma Ásta er dáin. Fréttin sem
slík kom kannski ekki á óvart enda
búið að liggja fyrir í nokkurn tíma
hvert stefndi og hún jafnt sem aðrir
gerðu sér grein fyrir því. Mér brá
samt óneitanlega mikið þegar ég fékk
fréttirnar og upp í hugann komu ótal
minningar. Í huga mínum hefur
amma Ásta alltaf verið þarna og í
raun verið órjúfanlegur hluti af til-
veru minni, því nánast frá þeim tíma
að ég komst til vits hefur samgang-
urinn verið mikill. Fyrst þegar ég bjó
með foreldrum mínum hjá ömmu og
afa Hirti á Bræðraborgarstíg. Seinna
bjuggu þau hjá okkur í Garðabæ áður
en þau fluttu í Espigerði. Á mennta-
skólaárunum á Laugarvatni gisti ég
alltaf hjá þeim þegar ég var í bænum
og síðar í háskólanum var ég fastur
matargestur tvisvar til þrisvar í viku.
Það var eitthvað allt annað og miklu
meira en þörfin fyrir gistingu eða mat
sem olli því hversu mikið ég sótti til
þeirra. Hjá þeim fann ég öryggi og
hlýju og hjá þeim leið manni vel.
Amma Ásta var fyrir margra hluta
sakir merkileg kona og minnisstæð.
Umhyggja hennar fyrir fjölskyldunni
var mikil og þótt ættbogi hennar sé
orðinn stór var hún alla tíð vel að sér
um nánast allt sem þar gekk á. Amma
var orðin gömul og þrátt fyrir að lík-
aminn hafi smám saman verið að gefa
sig síðustu árin, var skilningurinn og
minnið óbreytt þangað til undir það
síðasta, hvort heldur umræðuefnið
var pólitik, fæðingardagur einhvers í
fjölskyldunni eða hver bjó á Vestur-
götu 55a eftir stríð. Pólitík var henni
hugleikin og ræddum við slíka hluti
oft, en skemmtilegast fannst mér að
ræða við hana um gömlu dagana,
mannlífið þá og atburði og fólk sem
hún upplifði en er sagnfræði fyrir
mér. Þar kunni hún frá mörgu að
segja og ákaflega margt af því hefur
orðið mér umhugsunarefni síðar
meir.
Á langri ævi eru skin og skúrir og
amma Ásta fór ekki varhluta af því,
þótt það væri ekki hennar siður að
bera sorgir sínar á torg. Þótt gleði-
stundirnar hafi sem betur fer verið
miklu fleiri, hefur hún þurft að horfa á
eftir tveimur sonum sínum, sem
beggja er sárt saknað.
Ég kveð þig með miklu þakklæti í
huga og mun minnast þín meðan ég
lifi. Hafðu þökk fyrir samfylgdina.
Björn Jónsson.
Dauðinn er sólarupprás,
uppstigning geislandi sólar úr djúpi lífsins
Bjarma hennar slær á moldina og hafið
Án dauðans væri lífið kalt og dimmt
Dauðinn er brunnur
Án hans væru akrarnir vatnslausir
og skrælnuðu
Án dauðans væri lífið án merkingar
(Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.)
Fallin er frá í hárri elli amma mín
Ásta L. Björnsdóttir frá Ánanaust-
um, þar er gengin sú kona sem hefur
haft hve mest áhrif á mig sem ein-
stakling og kveð ég hana með virð-
ingu og þakklæti fyrir allt.
En ég átti því láni að fagna að vera
samvistum við þau ömmu og afa lang-
tímum saman, bæði var það að ég bjó
hjá þeim um tíma og svo vann ég und-
ir þeirra stjórn og handleiðslu í versl-
unum þeirra í öllum skólafríum og í
sumarleyfum eftir að ég var komin á
unglingsár. Það var ómetanlegur tími
fyrir mig og margs er að minnast frá
þessum tíma nú þegar komið er að
kveðjustund.
En amma Ásta var ekki aðeins
amma mín því hún var einnig trún-
aðarvinkona mín, henni gat ég sagt
allt sem ég gat ekki sagt öðrum. Það
var oft glatt á hjalla þegar ég bjó hjá
þeim og hún var að hjálpa mér að búa
mig á skólaböllin og afi fylgdist með
og hafði gaman af öllu saman. Fal-
legar voru líka gjafirnar frá henni,
alltaf vel valdar af mikilli smekkvísi.
Amma var mjög mikil hannyrðakona
enda rak hún sníða- og saumastofu í
tíu ár. Það kom fyrir þegar allt var
komið í hnút með handavinnuna í
skólanum að læðst var til ömmu og
hún hjálpaði litlum klaufa við að ljúka
við verkið.
Amma og afi voru einstaklega
glæsileg hjón, en amma var nítján ára
að aldri er þau gengu í hjónaband og
afi tuttugu og fimm ára. Hjónaband
þeirra gæfuríkt og þau afar samhent
og báru mikla virðingu hvort fyrir
öðru. Afi Hjörtur lést 15. febrúar
1985.
Heimili ömmu og afa var lengst af á
Bræðraborgarstíg 22 í Reykjavík.
Þar rak amma verslun um tíu ára
skeið og afi rak sína verslun á
Bræðraborgarstíg 1. Oft var ég send
með hádegismatinn til afa, því hann
gaf sér ekki alltaf tíma til að fara heim
í mat, það var oft mikið að gera í versl-
uninni. Þrátt fyrir að verslunin væri
ekki stór var afi með mikil umsvif, því
hann seldi kost í ótal skip og báta. Í þá
daga voru flestar húsmæður í vest-
urbænum heimavinnandi og pöntuðu
vörurnar og var það oft minn starfi að
taka til pantanir og hjóla með þær um
vesturbæinn.
Þar var oft glatt á hjalla, þegar
stórfjölskyldan kom saman á góðum
stundum sem voru margar og eftir-
minnilegar á heimili ömmu og afa.
Veislurnar hennar ömmu voru glæsi-
legar og skemmtilegar, mikið hlegið
og sagðar skemmtilegar sögur.
Það var tekið eftir henni ömmu
hvar sem hún fór og mér þótti mikið
til um hve strákarnir í hverfinu báru
mikla virðingu fyrir henni og kölluðu
hana „skipstjórann í vesturbænum“.
Amma Ásta var alin upp í stórum
og föngulegum systkinahóp í Ána-
naustum, hún var elst og tók fljótt for-
ystuna og hélt henni til dauðadags,
sannkölluð ættmóðir.
En lífið var ekki aðeins dans á rós-
um, hún amma mín fór ekki varhluta
af sorginni, hún varð að sjá á eftir
fjórum börnum sínum, eiginmanni og
átta systkinum. Sorg sína bar hún af
mikilli reisn og æðruleysi.
Amma Ásta var gædd góðum gáf-
um, orðheppin og mikill fagurkeri.
Hún var glæsileg kona, ávallt vel
klædd og tíguleg. Amma Ásta fylgdist
afar vel með mönnum og málefnum
og það kom enginn að tómum kofan-
um hjá henni þegar málefni sem efst
voru á baugi bar á góma, var alla tíð
mjög pólitísk og hafði ákveðnar skoð-
anir á þjóðmálum.
Hún mundi alla afmælis og merk-
isdaga ekki aðeins niðja sinna, heldur
einnig niðja systkina sinna og fylgdist
af alhug með þeim öllum í leik og
starfi. Hún starfaði lengi í Kvenrétt-
indafélaginu, Sjálfstæðiskvennafélag-
ÁSTA L.
BJÖRNSDÓTTIR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
!"#$ ""
"
%
!!
" !
#$% !
&'(" ! "))
*+& #,# ! ")) -!$%!!
(" !#,# !! #*+& (" ! "))
#- #,# ! "))
#*+& #,# !! (" (" ! "))
( !. #,# ! ")) /!$/)#(" !! 0
&
(
1, .23
4+.4
' ((
)
" "# *
+,+
(" 5 #%4!!
) #%4!!
)'% " %4!!
6 +%,#%4!! 0
7(
&,#,89
4+.4
' $
(-
(" " !!
" (" !! ##$%! "))
/)(" ! "))
(" 7 -!)(" !! +#- :;"! "))
$%7 -!) 1+ "0
. /
"
"
< 765 >?%!)&#,
)
" ) (0
-++
) ! "))
+7 ")) ')#(" !!
'.0 "'! ")) (" !4$/)#!!
!) <0 "'!! !& #,# ! "))
(" ')# "'!!
#*+& + "'! "))
64) (" !! 0
"
"
< 7 +# @
4+.4
' $ $ &
) (1
!"# )
" 2 ) %
(
*++
1 '! ")) +&'#'!!
'#?0+&'!! 6* 70 # "))
(" 0+&'!! 5 - 0 "'! "))
#' 50" ")) <4<4!!
* * *& 0