Morgunblaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSA dagana vinna stórvirkar vinnuvélar að því að rífa húsin á Defensor-lóðinni í Borgartúni en í haust verður hafist handa við byggingu skrifstofuhúsnæðis á lóðinni. Ólafur Hauksson, fram- kvæmdastjóri framkvæmdasviðs hjá Íslenskum aðalverktökum, seg- ir að húsið verði um 6000 fermetr- ar að flatarmáli og að stefnt sé að því að það verði tilbúið um áramót- in 2003–4. Hann segir að þegar sé búið að ráðstafa hluta þess til út- gerðarinnar og rækjuvinnslunnar Ingimundar hf., sem ætlar að vera þar með skrifstofur sínar. Mikið framboð er nú á atvinnu- húsnæði á höfuðborgarsvæðinu en Ólafur segir Íslenska aðalverktaka ekki vera smeyka vegna þess. Staðsetningin sé mjög góð og það líti ágætlega út með sölu hússins sem sjáist í því að hluta þess hafi þegar verið ráðstafað. Margar konur unnu langan vinnudag hjá Defensor Lóðin í Borgartúni 25, 27 og 31, þar sem nýja húsið mun rísa, er gjarnan kölluð Defensor-lóð en þar var samnefnt fyrirtæki rekið í upphafi síðustu aldar. Pétur Pét- ursson þulur segir að fyrirtækið hafi verið eitt umsvifamesta á þessum tíma, þar hafi verið stakk- stæði og saltfiskur hafi verið breiddur þar til þurrkunar. Þar hafi margar konur unnið langan vinnudag. Pétur segist óttast að verslunar- og atvinnusaga landsins fari for- görðum og segir það bráðæði að ráðast í að rífa húsið án þess að varðveita nokkur tengsl þess við söguna. Ólafur Ragnarsson rak marg- miðlunarstofu og hljóðver í húsinu þar til fyrir skömmu. Hann segir að heilmikið líf hafi verið í húsinu áður en ákveðið var að rífa það og sköpunargleði. Þar hafi mikið af listamönnum og ungu fólki unnið saman skapandi starf. „Það var mjög leiðinlegt að þurfa að fara úr því, það skemmdi svo þá sköp- unargleði sem var að byggjast upp. Þarna á að koma enn ein glæsibyggingin, okkur vantar svo glæsibyggingar,“ segir Ólafur. Morgunblaðið/Jim Smart Defensor- húsið víkur fyrir skrif- stofuhúsnæði ÁRNI Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, segir að fiskveiðikaflinn í samningi Möltu og ESB breyti engu fyrir Íslendinga. Ekki sé um lög- sögu að ræða heldur verndarsvæði þar sem Möltubúar fái rétt til tæknilegra ákvarðana um möskvastærðir, veiðarfæri og slíkt. „Þetta hefur ekki minnstu þýðingu fyrir okkur, þetta eru tæknilegar ákvarðanir sem Möltubúar fá að taka þarna og þær eiga að gilda fyrir allar Evr- ópusambandsþjóðir sem eiga að hafa sama rétt þarna. Þetta er ekkert í líkingu við það sem við þyrftum að fá, í samningum við ESB, til að ryðja sjávarútvegshindruninni úr vegi,“ sagði Árni. Hann segir einnig að þessi samningur sé langt frá því sem Malta fór fram á við Evrópu- sambandið og hafi þessi niðurstaða legið fyrir í nokkra mánuði. „Það er því ekkert nýtt í þessu og þetta breytir engu um okkar stöðu,“ sagði Árni. Telur Íslendinga geta samið við ESB eins og Möltubúa Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar, segir að Íslendingar hljóti að geta samið við Evrópusambandið um sjávarútvegs- mál rétt eins og stjórnvöld á Möltu. Samninga- viðræður skipta máli, Íslendingar eigi að setja markið hátt þegar komi að sjávarútvegsmálum og til séu leiðir sem Íslendingar geti sætt sig við. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að samningur Möltu við ESB breyti ekki stöðu Ís- lands varðandi sambandið en hann sýni að hægt sé að þjarka við Evrópusambandið. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær féllst Evrópusambandið á kröfu stjórnvalda á Möltu þess efnis að innan 25 mílna lögsögu yrðu einungis leyfðar veiðar smábáta. Ekki er um tímabundna undanþágu eða ráðstöfun að ræða heldur verða ákvæði um fiskveiðilögsöguna og yfirstjórn stjórnvalda á Möltu innan hennar sett í lög ESB. Bryndís Hlöðversdóttir segir að því hafi gjarnan verið haldið fram í umræðunni um Evr- ópusambandið að samningaumræður skiptu ekki máli og skiluðu engu þegar kæmi að sjáv- arútvegsmálunum. Íslendingar geti ekki fengið undanþágu frá sjávarútvegsstefnu ESB. Hins vegar hafi hún alltaf haldið því fram að aðild að ESB komi ekki til greina nema viðunandi ár- angur náist í sjávarútvegsmálunum fyrir okkur Íslendinga og meiri hluti þjóðarinnar sé sama sinnis. Samningurinn sem Malta hafi náð sýni að hægt sé að semja um þessi mál við ESB, auð- vitað þannig að ESB sé sátt við niðurstöðuna, en stjórnvöld á Möltu hafi fengið öllu framgengt sem þau hafi sett á oddinn. Í þessu sambandi segir hún að því hafi verið spáð að Malta fengi lítið út úr samningunum við ESB en annað hafi komið á daginn. Að sögn Bryndísar kemur ýmislegt til greina. Hún segir að sú leið sem Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hafi viðrað í Berlín í mars sl. komi vel til greina en hann hafi m.a. bent á að Ís- lendingar geti haft sérstakt stjórnsýslusvæði utan um lögsöguna vegna veiðireynslunnar. Hún segir að ljóst sé að samningur sem fæli í sér að landhelgin fylltist af spænskum togurum yrði aldrei samþykktur og hún þekkti engan stjórn- málamann sem styddi slíkan samning, burtséð frá stuðningi við inngöngu í ESB. Forsvars- menn ESB hafi ekki slegið hugmynd Halldórs út af borðinu og því sé hún ein þeirra sem komi til greina. Aðalatriðið væri að setja markið hátt, leggja áherslu á sjálfsstjórn yfir svæðinu og sjálfsforræði yfir auðlindinni en framkvæmdin væri útfærsluatriði. Breytir ekki stöðunni Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að samningur Möltu og ESB breyti ekki stöðunni hér á landi í grundvallaratriðum. Samningurinn beri með sér að ESB fallist á fiskverndunartil- högun þess efnis að einungis smábátar megi veiða innan lögsögunnar, en fljótt á litið virðist sem um sé að ræða einhverja millileið, sem hafi verið þrædd til að Malta fengi það sem þyrfti til að geta samþykkt aðildarsamninginn. Annars hafi stefnt í það að hann yrði felldur. Steingrímur segir að Halldór Ásgrímsson hafi ýjað að því að hugsanlega væri hægt að ná fram því sem hann kallaði sérstaka beitingu reglnanna á íslensku hafsvæði, en samningur- inn við Möltu væri ekki sambærilegur nema að litlu leyti og Íslendingar gætu aldrei sótt und- anþáguna á sams konar grunni og Malta að þetta væri fiskverndunar- og smábátaútgerða- aðgerð. Auk þess komi til önnur vandamál sem tengist flökkustofnum, samningum við önnur ríki, óleyst deilumál og fleira. Hins vegar sýni þessi samningur að hægt sé að þjarka við ESB og ef menn séu í góðri samningsstöðu geti þeir kannski náð einhverjum svona árangri. Hitt beri að hafa í huga að margt hangi á spýtunni hjá ESB. Sambandið vilji ekki að eitt ríki skerist úr leik í stækkunarferlinu og því sé ef til vill að einhverju leyti um tilfallandi niðurstöðu að ræða sem helgist af ýmsum pólitískum aðstæðum í málinu. Legg ekkert upp úr þessu Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki treysta því að samningur ESB og Möltu, hafi fordæmi fyrir Íslendinga að neinu leyti. Hann segir að sérstakar ástæður kunni að liggja fyrir samningnum við Möltu en mjög hafi gengið á stofna í Miðjarðarhafi. „Ég tel að eins og sakir standa fyrir okkur, séu þær reglur sem gilda hjá Evrópusambandinu um fiskveiðimál með öllu óaðgengilegar. Ég legg því ekkert upp úr þessu,“ sagði Sverrir. Skiptar skoðan- ir um samning ESB og Möltu Viðbrögð fulltrúa ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðu við sjávarútvegssamningi Möltubúa FRÉTTABLAÐIÐ kom út á nýjan leik í gær eftir hálfs mánaðar hlé. Útlit blaðsins hefur ekki breyst og starfsmenn þess eru flestir þeir sömu. Nýtt útgáfufélag, Frétt ehf., hefur tekið við rekstri blaðsins. Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttablaðsins, segir að ákveðið hafi verið að upplýsa ekki á næst- unni hverjir séu hluthafar í útgáfu- félagi blaðsins. Ástæður þess segir hann vera þær að ekki sé skylda til að upplýsa hverjir séu hluthafar í einkahlutafélögum, auk þess sem hann vilji ekki fóðra þá neikvæðu umfjöllun sem verið hefur í fjöl- miðlum um Fréttablaðið undanfar- ið. „Það er kannski heillavænlegra að gefa blaðið út í nokkra mánuði og sýna að blaðið er ágætt. Leyfa blaðinu að vera í fyrirrúmi frekar heldur en hverjir eiga það, sem er ekki stórt atriði í málinu,“ bætir hann við. Fréttablaðið kemur út á ný Ekki upplýst hverjir eru hluthafar ÁHERSLUR og stefna stjórnvalda í ýmsum löndum hvað varðar fíkni- efni hafa verið mikið til umræðu að undanförnu, en íslensk stjórnvöld hyggjast ekki gefa eftir í baráttunni gegn fíkniefnum að sögn Sólveigar Pétursdóttur, dóms- og kirkjumála- ráðherra. „Þær raddir að lögleiða eigi fíkniefni að einhverju leyti hafa heyrst og hafa nokkur lönd stigið skref í þá átt, nú síðast Bretland. Íslensk stjórnvöld hafa fylgst náið með þróun mála á þessum vett- vangi en stefna okkar á þessu sviði hefur verið skýr og afdráttarlaus og sést best í þeirri miklu áherslu sem ríkisstjórnin hefur á liðnum árum lagt á baráttuna gegn fíkniefnum. Það hefur orðið mikil raunaukning á fjárveitingum til lögreglu vegna beinna aðgerða og forvarna gegn fíkniefnum á síðustu árum og lög- reglumönnum sem fjalla um þessi mál hefur verið fjölgað umtalsvert,“ segir Sólveig. Hún segir það mat íslenskra stjórnvalda að alþjóðleg samvinna sé lykilatriði í baráttunni gegn fíkniefnum og rannsóknir stórra mála teygi sig gjarnan til margra landa. Á liðnum árum hafi landa- mæri opnast og ljóst sé að dreifing fíkniefna sé skipulögð af alþjóðleg- um glæpahringjum. Eigum ekki að sætta okkur við tilvist eiturlyfja „Innanlands,“ segir Sólveig, „er efling löggæslu og tollgæslu áhrifa- rík leið til að takast á við innflutn- ing og sölu fíkniefna. Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar hefur lögreglumönnum og tollvörðum ver- ið fjölgað, starfsaðstaða og tækja- búnaður efldur og þjálfun lögreglu- manna aukin. Þá hefur fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík verið efld og einnig tolla- eftirlit við landamæri. Fíkniefnalög- gæsla hefur einnig verið efld á landsbyggðinni.“ Sólveig segir að þeir sem gagn- rýna stöðuna og vilja breytta stefnu verði að svara því og útskýra fyrir almenningi hvað væri unnið með því. Hvar værum við stödd í dag ef sú stefnan í þessum málum hefði ekki verið skýr. „Framtíðarsýn okkar á að vera sú að Ísland verði án eiturlyfja, það er við eigum ekki að sætta okkur við tilvist þeirra. Íslensk stjórnvöld ætla ekki að gefa neitt eftir í þeirri baráttu,“ segir Sólveig. Gefum ekki eftir í baráttunni gegn fíkniefnum Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra GJALDÞROTSBEIÐNI Eign- arhaldsfélagsins RTV hefur ver- ið tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur og hefur Sigurmar Albertsson hæstaréttarlögmað- ur verið skipaður skiptastjóri. Félagið er fyrst og fremst fast- eignafélag og á húseignina Faxafen 10 þar sem Margmiðl- unarskólinn, Viðskipta- og tölvuskólinn og fleiri skólar voru starfræktir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins nema kröfur í félagið hátt í 700 milljónum en húseignin mun vera um 600 milljóna króna virði, auk tækjabúnaðar. Stjórnir eftirmenntunarsjóða í rafiðnaði skipa í stjórn eign- arhaldsfélagsins sem átti og rak húseignina. Skólarnir eru starf- ræktir af sjálfseignarfélögum og verða áfram reknir, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Eignarhaldsfélagið RTV gjaldþrota

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.