Morgunblaðið - 27.06.2002, Side 58

Morgunblaðið - 27.06.2002, Side 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HERRATÍSKUVIKA stendur yfir í Mílanó í Ítalíu en þar má sjá vor- og sumarföt næsta árs. Sýn- ingarnar hófust á sunnudag og lýkur í dag og á meðal þeirra hönnuða er sýnt hafa herratísk- una nú þegar eru Dolce og Gabb- ana, Miuccia Prada, Valentino og Roberto Cavalli. Hitabylgja geng- ur sem stendur yfir Ítalíu og er júnímánuður sá heitasti í landinu í hálfa öld. Hjá Versace mátti sjá sannan glamúr, mikið af svörtu og hvítu og skyrtur hnepptar niður að mitti en tónlist Marilyn Manson hljómaði undir sýningunni. Ca- valli hélt einnig sínum rokkstíl með tilheyrandi glansi, sýndi silf- urjakkaföt í bland við náttúruleg efni en sá gamli gleymdi söngvari Terence Trent D’Arby gekk sýn- ingarpallana íklæddur hjartar- skinni. Sýning Vivienne Westwood var að venju ekki laus við kímni að hætti breska hönnuðarins en á meðal þess sem vakti athygli á sýningu hennar var bolur með áprentuðum kvenmannsbrjóstum. Prada-sýningin skar sig úr að venju en stíll Prada er ávallt auð- þekkjanlegur. Hún einbeitir sér að því stílhreina frekar en yfir- drifinni karlmennsku og er óhrædd við að láta karlmenn sína klæðast níðþröngum og ofur- stuttum stuttbuxum. Sumar- tíska í hitabylgju í Mílanó Vivienne Westwood Versus Roberto Cavalli Dolce & Gabbana Vivienne Westwood Dolce & Gabbana Prada Prada Gucci ÍSLENSKA sveitin Leaves er að gera það gott um þessar mundir og er mikill áhugi á hljómsveitinni hjá erlendum sem innlendum tónlistar- spekúlöntum og fjölmiðlum. Hljóm- sveitin hefur gert sex platna samn- ing við útgáfufyrirtækið B-unique sem er dótturfyrirtæki Dream- works. Leaves er skipuð fjórmenningun- um Arnari Guðjónssyni, Arnari Ólafssyni, Halli Má Hallssyni og Bjarna Grímssyni. Hljómsveitin mun ein sjá um upp- hitun fyrir Skotana í Travis sem leika munu fyrir landsmenn í Laug- ardalshöllinni 4. júlí næstkomandi. Leaves mun jafnframt leika á ár- legri tónlistarhátíð í Glastonbury á Englandi í sumar og í kjölfarið leggja upp í tónleikaferð um Bret- land með hljómsveitinni Athleat, sem spáð er góðu gengi í framtíðinni líkt og Leaves. Síðastliðið mánudagskvöld hélt Leaves tónleika í Iðnó. Fullt var út úr dyrum og áhugi greinilega mikill á því að sjá og heyra í Laufunum sem spáð er svo góðu gengi. Það voru ekki bara samlandar þeirra Leaves- manna sem fjölmenntu í Iðnó heldur var á staðnum fjöldinn allur af fjöl- miðlamönnum frá miðlum á borð við MTV, Top of the Pops, BBC, Chann- el 4, NME og Arena sem komu hing- að til lands gagngert í þeim tilgangi að hlýða á sveitina. Það var greinilegt að viðstaddir voru vel með á nótum þeirra Leaves- manna og kunnu vel að meta það sem fyrir þá var spilað. Það verður því spennandi að fylgj- ast með gengi Leaves í framtíðinni því sveitin ætlar sér greinilega stóra hluti. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leaves stóðu sig með prýði á tónleikunum og náðu vel til áhorfenda. Laufin trylla Þeir Ólafur Páll Gunnarsson og Daníel Ágúst Haraldsson lauf- léttir á tónleikunum. Tónleikar hljómsveitarinnar Leaves í Iðnó

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.