Morgunblaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 45 DAGBÓK Raðhús - Víkurhverfi Vönduð og vel skipulögð 190 fm raðhús á einni hæð í Víkurhverfi, Grafarvogi. 4 svefnherbergi. Bílskúr. Tvö af raðhúsunum eru með tvöfaldan bílskúr. Byggingaraðili er Hrauntún ehf. Upplýsingar í símum 896 1606 og 557 7060. Árnað heilla 75 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 13. júlí, er 75 ára Sigríður B. Kolbeins, Ásholti 32, Reykjavík. Hún dvelst á sjúkrahúsinu á Sauðár- króki. 40 ÁRA afmæli. Nk.mánudag, 15. júlí, er fertug Ólöf Ingibjörg Steinarsdóttir, Hvassa- leiti 6, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í sum- arbústað sínum á Þingvöll- um í dag, laugardaginn 13. júlí, kl. 17. LJÓÐABROT STÖKUR Margur rakki að mána gó, mest þegar skein í heiði, en eg sá hann aldrei þó aftra sínu skeiði. Hryssu tjón ei hrellir oss, hress er eg, þó dræpist ess; missa gjörði margur hross; messað get eg vegna þess. Jón Þorláksson 1. d4 Rf6 2. c4 d6 3. Rc3 e5 4. Rf3 Rbd7 5. g3 Be7 6. Bg2 0–0 7. 0–0 c6 8. Dc2 De8 9. b3 Hb8 10. Hd1 b5 11. c5 b4 12. cxd6 Bxd6 13. Ra4 De7 14. Bg5 Ba6 15. dxe5 Rxe5 16. Rd4 Hbd8 17. Rf5 De6 18. Rxd6 Hxd6 19. Rc5 Hxd1+ 20. Hxd1 Dc8 21. Bxf6 gxf6 22. Be4 Bb5 23. Bxh7+ Kg7 24. Bf5 De8 25. f4 Rg6 26. e4 Re7 27. Bh3 Hh8 28. Kg2 Hh6 29. Bd7 Dh8 30. h4 Hg6 31. Hh1 Dh5 32. f5 Be2 33. Kh2 Staðan kom upp á EM kvenna sem lauk fyrir nokkru í Varna í Búlgaríu. Hin sókndjarfa Ekaterina Kovalevskaya (2.482) hafði svart gegn Elena Zaiatz (2.346). 33. … Hxg3! 34. Kxg3 Df3+ 35. Kh2 Df2+ 36. Kh3 Bg4+ og hvítur gafst upp enda verður hann drottn- ingu undir. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. HVENÆR á að trompa út og hvenær ekki? Þetta stef var nokkuð til umræðu í síð- asta mánuði og niðurstaðan var í grófum dráttum þessi – trompútspil eru rétt þegar þau eru rétt! Pólverjinn Lesniewski hitti á rétta and- artakið til að trompa út í þessu spili: Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ G5 ♥ D9 ♦ ÁD43 ♣G9854 Vestur Austur ♠ D7 ♠ K10964 ♥ 72 ♥ G65 ♦ K10972 ♦ 65 ♣ÁD73 ♣1042 Suður ♠ Á832 ♥ ÁK10843 ♦ G8 ♣K Í töluleik Búlgara og Pól- verja í 10. umferð EM varð Búlgarinn Kalin Karaiv- anov sagnhafi í fjórum hjörtum eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður Lesn. Trendaf. Martens Karaiv. -- -- -- 1 hjarta Pass 1 grand Pass 2 spaðar Pass 4 hjörtu Allir pass Á hinu borðinu hafði Pól- verjinn Balicki spilað þrjú grönd í suður og tekið tíu slagi eftir útspil í laufi. Fjögur hjörtu sýnist þó vera eðlilegri samingur og auðunninn ef ekki kemur út tromp. En Lesniewski hitti á tromp út og Karaivanov varð að vanda sig til að ná í tíu slagi. Hann tók útspilið heima og spilaði strax laufkóng. Vestur drap og trompaði aftur út og Karaivanov not- aði innkomu blinds á tromp- drottningu til að spila lauf- gosa og henda spaða heima. Lesniewski fékk slaginn á laufdrottningu og skipti yfir í spaðadrottningu. Sagnhafi dúkkaði, en tók næsta slag á spaðaásinn, tók þriðja trompið og spilaði tígulgosa. Af einhverjum torskildum ástæðum setti Lesniewski lítinn tígul, svo að gosinn átti slaginn og drottningin þann næsta. En spilið var unnið, samt sem áður. Ef vestur leggur kónginn á tíg- ulgosann, trompar sagnhafi út lauftíuna og fær alla slag- ina sem eftir eru. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir staðfestu, hug- rekki og þori og tekst á við krefjandi verkefni með gleði. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Dagurinn í dag markar upp- haf líflegs tímabil sem varir næstu vikur. Gríptu tækifærið og skipuleggðu frí eða skemmtanir. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ættir að gera áætlanir um endurbætur á heimilinu. Þú skalt gera ráð fyrir því að næsta mánuð ríki skipulögð ringulreið á heimilinu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Í dag munt þú taka eftir því að þú ert smátt og smátt að verða miðpunktur athygli. Það veitir þér kjark og sjálfstraust til að hrífa aðra með þér og kenna þeim eitthvað gagnlegt. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er líklegt að þú munir þurfa að eyða meiri peningum á næstunni. Til allrar ham- ingju eru áætlanir um aukna fjáröflun einnig að ganga eftir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Mars er kominn í merki þitt og það eykur þér líkamlega orku á næstu vikum. Það er nauðsynlegt að þú takir meira á líkamlega til að fá heilbrigða útrás fyrir þessa orku. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Venus er í þínu merki um þessar mundir og því geta fáir staðist töfra þína. Notaðu þetta tækifæri til að bæta sambandið við þá sem þér eru kærir. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Félagslífið stendur með mikl- um blóma um þessar mundir. Gerðu þér far um að umgang- ast fólk því aðrir taka eftir þér og vinir þínir vilja umgangast þig. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þrátt fyrir að þú viljir losna úr viðjum vanans er metnaðar- girnd þín vakin. Reyndu að grípa tækifærin til að koma þér áfram, einkum í tengslum við starfið. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Gjafir og utanaðkomandi að- stoð gera þér kleift að fara í langþráða ferð. Þú hefur gam- an af ferðalögum og því skaltu þiggja öll boð sem þér berast. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það kemur aukinn þungi í samband sem þú átt við aðra, einkum þó rómantískt sam- band. Þú finnur fyrir ástríðu, kynþokka og ánægju. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú vilt skipuleggja umhverfi þitt en um leið kannt þú að fá félaga þinn eða einhvern ná- kominn upp á móti þér. Gerðu þér far um að halda jafnvæg- inu milli persónulegra mark- miða og tengsla þinna við aðra. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gleði, rómantík, ánægja og hvers kyns skemmtanir ráða ríkjum í dag. Reyndu að gleðja einhvern nákominn með einhverjum hætti sem veitir ykkur báðum ánægju. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Ljósmynd/Sigríður Bachmann BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. maí sl. Anna Ragna Magnúsdóttir og Vil- hjálmur Þorsteinsson. Heimili þeirra er á Bauga- tanga 6 í Reykjavík. Morgunblaðið/Sverrir Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 1.650 kr. til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þær heita Bjarndís Sjöfn Blandon og Helga Rut Steinsdóttir. Hlutavelta             Það er ekkert í sjónvarpinu sem hægt er að hafa gaman af. Eigum við ekki að ná í gömlu ástarbréfin? Smælki KIRKJUSTARF VIÐ erum í sumarskapi og ætlum að gleðjast saman. Sunnudaginn 14. júlí eru ungir sem aldnir Árbæing- ar og allir sem áhuga hafa hvattir til að koma í kirkju. Við komum saman í kirkjunni kl. 11. Þar verða sungnir gömlu góðu sunnudagsskólasöngvarnir og ein- hverjum nýjum jafnvel bætt við. Fé- lagar úr kirkjukórnum verða til halds og trausts en að sjálfsögðu er vonast til almennrar þátttöku í söngnum. Organisti verður Jón Ólafur Sigurðsson. Sagðar verða biblíusögur, við förum með bænir og von er á brúðunni Sollu. Margrét Ólöf Magnúsdóttir æskulýðsfulltrúi og Sigrún Óskarsdóttir prestur hafa umsjón með stundinni. Leið- togar og félagar æskulýðsfélagsins Lúkasar verða tilbúnir við grillið þegar guðsþjónustu lýkur og seldar verða pylsur og gos á 200 kr. Boðið uppá glaðning í eftirrétt. Vonumst til að eiga saman ánægjulega stund í sumarskapi. Starfsfólk og prestar Árbæjarkirkju. Haraldur Ólafsson kristniboði í Hall- grímskirkju VIÐ guðsþjónustu í Hallgríms- kirkju næstkomandi sunnudag kl. 11 mun Haraldur Ólafsson kristni- boði prédika. Haraldur var í fjöldamörg ár kristniboði í Eþíópíu og vann þar m.a. að þýðingu Nýja testament- isins á mál Borana-þjóðflokksins. Þá hefur hann unnið mikið að hjálp- arstarfi í Eþíópíu á vegum Hjálp- arstarfs kirkjunnar í Noregi. Haraldur er sonur hjónanna Her- borgar og Ólafs Ólafssonar sem störfuðu sem kristniboðar í Kína í 14 ár og bróðir Jóhannesar Ólafs- sonar kristniboðslæknis sem lengi starfaði sem læknir í Suður- Eþíópíu. Guðsþjónustan er í umsjá séra Sigurðar Pálssonar. Helgistund í Hrísey Á SUNNUDAGINN verður helgi- stund í Hrísey kl. 14.30 í bisk- upshalla. Tilefnið er að 800 ár eru liðin frá því sr. Guðmundur góði Arason messaði í Hrísey. Í helgistundinni mun sr. Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup Hólabiskupsdæmis, predika og þjóna ásamt sóknarpresti, sr. Huldu Hrönn M. Helgadóttur. Ásgeir Hall- dórsson málarameistari mun rekja sögu sr. Guðmundar góða og Þor- steinn Þorsteinsson fugla- áhugamaður mun segja frá örnefn- um og staðháttum. Kirkjukór Hríseyjarkirkju mun syngja undir stjórn Arnórs Brynjars Vilbergs- sonar organista. Fjölskylduguðs- þjónusta og grillveisla í Árbæjarkirkju Morgunblaðið/Jim Smart Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12. Halgeir Schiager frá Noregi leikur á org- elið. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9, Kópa- vogi. Samkoma í dag kl. 11–12.30. Lof- gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Á laugardögum starfa barna- og unglingadeildir. Létt hressing eftir samkomuna. Allir hjartanlega vel- komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Safnaðarstarf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.