Morgunblaðið - 30.06.2002, Side 49

Morgunblaðið - 30.06.2002, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 49 Golfdagur Æskulínunnar og GSÍ verður haldinn í Laugardalnum, sunnudaginn 30. júní, á túninu fyrir ofan Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Golfþrautir verða fyrir byrjendur sem lengra komna og hefjast kl. 13.00 Allir krakkar á aldrinum 6-11 ára geta tekið þátt í golfþrautunum. Þátttakendur geta fengið lánaðar golfkylfur á staðnum. Golf fyrir 6-11 ára Glaðningur frá Æskulínunni Frítt inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn Ís frá Kjörís www.krakkabanki.is F í t o n / S Í A F I 0 0 4 9 4 8 Focus (Í sjónmáli) Drama Bandaríkin, 2001. Bergvík VHS. (102 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn: Neal Slavin. Aðalhlutverk: William H. Macy, Laura Dern, David Paymer og Meat Loaf. ÞESSI kvikmynd er byggð á sam- nefndri skáldsögu eftir hið fræga bandaríska leikskáld Arthur Miller, frá árinu 1945. Þar er fjallað á magn- aðan hátt um undirliggjandi gyð- ingahatur í bandarísku samfélagi á tímum heimsstyrj- aldarinnar síðari, og varpað ljósi á heimóttarskapinn, fáviskuna og hjarð- eðlið sem liggur slíkum fordómum til grundvallar. Aðlögun skáld- sögunnar yfir í kvikmynd er fyrsta leikstjórnarverkefni Neals Slavins, en þar hefur hann fengið hinn ágæta leikara William H. Macy til að leika aðalpersónu sögunnar, hinn ofsótta en um leið ofurvenjulega bókara Lawrence Newman. Sagan er ögn kafkaísk, og lýsir því hvernig New- man, sem er dæmigerður góðborgari í snyrtilegri götu í Brooklyn, verður smám saman útskúfaður úr „venju- legu“ samfélagi, vegna „gyðinglegs“ útlits síns. Þetta byrjar reyndar allt saman þegar hann fær sér gleraugu og verður of gáfumannalegur af þeim sökum. Í þessari hæggengu en þéttu dæmisögu er fylgst með sam- skiptum Newmans og kærustu hans Gertrude (sem er með mjög gyðing- legt nafn) við kúgandi nágranna sína. Velt er upp spurningum um þá valkosti sem hinir ofsóttu standa frammi fyrir og þannig fjallað um myrkan þátt í bandarískri sögu með algildum skírskotunum. Í öðrum burðarhlutverkum í myndinni eru leikarar a borð við Lauru Dern, Meat Loaf og David Paymer, sem leysa hlutverk sín vel af hendi.  Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Hjarðeðli og for- dómar S U N D F Ö T undirfataverslun Síðumúla 3-5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.