Morgunblaðið - 13.07.2002, Síða 32

Morgunblaðið - 13.07.2002, Síða 32
SKOÐUN 32 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUNDUR Reykjavíkurbréfs gerði eignaraðild að bönkum að umfjöllunarefni í bréfi sínu sem birtist í Morgunblaðinu sunnudag- inn 7. júlí sl. Þar bendir hann á þá ógn sem steðjar að efnahagskerf- inu ef ráðandi hlutur í bönkum kemst á fárra hendur og heldur því fram að æskilegt sé að „tryggja með lögum dreifða eignaraðild að bankakerfinu“. Umræða um þetta efni hefur farið hátt og nokkuð víða. Lítið hefur farið fyrir kerf- isbundinni skilgreiningu á fyrir- bærinu og fremur haldlítil rök ver- ið lögð fram fyrir dreifðri eignaraðild bankanna. Í þessari grein er ætlunin að leggja fram einfalda en nokkuð fræðilega greiningu á viðfangsefninu. Sýnt verður fram á hvernig hagsmunir ólíkra aðila, sem að bönkum standa, stefna í sitt hvora átt, hvernig kerfi má byggja upp til að allir stefni að sama marki og rök færð fyrir því hvers vegna tak- markið um dreifða eignaraðild að bönkum leiðir til óhagkvæmni og óskilvirkni. Eðli innlánsstofnana – af hverju þarf ríkisvaldið að hlutast til um málefni þeirra? Ein megin ástæðan fyrir tilvist banka er að þeir draga úr við- skiptakostnaði með því að leiða saman lánveitendur og lántakend- ur. Hagsmunir þessara fjögurra aðila sem koma að bankastarfsem- inni; stjórnendur banka, eigendur þeirra, innlánseigendur og lántak- andendur, fara ekki alltaf saman. (1) Innlánseigendur leggja fé sitt inn á bankareikninga með það fyrir augum að koma því fyrir á öruggan hátt. Þeir vilja ekki taka mikla áhættu en leitast eftir því að koma í veg fyrir að verðgildi peninganna rýrni. Þeir kjósa því að lána bönk- um fé sitt fremur en geyma það undir koddanum. (2) Fjárfestar leita hins vegar eftir lánsfjármagni hjá bönkunum. Þeir eru í eðli sínu áhættusæknari en innlánseigendur en hafa trú á að fjárfestingar þeirra skili hærri ávöxtun en sem nemur lántöku og vaxtakostnaði. (3) Mitt á milli þessara aðila stendur fjármálastofnunin. Stjórn- endur banka veita þeim fjárfestum lánafyrirgreiðslu sem líklegastir eru til að skila lánsfénu til baka með sem hæstum vöxtum. Árangur stjórnendanna mælist í arðsemi bankanna. Hættan við þetta ferli er sú að í viðleitni sinni við að há- marka hagnað bankans taki stjórn- endurnir meiri áhættu en innláns- eigendur kæra sig um. Innlánseigendur eru bæði stór og sundurleitur hópur, sem á erfitt með að tryggja eigin hagsmuni í þessu tilliti. Því þykir ýmsum rétt- lætanlegt að ríkið komi að þeirri hagsmunagæslu. (4) Það þurfa hins vegar einnig að vera hvatar til að hluthafar bankanna fái ávöxtun á fjárfestingu sína. Með það að leiðarljósi sér hin títtnefnda ósýnilega hönd Adams Smiths um að fjár- magninu sé veitt í arð- samar fjárfestingar sem skila sér í fram- leiðniaukningu, hag- sæld og hagvexti fyrir lýðinn allan. Réttir hvatar? Hvernig er hvötum best fyrir komið í bankakerfinu svo að ólík sjónarmið stjórn- enda innlánsstofnana, innlánseigenda og hluthafa sé beint í sömu átt? Fram á tíunda áratug síðustu aldar var almennt viður- kennt á Íslandi að ríkið væri best til þess fallið að eiga og reka banka. Það hefur þó komið á dag- inn að slíkur rekstur er óhag- kvæmur og tefur fyrir kerfisbreyt- ingum sem annars hefðu átt sér stað. Í þessu samhengi er athyglisvert að skoða alþjóðlega rannsókn La Porta, Lopez de Silanez, Shleifer, „Government Ownership of Banks“ (Journal of Finance, Feb. 2002), þriggja bandarískra prófessora. Þeir hafa rannsakað sambandið milli opinberrar eignaraðildar banka og hagsældar þjóða. Þeir viðurkenna að sambandið milli eignarhalds banka og hagvaxtar sé flókið en sýna það með tölfræði- lega marktækum hætti að ef eign- arhlutur ríkisins í bönkum eykst um 10% dregst þjóðarframleiðsla á mann saman um 0,24% á ári. Ef þessar tölur eru færðar yfir á ís- lenskt efnahagslíf má áætla að þjóðarbúið hafi orðið af 290 millj- örðum, á tímabilinu 1970–1995, sem rannsóknin náði til. Þessar töl- ur eru framreiknað til ársins 2002 á verðlagi 2002. Þó má ætla að tap- ið sé meira ef tekið er tillit til fórn- arkostnaðar Fórnarkostnaður er sá hagur sem menn verða af þegar þeir ákveða að verja auði eða tíma sínum í eitt umfram annað, t.d. á meðan menn stunda nám fórna þeir tekjum á meðan. Ísland var eitt þeirra landa sem rannsökuð voru. Stjórnendur innlánsstofnana og innlánseigendur Hlutverk ríkisins við að tryggja hagsmuni innlánseigenda felst að mestu leyti í rekstri seðlabanka og fjármálaeftirlits. Seðlabankinn, sem einn hefur rétt til að gefa út seðla og mynt, er af mörgum talinn best til þess fallinn að vera lánveit- andi til þrautavara (e. lender of last resort). Víða annars staðar þjóna tryggingarsjóðir þessu hlut- verki eða eru millistig áður en seðlabanki grípur inn í, eins og FDIC (Federal Deposit Insurance Company) í Bandaríkjunum eða tryggingarsjóður Sparisjóðanna. Hann er sá sem myndi grípa inn í rekstur banka með auknum lán- veitingum ef bankakreppa skylli á. Tilvist seðlabanka skapar hins vegar freistnivandamál (e. moral hazard). Nú gætu stjórnendur bankanna leiðst enn lengra út á áhættu- skalann og það langt út fyrir löngun eða vilja innlánseigenda, þar sem þeir hafa trú á að seðlabanki muni ávallt koma til bjargar hagsmunum innláns- eigenda. Til að koma í veg fyrir þetta vanda- mál gefur seðlabank- inn út þau skilaboð að aðstoð bankans sé hvorki auðsótt né sjálfsögð, sbr. 7. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001. Þannig gera stjórnendurn- ir sér grein fyrir því að það sé alls óvíst hvort seðlabankinn muni koma einmitt þeim til aðstoðar og að sérstök skilyrði þurfi að koma til sem stjórn seðlabanka ákveður áður en til aðstoðar kemur. Stjórnendur og eigendur innlánsstofnana Nú er það almennt viðurkennt á Íslandi að ríkisrekstur banka sé ekki ákjósanlegur. Víðtæk einka- væðing í bankakerfinu hefur átt sér stað á skömmum tíma. Mark- mið hennar er að færa banka und- an áhrifum stjórnmálamanna sem gátu nýtt sér bankakerfið til fyr- irgreiðslu. Þannig er stuðlað að því að samspil áhættu og ávöxtunar fái ein ráðið hvaða verkefni bankinn fjármagnar. Almenna reglan er sú að þeir sem kaupa banka í fjárfestingar- skyni leiti allra leiða til að skila rekstri bankanna með sem mestum hagnaði. Nú ráða eigendur bank- ans stjórnendur til að sjá um dag- legan rekstur. Það er eigendunum mikilvægt að stjórnendurnir reki bankann með hagsmuni eig- endanna að leiðarljósi en ekki sína eigin. Það er auðvelt að gera sér í hugarlund það freistnivandamál sem upp kann að koma milli eig- enda og stjórnenda, nú þegar stjórnendur geta hagað sér eins og stjórnmálamenn áður og notað bankareksturinn til fyrirgreiðslu. Hagfræðin kallar þetta umboðs- mannsvandann (e. principal agent problem). Hann felur í sér að um- boðsmaðurinn getur skorist undan því að hámarka hagsmuni umbjóð- andans vegna þess að hann veit að kostnaður umbjóðandans við að fylgjast með athöfnum umboðs- mannsins er meiri en ábatinn. Þess vegna verður aftur að koma fyrir hvötum í samskiptum þeirra til að umboðsmaðurinn geti ekki misnot- að aðstöðu sína. Í hlutafélögum hefur þetta verið gert með árang- urstengingu launa eða með því að gera stjórnendurna einnig að eig- endum félagsins, sem leiðir til þess að hagsmunir beggja eru hinir sömu. Síðast en ekki síst er sú ógn sem steðjar að stjórnendum að þeim verði sagt upp störfum. Kostir og gallar dreifðrar eignaraðildar Þó að fylgismenn dreifðrar eign- araðildar hafa ekki haft hátt um það hvers vegna þeir telja það svo slæmt ef dreifingartakmarkinu verði ekki náð, þá er hægt að gera sér í hugarlund hvert áhyggjuefnið sé. Í mínum huga eru aðalrökin fyrir dreifðri eignaraðild að bönk- um þau að hugsanlega gæti einn sterkur fjármagnseigandi söslað undir sig bankakerfið að stórum hluta og þannig takmarkað aðgengi annarra athafnamanna að fjár- magni. Gefum okkur að á litlum mark- aði eins og þeim íslenska komist eigendur stórrar verslunarkeðju til áhrifa í einum fjögurra bankanna. Ef verslunareigandinn kaupir ráð- andi hlut í banka (sem telst vera um 20%) með önnur markmið í huga en að hámarka ávöxtun þeirra fjármuna sem hann leggur til bankans, t.d. til að koma í veg fyrir samkeppni á eigin markaði (smásöluverslun). Hann kemst ennþá nær markmiði sínu ef hann heldur daglegum viðskiptum sínum við annan viðskiptabanka en sinn eigin. Þannig getur hann hótað að færa viðskipti sín úr þeim banka ef viðkomandi banki veitir samkeppn- isaðila hans á markaði aðgang að fjármagni til að ógna stöðu hans á smásölumarkaðnum fyrir utan að stöðva lánveitingu til hans í eigin banka. Það má þó leiða líkum að því að með gjörðum sínum sé verslunar- eigandinn fjarri því markmiði að hámarka heildarhag sinn með þessum viðskiptum. Hann hefur verslunina í viðskiptum við sam- keppnisaðilann á fjármálamarkaði, dregur úr samkeppni á þeim mark- aði sem hækkar kostnað hans, í því skyni að koma í veg fyrir aukna samkeppni á öðrum markaði. Margir myndu halda að ábati hans yrði einnig nokkur af minni sam- keppni á fjármálamarkaðnum því verð á vörum hans á þeim markaði er nú hærra. Það er þó ekki hægt að segja nákvæmlega til um það án frekari rannsókna hvor þátturinn vegi þyngra. Þeir sem leggja áherslu á þessi rök fyrir nauðsyn lögboðinnar dreifðrar eignaraðildar eru hins vegar að rugla saman löggjöf sem stuðlar að skilvirkni fjármálamark- aðar annars vegar og samkeppn- issjónarmiðum hins vegar. Hér gerir verslunareigandinn sig sekan um að hindra aðgang að markaði og draga úr samkeppni. Það er verkefni fyrir Samkeppnisstofnun og dómstóla að skera úr um lög- mæti athafna hans en á ekki skylt við mikið dreifða eða lítið dreifða eignaraðild. Enda getur verslunar- eigandinn hindrað aðgang að markaði með miklu hagkvæmari og einfaldari hætti en að kaupa banka. En þeim leiðum verður ekki ljóstr- að upp hér. Með dreifðri eignaraðild að bönkum komum við í veg fyrir að fjármunum sé varið á sem hag- kvæmastan hátt, samkvæmt rann- sókn um dreifða eignaraðild fyr- irtækja sem gerð var af bandarískum og austurískum hag- fræðingum, Gorton, Gary, Schmid, Frank, „Corporate governance, ownership of dispersion and effic- iency: Empirical evidence from Austrian cooperative banking“ (Journal of Corporate Finance, 1999 (5) 119–140.), Cole, Rebel and Mehran, Hamid; „The effect of changes in ownership structure on performance: Evidence from the thrift industry“ (Journal of Fin- ancial Economics). Hér eru einungis tvær rannsókn- ir nefndar vegna þess að þær beina sérstaklega sjónum sínum að fjár- málastarfsemi, einnig eru kenning- ar um að eignaraðild að fyrirtækj- um almennt og takmarkanir á eignarhaldi leiði til hins sama í annars konar atvinnustarfsemi. Komust þeir að því að arðsemi bankanna fari lækkandi með dreifðari eignaraðild. Því miður heyrast ávirðingar þess efnis að athafnamenn hafi fengið vilyrði fyrir lánveitingu sem hafi verið dregið til baka af hátt- settari yfirmönnum. Þó ekki liggi fyrir rannsóknir á þessu, má ætla að um tvennt geti verið að ræða: 1) verkefnið sem bíður fjármögnunar telst ekki standast þær kröfur sem gerðar eru til lánveitingar 2) van- hæfni eða spillingu yfirstjórnenda er um að kenna. Til að koma í veg fyrir síðari liðinn, verður að vera svigrúm til að bola út spilltum stjórnendum með yfirtöku (e. host- ile takeover). Lögboð um dreifða eignaraðild fríar stjórnendur bank- anna frá aga markaðarins sem veitir nauðsynlegt aðhald og kem- ur í veg fyrir að stjórnendurnir misnoti aðstöðu sína. Rannsóknir hafa einnig verið gerðar á því hvort æskilegt sé að eign banka sé að stórum hluta í höndum innan- búðarfólks eða utanaðkomandi fjárfesta. Þær sýna fram á ágæti þess að stjórnendur eigi einhvern hlut í bankanum, en skiptar skoð- anir eru um hversu hár sá hluti má vera. Hér má einnig nefna þá augljósu staðreynd að sá hluthafi, sem á stærstan hlut í bankanum, sé einn- ig sá sem líklegastur er til að koma með nýtt hlutafé inn í banka lendi hann í rekstrarerfiðleikum. Það er einmitt ein af þeim lausnum sem seðlabanki myndi leitast eftir áður en hann veitir lán til þrautavara. Samkeppni á íslenskum fjármálamarkaði Ísland er lítill markaður vegna landlegu og fámennis. Hér kann að vera erfitt að halda úti fullkominni samkeppni (enda er það í raun hvergi hægt því skilyrði hennar eru afar þröng). Samkeppnisyfir- völd gegna því mikilvæga hlutverki að koma m.a. í veg fyrir einokun fyrirtækja eða samráðs á markaði. Það er því nauðsynlegt að sú stofn- un hafi svigrúm og nægilegt fjár- magn til að sinna því hlutverki sínu vel Segja má að á íslenskum fjár- málamarkaði séu fjórir stórir við- skiptabankar (Íslandsbanki, Bún- aðarbanki, Landsbanki og sparisjóðirnir). Ef EES samnings- ins nyti ekki við, sem kveður á um frjálsan flutning fjármagns til og frá landinu, mætti ætla að hér væri fákeppni á fjármagnsmarkaði. Vegna aðgengis athafnamanna að fjármagnsmarkaði erlendis er ekki hægt að segja að þeir búi við tak- markaða kosti þegar þeir leita eftir lánsfé til að fjármagna verkefni sín. Hins vegar er það staðreynd að innlánseigendur eiga í fremur fá hús að vernda. Samkeppnin er hins vegar hörð á innlánsmarkaði enda er það ódýrasta fjármögnun bank- anna. Þó að ferðum okkar í af- greiðslur innlánsstofnana fari fækkandi vegna aukinnar tölvu- tækni, held ég það myndi vefjast fyrir mörgum að halda úti tékk- areikningum í banka í Danmörku, svo dæmi sé tekið. Fjárfestar geta hins vegar auðveldlega nýtt sér þjónustu danskra banka ef kjörin eru betri þar. Undirrituð hefur því meiri áhyggjur af hagsmunum inn- lánseigenda en fjárfesta á þeim fjármagnsmarkaði sem við byggj- um nú á Íslandi, enda má leita fjár- mögnunar einnig í gegnum hluta- bréfamarkað og skuldabréfaútboð. Kæri lesandi! Hér hafa verið rakin hefðbundin sjónarmið hag- fræðinnar um rekstur banka. Ég átti fremur von á því frá Morg- unblaðinu að það birti skýrari og hlutlægari greiningu á þessu mik- ilvæga málefni en þann hræðslu- áróður sem sjá mátti í Reykjavík- urbréfi hinn 7. júlí sl. Þar má meðal annars lesa um vangaveltur eins og hvernig þjóðinni myndi nú „hugnast sú þróun að t.d. Burðarás hf., eignarhaldsfélag Eimskipa- félagsins, eignaðist ráðandi hlut í Landsbanka við einkavæðingu hans“. Nánast engin rök eru færð fyrir dreifðri eignaraðild að bönk- unum nema þau, að greinarhöfundi þykir nauðsynlegt að tryggja hana í lögum líkt og gert hefur verið um eignaraðild að fjölmiðlum í Banda- ríkjunum. Að hans sögn lúta fjár- málamarkaðir sömu lögmálum og fjölmiðlar. (Fyrir þeirri staðhæf- ingu eru ekki heldur nein rök færð svo eftir verði tekið.) Þau sjón- armið eru rökstudd með vísun í forystugrein sem birtist í síðasta tölublaði Business Week. Þar finnst mér höfundur Reykjavíkur- bréfs falla í eigin gildru. En með sömu rökum gætu sumir réttlætt upplausn eignarhaldsfélags þess sem stendur hvað sterkast að Morgunblaðinu sjálfu, sem situr nánast eitt að markaði dagblaða- útgáfu eins og sakir standa. DREIFÐ EIGNAR- AÐILD AÐ BÖNKUM? Guðrún Johnsen Ef EES-samningsins nyti ekki við, sem kveð- ur á um frjálsan flutning fjármagns til og frá landinu, segir Guðrún Johnsen, mætti ætla að hér væri fákeppni á fjármagnsmarkaði. Höfundur stundar meistaranám í stofnanahagfræði og tölfræði við University of Michigan, Ann Arbor í Bandaríkjunum. Ryðfríar Blómagrindur y fríar Blómagrindur með hengi Tilboðsverð kr. 2.995 áður kr. 3,595 Klapparstíg 44 Sími 562 3614

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.