Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ EFNAHAGSBROTADEILD ríkis- lögreglustjóra handtók fjármála- stjóra Vísis.is ehf. og Fréttablaðsins á föstudag vegna rannsóknar á meintu fjármálamisferli hans sem mun tengj- ast rekstri beggja fyrirtækjanna. Jón Gunnar Zoëga, lögmaður einkahlutafélagsins Vísis.is ehf., sem rak m.a. netmiðilinn Vísi.is, segir að fjármálastjóri Vísis hafi talið sig hafa heimild til yfirdráttar á reikningi fé- lagsins hjá SPRON en forráðamenn SPRON telji að svo hafi ekki verið. SPRON hafi því sent kæru til emb- ættis ríkislögreglustjóra vegna notk- unar á reikningnum í apríl og til loka maí, samtals að fjárhæð rúmlega 20 milljónir króna. „Það eina sem ég get staðfest er að síðastliðinn föstudag var farið fram á gæsluvarðhald yfir forsvarsmanni í fyrirtæki í borginni vegna rannsókn- ar á meintu fjármálamisferli sem Sparisjóður Reykjavíkur og nágrenn- is hafði kært til okkar,“ segir Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra, en blaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að um sé að ræða fjármálastjórann. Jón kvaðst ekki vilja fjalla frekar um málið opinberlega eða tengja rann- sóknina ákveðnum fyrirtækjum eins og gert hefði verið í fjölmiðlum og væri sér og sínu embætti með öllu óviðkomandi. „Til þess er ekkert til- efni, en ég get þó sagt að rannsókn- inni miðaði það vel um helgina að ekki voru forsendur til að knýja á um gæsluvarðhald yfir manninum,“ sagði Jón. Hann bætti því við að rannsóknin héldi áfram og væri ekki hægt að segja til um hvort eða hvenær ákæra kynni að verða gefin út. Í yfirlýsingu sem Jón Gunnar Zoëga, lögmaður Vísis.is ehf., sendir fyrir hönd félagsins segir að ekki hafi verið haft samband við stjórn eða eig- endur Vísis vegna málsins né óskað eftir greiðslu á yfirdrættinum. Þá hafi engin samtöl farið fram milli SPRON og stjórnar eða eigenda Vísis. Þá seg- ir Jón Gunnar að allar getgátur um aðild annarra félaga, þar á meðal Fréttablaðsins, að þessu máli séu úr lausu lofti gripnar. Greiðslur sem far- ið hafi af reikningum Vísis til Frétta- blaðsins og fjölda annarra aðila séu allar tengdar skuldauppgjöri og rekstri félagsins. Fréttablaðið hafi selt Vísi fréttir og margvíslega aðra þjónustu og þegið fyrir greiðslur samkvæmt þjónustusamningum. Harmað sé að getgátur um annað hafi fengið byr undir báða vængi í fjöl- miðlum. Í lok apríl keypti Femin.is rekstur á fréttavefnum Vísi.is af Frjálsri fjöl- miðlun. Handtaka fjármálastjóra Vísis.is ehf. og Fréttablaðsins Ekki var talin þörf á gæsluvarðhaldi FERÐASKRIFSTOFAN Heims- ferðir hefur flug til Parma frá Ís- landi í sumar og er það í fyrsta sinn, sem flogið er beint til þess- arar borgar í norðurhluta Ítalíu. Að sögn Andra Más Ingólfssonar, framkvæmdastjóra Heimsferða, er þegar orðið uppselt í fyrstu ferðina, 1. ágúst, en enn eru laus sæti í ferðir 22. ágúst og 19. sept- ember auk þess sem meira fram- boð á ferðum til Parma er áætlað næsta sumar. Heimsferðir kynntu þennan nýja áfangastað á blaðamanna- fundi í gær. Viðstaddir fundinn voru einnig Silvia Ramenzoni, fulltrúi Chiariva-ferðaskrifstof- unnar er Heimsferðir hafa starfað með, Monica Cantarelli, markaðs- stjóri Parma-flugvallar, og Vinc- enzo Bernazzoli, aðstoðarmaður héraðsstjóra Parma, og kynntu þau hvað svæðið, Emilia Rom- agna-sýslan, hefur uppá að bjóða. Yfir 5.000 íslenskir ferðamenn fara á vegum Heimsferða til Ítal- íu í sumar, sem er stórfelld aukn- ing. Heimsferðir bjóða upp á ferð- ir til Verona, Bologna og Parma í ár auk Mílanó, en einnig var flog- ið á síðastnefnda staðinn í fyrra. Að sögn Andra Más hafði íslensk- um ferðamönnum á Ítalíu fækkað stöðugt síðasta áratuginn eða svo áður en beint flug hófst. Hugmyndin um beint flug til Parma kom upp í fyrra þegar Heimsferðir hugleiddu marg- víslega ferðamöguleika til Ítalíu. „Það hefur sýnt sig að þegar beint flug hefst, margfaldast ferðamannafjöldinn á staðinn,“ sagði Andri Már og bendir á að 150 manns fari í fyrstu vikuferð- ina til Parma í ágúst, mun fleiri en ef ferðin hefði verið boðin með millilendingu í London. Flogið er til Parma í leiguflugi með Azzurra Air og er þaðan far- ið til Salsomaggiore, sem að sögn Andra Más, er einn þekktasti heilsubær á Ítalíu. Áhersla er lögð á golf og heilsu í ferðinni en bærinn státar af sjö golfvöllum í næsta nágrenni og góðri aðstöðu til heilsuræktar og heilsubaða en vatnið í bænum er þekkt fyrir efnainnihald þess. Chiariva er elsta ferðaskrif- stofa Ítalíu, stofnuð árið 1878, og sú þriðja elsta í heiminum en skrifstofan hefur starfað með Heimsferðum frá því í fyrra. Ramenzoni lagði áherslu á að samstarfið við Heimsferðir gengi mjög vel og áhugi væri á að kynna ekki aðeins stærstu staði Ítalíu heldur einnig þá minni. Hún benti á að Ísland væri sífellt að verða þekktara meðal Ítala þannig að þetta samstarf gagnist báðum og góð samvinna væri við yfirvöld á staðnum. Cantarelli sagði mikilvægt að hafa flugvöll í borginni en flug- völlurinn, sem er kenndur við Verdi, er lítill og aðeins í þriggja kílómetra fjarlægð frá miðborg Parma. Vegna smæðarinnar tekur innritun og fleiri hlutir stuttan tíma á vellinum, að sögn hennar. Ennfremur er flogið þaðan áfram til Spánar, Grikklands, Sikileyjar, Rómar, Sardiníu, Parísar, London og Brussel. Heimsferðir hefja beint flug til Parma Morgunblaðið/Arnaldur Viðstödd fundinn voru Andri Már Ingólfsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, Vincenzo Bernazzoli, aðstoðarmaður héraðsstjóra Parma, Silvia Ramenzoni, fulltrúi Chiariva, og Monica Cantarelli, markaðs- stjóri Parma-flugvallar. BLÓMAMARKAÐUR verður á Lækjartorgi í sumar og verður byrj- að að selja þar blóm frá og með deg- inum í dag, segir í fréttatilkynningu frá Blómalagernum sem mun standa að markaðnum. Þar segir að und- anfarið hafi borist óskir frá við- skiptavinum um að opnaður yrði úti- markaður þar sem hægt væri að kaupa blóm. Ennfremur kemur fram að blómin verði seld milliliða- laust frá bónda, en Blómalagerinn er í eigu þriggja garðyrkjustöðva. Fyrirtækið rekur verslanir á Smára- torgi í Kópavogi og í Keflavík. Morgunblaðið/Sverrir Blómamarkaður á Lækjartorgi í sumar FLUGFÉLAGIÐ Jórvík hf. hefur hafið starfsemi á ný en flug á vegum félagsins hefur legið niðri frá 1. júní eftir að yf- irvöld ákváðu að gefa ekki út flugrekendaskírteini til félags- ins. Félagið hefur nú fengið út- gefið flugrekandaskírteini sam- kvæmt kröfum evrópskra JAR Ops-1 reglna eftir athugun Flugmálastjórnar. Starfsemin er nú komin í gang aftur og segir í frétt frá félaginu að vonast sé til að tak- ast megi að vinna upp það tjón sem stöðvunin hafi haft í för með sér. Þar kemur fram að það sé skoðun Jórvíkur að minni flugrekendur eigi undir högg að sækja og að alvarlegir gallar séu á framsettum reglum sem þurfi að skoða. Í frétinni segir einnig: „Þá er einnig skorað á samgönguyfir- völd að þau skoði réttarstöðu flugrekanda með tilliti til úr- ræða gagnvart framkvæmda- valdinu, því félög í viðkvæmum og sveiflukenndum rekstri standa berskjölduð gagnvart duttlungakenndum ákvörðun- um embættismanna og hæg- virku kerfi stjórnsýslunnar.“ Þar segir ennfremur, „Ljóst má vera að styrkur félags til að standast missi starfsréttinda þarf að vera mikill til að halda úti glímu við embættismanna- kerfi það sem er við lýði á Ís- landi.“ Flugmálastjórn vísar ásökunum á bug Í frétt sem Flugmálastjórn sendi frá sér í gærkvöldi er ásökunum Jórvíkur um „duttl- ungakenndar ákvarðanir emb- ættismanna og hægvirkt kerfi stjórnsýslunnar“ vísað á bug. Þar segir m.a.: „Flugfélagið Jórvík lýtur sömu reglum og önnur flugfélög í landinu. Til að fá útgefið flugrekstrarleyfi þurfa flugfélög að uppfylla ákveðnar kröfur um fjárhags- stöðu. Mál Jórvíkur hefur ein- göngu snúist um fjárhagsstöðu félagsins og þ.a.l. um útgáfu flugsrekstrarleyfis en varðar ekki flugöryggiskröfur sem gerðar eru vegna flugrekenda- skírteinis.“ Jórvík fær flug- rekenda- skírteini SPRENGJUSÉRFRÆÐINGAR Landhelgisgæslunnar voru kallaðir út eftir að skipstjórinn á Fróða ÁR-33, sem var að humarveiðum í Jökuldýpi suðvestur af Snæfellsnesi, hafði samband við stjórnstöð Gæsl- unnar og tilkynnt að tundurdufl hefði komið í vörpuna. Þar sem varðskip Landhelgis- gæslunnar var statt fyrir utan Helguvík, þegar kallið kom um klukkan 15.50 í fyrradag, var ákveðið að sprengjusérfræðingar færu með varðskipinu til móts við Fróða og könnuðu málið. Staðfestu þeir að um breskt kapaltundurdufl væri að ræða. Í duflið vantaði bæði hvell- hettu og forsprengju og það var því ekki virkt. Aðal sprengihleðslan var þó enn í duflinu, samtals 225 kíló af sprengiefninu TNT. Farið var með duflið í land í Helguvík og þaðan var það flutt að Stapafelli þar sem sprengjusérfræðingar eyddu því. Fékk kapaldufl í vörpuna í Jökuldýpi TVEIR tæplega tvítugir bræður hafa verið dæmdir fyrir að stela rúmlega sjö þúsund lítrum af bens- íni, samtals að andvirði um 745 þús- und krónur frá bensínstöðvum Olís. Annar þeirra var dæmdur í níu mánaða fangelsi en hinn í tólf mán- aða fangelsi. Stærstur hluti refsing- arinnar er skilorðsbundinn. Menn- irnir hafa áður hlotið dóm fyrir þjófnað og tilraun til þjófnaðar og rufu skilorð með bensínþjófnaðin- um. Bræðurnir stálu bensíni í 137 skipti á tímabilinu frá 17. maí til 7. júní á síðasta ári. Alls tóku þeir 7.275,31 lítra með því að nota í heim- ildarleysi bensínkort Íslandspósts frá Olís hf. Annar mannanna játaði að hafa selt öðrum bensín af kortinu í einhver skipti. Í dómnum kemur fram að skráðar eru 22 úttektir af einni og sömu bensínstöðinni á sex klukkustunda tímabili á einum degi í maí í fyrra. Alls voru teknir um 1.400 lítrar af bensíni fyrir um 137.700 krónur samtals. „Ljóst er að ákærðu hafa ekki tekið svo mikið magn af bensíni ein- göngu til eigin nota á svo stuttum tíma,“ segir í dómnum. Annar bræðranna sagði „alla“ hafa notað kortið og hinn neitaði því að hafa selt bensín til að greiða fyrir skuld- ir. Einhverjir hefðu þó greitt fyrir bensínið. Bensíninu var eingöngu stolið af þremur bensínstöðvum en hann vildi ekki kannast við að það væri einhver sérstök ástæða fyrir því að þessar ákveðnu bensínstöðv- ar urðu fyrir valinu og neitaði að hafa átt myndavélar á stöðvunum. Tveir menn til viðbótar voru ákærðir fyrir hlutdeild í öðrum meintum brotum bræðranna en dómurinn sýknaði fyrir þau brot. Dæmdir fyrir að stela 7.275 lítrum af bensíni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.