Morgunblaðið - 30.06.2002, Qupperneq 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 25
Sérð þú kex
á borði?
Glæsilegir vinningar
Komdu við í næstu verslun
og taktu þátt í skemmtilegum leik
TILBOÐ ÓSKAST
í Honda Civic DX árgerð 2001
vél 1,8 l. (ekinn 7.700 mílur)
og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að
Grensásvegi 9 þriðjudaginn 2. júlí kl. 12-15.
TORFÆRUBIFREIÐ
Ennfremur óskast tilboð í Mercedes-Benz
Unimog torfærubifreið m/ dieselvél.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA
SALA VARNARLIÐSEIGNA
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Nú getur þú valið um
eina eða tvær vikur á ótrúlegum kjörum á einn
vinsælasta áfangastað Íslendinga í sólinni, Benidorm
um leið og þú tryggir þér síðustu sætin í sólina í júlí.
Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og 3
dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum
þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar
þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Aðeins 21 sæti í boði
Stökktu til
Benidorm
10. júlí
frá 29.865
Verð kr. 29.865
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára.
Flug, gisting, skattar, 10. júlí, vikuferð.
Staðgreitt. Alm. verð kr. 31.360.
Verð kr. 39.950
M.v. 2 í íbúð, 10. júlí, vikuferð.
Flug og gisting, skattar.
Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.950.
Listasafn Sigurjóns
Sýningu á verkum Sigurjóns
Ólafssonar, „Konan – Maddama,
kerling, fröken, frú…“ lýkur í dag.
Sýningin er framlag safnsins til
listahátíðar.
Hafnarborg
Sýningu á verkum japanska lista-
mannsins Yoichi Onagi lýkur nú um
helgina.
Sýningin er opin alla daga nema
þriðjudaga frá kl. 11 til 17.
Sýningu
lýkur
ANDRÉS Magn-
ússon opnar á
morgun, mánu-
daginn 1. júlí,
sýningu á mál-
verkum sínum í
Brydebúð, Vík í
Mýrdal.
Andrés sótti
námskeið í mál-
aralist hjá Finni
Jónssyni og Jó-
hanni Briem auk þess sem hann nam
í Myndlistarskóla Reykjavíkur hjá
Jóhannesi Jóhannessyni.
Andrés hefur haldið sýningar í
Reykjavík, Vestmannaeyjum og á
Akranesi.
Sýningin í Brydebúð stendur til
31. júlí.
Andrés í
Brydebúð
Andrés
Magnússon
UM þessar mundir stendur yfir í
Kaffi Galleríi í Perlunni sýning á
lokaverkefnum nemenda sem stund-
uðu á vorönn nám á ljósmyndabraut
við Iðnskólann í Reykjavík.
Á sýningunni sýna sjö nemendur
sem luku þessum áfanga eitt samsett
verk í stærðinni 60x90 cm, sem unnin
eru með stafrænni tækni og prentuð
út á ljósmyndapappír.
Verkefnið var styrkt af Orkuveitu
Reykjavíkur og stendur sýningin út
mánuðinn.
Ljósmyndir
nemenda
NIÐURSTÖÐUR dómnefndar í
samkeppni um listskreytingu í nýj-
um höfðustöðvum Orkuveitu
Reykjavíkur verða kynntar á morg-
un, mánudag, í Perlunni.
Þær tillögur sem bárust verða
opnaðar klukkan 15 á 4. hæð Perl-
unnar og til sýnis þar.
Niðurstöður
kynntar
Í TENGSLUM við sýningu textíl-
listamannsins Yoichi Onagi verður
japönsk tesiðaathöfn í Hafnarborg,
menningar- og listastofnun Hafnar-
fjarðar, í dag, sunnudag, kl. 15.
Í tilkynningu segir að á Murom-
achi-tímabilinu í Japan (u.þ.b. 1400–
1550) komst ákveðið form á tedrykkju
og varð hún smám saman að athöfn,
þar sem lítill hópur fólks kemur sam-
an og reynir að koma kyrrð og reglu á
hugsanir sínar. Sá sem stjórnar at-
höfninni, tesiðameistarinn, reynir að
skapa ákveðið andrúmsloft með fal-
legum teskálum og áhöldum, en mjög
ákveðnar reglur gilda um öll áhöld
sem notuð eru við athöfnina. Sama
gildir um tilbúning og framreiðslu
tesins sem kallast matcha. Telaufin
eru gerð að dufti sem þeytt er saman
við vatnið og talið lengja líf manna.
Góður tesiðameistari verður að
þekkja vel til allra listgreina er tengj-
ast tesiðum. Hann verður að hafa inn-
sýn í heimspeki, vera læs á forna
texta og geta lagt út af þeim.
Japanskir
tesiðir í
Hafnarborg
SÝNING á vatnslitamyndum eftir
Guðmundu Huldu Jóhannesdóttur
stendur nú yfir á Café Mílanó,
Faxafeni 11.
Guðmunda er sjálfmenntuð í
myndlist og er þetta í annað sinn
sem hún heldur sýningu. Guð-
munda var einn af stofnendum Ís-
lenska dansflokksins og dansaði
með honum í 18 ár auk þess sem
hún tók þátt í fjölda leiksýninga.
Sýning Guðmundu á Café Míl-
anó stendur til 21. júlí.
Guðmunda Hulda við eitt af verkum sínum á sýningunni.
Málverk dansara
á Café Mílanó
Moggabúðin
Músarmotta, aðeins 450 kr.
ÚT ER komin hjá Máli og menningu
skáldsagan Líflæknirinn eftir Per Olov
Enquist í þýðingu Höllu Kjart-
ansdóttur.
Bókin segir frá Johann Friedrich
Struensee sem árið 1768 var ráðinn
líflæknir Kristjáns sjöunda Danakon-
ungs, en líflátinn fjórum áður síðar.
Í fréttatilkynningu segir að bókin
fjalli um eitt merkilegasta skeið nor-
rænnar sögu, tímabil sem stundum er
kallað Struensee-tíminn. Þýski lækn-
irinn og hugsjónamaðurinn Struensee
vann fljótlega fullan trúnað hins geð-
sjúka konungs en jafnframt hjarta Kar-
ólínu Matthildar, drottningarinnar
ungu. Á valdatíma sínum innleiddi
Struensee ýmsar róttækar breytingar
á stjórn danska ríkisins í anda frönsku
byltingarinnar – en tuttugu árum fyrr.
Danski aðallinn brást hins vegar
ókvæða við skyndilegum völdum Stru-
ensees og harðvítug barátta fór fram
við hirðina. Bókin er söguleg skáld-
saga um ástir og afbrýði, þar sem
raunverulegar persónur úr sögunni eru
gæddar lífi og tilfinningum; saga um
hugsjónir og hugmyndaleg átök, en
kannski ekki síst um það hvernig
menn fara með vald – og hvernig valdið
leikur menn, segir í fréttatilkynningu.
Per Olov Enquist er einn virtasti rit-
höfundur Svíþjóðar og hlaut Bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs árið
1969. Hann er jafnframt þekkt leik-
skáld og hefur skrifað kvikmynda-
handrit, m.a. handritið að kvikmynd-
inni Hamsun. Bókin er gefin út með
styrk frá Norræna þýðingarsjóðnum
(Nordbok), Þýðingarsjóði og Menningu
2000, menningaráætlun Evrópusam-
bandsins.
Bókin er 314 blaðsíður. Málverk á
kápu gerði Antoine Pesne.
Kápuhönnun gerði Bergdís Sigurð-
ardóttir.
Skáldsaga
Menningarsamtök
Norðlendinga,
Menor, hafa í til-
efni af tuttugu ára
afmæli samtak-
anna gefið út af-
mælisrit undir heit-
inu Slóðir
mannanna, með
inngangi eftir Ólaf
Þ. Hallgrímsson, formann félagsins.
Ritið hefur að geyma ljóð og smá-
sögur sem unnið hafa til verðlauna í
ljóða- og smásagnasamkeppni Menn-
ingarsamtakanna og Dags á árunum
1990 til 2001. Meðal höfunda má
nefna Sigmund Erni Rúnarsson rit-
stjóra, Sigurð Ingólfsson kennara,
Hjalta Finnsson bónda, Hallgerði
Gísladóttur deildarstjóra þjóðhátta-
deildar, Aðalstein Svan Sigurðsson
myndlistarmann, Valgeir Skagfjörð
leikstjóra, Rósu Jóhannsdóttur vís-
indamann, Hjört Pálsson rithöfund,
Njörð P. Njarðvík prófessor og Björn
Ingólfsson skólastjóra.
Slóðir mannanna er er 164 blaðsíð-
ur og fæst í öllum helstu bókaversl-
unum.
Rit