Morgunblaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Átök og ófriður við þjóðveginn er nýstárleg vegahandbók þar sem farið er með lesendur eftir hringveginum og heimsóttir ýmsir merkir staðir þar sem afdrifarík átök hafa átt sér stað. Atburðirnir eru rifjaðir upp samhliða því sem sagt er frá ýmsu merkilegu sem mætir ferðamanninum. Einstakir ferðafélagar Ófriður í friðsælli náttúrunni Þjóðsögur við þjóðveginn er nú komin út á hljóðbók, bæði á geisladiskum og snældum. Tröll, álfar, draugar og ýmsar fleiri þjóðsagnaverur spretta fram ljóslifandi um leið og ferðast er um sveitir landsins. Skemmtilegur fróðleikur og spennandi sögur fyrir alla fjölskylduna í vönduðum upplestri Hjalta Rögnvaldssonar leikara og höfundarins, Jóns R. Hjálmarssonar. Lifandi upplestur JÓN Steinar Gunnlaugsson, lög- maður fimm stofnfjáreigenda SPRON sem gert hafa öðrum stofn- fjáreigendum yfirtökutilboð með stuðningi Búnaðarbankans, hefur krafist þess að forstjóri, aðstoðar- forstjóri og allir starfsmenn Fjár- málaeftirlitisins víki sæti vegna van- hæfis. Ragnar Hafliðason, aðstoðar- forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sat, ásamt forsvarsmönnum sparisjóð- anna, í nefnd sem samdi lögin um viðskiptabanka og sparisjóði, en túlkun þessara laga ræður því hvort tilboð stofnfjáreigendanna fimm verður úrskurðað lögmætt. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármála- eftirlitsins, sat einnig í nefndinni um tíma, en Fjármálaeftirlitið hefur að undanförnu verið að skoða lögmæti tilboðsins. Eftirlitsaðilinn og annar deilu- aðila sömdu frumvarpið saman Árið 1998 skipaði viðskiptaráð- herra nefnd „til að huga að stöðu sparisjóðanna og hlutverki á ís- lenskum fjármagnsmarkaði“. Nefndin var skipuð þeim Páli Gunn- ari Pálssyni, forstjóra Fjármálaeft- irlitsins, Guðmundi Haukssyni, sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis, Ragnari Haf- liðasyni, aðstoðarforstjóra Fjár- málaeftirlitsins, og Sigurði Hafstein, framkvæmdastjóra Sambands ís- lenskra sparisjóða. Eftir að nefndin hafði skoðað ítarlega þessi mál veitti ráðherra henni umboð á árinu 2000 til að semja frumvarp til breytinga á lögum um viðskiptabanka og spari- sjóði, en frumvarpið var samþykkt sem lög (17/2001) frá Alþingi árið 2001. Páll Gunnar var formaður nefndarinnar, en hann lét af því starfi árið 2000 og Benedikt Árna- son, skrifstofustjóri í viðskiptaráðu- neytinu, tók við. „Þessi lög hafa verið til meðferðar í þessu deilumáli sem hefur orðið til vegna tilboðs fimm stofnfjáreigenda SPRON,“ sagði Jón Steinar. „Þessi nefnd samdi frumvarpið saman, þ.e. annar deiluaðila í þessu máli og fyr- irsvarsmenn eftirlitsaðila. Ragnar kom beint að samningu frumvarps- ins og Páll Gunnar hafði áður verið í nefndinni.“ Jón Steinar sagðist hafa farið að skoða tilurð laganna vegna þess að í málflutningi sparisjóðanna hafi sér- staklega verið vísað til athugasemda sem fylgdu frumvarpinu. „Þetta kemur sérstaklega fram í bréfi sem Samband íslenskra sparisjóða skrif- aði Fjármálaeftirlitinu og Sigurður Hafstein undirritar. Í lögunum sjálf- um er ekki að finna ákvæði sem bannar viðskipti með stofnfjárhluti á hærra verði en stofnfé. Sparisjóð- irnir hafa haldið því fram að þetta sé engu að síður bannað. Í bréfi Sig- urðar er vísað sérstaklega til þess að í athugasemdum með frumvarpi að þessum lögum sé að finna setningar sem bendi til þess að þessi viðskipti séu bönnuð. Þar með er komin upp sú staða að eftirlitsaðilinn, sem á að úrskurða um þetta, hefur samið texta í athugasemdum að frumvarpi að lögum með öðrum deiluaðilanum og annar deiluaðilinn er að halda því fram að þessi texti hafi einhverja þýðingu að lögum.“ Jón Steinar sagðist ekki sjá að at- hugasemdir við frumvarpið skipti máli við túlkun á „vilja löggjafans“. „Mínir umbjóðendur eru búnir að krefjast þess að forstjóri og aðstoð- arforstjóri Fjármálaeftirlitisins víki sæti við meðferð á málinu og þar með allir starfsmenn Fjármálaeft- irlitsins, en það þýðir að það þarf að setja sérstakan forstöðumann Fjár- málaeftirlitsins til að úrskurða í þessu máli.“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði að af- staða yrði fljótlega tekin til þeirra sjónarmiða sem fram kæmu í bréfi Jóns Steinars. „Fjármálaeftirlitið hefur verið að leita sjónarmiða aðila í málinu í því skyni að fá þau fram. Við úrlausn málsins mun eftirlitið taka afstöðu til þeirra sjónarmiða sem máli skipta. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um málið, hvorki þennan þátt þess né aðra,“ sagði Páll Gunnar. Jón Steinar Gunnlaugsson krefst þess að stjórnendur Fjármálaeftirlitsins víki sæti Sömdu lögin sem deilt er um HJÓN á sérkennilegu farartæki, „rikksjó“, eins og slíkt apparat er kallað á Indlandi þaðan sem það er upprunnið, eru nú stödd á Íslandi, stefna til Grænlands, þaðan vestur um haf og hyggjast ekki linna látum fyrr en komið verður til Madras (Chennai) á Indlandi, eftir nokkur ár. Forsaga málsins er sú að Eng- lendingurinn Oliver Higson var staddur á Indlandi árið 1980 og hugðist kaupa sér vélhjól en heill- aðist af „rikksjó“ – sem allt er mor- andi af í borgum landsins, enda eitt helsta almenningssamgöngutækið þar. „Svo fór að ég ákvað að fara akandi frá Indlandi til London á far- artækinu, sem tók mig fjögur og hálft ár,“ sagði Higson við Morg- unblaðið í gær. Eftir ferðalagið í upphafi níunda áratugarins kvaðst hann hreinlega ekki mega hafa séð „rikksjó“ án þess að fá í magann og heitið því að fara aldrei upp á slíkt tæki aftur. Í maí á þessu ári snerist Higson, sem nú er 48 ára, hugur og lagði af stað ásamt bandarískri eig- inkonu sinni, Prisca Weems. Þau komu til Íslands með Norrænu, eru nú stödd á Akureyri og stefna út í Grímsey – þar sem tæki þeirra verð- ur fyrsti „rikksjórinn“ sem fer norð- ur fyrir heimskautsbaug, og það þykir spennandi meðal indverskra fjölmiðla að sögn hjónanna – og síð- an verður stefnan sett á Ísafjörð. „Okkur hefur verið sagt að græn- lenskir fiskibátar komi gjarnan til Ísafjarðar og við vonumst til þess að geta fengið far með einhverjum þeirra til Grænlands – enda höfum við fengið leyfi danskra yfirvalda til þess að fara á „rikksjónum“ þvert yfir Grænland, yfir á vesturströnd- ina.“ Þegar/ef til austurstrandar Grænlands kemur verða sett skíði á farartækið í stað dekkjanna og sleðahundar munu draga það vest- ur um. Leiðin liggur síðan yfir til Kan- ada, niður vesturströnd Bandaríkj- anna, til Hawaii og þaðan til Ástr- alíu, Japan og Kína og loks til Indlands. „Við komum vonandi þangað eftir tvö ár. Kannski þrjú,“ sagði Prisca í gær. Draumur Olivers er að koma á „rikksjó“-degi á Indlandi árlega; þá geti ökumenn farið fram á ofurlítið meiri þóknun fyrir að aka fólki en venjulega. „Þeir sem aka „rikksjó“ á Indlandi eru bláfátækir. Fæstir lifa lengi og mig dreymir um að einu sinni á ári verði haldinn hátíð- legur dagur þeim til stuðnings og viðurkenningar,“ segir hann. Hjón- in segja uppátæki þeirra hafa vakið talsverða athygli meðal indverskra fjölmiðla, og vona að það verði til þess að „rikksjó“-dagur komist á. Sjálf segjast þau ekki rík. Þau leigja íbúð sína í London og lifa nú á leigunni; hafa úr 3.000 krónum að spila á dag og búa þar af leiðandi t.d. á tjaldstæðinu meðan á dvölinni á Akureyri stendur. Oliver Higson og Prisca Weems á „rikksjó“ sínum á Akureyri í gær. Um er að ræða reiðhjól með vagni, en einn- ig er lítill mótor fyrir hendi, svipaður og í lítilli sláttuvél. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Á spjaldi aftan á tækinu stendur: Vinsamlega flautið fyrir Hindoo Push. Grænland í sjónmáli. Á leið til Chennai. Á leið um heim- inn á „rikksjó“ Akureyri. Morgunblaðið. NOKKUR lítil eldgos, sem hafa staðið allt frá örfáum mínútum upp í nokkra klukkutíma, hafa orðið síð- ustu daga í vestari katli Skaftárjök- uls í kjölfar jökulhlaupsins sem hófst í byrjun vikunnar. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að óróa- hviður hafi komið fram á jarð- skjálftamælum, eins konar stöðugur titringur sem sé fylgifiskur eldgosa. Hviðurnar hafi staðið yfir allt frá nokkrum mínútum til nokkurra klukkutíma. Fyrsta hviðan, á þriðju- dagskvöld, hafi staðið í fimm mín- útur, á miðvikudagskvöld hafi hvið- urnar verið meira áberandi og á fimmtudagsmorgun hafi þær staðið sleitulaust í fjóra klukkutíma. Páll segir að aðrar skýringar á þessum óróa séu mögulegar, en hann telur þær ólíklegar. Til dæmis hafi möguleikinn á suðu í háhitakerfinu og hruni í ísnum verið nefndur. „Þar sem við höfum séð slíka atburði ann- ars staðar hefur það allt verið miklu minna og valdið minni truflunum á skjálftamælum en þarna sést,“ segir Páll. Hann segir að lítil eldgos hafi þannig komið í kjölfar allra hlaupa úr eystri katlinum frá árinu 1986 og frá 1995 hafi gosið í báðum kötlunum í kjölfar jökulhlaupa. „Þegar vatnið fer af jarðskorpunni lækkar þrýst- ingurinn snögglega og ef kvika er fyrir hendi í skorpunni losar hún sig í snarheitum við gas og leitar til yf- irborðsins.“ Páll segir eldgosin vera stutt þannig að jökullinn nái ekki að bráðna mikið. Þar sem bráðnunin komi í kjölfar hlaupsins sé hugsan- legt að það vatn komi ekki undan jöklinum fyrr en í næsta hlaupi. Eldgos í vestari katli Skaftárjökuls í kjölfar hlaupsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.