Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 15 Víngerðarverslunin þín! Fremstir síðan 1959 Gæðavara á góðu verði Opið: Mán. - Fös.: 10:00 - 18:00 - Ármúla 15 - 108 Reykjavík - Sími: 533 3070 - Fax: 533 3071 Opnum á mánudag á nýjum stað OPNUNARTILBOÐ Ármúla 15. í glæsilegri verslun okkar að 10 79 / T A K T ÍK 2 8. 6´ 02 HEFST Í DAG SUNNUDAG AFSLÁTTUR ÚTSALAN Fatnaður á börn,fullorðna og verðandi mæður. Opið í dag milli kl 13:00 - 18:00 HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 19 ára gamlan karlmann í átta mánaða fangelsisvist fyrir að stinga 15 ára gamlan pilt þrívegis með hnífi utan við menningarmið- stöðina Gerðuberg í Reykjavík á ný- ársnótt. Sárin voru ekki alvarleg og var refsingin skilorðsbundin til tveggja ára. Fram kemur í dómnum að menn- irnir þekktust ekki. Árásarmaðurinn var mjög ölvaður þegar hann kom að Gerðubergi en þar var pilturinn í hópi unglinga. Maðurinn sagðist hafa talið sér standa ógn af hópnum en hann mundi þó lítið sem ekkert eftir atburðum. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að maðurinn hafi sannanlega verið upp- hafsmaður átakanna og ekkert hafi fram komið í málinu sem styðji þá fullyrðingu hans, að hann hafi orðið að grípa til vopnsins þar sem honum hafi verið ógnað. Hann hafi hins veg- ar játað brot sitt skýlaust og beri að virða honum það til refsilækkunar. Þá þyki sýnt að hann hafði ekki ein- beittan og styrkan vilja til að valda líkamstjóni enda áverkarnir ekki veittir af miklu afli. Fram kemur í dómnum að unglingurinn sem áverk- ana hlaut sé gróinn sára sinna en hins vegar hafi hann sofið illa síðan atvikið varð og fái martraðir. Valtýr Sigurðsson kvað upp dóm- inn. Ragnheiður Harðardóttir flutti málið f.h. ríkissaksóknara en Brynj- ólfur Eyvindsson hdl. var til varnar. Ekkert kom fram um að árásar- manni hefði verið ógnað NÝR sendiherra Svía á Íslandi, Bert- il Jobeus, afhenti trúnaðarbréf 5. júní sl. Hann tekur við af Herman af Trolle sem hefur gegnt embættinu síðan 1999. Joebus starfaði áður sem yfirmað- ur upplýsingamála hjá sænska utan- ríkisráðuneytinu. Á sjöunda og átt- unda áratugnum vann hann sem blaðamaður á Upsala Nya Tidning. Nýr sendi- herra Svía á Íslandi ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ MEIRIHLUTI bæjarstjórnar Ár- borgar hefur ákveðið að ganga til samninga við Einar Njálsson um að hann taki við starfi bæjarstjóra í Ár- borg. Stefnt er að því að ákvörðun þessi verði lögð fyrir bæjarráð Árborgar til samþykktar fimmtudaginn 4. júlí. Einar var bæjarstjóri í Grindavík síðasta kjörtímabil en hann var þar áður bæjarstjóri á Húsavík. Einar verður bæjarstjóri í Árborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.