Morgunblaðið - 30.06.2002, Síða 50

Morgunblaðið - 30.06.2002, Síða 50
FÓLK Í FRÉTTUM 50 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ AÐ hefur fastlega engin kvikmyndastjarna verið afskrifuð eins oft og Hugh Grant. En alltaf hefur hann snúið aftur. Ekki að þessi 42 ára Lundúnabúi hafi svo sem ætlað sér að verða eitt- hvert númer. Hann ætlaði ekki einu sinni að verða kvikmyndastjarna, heldur rithöfundur og er með gráðu í enskum bókmenntum frá Oxford-há- skóla til þess að sanna það. En eins og gengur þá slysaðist hann upp á sviðið, fyrst til að fíflast með félögun- um en síðan að leika í alvörunni, eftir að komið hafði í ljós að hann reyndist ágætlega liðtækur á fjölunum. Grant steig fyrst framfyrir myndavélar er honum voru falin hlutverk í sjón- varpsþáttum um miðbik níunda ára- tugarins og varð það til þess að meistari búningadramans James Ivory kom á hann auga og réð til að leika aðalhlutverk samkynhneigðs aðalsmanns í myndinni Maurice 1987. Upp frá því varð ekki aftur snúið. Fallvölt er frægðin Stjarna hans skaust hátt á himin 1994 þegar hann heillaði bandaríska fljóðið Andie McDowell og milljónir annarra upp úr skónum með óör- uggu, bældu og strákslegu fasi sínu í Fjórum brúðkaupum og jarðarför. En þegar allt virtist á uppleið hjá nýjustu stjörnunni, bíómynd, sem malaði gull, og með yndisfagra feg- urðardís, fyrirsætu og leikkonu, upp á arminn, kallaði hann yfir sig stjörnuhrap svo harkalegt að eldri menn mundu vart annað eins. Það átti sér stað kvöld eitt í stórborg vestan hafs er hann var gripinn glóð- volgur þar sem hann sat undir stýri og gerði sér „glaðan“ dag með guð- dómlegri fröken Brown. Og þar með var hann talinn af og bjarmi stjörn- unnar dofnaði en slokknaði þó ekki alveg því hann reyndi áfram án telj- anlegs árangurs að leika rómantíska sjarmörinn sem var alltaf í brúð- kaupum og einni jarðarför. En svo borguðu vinir hans skær- ustu stjörnunni, Juliu Roberts, tvo milljarða króna fyrir að falla í stafi yfir óörugga, bælda en sjarmerandi bókabúðareigandanum í Notting Hill hverfi Lundúnaborgar og viti menn, skyndilega var gleðikonan guðdómlega gleymd og grafin og Grant á ný mál málanna. En ekki virtist hann hafa lært mikið af reynslunni og hélt áfram að fara með sömu rulluna; óöruggi Tjallinn giftir sig inn í mafíuna (Mickey Blue Eyes), óöruggi Tjallinn kennir óhefl- uðum vitgrönnum New York-búum að meta æðri listir (Small Time Crooks) o.s.frv. Og fjöldinn virtist vera að fá sig fullsaddan, meira að segja hitt kynið. Nú voru góð ráð dýr. Og björgunin kom úr ólíklegustu átt, frá óöruggri, bældri og stelpulegri Bridget Jones og dagbókarbrotum hennar. Áður hefði Grant verið rakinn valkostur í hlutverk draumaprinsins, góða gæj- ans, en undir kringumstæðunum var vart hægt að hugsa sér snjallara bragð en að fela honum fremur hlut- verk durtsins, sjálfumglaða kvenna- bósans sem fær ekki einu sinni stelp- una í lokin! Grant greip gæsina fegins hendi og naut sín svo að eftir var tekið. Nú klóruðu menn sér í hausnum og hugsuðu með sér; „heyrðu mig, var ég ekki búinn að ákveða að hann væri vemmilegur gæi?“ Og Grant glotti út í annað. Enn ruglar hann svo fólk í ríminu í nýjustu mynd sinni, Sögu um dreng. Þar fullkomnar hann umskiptin, lokkarnir löngu og nærðu, sem hann strauk svo ótt frá enninu á vand- ræðalegum augnablikum, orðnir að hvössum broddum, og persónan að sama skapi orðin harðari, rétt eins og hinn mjúki Charles væri mættur aftur á svæðið í líki Wills, 8 árum síð- ar, orðinn þreyttur á öllum þessum brúðkaupum og jarðarförum, ein- hleypur, beiskur og leiður á innan- tómu lífinu. Og þetta gerist þegar Grant er sjálfur orðinn einhleypur á ný eftir 14 ára sambúð með Elizabeth Hur- ley, sem nýverið eignaðist barn með öðrum manni, auðkýfingnum Steve Bing eða Bing Laden eins og Grant ku kalla hann. Og þannig er hann víst eftir allt saman, lúmskur húm- oristi, kaldhæðinn kauði, algjör gaur – karlmaður í bókstaflegri merk- ingu. Hann nýtur piparsveinalífsins enn og hugsar um kynlíf á 10 sek- úndna fresti, að eigin sögn eins og allir aðrir karlmenn. Og honum er fjandans sama um hvað fólki finnst um hann, þar með talið hvað fólk var að hugsa þegar hann var gripinn með götugyðjunni guðdómlegu. Hugh Grant er líka hispurslaus, nokkuð sem er að koma fyrst núna í ljós, þegar blaðamenn eru loksins farnir að spyrja hann réttu spurn- inganna. Og þá hefur komið í ljós allt annar Grant. Sofandi? „Ísland, einmitt. Ég hef heyrt að það sé heillandi staður,“ segir kunn- ugleg röddin í hinu símtólinu, óþægi- lega kunnugleg. Og rennur upp fyrir blaðamanni hvers vegna kollegar hans hafa átt til að ruglast á honum og Tjallanum kurteisa. „Þetta er spennandi, mitt fyrsta íslenska viðtal!“ og virðist í alvöru bara nokkuð spenntur. „Mér er sagt að þetta sé besti staður í heimi. Vinir mínir hafa farið þangað og halda ekki vatni.“ – Þá verðurðu að sannreyna hvort það sé rétt? „Rétt (hér notaði Grant meira að segja hið mjög svo kurteisislega „quite“, rétt eins og sönnum bresk- um séntilmanni sæmir) – þú þarft að bjóða mér.“ – Já, því ekki það. Blaðamaður brosir út í annað er hann hugsar út í hvernig Grant myndi bregðast við í alvöru fengi hann allt í einu formlegt boð frá sér. – Hvernig kanntu við þennan hluta starfsins, að þurfa að veita hvert viðtalið á fætur öðru til að kynna myndir þínar? „Það veltur á ýmsu. Ef í því felst að verða boðið til heillandi Evrópu- borga á borð við París og Róm eða framandi staða eins og Reykjavíkur þá er það mjög skemmtilegt. En þetta getur samt verið verulega þreytandi. Ég er t.d. búinn að veita svo mörg viðtöl í tengslum við um- rædda mynd (Sögu um strák) að ég gæti veitt þau sofandi.“ Upplífgandi staðhæfing það! – En þetta hlýtur samt að velta svolítið á myndinni sem þú ert að fylgja eftir? „Vissulega, ef fólki líkar myndin þá er auðveldara að tala um hana. Og ég hef lent í hinu, skal ég segja þér, þegar fólki hefur fundist viðkomandi mynd léleg og það var algjör pína.“ – Skiptir ekki líka töluverðu máli hvað þér finnst um myndina? „Jú,“ svarar Grant, fremur stuttur í spuna, eins og hann reyndar var allt liðlanga viðtalið, kannski vegna þess að hann var sofandi – hver veit? Hugh var Will – Viðvíkjandi Sögu um strák. Nick Hornby sagði að þú hefðir mjög snemma fengið áhuga á bókinni, og að leika hlutverk Wills, piparsveins- ins ráðvillta. „Já, framleiðslufyrirtæki mitt og Elizabeth (Simian Films) fékk hand- ritið sent áður en bókin kom út og ég féll strax fyrir því og vildi kaupa. Ég varð því miður of seinn til því fyr- irtæki Roberts De Niro hafði þá þeg- ar gripið það. Ég er mikill unnandi verka Hornbys, aðallega vegna þess að hann skrifar um lífið mitt. Það lýs- ir enginn eins skemmtilega og ljóslif- andi hvernig það er að vera Lund- únabúi og þá sérstaklega karlmaður í Lundúnum. Og lífi mínu svipar mjög til lífs Wills – sérstaklega fyrir tíma Fjögurra brúðkaupa... þegar ég hafði miklu meiri frítíma.“ – Þannig að þú hefur fundið þig mjög vel í þessu hlutverki Wills? „Já, mjög svo. Hann er reyndar svolítið ýkt útgáfa af því hvernig ég var en samt átti ég mjög auðvelt með að setja mig í hans spor. Ég var lengi atvinnulaus og þá eyddi ég deginum eins og Will, í að hanga og gera ekki neitt, því fæstir vina minna voru í sömu aðstöðu. Þá átti ég til að breyta iðjuleysinu í einskonar listgrein eins og Will gerir; að skipuleggja daginn frá kortéri til kortérs og njóta hinna fáránlegustu hluta út í ystu æsar, eins og að dunda mér í snóker, glápa á síðdegissjónvarp. Það höfðaði til mín að slíkur lífsstíll yrði loksins settur á stall.“ – Hefurðu viðlíka áhugamál og Hornby, fótbolti og tónlist og ertu eins ástríðufullur í þeirra garð? „Látum oss sjá... Ég hef vissulega átt til að verða heltekinn af fótbolta. En það kemur í bylgjum, er með boltann á heilanum í fimm ár og kæri mig kollóttan önnur fimm ár. Tónlist hefur hinsvegar aldrei gripið mig neitt sérstaklega sterkum tökum og viðhorf mitt til hennar er eiginlega svolítið skrítið. Mér er meinilla við of mikinn hávaða.“ – Hefurðu fylgst með HM í fót- bolta? „Já, á meðan Englendingar voru enn með og mjög svo.“ – Þú hlýtur að eiga þér eftirlætis félagslið, er það ekki? „Jú, ég hef alltaf verið Fulham- maður.“ – Og ferðu reglulega á leiki? „Já.“ – Þú ert piparsveinn eins og stend- ur líkt og Will og hefur sagst njóta þess. „Já, ég geri það svo sannarlega eins og stendur en það mun örugg- lega breytast von bráðar, það er eðli mannsins að vilja um síðir festa ráð sitt. En ég átti mjög auðvelt með að setja mig í stellingar piparsveinsins Wills og beita öllum þessum hræði- legum brögðum sem karlmenn gera í þeim sporum. Mér þótti rosalega gaman að leika það.“ Enginn hr. góður – Nick Hornby sagðist sérstak- lega spenntur fyrir að þú lékir Will eftir að hafa séð þig leika fautann í Dagbók Bridget Jones. Hefurðu fundið fyrir þessu, að viðhorf fólks til þín hafi breyst eftir þessar tvær myndir? „Já, upp að vissu marki. En mér finnst það býsna óréttlátt því ég hef trúlega leikið fleiri vondar persónur en góðar. Hlutirnir æxluðust einfald- lega þannig að myndirnar þar sem ég lék góðu persónurnar urðu vin- sælar og þá fór fólk að halda að ég gerði ekki annað.“ – Varðandi ímynd þína. Ertu með- vitaður um hana, að fólk hafi sterkar skoðanir á þér? „Já, ég átta mig á að fjölmiðlar hafa í gegnum árin tekið sér það bessaleyfi að draga upp ákveðnar mynd af mér og ég verð alltaf jafn- pirraður út í þá mynd að ég sé ein- hver hr. góður.“ – Ertu það sem sagt ekki? „Nei, auðvitað ekki,“ svarar Grant jafnpirraður, „það er bara einhver persóna sem ég leik í bíómyndum! Mér hefur alltaf fundist ákveðin van- virðing í því fólgin að fólk skuli virki- lega halda að ég sé persónan sem ég leik. Það skyldi þó ekki vera að ég hafi verið að leika.“ – Reyndist það ekkert skaðlegt fyrir blessaða ímyndina að þú steigst þín fyrstu skref á hvíta tjaldinu í hlutverki homma? „Ekki svo. Ég hugsaði eiginlega aldrei út í það þá því þegar maður berst fyrir því að fá vinnu sem leikari þá kærir maður sig kollóttan um hvað maður leikur.“ – Þú kærir þig þá kollóttan um hvaða hugmynd fólk hefur um þig? „Já, eiginlega. En sjálfsagt snertir það mann eitthvað. Ég veit að flestir hafa loksins áttað sig á að ég er ekki þessi maður í Fjórum brúðkaupum... og Notting Hill og ég er því feginn. Enda hefur mér aldrei fundist það neitt sérstaklega áhugaverður náungi, hvorki heillandi né sexí. Ég geri líka orðið í því að taka öðruvísi hlutverk til þess að halda mig fjarri honum.“ Leiðinlegt að leika – Þú talar um breytingar, en þú virðist samt hafa haldið þig við grín- myndir upp á síðkastið. Er það vís- vitandi ákvörðun? „Já, það er bara meira vit í því. Það geta margir leikið dramahlut- verk betur en ég. Mér finnst gam- anleikur vera mín hilla, tímasetning brandara og þannig.“ – Hvað varðar framtíðina, þú virð- ist vera með tvær myndir í handrað- anum, Two Weeks Notice á móti Söndru Bullock og Love Actually, þar sem þú munt leika breska for- sætisráðherrann? „Fyrrnefnda er tilbúin, mynd í anda gömlu Hepburn og Tracy- myndanna, þar sem við Sandra náð- um vel saman en það er ekki frá- gengið með síðarnefndu en líklegt þó að úr verði.“ – Þú hefur sagt að þú sért ekkert sérlega hrifinn af starfi þínu. „Já, þetta er í raun hundleiðinlegt starf, að leika í kvikmynd þýðir endalausa bið. Þetta gengur fárán- lega hægt fyrir sig, þrátt fyrir allar tækninýjungar. Maður kemst kannski yfir tvær blaðsíður á dag og restin fer í að bíða, sem er grautfúlt.“ – Ertu óþolinmóður að eðlisfari? „Það verða allir óþolinmóðir af því að taka þátt í kvikmyndagerð. Þegar ég leyfi vinum mínum að koma með á tökustað gefast þeir vanalega upp eftir hálftíma, þeir eru við það að falla í yfirlið úr leiðindum.“ – Þannig að þú íhugar að snúa þér að öðrum verkum? „Draumurinn er að hætta að leika og fara að sinna því sem ég ætlaði að gera í upphafi, skrifa. Ég byrjaði ein- hvern tímann á handriti og mig lang- ar að klára það.“ – Þú ætlaðir þér þá kannski ekki að leika svona lengi? „Hárrétt, þetta átti að vera í þrjú ár en nú eru þau orðin nítján.“ Og með þeim orðum lauk samtal- inu við Hugh Grant, allt annan Grant en var í huga blaðamanns er viðtalið hófst, allt annan Grant. Allt annar Grant Það hafa allir skoðun á honum. Annaðhvort er hann einstakur gamanleikari og sjarmör í sérflokki eða ergilega einhæfur og óþol- andi rola. En Skarphéðinn Guðmundsson komst að því er hann átti samtal við Hugh Grant í vikunni að þessum vinsælasta leikara Breta er alveg nákvæmlega sama hvað fólki finnst um hann. Líkt og Will í Sögu um strák naut Grant lífs iðjuleysingjans út í ystu æsar. Hugh Grant hefur hlotið einróma lof fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Saga um strák skarpi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.