Morgunblaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 37 ✝ Anna Ólafsdóttirfæddist í Keldu- dal í Dyrhólahreppi í Mýrdalnum 21. maí 1909. Hún lést á dval- arheimilinu Kumb- aravogi mánudaginn 8. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Bjarna- son og Guðrún Dag- björnsdóttir. Hún var ein af sex systkinum. Hin voru; Dagbjört, Bjarngerður, Sigur- lín, Gunnar og Bjarni. Þau eru öll látin. Hinn 1. júlí 1940 giftist Anna Einari Sigurðssyni, f. 2. júní 1897, d. 20. mars 1980. Fluttu þau að Austurkoti í Hraun- gerðishreppi árið 1940 þar sem hún var húsfreyja í sex- tíu ár. Synir þeirra eru Sigurður, f. 4. júní 1939, kvæntur Ástu Ólafsdóttur, f. 8. janúar 1939, og Ólafur Gunnar, f. 27. desember 1941. Fósturdóttir þeirra er Lára Kristjáns- dóttir, f. 27. október 1945, gift Grétari Geirssyni, f. 31. október 1939. Útför Önnu verður gerð frá Hraungerðiskirkju í Hraungerð- ishreppi í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma. Nú hafa leiðir skil- ist um tíma og þú sofnað þínum síð- asta blundi þar sem kallið þitt kom aðeins smástundu eftir að við Grétar heimsóttum þig við heimkomu okkar af landsmóti. Við fráfall elskulegrar móður er margs að minnast. Þú sóttir mig þeg- ar ég var þriggja ára til Reykjavíkur á barnaheimilið Vesturborg og við fórum í fína áætlunarbílnum hans Jóns í Túni austur í sveitina þína að Austurkoti í Hraungerðishreppi. Einar maður þinn og synirnir Óli og Siggi komu gangandi niður á þjóð- veg að sækja okkur. Ég man eftir að ég grenjaði heil ósköp þegar ég sá þá en það stóð ekki lengi og breyttist fljótt við þeirra góðu hlýju og mót- tökur og betri pabba og bræður hefði ég ekki getað óskað mér. Í Austur- koti ólst ég upp við mikið ástríki til 14 ára aldurs eins og eitt af börnum þessara góðu fósturforeldra. Eftir fermingu fór ég að vinna utan heim- ilis okkar eins og títt var um ung- linga á þessum árum, en öllum frí- stundum varði ég til að komast í heimsóknir til þín þar sem við áttum svo vel saman og hlýhugur þinn var mér svo kær og mikilsverður. Þú varst sívinnandi, ýmist hin hefð- bundnu eldhússtörf eða hverskonar handavinnu og prjónaskap, og á upp- vaxtarárum mínum fylgdi ég þér eft- ir má heita hvert fótmál því þú sagðir mér til við allt sem þurfti að læra og gera. Þú varst einnig mjög trúuð kona og kenndir mér snemma að biðja bæna og læra sálma og einnig sagðirðu mér mikið af fallegum sög- um og ævintýrum. Ekki efa ég að oft hefur reynt á þolinmæði þína þegar þú sast við að kenna mér prjónaskap og hverskonar saum. Það sem einkenndi mjög öll þín vinnubrögð var vandvirkni og röð og regla á öllum hlutum. Ég minnist svo ótal margs og þá ekki síst kirkjuferðanna okkar að Hraungerðiskirkju, en þangað geng- um við að heiman og svo var skipt um föt bak við fjárhúsin í Hraun- gerði áður en gengið var til kirkju. Eftir að ég fór að heiman frá Aust- urkoti fylgdistu alltaf með mér og við vorum ávallt í sambandi hvor við aðra. Eftir að ég fór að búa í Áshól var það fastur liður hjá þér að koma vikulega í heimsókn og athuga hvernig búskapurinn gengi og hvort ekki væri allt í lagi og þá var ósjald- an komið með eitthvað með sér úr bakarofninum í Austurkoti sem allt- af bragðaðist svo dásamlega. Þá minnist ég þess líka að oft komstu með peysur og sokka á Grétar og börnin sem þú varst svo dugleg að prjóna og sast við öllum frístundum. Þú vildir alltaf vera að gleðja aðra. Vinnueðli þitt hélst til hins síðasta og eftir að þú fórst á Kumbaravog fyrir hálfu öðru ári hélstu áfram að sauma púða sem þú svo gafst öllum í fjöl- skyldu minni á síðustu jólum. Börnin okkar Grétars eignuðust bestu ömmu í heimi og mér er óhætt að fullyrða að þau voru þér afar hjart- kær og sama er að segja um lang- ömmubörnin þín. Á hverjum fimmtudegi hittumst við á Kumbara- vogi. Var sá dagur réttilega nefndur mömmudagur og þurfti mikið að vera að veðri svo að sú áætlun stæð- ist ekki, því ég vissi líka af reynslu minni að regla þyrfti að vera á öllum hlutum. Elsku mamma, ég sakna þín sárt og geymi í hjarta mínu fagrar minn- ingar um þig. Hafðu þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína. Guð og góðir englar geymi þig. Þín dóttir og tengdasonur, Lára og Grétar. Elsku amma mín, nú er komið að kveðjustund. Það er svo skrýtið að hugsa til þess að sjá þig aldrei meir. En yndislegar minningar um allar okkar stundir saman munu lifa í mínu hjarta. Þú varst yndisleg amma, hjartahlý og gjafmild og áttir stóran þátt í uppvexti mínum. Minn- ingarnar eru margar. Það var svo gaman að koma upp í Austurkot og vera hjá ykkur afa, Sigga og Óla. Ég veit að ég var oft óþekktarormur við þig en þolinmæði þín var ótrúleg þegar þú varst að kenna mér að prjóna, elda þykkan og góðan hafra- graut eða leyfðir mér að hjálpa þér að snúa við kleinunum. Þá náði ég ekki upp fyrir borðbrúnina. Að reka kindurnar á fjall er eitt af því skemmtilegasta sem ég upplifði sem krakki og þú varst frá á fæti eins og fjallageit. Í árlegum berjaferðum sem allir í Austurkotinu og Áshól fjölmenntu saman í er margs að minnast. Þá má ekki gleyma að minnast á allar góðgerðirnar sem þú hafðir gaman af að bjóða gestum og gangandi. Hver man ekki eftir setn- ingu sem þessari: „Fáið ykkur meira, þið verðið að borða aðeins meira.“ Þá lét ég ekki mitt eftir liggja ef ég komst í flatkökurnar þín- ar sem voru þær bestu í heimi. Minn- isstætt er mér þegar þú komst til mín til Bolungarvíkur sumarið 1984 og fórst í þitt fyrsta og eina skipti í flugvél, þá orðin 75 ára. Þetta er sú lengsta ferð sem þú fórst í að mér vitandi. Svo léstu hafa þig út í að fara í siglingu í Ísafjarðardjúpi á lítilli trillu. Þá varstu nú ekki viss hvort þú kæmist lifandi úr þeirri háskaför. Það var aðdáunarvert hversu dugleg þú varst að mæta í allar afmælis- veislurnar hjá langömmustrákunum þínum fjórum og allar áramótagleð- irnar sem við Beggi héldum. Gjaf- irnar þínar hafa alltaf hlýjað köldum táslum og fingrum og útsaumuðu púðarnir og myndirnar glatt augað og munu gera það um ókomna tíð. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðar kraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Takk fyrir allt, elsku amma og langamma. Við munum sakna þín. Þín nafna Anna, Guðbergur, Grétar Guðbergur, Jóhann Ingi, Þengill og Benjamín Hugi. Elsku amma, það er ótrúlegt að hugsa til þess að þú sért dáin, farin yfir í annan heim, þú sem alltaf hefur verið til staðar og verið mikilvæg manneskja í tilveru okkar. Það er óþægileg hugsun og þín er sárt sakn- að. Amma mín, ég minnist þín með þakklæti og hlýhug og minning þín er björt í huga mínum og hjarta. Þótt þú værir orðin 93 ára og búin að lifa næstum heila öld varstu ávallt ung í anda og lumaðir oft á góðum húmor eins og þegar þú fórst í heimsókn vestur á Bolungarvík. Þá sagðir þú að þetta hefði þér nú aldrei dottið í hug að þú kæmist skýjum ofar í þessu lífi og þegar við hittumst ekki fyrir löngu síðan sagðir þú að nú værir þú orðin þreytt og þér leiddist á elliheimilinu. Þú vildir fara að kom- ast í annan heim svo ef þú birtist á fjósglugganum hjá frænda mínum nú eitthvert kvöldið þá mætti hann ekki verða hræddur og svo pírðir þú augun og skellihlóst. Amma var trúuð kona og ræddum við oft og veltum fyrir okkur hvað tæki við eftir þetta líf. Amma var ekki hávaxin kona en í mínum huga var hún mjög stór kona, mikill dýra- vinur með fallegt hjarta og yndisleg- ar hendur, alltaf að prjóna peysur, vettlinga og sokka. Þó að þú værir orðin 93 ára og komin á elliheimili þá varstu samt alltaf að prjóna á okkur sokka og skó svo okkur væri ekki kalt á táslunum. Ófá eru listaverkin sem þú hefur saumað bæði myndir og púðar og þó að þú lægir á spítala handleggs- og mjaðmarbrotin þá varstu alltaf að sauma út og prjóna. Amma, ég sakna þín. Kveðja. Brynja. Elsku amma, þær eru ófáar stund- irnar sem við höfum átt saman síð- ustu þrjátíu árin. Fyrstu minningar- brotin eru frá þeim tíma þegar ég dvaldi hjá ykkur í Austurkoti þriggja ára þegar mamma var á sjúkrahús- inu eftir slysið. Þá var ég fljót að finna það út í hvaða skáp súkku- laðikexið var geymt og gekk það undir nafninu rellukex upp frá því. Við minntumst reglulega á kex- brandarann og nammikassann sem var geymdur inni í búri. Þú hafðir alltaf jafn gaman af að lýsa því þegar ég bað þig um að koma með mér inn í búr. Þar benti ég á nammikassann og spurði hvort þú vildir ekki bjóða mér. Og auðvitað fékk ég alltaf mola. Þú varst dugleg að hafa okkur systur í eftirdragi við bústörfin og eldhús- verkin þrátt fyrir að vakna helst klukkutíma á undan áætlun svo þér yrði eitthvað úr verki þegar við kom- um gagngert uppeftir í þeim hugleið- ingum að við værum að koma til að hjálpa til því alltaf léstu það líta þannig út. Þegar veður var leiðinlegt var svo jólakortaskúffan og stytturn- ar í hillunni, sem ég mátti leika mér að, aðaláhugaefnið. Árlegur viðburður var að fara með þegar kindurnar voru reknar á fjall. Þá var stoppað í Árnesi og keyptur ís á bakaleið. Þegar fjallmenn voru síð- an að reka af fjalli var það föst venja að fara með ykkur Óla að taka á móti Sigga og öllum hinum fjallmönnun- um í Skarði með grjónagraut og pönnukökum. Daginn eftir voru síð- an Skeiðaréttir. Trúlegast fékk ég eins og allir aðrir fjölskyldumeðlimir nýja lopasokka, vettlinga og stund- um peysu áður en haldið var af stað í réttir. Ef þú áttir tíma aflögu frá daglegum störfum varstu annað hvort að prjóna eða sauma og liggja ógrynni af handavinnu eftir þig. Elsku amma, þú varst alltaf til stað- ar ef ég þurfti á þér að halda. Þú varst dugleg að hrósa og hvetja. Við áttum yndislegar stundir og þær síð- ustu aðeins örfáum dögum áður en þú sofnaðir. Nú lífsins stund er liðin og lögst ertu til hvílu inn um himna hliðin þú heldur þína leið Ljós þitt skein og dó svo út eftir stundu alltof skamma en þú ávallt lifir í hjörtum okkar amma (H. B.) Takk fyrir allt, amma mín. Elín. Elsku langamma, ég vildi að ég hefði getað talað betur við þig, sagt meir. Ég lét mömmu tala fyrir mig, mín orð til þín og náði ekki nógu góðu sambandi við þig. Allt sem þú gerðir fyrir okkur gerðir þú frá hjarta þínu. Hjarta þitt var hlýtt ut- an sem innan. Hjartað var fullt af ástúð, umhyggju, hugulsemi og mörgu fleira sem mundi fylla út mörg blöð. Ég er viss um að það voru margir englar að gæta hennar þegar hún lifði. En nú hvílir hún í friði á hvítu englaskýi og verndar aðra eins og aðrir vernduðu hana. En því mið- ur varð hún að láta svefninn langa ráða og lét sig dreyma vel. Hana dreymdi að einhver andi kæmi og setti á hana silkihvíta vængi og hún flaug í draumi upp til skýja og leið vel. Þannig fór hún til Guðs og situr nú og horfir niður og fer svo á skýið sitt og hjálpar þeim sem hjálpa þarf. Hjartans kveðjur. Alexandra. ANNA ÓLAFSDÓTTIR 1  &   (   )( ) '                     5 > 34" 3 :1    1% (-9)( 2 / @&1% -) $$# 5 ;"#9 &  -2'! -) $$# "# A9  '!$%-) $$# -  -) $$# >1 ) &  --) $$#   & &  2  2! & 2  2  2! / 1  &   ' (    '  )'                  *  " > 3. 0@@3+"  3 /    &       # )*   3  )   )    - +    '  $# + -) $&  2& '  $# ) &  '!$%+ $# : B 2& &  -) $+ &  "# % ) $ $# +& @    7 -) $+ $&    & 2  2  2! / 4  &   ' (    '  )'                 +      > 34  6  2# $  & )* - 977/ /   &         5 ,  5    +*      2 %$# +;  "#9 &  - %&   / $#  1 %&   ;  #) $#  2 - $#     2  2! & 2  2  2! / 6 *      +        *   .  6   2 C   -   )    '   !$   )      &   !7!##$ 8      '    &   &    '   )  +     9        +(  + :2;   /,  4     !!$! $" <#$$$$  :$$"7. <:$2= 5    $# &  - - $ $/ Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.