Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HERRATÍSKUVIKA stendur yfir í Mílanó í Ítalíu en þar má sjá vor- og sumarföt næsta árs. Sýn- ingarnar hófust á sunnudag og lýkur í dag og á meðal þeirra hönnuða er sýnt hafa herratísk- una nú þegar eru Dolce og Gabb- ana, Miuccia Prada, Valentino og Roberto Cavalli. Hitabylgja geng- ur sem stendur yfir Ítalíu og er júnímánuður sá heitasti í landinu í hálfa öld. Hjá Versace mátti sjá sannan glamúr, mikið af svörtu og hvítu og skyrtur hnepptar niður að mitti en tónlist Marilyn Manson hljómaði undir sýningunni. Ca- valli hélt einnig sínum rokkstíl með tilheyrandi glansi, sýndi silf- urjakkaföt í bland við náttúruleg efni en sá gamli gleymdi söngvari Terence Trent D’Arby gekk sýn- ingarpallana íklæddur hjartar- skinni. Sýning Vivienne Westwood var að venju ekki laus við kímni að hætti breska hönnuðarins en á meðal þess sem vakti athygli á sýningu hennar var bolur með áprentuðum kvenmannsbrjóstum. Prada-sýningin skar sig úr að venju en stíll Prada er ávallt auð- þekkjanlegur. Hún einbeitir sér að því stílhreina frekar en yfir- drifinni karlmennsku og er óhrædd við að láta karlmenn sína klæðast níðþröngum og ofur- stuttum stuttbuxum. Sumar- tíska í hitabylgju í Mílanó Vivienne Westwood Versus Roberto Cavalli Dolce & Gabbana Vivienne Westwood Dolce & Gabbana Prada Prada Gucci ÍSLENSKA sveitin Leaves er að gera það gott um þessar mundir og er mikill áhugi á hljómsveitinni hjá erlendum sem innlendum tónlistar- spekúlöntum og fjölmiðlum. Hljóm- sveitin hefur gert sex platna samn- ing við útgáfufyrirtækið B-unique sem er dótturfyrirtæki Dream- works. Leaves er skipuð fjórmenningun- um Arnari Guðjónssyni, Arnari Ólafssyni, Halli Má Hallssyni og Bjarna Grímssyni. Hljómsveitin mun ein sjá um upp- hitun fyrir Skotana í Travis sem leika munu fyrir landsmenn í Laug- ardalshöllinni 4. júlí næstkomandi. Leaves mun jafnframt leika á ár- legri tónlistarhátíð í Glastonbury á Englandi í sumar og í kjölfarið leggja upp í tónleikaferð um Bret- land með hljómsveitinni Athleat, sem spáð er góðu gengi í framtíðinni líkt og Leaves. Síðastliðið mánudagskvöld hélt Leaves tónleika í Iðnó. Fullt var út úr dyrum og áhugi greinilega mikill á því að sjá og heyra í Laufunum sem spáð er svo góðu gengi. Það voru ekki bara samlandar þeirra Leaves- manna sem fjölmenntu í Iðnó heldur var á staðnum fjöldinn allur af fjöl- miðlamönnum frá miðlum á borð við MTV, Top of the Pops, BBC, Chann- el 4, NME og Arena sem komu hing- að til lands gagngert í þeim tilgangi að hlýða á sveitina. Það var greinilegt að viðstaddir voru vel með á nótum þeirra Leaves- manna og kunnu vel að meta það sem fyrir þá var spilað. Það verður því spennandi að fylgj- ast með gengi Leaves í framtíðinni því sveitin ætlar sér greinilega stóra hluti. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leaves stóðu sig með prýði á tónleikunum og náðu vel til áhorfenda. Laufin trylla Þeir Ólafur Páll Gunnarsson og Daníel Ágúst Haraldsson lauf- léttir á tónleikunum. Tónleikar hljómsveitarinnar Leaves í Iðnó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.