Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 37 stað þess að vinstri vængurinn eyði öllum kröftum í að vera á móti hnatt- væðingunni vill hann að menn líti á raunveruleikann og spyrji síðan sjálfa sig hvort þeir vilji að þróunin verði á forsendum hægrimanna eða fé- lagshyggjufólks. Hann vill að flokkur sinn styrki ESB í stað þess að vera í andófi vegna þess að hann telur ESB vera eina mótvægið gegn Bandaríkj- unum. Svipuð viðhorf koma fram í grein sem Jack Straw, utanríkisráð- herra Breta, skrifar í The Inde- pendent sl. haust. Að mati hans eykur Evrópusambandið möguleika þátt- tökuríkjanna til að verja hagsmuni þegna sinna. Þannig eru þeir ýmsir sem sjá Evrópusambandið sem eina mögulega mótvægið við ofurvaldi Bandaríkjanna í heiminum og þar með einu leið evrópskra ríkja til að verjast ásókn hinna bandarísku áhrifa sem eru hluti alþjóðavæðing- arinnar. Fullvalda þjóð er virkur þátttakandi Stjórnmálamenn og fólkið í landinu þurfa að taka afstöðu til stöðu Íslands í alþjóðamálum og þá ekki síst til þess hvernig sambandi Íslands við ESB verður háttað. Þess vegna er mál- efnaleg umræða og upplýsing svo mikilvæg. Það er lítil hefð fyrir því að tala um mál af þessu tagi og orðræðan gjarnan sprottin úr jarðvegi þjóð- frelsisbaráttunnar. Sumir stjórn- málamenn hafa líka leyft sér að nota meinta sjávarútvegstefnu ESB sem afsökun fyrir því að ræða ekki mögu- lega aðild að sambandinu og afgreiða umræðuna gjarnan með frasanum að að óbreyttri sjávarútvegsstefnu komi aðild ekki til greina. Og þá þarf enga umræðu. Þess vegna er umræða og upplýsing um sjávarútvegsstefnu ESB og möguleika okkar svo sérstak- lega mikilvæg svo að þeir stjórnmála- menn sem eiga að taka málefnalegan þátt í umræðunni geti ekki skotið sér á bak við hana. Það er líka mikilvægt að umræðan fari fram í ljósi raunverulegra að- stæðna í heiminum. Við lifum á tímum alþjóðavæðingar. Óbreytt ástand er ekki valkostur og varla hið veikburða ríkisígildi sem Bauman lýsir. Við hljótum að taka tillit til þeirra breyt- inga sem eru að verða og skoða stöðu okkar í Evrópu og íhuga hvernig við stöndum best vörð um félagskerfi okkar og menningu, íhuga með hverj- um við eigum helst samleið. Og þótt einhverjum þyki öryggi í því að hafa asklok fyrir himin getum við ekki ein- ungis tekið þátt í alþjóðasamstarfi til að verja efnahagslega hagsmuni okk- ar gagnvart öðrum þjóðum. Við hljót- um líka að vilja vera virkir þátttak- endur í lýðræðisþróun Vesturlanda. Það er háttur fullvalda þjóða. Höfundur er þingmaður Samfylkingar. ESB Það er líka mikilvægt, segir Svanfríður Jón- asdóttir, að umræðan fari fram í ljósi raun- verulegra aðstæðna. léttöl N O N N I O G M A N N I | Y D D A / s ia .i s N M 0 6 7 2 3NÝJAR VÖRUR: Kjölur kvenflíspeysa Verð 7.990 kr. Flísskyrta Verð 7.490 kr. Ryðfríar Blómagrindur fríar Blómagrindur með hengi Tilboðsverð kr. 2.995 áður kr. 3,595 Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.