Morgunblaðið - 13.07.2002, Síða 38

Morgunblaðið - 13.07.2002, Síða 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. MESSUR Á MORGUN ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er bent á guðsþjónustur í ná- grannakirkjunum. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Stefán Þorleifsson. Pálmi Matt- híasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur. Org- anisti Guðný Einarsdóttir. Prestsvígsla kl. 14. Biskup Íslands vígir cand. theol. Bolla Pétur Bollason til þjónustu í Selja- prestakalli. Sr. Bolli Gústafsson, fyrrv. vígslubiskup, lýsir vígslu. Vígsluvottar: Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sr. Bjarni Karls- son, sr. Ágúst Einarsson og sr. Valgeir Ást- ráðsson. Sr. Jakob Ág. Hjálmarsson þjón- ar fyrir altari. Organisti Guðný Einarsdóttir. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jóhanns- son. GRUND, dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 10:15. Prestur sr. Hreinn S. Hákonarson. Organisti Kjartan Ólafsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Har- aldur Ólafsson kristniboði prédikar. Fé- lagar úr Mótettukór syngja. Organisti Kári Þormar. Sr. Sigurður Pálsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tos- hiki Toma, prestur innflytjenda, prédikar. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Organisti Lára Bryn- dís Eggertsdóttir. Einsöngur. Félagar úr Kór Langholtskirkju syngja. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Fullorðinsfræðsla kl. 19. Samvinna um prédikun, þar sem sr. Bjarni Karlsson leiðir umræður um pré- dikunarefni dagsins. Sumarmessa kl. 20, þar sem gert er ráð fyrir öllum aldri. Geir- laugur Sigurbjörnsson annast barnagæslu meðan á prédikun og altarisgöngu stend- ur. Kór Laugarneskirkju leiðir safn- aðarsöng undir stjórn Gunnars Gunn- arssonar. Sr. Bjarni Karlsson þjónar. Sigurvin Jónsson gefur trúarvitnisburð sinn. Meðhjálpari er Sigurbjörn Þorkels- son. Messukaffi Sigríðar Finnbogadóttur bíður svo allra í safnaðarheimilinu. Fram til sunnudagsins 18. ágúst er sumarfrí safnaðarins. Áskirkja stendur okkur opin á meðan. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Kór Neskirkju syngur. Organisti Reynir Jónasson. Prest- ur sr. Örn Bárður Jónsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Kirkjan verður opin til kyrrðar og fyrirbæna frá kl. 10:30– 12. Kirkjuvörður. ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Í guðsþjónustunni verða sagð- ar sögur, sungnir hressilegir söngvar og von er á Sollu brúðu í heimsókn. Umsjón hafa Sigrún Óskarsdóttir prestur og Mar- grét Ólöf Magnúsdóttir æskulýðsfulltrúi. Jón Ólafur Sigurðsson organisti sér um undirleik og félagar úr kór Árbæjarkirkju leiða sönginn en allir eru hvattir til að taka virkan þátt. Félagar og leiðtogar æsku- lýðsfélagsins Lúkasar grilla pylsur að guðsþjónustu lokinni og vonast er til að ungir jafnt sem aldnir sjái sér fært að staldra við og borða saman léttan hádeg- isverð. Pylsa og gos kosta 200 krónur. Öll- um verður boðið upp á smáglaðning í eft- irrétt. Fjölmennum í sumarstemmningu! Prestar og starfsfólk Árbæjarkirkju. BREIÐHOLTSKIRKJA: Kirkjan verður lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks til 10. ágúst. Bent er á guðsþjónustur í öðrum kirkjum prófastsdæmisins. DIGRANESKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20.30. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Gospelbandið Upendo leikur undir söng og flytur nokkur lög. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Kirkjan verður lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks til 10. ágúst. Bent er á guðsþjónustur í öðrum kirkjum prófastsdæmisins. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Ester Ólafsdóttir. Eftir guðsþjónustu verður opnuð í Grafarvogs- kirkju sýningin Spunnið úr trúartáknum. Sýningin mun standa til 18. ágúst nk. Kaffi og kleinur eftir messu. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta fellur niður sunnudaginn 14. júlí vegna sumarleyfa starfsfólks. Bent er á guðsþjónustur í öðr- um kirkjum Kópavogs. Bænastundir eru áfram á þriðjudögum kl. 18. Sr. Íris Krist- jánsdóttir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Julian Hew- lett. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Altarisganga. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Samkoma fellur niður vegna sumarferðalags safn- aðarins. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Kl. 19.30 bænastund. Kl. 20 hjálpræð- issamkoma í umsjón majórs Elsabetar Daníelsdóttur. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 20:00. Ræðumaður Vörður L. Traustason. Skírn- arsamkoma. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu syngur. Allir hjartanlega velkomnir. KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma sunnudag kl. 14. Helga R. Ármannsdóttir talar. Bænastund fyrir samkomu kl. 13.30. Lofgjörð og fyrirbænir. Barnagæsla fyrir 1–7 ára börn. Eftir samkomu verða seldar grillaðar pylsur í stað kaffi- meðlætis. Þriðjud.: Bænastund kl. 20.30. Miðvikud.: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Mikil lofgjörð og orð Guðs rætt. Allir velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 17. Yfirskriftin er: Ekki alveg skuldlaus. Ólafur Jóhannsson talar. Allir hjartanlega velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti, dómkirkja og basilíka: Sunnudaga: Há- messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. Laugardag- inn 20. júlí Þorláksmessa á sumri. Við minnumst þess, að árið 1198 voru helgir dómar dýrlingsins teknir upp og skrínlagð- ir í Skálholtsdómkirkju. Hátíðarmessa er kl. 14. Að henni lokinni er öllum kirkju- gestum boðið í kaffi og veitingar í safn- aðarheimilinu í tilefni 85 ára afmælis sr. Húberts Oremus í dag. Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Frá júlí til september fellur messan á miðvikudögum kl. 18.30 niður. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Fimmtudaga: Skriftir kl. 19.30. Bænastund kl. 20. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Laug- ardaga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11 messa með altarisgöngu. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti Jónas Þórir. Jón Þorsteinsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Natalía Chow. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Sum- arguðsþjónusta sunnudagskvöldið 14. júlí k. 20. Kirkjukór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar. Allir velkomn- ir. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Guðsþjónusta kl. 11. Fermdur verður Friðrik Kristjánsson sem búsettur er erlendis. Organisti Þóra Guðmundsdóttir. Prestur Sigríður Kristín Helgadóttir. VÍDALÍNSKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30. Athugið breyttan tíma! Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar. Ljúkið helginni í friðsæld kirkj- unnar. Frátekið fyrir þig. Prestarnir. NJARÐVÍKURKIRKJA: (Innri-Njarðvík). Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og verður stuðst við lesformið. Sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Hið árlega kirkjumót verður haldið á púttvellinum nk. sunnu- dag. Mótið hefst kl. 13 með helgistund. Að henni lokinni verður keppt í öllum ald- ursflokkum. Boðið verður upp á kaffiveit- ingar í Kirkjulundi að móti loknu. Prestur. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Léttur hádegisverður að messu lok- inni. Morguntíð sungin þriðjudag til föstu- dags kl. 10. Kaffisopi að henni lokinni. Foreldrasamvera miðvikudag kl. 11. Sókn- arprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Orgelstund kl. 20. Jörg E. Sondermann leikur tónlist frá rómantíska tímabilinu. STÓRA-NÚPSPRESTAKALL: ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Messa kl. 11. Guðspjallstexti: Jesús mettar fjórar þúsundir manna. (Mark. 8). Orgelleikari Nína María Morávek. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður sunnudag 14. júlí kl. 17. Sr. Guðmundur Óli Ólafsson annast prestsþjónustuna. Í messunni verður flutt tónlist frá sumartón- leikum helgarinnar. Sóknarprestur. UNAÐSDALSKIRKJA: Guðsþjónusta 14. júlí kl. 11. Sr. Magnús Erlingsson. AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Sum- artónleikar kl. 17. Björn Steinar Sólbergs- son leikur á orgel verk eftir Duruflé. Að- gangur ókeypis. GLERÁRKIRKJA: Kvöldhelgistund verður í kirkjunni kl. 21. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnu- dagur: Kl. 19.30 bæn. Kl. 20 almenn samkoma. Ræðumaður Ann Merethe Jak- obsen. Allir hjartanlega velkomnir. EIÐAPRESTAKALL: Bakkagerðiskirkja: Messa kl. 11. Eiðakirkja: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14. Allir velkomnir. Sókn- arprestur. Guðspjall dagsins: Jes- ús mettar 4 þúsundir manna. (Mark. 8.) Morgunblaðið/Ómar Elsku hjartans mamma mín og besta vinkona. Ég kveð þig með söknuð í hjarta. Hvernig get ég út- skýrt hversu mikils virði þú hefur alltaf verið mér, þú varst alltaf besta vinkona mín. Minningarnar eru margar og er ég þeim þakklát. Það voru margar glaðar stundir þegar við áttum heima á Ísafirði, ég man þegar þú fórst á morgnana niður í kjallara til að setja kol í miðstöðina til að hita upp húsið svo okkur yrði ekki kalt. Síðan færðir þú okkur morg- unmat í rúmið og klæddir mig undir sænginni svo mér yrði ekki kalt. Ég man þegar þú fótbrotn- aðir en samt fórstu að vinna um kvöldið. Daginn eftir fórum við Pétur frændi með þig upp á sjúkrahús. Ég man hversu mikið þú hlóst þegar þú sást þvottinn sem ég þvoði fyrir þig. Hann var í öllum litum og stærðum. Ég man líka erfiðleikana, en þú sigraðir þá eins og annað. Ég man daginn sem ég varð móðir og þú hjálpaðir mér að taka á móti syni mínum. Ég man þegar ég flutti til Reykjavíkur og pabbi kom að heimsækja mig. Ég bauð honum upp á hafragraut og hann spurði hvort ég eldaði oft hafragraut. Þegar ég sagði já við því ráðlagði hann mér að hafa samband við þig. Það var mikið hlegið að þessu. Þegar þú og pabbi fluttu til Reykjavíkur bjuggum við öll sam- an á ný. Við fórum í margar helg- arferðir sem voru yndislegar. Dag- urinn sem ég flutti til Ameríku 1966 var erfiður fyrir okkur öll en tíminn læknar öll sár. Ég man hversu glöð við vorum þegar þú komst í fyrstu heimsóknina til mín í Ameríku. Við ferðuðumst víða og það myndaðist gott samband milli þín og Tony, mannsins míns. Tony sagði öllum hversu góða tengda- móður hann ætti. Það var mikil gleði og stolt þegar við Tony eign- uðumst dóttir og við gátum skírt hana í höfuðið á þér. Þú hvattir mig að tala við börnin á íslensku. Það gerði ég, mamma mín. Þú varst myndarleg í öllu sem BJÖRG JÓNSDÓTTIR ✝ Björg Eggert-stína Jónsdóttir fæddist í Hvammi við Dýrafjörð 25. ágúst 1905. Hún lést á Droplaugarstöðum 9. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Háteigs- kirkju 18. júní. þú gerðir. Handavinn- an þín bar af, hvort sem það var að sauma út eða prjóna. Þú varst trúr vinur og gjafmild. Á 96 ára af- mælisdaginn þinn sl. sumar útvegaði Garð- ar sonur minn harm- onikkuleikara. Þú varst svo glöð. Mamma mín, ég veit að þú myndir vilja að ég þakkaði Svövu Guðbergsdóttur fyrir að vera trygg vinkona þín í meira en 70 ár. Einnig þakka ég Erlu Friðjóns- dóttur. Guð blessi ykkur. Elsku hjartans mamma, ég bið Guð að vera með þér og leiða þig í nýja landinu. Þín elskandi dóttir, Björg Hinriksdóttir Vacchiano. Kæra amma. Það er svo margt sem ég vildi segja þér og ég vona að þú heyrir í mér. Það er svo margt sem við gerðum saman og ég mun aldrei gleyma. Þegar ég var lítil kom ég venjulega til þín rétt fyrir háttatíma og fékk að skríða upp í til þín. Þó að rúmið þitt væri lítið var dúnsængin þín alltaf svo hlý og alltaf sofnaði ég hjá þér. Þó ég sé orðin fullorðin, þá er svo margt sem ég vildi sýna þér og sanna mig fyrir þér. Það er svo margt sem ég gæti sýnt þér. Ég mun alltaf muna ráðin sem þú gafst mér, sérstaklega þegar þú dvaldir hjá okkur í Bandaríkj- unum. Þú sagðir mér að leggja áherslu á eigin staðfestu og hug- rekki. Þú sýndir mér fram á margt sem fólk þarf að búa við og ég lærði af þér. Ég get ekki dæmt um áhrif þín á líf mitt en þau eru mjög jákvæð og ég vonast til að geta deilt þeim með komandi kynslóð- um. Ég lærði af þér að ekkert get- ur komið í veg fyrir að ég eflist, hversu erfitt sem lífið er. Satt best að segja er lífið erfitt eftir að þú fórst en ég er að eflast. Ég lofaði þér að þú yrðir alltaf hreykin af mér og ég mun standa við það. Þú kenndir mér að ég get allt og mér hefur farnast vel á því sér- staklega á erfiðleikatímum. Amma, þú hefur alltaf verið boðberi styrks, staðfestu og samúðar. Ég elska þig og þakka fyrir áhrifin á líf mitt. Þú hefur haft meiri áhrif á þinni mannsævi en flestir aðrir og sérstaklega þá breyttir þú lífi mínu til hins betra. Björg Maria Vacchiano. Elsku langamma, mig langaði að segja þér að ég elska þig áður en þú fórst. Alltaf þegar ég labbaði inn í eldhúsið hjá þér þá man ég þegar þú mataðir mig og kenndir mér bænirnar og við sungum „Hannah er lagin að leika við strákana og hún labbar út í bæinn með krullulokkana“ og við sungum margt annað. Við sungum mikið og ég man ég að við vorum mestu pakkarnir. Ég sakna þín svo mikið. Ég veit að þú ert að horfa á mig en ég sé þig ekki. Það gengur vel í fótboltanum. Ég elska þig. Hannah Björg Ottesen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.