Morgunblaðið - 30.06.2002, Side 15

Morgunblaðið - 30.06.2002, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 15 Víngerðarverslunin þín! Fremstir síðan 1959 Gæðavara á góðu verði Opið: Mán. - Fös.: 10:00 - 18:00 - Ármúla 15 - 108 Reykjavík - Sími: 533 3070 - Fax: 533 3071 Opnum á mánudag á nýjum stað OPNUNARTILBOÐ Ármúla 15. í glæsilegri verslun okkar að 10 79 / T A K T ÍK 2 8. 6´ 02 HEFST Í DAG SUNNUDAG AFSLÁTTUR ÚTSALAN Fatnaður á börn,fullorðna og verðandi mæður. Opið í dag milli kl 13:00 - 18:00 HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 19 ára gamlan karlmann í átta mánaða fangelsisvist fyrir að stinga 15 ára gamlan pilt þrívegis með hnífi utan við menningarmið- stöðina Gerðuberg í Reykjavík á ný- ársnótt. Sárin voru ekki alvarleg og var refsingin skilorðsbundin til tveggja ára. Fram kemur í dómnum að menn- irnir þekktust ekki. Árásarmaðurinn var mjög ölvaður þegar hann kom að Gerðubergi en þar var pilturinn í hópi unglinga. Maðurinn sagðist hafa talið sér standa ógn af hópnum en hann mundi þó lítið sem ekkert eftir atburðum. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að maðurinn hafi sannanlega verið upp- hafsmaður átakanna og ekkert hafi fram komið í málinu sem styðji þá fullyrðingu hans, að hann hafi orðið að grípa til vopnsins þar sem honum hafi verið ógnað. Hann hafi hins veg- ar játað brot sitt skýlaust og beri að virða honum það til refsilækkunar. Þá þyki sýnt að hann hafði ekki ein- beittan og styrkan vilja til að valda líkamstjóni enda áverkarnir ekki veittir af miklu afli. Fram kemur í dómnum að unglingurinn sem áverk- ana hlaut sé gróinn sára sinna en hins vegar hafi hann sofið illa síðan atvikið varð og fái martraðir. Valtýr Sigurðsson kvað upp dóm- inn. Ragnheiður Harðardóttir flutti málið f.h. ríkissaksóknara en Brynj- ólfur Eyvindsson hdl. var til varnar. Ekkert kom fram um að árásar- manni hefði verið ógnað NÝR sendiherra Svía á Íslandi, Bert- il Jobeus, afhenti trúnaðarbréf 5. júní sl. Hann tekur við af Herman af Trolle sem hefur gegnt embættinu síðan 1999. Joebus starfaði áður sem yfirmað- ur upplýsingamála hjá sænska utan- ríkisráðuneytinu. Á sjöunda og átt- unda áratugnum vann hann sem blaðamaður á Upsala Nya Tidning. Nýr sendi- herra Svía á Íslandi ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ MEIRIHLUTI bæjarstjórnar Ár- borgar hefur ákveðið að ganga til samninga við Einar Njálsson um að hann taki við starfi bæjarstjóra í Ár- borg. Stefnt er að því að ákvörðun þessi verði lögð fyrir bæjarráð Árborgar til samþykktar fimmtudaginn 4. júlí. Einar var bæjarstjóri í Grindavík síðasta kjörtímabil en hann var þar áður bæjarstjóri á Húsavík. Einar verður bæjarstjóri í Árborg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.