Morgunblaðið - 13.07.2002, Page 31

Morgunblaðið - 13.07.2002, Page 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 31 TENGIGRIND Hentugt í sumarbústaðinn! Fyrir 80m2 rými miðað við 75-35°c hitaveitu 70-30°c hringrásarkerfi og 30% frostlög. Breiddin er 65cm og hæðin 75cm Heildsala - Smásala VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21 · Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is meistar inn. is HÖNNUN LIST VIÐ Íslendingar höfumlengi notað gömul, ís-lensk heiti á erlendumborgum og héruðum og þá alveg sérstaklega á Norð- urlöndum og í þeim Evrópulöndum öðrum, sem mest hafa tengst sögu okkar í gegnum tíðina. Við tölum um og skrifum Kaup- mannahöfn, Árósar og Óðinsvé, Sjáland, Fjón og Jótland í Dan- mörku og Stokkhólmur, Gauta- borg og Málmey eða Málmhaugar í Svíþjóð svo dæmi séu nefnd. Noregur stendur okkur að sjálf- sögðu næst. Þaðan komu land- námsmenn og hlóðu skutinn eins og Egill forðum sögum og sögnum og öðrum fróðleik um sína gömlu átthaga. Ekki verður farið út í það hér að telja upp öll þau norsku ör- nefni, sem hafa að mestu haldið sinni gömlu mynd í íslensku, en meðferð þeirra getur stundum sagt allmikið um þekkingu viðkom- andi á eigin sögu og bókmenntum. Á Íslandi hefur einn konungur borið beinin, Hrærekur Dagsson, sem Ólafur Haraldsson lét flytja út hingað og andaðist á Kálfsskinni í Eyjafirði. Hrærekur var konungur á Heiðmörk en í útvarpinu er nú farið að tala um Hedmark, Tele- mark og Opland. Þannig er um fleiri norræn nöfn, sem hingað til hafa átt sína íslensku mynd en með því er einfaldlega verið að rjúfa gamlan þráð, sem hefur tengt okk- ur við söguna í meira en ellefu hundruð ár. Þessi gamla, íslenska nafna- venja tekur einnig til Bretlands- eyja og ýmissa staða á meginland- inu. Shetland er Hjaltland og Hebrides Suðureyjar. York er Jór- vík og Canterbury Kantaraborg. Í Þýskalandi eru líka ýmis dæmi um þetta og alltaf finnst mér skemmti- legra að tala um Saxelfi en Elbe. Allar þjóðir hafa sína útleggingu á nöfnum ríkja og þjóða og besta dæmið um það eru Englendingar, sem styðjast þá meðal annars við sína sögu, nýlenduveldisins gamla. Haag í Hollandi er á ensku Hague, Nürnberg í Þýskalandi Nuremberg og München Munich. Hér á landi hefur það hins vegar tíðkast að nota alkunn, evrópsk heiti óbreytt sé ekki hefð fyrir öðru. Frá stríðslokum höfum við talað um Nürnberg-réttarhöldin en á Stöð 2 hefur verið talað um Nuremberg-réttarhöldin. Ekki bendir það til mikillar þekkingar á sögu síðustu áratuga. Annað, sem heyrir til al- mennri þekk- ingu, hjá frétta- mönnum og raunar öllum öðrum, er að hafa einhverja nasasjón af Biblí- unni. Hvað sem trúarlegu innihaldi hennar líður, þá hefur hún haft mótandi áhrif á íslenskt mál og þar er að finna margt af því fegursta, sem ritað hefur verið. Borgin Týrus er víða nefnd í Biblíunni, til dæmis í Postulasög- unni, en í fréttum Stöðvar 2 var sagt frá því, að Ísraelar hefðu skot- ið á borgina Tyre. Upp á ensku að sjálfsögðu og ekki víst, að viðkom- andi fréttamaður hafi haft hug- mynd um annað heiti og íslensku- legra. Tilefni þessara hugleiðinga er, að í Ríkisútvarpinu hefur nú í tví- gang verið talað um Gíbraltarsund. Það hefur þó heitið Njörvasund og áður Nörvasund. Mun fyrri liður orðsins vera skyldur „narrow“ í ensku og merkir þröngur. – – – Því miður virðist það ekki fara á milli mála, að tilfinningunni fyrir málinu, málkenndinni, hefur hrak- að. Það birtist meðal annars í rangri og oft kátlegri notkun orða- tiltækja ýmiss konar. Áður hefur verið minnst á það, sem ein- hverjum þótti svo eftirsóknarvert, „að vera kominn á græna torfu“, og í Fréttablaðinu nú í vor sagði, að Elísabet Ólafsdóttir hefði „stað- ið í hári Sigurjóns Kjartanssonar“. Ekki hefur það verið þægilegt en vonandi hefur hún látið sér nægja að standa uppi í hárinu á honum. – – – Enskan er lævís og lipur eins og syndin sjálf og hún laumar sér inn á ólíklegustu stöðum. Fyrir skömmu var sýnt í fréttum rík- issjónvarpsins viðtalsbrot við Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, og þar var eftir honum haft í texta, að Ísraelar ætluðu sér ekki að stjórna „lífum“ Palest- ínumanna. Peres talaði ensku og þar er samstofna orð notað í fleir- tölu. Svo er ekki í íslensku. Það er eintöluorð með þeirri einu und- antekningu að því ég best veit, að sagt er, að kötturinn hafi níu líf. Þar er fyrirmyndin vafalaust er- lend, trúlega dönsk. – – – Fyrir nokkru var minnst á það í þessum dálkum, að sagnir löguðu sig jafnan að frumlaginu en furðu- lega algengt er, að eignarfalls- einkunn sé látin stýra þeim. Um það var dæmi í textavarpi sjón- varpsins fyrir skömmu en þar var fyrirsögnin á einni fréttinni þessi: „Félag heyrnarlausra kæra.“ Sá, sem þar hefur haldið á penna, ætti að fara að athuga sinn gang svo ekki sé dýpra í árinni tek- ið. Hrærekur var konungur á Heiðmörk en í útvarpinu er nú farið að tala um Hedmark svs@mbl.is ÍSLENSKT MÁL Eftir Svein Sigurðsson að vitna í frétt DV um fjármálamis- ferli ákveðins manns á liðnu sumri. Lágkúran ætlar engan endi að taka! Þorsteinn býr til „ekki frétt“ og tal- ar svo um „varnarsigur“ ef Sæsilf- ursmenn hætta við áformaða seiða- flutninga, framkvæmd sem aldrei hefur svo mikið sem hvarflað að mönnum. Kæri Þorsteinn. Svona vinna menn ekki lengur í nútíma stjórn- sýslu. Ég ætla að vona að hags- munaaðilar allir beri gæfu til að gefa faglegri umfjöllun aukið vægi og láti tilfinningasemi lönd og leið. Það er væntanlega sameiginlegt kappsmál allra að standa vörð um heilbrigði ís- lenskra laxa- og silungastofna, bæði af eldis- og villtum uppruna. Grein- arskrif þín eru á engan hátt fallin til að efla þá samstöðu, heldur þvert á móti. Laxaseiði Ég ætla að vona, segir Gísli Jónsson, að hags- munaaðilum öllum beri gæfa til að gefa faglegri umfjöllum aukið vægi og láti tilfinningasemi lönd og leið. Höfundur er dýralæknir fisksjúkdóma. NÚ OPNAR maður ekki svo blöðin að það sé ekki verið að hvetja fólk að ræða málin, þar eru heilu síðurnar af nöfnum fólks sem vill ræða málin. Í einni auglýsingunni stendur orðrétt: „Þjóð með öfl- ugt atvinnu- og menn- ingarlíf þar sem velferð þegnanna er tryggð. Einstakur árangur fá- mennrar þjóðar væri óhugsandi nema fyrir það afl sem felst í sjálf- stæðinu.“ Tilvitnun lýkur. Ég mundi skammast mín fyrir að setja nafnið mitt undir svona hræsni. Hvað er ekki að ske í þessu þjóð- félagi, mannréttindi eru brotin á fólki, atvinnan og lífsbjörgin tekin frá því og húsin boðin upp. Nú skulum við byrja á byrjuninni og ræða málin. Hvað er það annað en brot á mannréttindum þegar fiskin- um í sjónum er skipt á milli örfárra sægreifa þessa lands og aðrir verða að eiga það undir þessum háu herr- um hvort þeir lifi eða deyi, hvort þeim hentar að leigja frá sér kvóta eða ekki og hvort leigan er 150 eða 180 kr. kílóið allt eftir hvað sægreif- unum hentar í það skiptið. Er það einstakur árangur fámennrar þjóðar að vera búin að koma því svo fyrir að víðast hvar á landsbyggðinni er búið að selja lífsbjörgina burt og fólkið annað hvort flutt suður eða af landi brott? Er velferð þegnanna tryggð með því að þeir ríku verði ríkari og hinir fátæku fátækari! Nei, ég held ekki. Ekki fyrir löngu síðan kom hingað hópur fólks til þess eins að mótmæla mannréttindabrotum í sínu heima- landi, friðelskandi fólk sem við tók- um náttúrulega vel á móti eða hitt þó heldur! Hentum þeim í fangelsi - en það er önnur saga. En mér er spurn: Hve- nær höfum við Íslend- ingar staðið svona sam- an og mótmælt mannréttindabrotum á okkar þegnum? Hve- nær ætlum við að rísa upp og segja hingað og ekki lengra? Eða vökn- um við ekki fyrr en öll minni sjávarpláss verða komin í eyði og allur kvóti verður kom- inn á fáar hendur eins og t.d. Samherja, Granda og Eimskip? Hver hefði trú- að því fyrir svona 15 árum að Eim- skip yrði einn stærsti kvótaeigand- inn árið 2002? Ef almenningur í þessu landi fer ekki að vakna af þessum þyrnirós- arsvefni sem hefur staðið alltof lengi þá verður þessi draumur sægreif- anna að veruleika og þá verður næg- ur fiskur í sjónum fyrir sægreifana og Hafró og Fiskistofa verða lögð niður enda bara sett til höfuðs smæl- ingjum. Væri nú ekki nær fyrir allt þetta fólk sem vill nú ræða málin að taka fyrst til heima hjá sér og taka höndum saman við alla þá sem vilja að mannréttindabrotum linni á Ís- landi með því að brjóta kvótakerfið á bak aftur. Ég skora hér með á alla sem virkilega vilja landi sínu vel að fylkja sér um þetta mál. Við skulum líka minna ráðamenn þjóðarinnar á að það eru kosningar í vor og við erum ekki búin að gleyma því hverjir hafa traðkað á okkur og komið fram við okkur eins og dónar og að vori ætti það frekar að vera kosningamál hvort við getum lifað í þessu landi eða hvort það er bara ætlað fáum sægreifum en ekki hvort við göngum í ESB. Einnig vil ég benda öllum þeim sem ekki vita út á hvað kvótakerfið gengur að kynna sér það. Í bókinni Stjórn fiskveiða og skipting fiskveiðiarðsins sem kom út 1992 er mjög merkilegur kafli sem ég vil hvetja alla til að lesa. Hann heitir Hagkvæmni og réttlæti og er eftir Þorvald Gylfason, það er eins og hann hafi skrifað þetta í gær. Svona í lokin, ef fólk vill sofa áfram sínum þyrnirósarsvefni og ekki vakna fyrr en það hrekkur upp við það að martröðin er orðin að veruleika þá er það kannski spurn- ing hvort okkur er ekki betur borgið innan ESB því maður spyr sig hvort sá viðbjóður sem viðgengst í íslensk- um sjávarútvegi væri látinn viðgang- ast þar. Nú skulum við ræða málin. Kúgun á Íslandi Kristín Þórðardóttir Árangur Er það einstakur árangur fámennrar þjóðar, spyr Kristín Þórðardóttir, að vera búin að koma því svo fyrir að víðast hvar á landsbyggðinni er búið að selja lífsbjörgina burt og fólkið annað hvort flutt suður eða af landi brott? Höfundur er verkakona og gift sjómanni. bagla papanna, en baglar þessir hafa að öllum líkindum verið einfaldir göngustafir förumunka en ekki skreyttir biskupsstafir þótt bagall merki það nú. Loks hafa fundist krossristur í hellum víðs vegar um landið en ómögulegt er að tímasetja þær. Nú er unnið að rannsókn nokk- urra þeirra á Rangárvöllum með hliðsjón af svipuðum hellaristum kelta. Ef papar létu sér ekki nægja einfalda hellisskúta sem híbýli er mjög líklegt að skýli þeirra hafi verið einföld og látlaus. Þess háttar bú- staði er því miður mjög erfitt að greina með fornleifarannsóknum. Þá er og líklegt að þeir, sem á eftir komu, hafi nýtt sér híbýli þeirra, sem fyrir voru, auk þess sem mjög líklegt er að sama grjótið hafi verið notað aftur og aftur í hleðslur nýrri eða endurnýjaðra húsa. Einnig ber á það að líta að lítið sem ekkert hefur verið gert að því að leita skipulega að forn- minjum hér á landi, hvað þá forn- minjum sem lítil tiltrú er á að hafi verið til staðar. Nógu erfitt er að greina hús frá því á 17. öld, eða fyrir 300 árum, hvað þá látlausa bústaði frá því 1200 árum fyrr. Ef fyrstu víkingarnir sem hingað komu hafi hitt fyrir kristna og frið- sama Íra má telja víst að heiðingjar hafi haldið uppteknum hætti í sam- skiptum sínum við þá; rænt og rupl- að, hneppt í þrældóm líkt og Tyrkir síðar eða hrakið þá af landi brott. Það sætir því ekki furðu að hinn prest- lærði Ari hafi reynt að skrifa sem minnst um papana. Hús, sem hafa verið endurbyggð og enn standa, t.d. í Landsveit, hafa óyggjandi keltneskt toppbyggingalag. Fornar garð- hleðslur eru líkar því sem þekktust á Írlandi. Hringlaga hlaðnar fjárborgir hafa sama handbragð og þekktust á Írlandi. Má þar t.d. nefna fjárborgina í Óbrennishólma í Krýsuvík sem og garðhleðslur, grafreit og skála í Hús- hólma. Í dag má enn sjá móta fyrir u.þ.b. 70 fjárborgum á Reykjanesi einu, misjafnlega gömlum. Munir, sem fundist hafa í fornum gröfum, s.s. á Hafurbjarnarstöðum í Garði, benda til þess að þar hafi keltneskt fólk verið greftrað. Fornar þjóðleiðir á hraunleiðum eru furðu mikið nið- urgrafnar þar sem hraun runnu skömmu eftir norrænt landnám. Fleira mætt nefna. Það ætti því eng- inn að afskrifa alveg tilvist eldri for- feðra Íslendinga en þeirra er segir af norrænum mönnum, enda benda blóðrannsóknir til þess að Íslending- ar megi alveg eins rekja ættir sínar til Írlands og til Skandinavíu. Höfundur er aðstoðaryfirlög- regluþjónn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.