Morgunblaðið - 30.06.2002, Síða 29

Morgunblaðið - 30.06.2002, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 29 í stað sundrungar en um leið kallar sú viðleitni til sameiningar fram sundrungu hjá öðrum. Deilurnar um Atlantshafsbandalagið og varn- arliðið kölluðu fram svona sterkar tilfinningar hjá fólki. Það gerðu átökin um fiskimiðin líka. Og það gerðu deilurnar um kvótakerfið líka. Þegar sterkar tilfinningar blandast inn í um- ræður um veigamikil þjóðfélagsmál má segja á venjulegri íslenzku, að fjandinn verði laus. Það var ótrúlegur léttir, þegar kalda stríðinu lauk. Það var eins og gífurlega þungu fargi væri létt af þjóðinni. Samskipti fólks gátu orðið eðli- leg. Það var sjálfsagt mál, að Árni Bergmann, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, skrifaði í Morgunblaðið, svo að dæmi sé tekið. Það gerði raunar Magnús heitinn Kjartansson, fyrrver- andi ritstjóri Þjóðviljans, einnig, síðustu miss- erin, sem hann lifði en þá ráku menn upp stór augu. Lok þessara djúpstæðu deilna um grundvall- armál hafa gert okkur Íslendingum kleift að ein- beita okkur að því að byggja upp eðlilegt þjóð- félag í þessu landi og það hefur gengið býsna vel. Það væri ekki til farsældar ef þjóðin klofn- aði á ný í tvær fylkingar um deilumál, sem vekur upp jafnsterkar tilfinningar og Evrópumálin. Nú er það að vísu svo, að í lýðræðisþjóðfélagi verður alltaf tekizt á um ákveðin málefni og það verður alltaf skoðanamunur á milli manna. Það er heilbrigt, eðlilegt og sjálfsagt. Hins vegar skiptir máli hvernig umræður fara fram og í hvaða tóntegund þær eru. Það er fyrirsjáanlegt að Evrópumálin verða til umræðu næstu mánuði, misseri og ár. En það er enn tími til að beina þeim í skynsamlegan og uppbyggilegan farveg, þar sem vel menntuð og upplýst þjóð leggur niður fyrir sér þá kosti sem fyrir hendi eru á málefnalegan og faglegan hátt í stað þess að skipta þjóðinni í tvær fylkingar, sem standa gráar fyrir járnum andspænis hvor annarri. Ekki má heldur gleyma því að innan Evrópu- sambandsins eru umræður um stækkun þess að fara í eldfiman og varasaman farveg, þar sem innflytjendamálin eru að verða einn lykilþátt- urinn í þeim umræðum. Slíkar umræður gætu orðið óskemmtilegar hér. Þótt Evrópuumræðan hér hafi síðustu mánuði mótast af því hver kostnaður okkar yrði af aðild að ESB eða hver áhrifin yrðu á stjórn sjáv- arútvegsmála okkar er ljóst að fleiri grundvall- arþættir munu koma við sögu, sem lítt eða ekk- ert hafa verið ræddir fram að þessu. Hin pólitíska spurning, sem alveg á eftir að ræða er sú hvort við eigum yfirleitt heima innan sam- bands, sem stofnað er til eftir heimsstyrjöldina síðari til að koma í veg fyrir frekari styrjaldir á meginlandi Evrópu. Önnur stórpólitísk spurn- ing er sú, hvaða áhrif aðild að Evrópusamband- inu mundi hafa á stefnu okkar í varnar- og ör- yggismálum, hvort Bandaríkjamenn yrðu tilbúnir til að standa áfram að þeim málum í samvinnu við okkur eins og þeir hafa gert í rúm- lega 50 ár, ef Ísland væri aðili að ESB. Líkurnar á því að Evrópusambandið gæti tekið þann þátt að sér eru nánast engar vegna þess, að á þessari stundu ræður ESB ekki einu sinni við að setja niður deilur á meginlandinu eins og skýrt kom fram í Bosníustríðinu. Þegar Evrópuumræðurnar eru skoðaðar í sögulegu ljósi þjóðfélagsumræðna á lýðveldis- tímanum er fullt tilefni til að íhuga, hvort hægt sé að beina þeim inn á málefnalegan samráðs- vettvang á milli stjórnmálaflokkanna og hugs- anlega þeirra tveggja samtaka, sem hér hafa verið stofnuð til að vinna andstæðum sjónarmið- um fylgi. Slíkur samráðsvettvangur hefur áður orðið til, þar sem fjallað hefur verið um málefni, sem deilum hafa valdið. Á seinni árum má nefna þar bæði breytingar á kjördæmaskipan og kvóta- málið. Þeir sem mesta áherzlu hafa lagt á að vekja upp umræður um afstöðu Íslands til ESB eins og t.d. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, sem hefur verið þar í forystu, geta verið ánægð- ir með að þeir hafa náð þeim árangri að þetta mál er nú efst á baugi í íslenzkri þjóðfélags- umræðu. En jafnframt hljóta ábyrgir stjórn- málamenn að leggja áherzlu á að það fái vand- aða málsmeðferð. Það er líka umhugsunarefni fyrir forystumenn flestra flokkanna hve skoð- anir eru skiptar innan flokka þeirra um málið. Sú staðreynd ætti að verða þeim hvatning til að íhuga hugmynd um fyrrnefndan samráðsvett- vang. Það er engin ástæða til að efna til úlfúðar innan flokka að svo komnu máli. Fyrirsjáanlegt er að Evrópumálin eru margra ára mál. Þetta er ekki málefni, sem gert verður út um í einum þingkosningum. Raunar er ljóst, að þjóðin mun hafa síðasta orðið í þjóð- aratkvæði. Þar að auki skiptir máli hver þróunin verður innan Evrópusambandsins. Það er afar óhyggilegt að láta þetta margra ára mál trufla alla dægurumræðu um stjórnmál á Íslandi næstu árin og hafa áhrif á það í náinni framtíð hvers konar ríkisstjórn verður mynduð á Íslandi. Nú er margt, sem bendir til þess, að sam- dráttarskeiðinu í efnahagsmálum sé að ljúka jafnvel fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. Hér og þar sjást vísbendingar um , að viðskipti séu að aukast á ný og umsvif einstaklinga og fyrirtækja fari vaxandi. Við stöndum frammi fyrir mikil- vægum ákvörðunum í virkjana- og stóriðju- málum. Þau mál eru ekki á því stigi að við getum gengið út frá því sem vísu, að þau tækifæri, sem virðast blasa við gangi upp að lokum. Við stöndum líka frammi fyrir alvarlegum vandamálum, sem við komumst ekki hjá að tak- ast á við. Það á ekki sízt við um vanda lands- byggðarinnar. Við eigum að ræða Evrópumálin opinskátt og á málefnalegan hátt en beina þeim umræðum í uppbyggilegan farveg. Við eigum hins vegar ekki að láta skoðanamun á þeim vettvangi koma í veg fyrir að við einbeitum okkur að þeim tæki- færum til enn batnandi lífskjara, sem nú eru í augsýn. Morgunblaðið/GolliSumarblíða á Austurvelli. „Þegar Evrópu- umræðurnar eru skoðaðar í sögulegu ljósi þjóðfélags- umræðna á lýðveld- istímanum er fullt tilefni til að íhuga, hvort hægt sé að beina þeim inn á málefnalegan sam- ráðsvettvang á milli stjórnmálaflokk- anna og hugsanlega þeirra tveggja sam- taka, sem hér hafa verið stofnuð til að vinna andstæðum sjónarmiðum fylgi. Slíkur samráðsvett- vangur hefur áður orðið til, þar sem fjallað hefur verið um málefni, sem deilum hafa valdið. Á seinni árum má nefna þar bæði breytingar á kjör- dæmaskipan og kvótamálið.“ Laugardagur 29. júní

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.