Morgunblaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 22
ÚR VESTURHEIMI 22 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ 84. ÁRSÞING Þjóðræknisfélags Ís- lendinga í Vesturheimi verður í Ed- monton 1. til 4. maí 2003 og verður Jerry Kristjanson forseti þingsins. Íslendingafélagið Norðurljós undir forystu Bobs Rennies sér um skipu- lagninguna og fram- kvæmdina, en Walter Sopher er ötull liðsmað- ur félagsins og er með fjármögnunina á sinni könnu. „Það er allt á fullu hjá okkur í undir- búningnum og við stefnum að því að þingið verði eins glæsilegt og það var í Minneapolis í vor,“ segir hann. Fjáröflun fyrir allt samfélagið Á ársþinginu fyrir tveimur árum var svo- nefnt menningarkvöld og segir Walter að vegna fjölda áskorana verði það end- urvakið með þátttöku listamanna. „Við viljum ná til sem flestra, jafnt í Kanada, Bandaríkjunum og á Ís- landi, og liður í kynningu á þinginu verður útgáfa á um 60 blaðsíðna riti, sem verður dreift til allra okkar um 400 félaga, allra deilda Þjóðræknis- félagsins, allra sem taka þátt í þinginu á einn eða annan hátt og víð- ar. Með öðrum orðum fer þetta rit víða og ég hef meðal annars hug á að safna efni og auglýsingum á Íslandi, en kjörorð okkar er sameining og það að komast af í norðri.“ Að sögn Walters kemur vöru- og fyrirtækjakynning til með að tengj- ast þinginu og hefur hann áhuga á að fá íslensk fyrirtæki til að kynna sig og það sem þau hafa upp á að bjóða. „Það eru ótal mögu- leikar fyrir hendi og þetta er kjörið tækifæri til að koma íslenskri vöru á framfæri,“ segir hann. Walter segir að mikill uppgangur hafi verið hjá Íslendingafélögunum í Alberta á undanförnum árum og virkir meðlimir séu yfir 700, en útlitið hafi ekki verið bjart fyr- ir fimm árum. Hann hafi þá tekið að sér fjáröflun og hún hafi strax gengið vel. Í kjölfarið hafi hann farið í að fá fólk í félagið og á skömmum tíma hafi virkum félagsmönnum fjölgað úr 164 í 374. „Þetta byggðist fyrst og fremst á persónulegum samskiptum og stundum hef ég ekið meira en 200 kílómetra til að hitta fólk og fá það í félagið,“ segir hann og bætir við að hann standi ekki einn í þessu. „Ég er kannski í hlutverki leikstjórnandans en margir félagsmenn vinna gott starf, meðal annars við það að fá fleiri meðlimi. En starfið snýst ekki aðeins um að efla Norðurljós og Þjóðrækn- isfélagið í heild heldur skiptir miklu máli fyrir okkur að blaðið Lögberg- Heimskringla komi út og því tek ég líka þátt í að safna áskrifendum. Ís- lenska ríkisstjórnin hefur stutt vel við bakið á blaðinu en það þarf fleiri áskrifendur rétt eins og íslensku fé- lögin þurfa meiri stuðning til að halda starfinu gangandi. Þetta er það sem ég legg krafta mína í og fjár- öflun fyrir íslenska samfélagið í Vest- urheimi í heild sinni er mitt hjartans mál.“ Kynning á Íslandi mikilvæg Ekki alls fyrir löngu voru 26 Kan- adamenn á ferð um Ísland og fór Walter fyrir hópnum. Hann fór með- al annars á Vesturfarasetrið á Hofs- ósi, sem hann segir að sé helsta að- dráttarafl Kanadamanna og Bandaríkjamanna af íslenskum ætt- um, og kynnti landið fyrir ferðalöng- unum. „Ég og konan heimsóttum Ís- land í fyrrahaust og í kjölfarið var ég fenginn til að skipuleggja Íslandsferð fyrir áhugasamt fólk af íslenskum ættum. Um 40 manns vildu fara en þeim snarfækkaði í ársbyrjun og þá varð ég að hringja út um allt og hvetja fólk til að standa við gefin lof- orð með þessum árangri, en í hópn- um voru fjórir frá Quebec, fjórir frá Winnipeg, fjórir frá Bresku Kólumb- íu og afgangurinn frá Edmonton. Viðbrögðin við ferðinni voru ólýsan- leg og ljóst að það er markaður fyrir svona ferðir frá Kanada. Valgerður Hauksdóttir var leiðsögumaður okk- ar og hún er sú besta sem ég hef kynnst og Ólafur Karlsson, bílstjóri, ók betur en nokkur annar. Það fóru allir ánægðir frá Íslandi og ég er viss um að landið togar áfram í hópinn. Af nógu er að taka en Vesturfarasetrið er einstakt og það er staður fyrir alla af íslenskum ættum og aðra sem áhuga hafa á landi og þjóð.“ Um 700.000 manns á „Gullgrafarahátíð“ Á hverju sumri er haldin „gullgraf- arahátíð“ í Edmonton, The Klondyke Days, þar sem skemmtun, viðskipti, menning, saga, ferðamál og matur ráða ríkjum, en árlega er lögð áhersla á að kynna tiltekna þjóð eða tilteknar þjóðir. Á næsta ári verða Norðurlöndin í sviðsljósinu og felst það í því að þau kynna útflutnings- vörur sínar, mat og fleira, og ferða- möguleika auk þess sem þjóðirnar leggja fram skemmtikrafta. Klondikehátíðin, sem fram fer í lok júlí, er mest sótta sumarhátíðin í Ed- monton og fjórða stærsta hátíð Kan- ada, en undanfarin ár hafa um 200.000 manns fylgst með skrúð- göngunni á fyrsta degi og um 700.000 manns tekið þátt í 10 daga dag- skránni. Í fyrra var hún helguð Indónesíu og Filippseyjum 18. til 27. júlí í ár, en Norðurlöndunum 17. til 26. júlí að ári. Walter segir tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi, mæta fyrst í Edmonton og fara þaðan á Ís- lendingadaginn í Gimli. „Þetta á jafnt við um viðskiptamenn, skemmti- krafta og aðra gesti og við vonum að viðbrögðin verði góð frá Íslandi.“ Í þessu samskiptastarfi er í mörg horn að líta en Walter lætur það ekki á sig fá. „Ég trúi á það sem ég geri og lærði snemma að mikilvægt væri að vanda til verka hverju sinni. Þessu fylgir mikil ögrun en hún er heillandi og mér finnst gaman að takast á við þetta viðfangsefni.“ Í fyrrahaust byrjaði Walter að flytja inn íslenskar vörur til Edmon- ton með póstverslun í huga. Hann segir að verslunin gangi vel en mest sé keypt af lopavörum, peysum og teppum, og einnig sé ágæt sala í myndum og bókum, en auk þess sel- ur hann t.d. lýsi og hljómdiska. „Hús- ið er fullt af íslenskum vörum og það er mikill áhugi á þeim.“ Mikilvægt þing Walter leggur áherslu á að fá sem flesta gesti frá Íslandi á þingið í Ed- monton að ári og segir að frásagnir af þinginu í Minneapolis hljóti að höfða til margra sem heima sátu. „Fólk skilur ekki fyrr en það mætir hvað þetta þing skiptir miklu máli. Við er- um ekki að þessu aðeins fyrir okkur heldur fyrir Ísland. Þetta er sameig- inlegt átaksverkefni okkar allra.“ Ársþing Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi haldið í Edmonton að ári „Sameiginlegt átaksverkefni okkar allra“ Íslendingafélagið Norðurljós í Edmonton í Kanada stendur í ströngu um þessar mundir. Steinþór Guðbjartsson hitti Walter Sopher, sem vinnur að fjáröflun fyrir félagið, og fékk að heyra að hann er með mörg járn í eldinum. Morgunblaðið/Kristján Walter Sopher skipulagði ferð um Ísland fyrir 26 Kanadamenn fyrir skömmu. Hópurinn kom m.a. við á Ak- ureyri og er hér við Akureyrarkirkju. Valgerður Hauksdóttir leiðsögumaður er lengst t.h. í fremri röð og Ólaf- ur Karlsson, bílstjóri hjá SBA-Norðurleið, lengst t.h. í efri röð. Walter Sopher TENGLAR ..................................................... Walter Sopher" <sopher@teluspl- anet.net> http://www.icelandicsocietyofed- monton.ab.ca/ www.klondikedays.com steg@mbl.is ÍSLENSKA djasstríóið Guitar Is- lancio fékk mjög góða dóma vegna frammistöðu sinnar á nokkrum djasshátíðum í Kanada á dögunum og er Björn Thoroddsen, gítarleik- ari, bjartsýnn á framhaldið. Guitar Islancio kom fram í þriðja sinn á djasshátíðunum í Saskatoon, Battleford og Regina en að þessu sinni bættist hátíðin í Toronto við. Björn Thoroddsen, sem er bæj- arlistamaður Garðabæjar í ár, segir að tríóið hafi byrjað smátt með það að markmiði að komast á stærri og fjölmennari hátíðir og það hafi tek- ist. „Það er ánægjulegt að fá tæki- færi til að spila á stærra sviði fyrir fleiri áhorfendur því möguleikarnir á einhverju meira aukast við það,“ segir hann. „Þegar við byrjuðum vorum við að spila fyrir 30 til 50 manns og þótti það gott en það kom skemmtilega á óvart að koma nú fram í troðfullum 500 manna sal í Saskatoon.“ Í fyrra kom út í Winnipeg diskur með bandinu og segir Björn að sal- an hafi gengið vel í Manitoba en eft- ir sjónvarpsþátt hafi honum verið dreift víðar í Kanada og hafi við- tökur verið góðar. Í Guitar Islancio vestra voru Björn og Jón Rafnsson, kontrabassaleikari, ásamt Kan- adamanninum og trompetleik- aranum Richard Gillis. Sá síðast- nefndi verður væntanlega á Íslandi í tvo mánuði í byrjun næsta árs, en Björn segir að margt sé á döfinni hjá sér. Í mjög vinsamlegri gagn- rýni um Guitar Islancio í júní/júlí blaði Jazz Special segir Thorbjørn Sjøgren m.a. að áhugavert væri að sjá Björn og Jacob Fischer, helsta djassgítarleikara Dana, leika saman og Björn segir að verkefni með hon- um og danska djassfiðluleikaranum Kristian Jörgensen, nýjustu stjörnu Dana í fiðluleik, sé einmitt á dag- skrá. Kanadamálin séu í góðum far- vegi en hafa beri í huga að sýna þurfi þolinmæði varðandi gang mála vestra. Fjarlægðirnar geri það að verkum að kostnaður sé mikill og tíma taki að vinna sig upp. Hjálmar W. Hannesson, sendiherra í Ottawa, hafi verið eins og umboðsmaður fyrir tríóið og og komið því til Tor- onto auk þess sem hann hafi skoðað málið í Alberta þar sem væri mikill uppgangur í djassinum. „Þetta þarfnast allt mikillar vinnu og góðr- ar skipulagningar og gerist ekki á einni nóttu, en með þolinmæðinni má komast langt,“ segir Björn, sem er nú á tónleikaferðalagi með hol- lenska píanóleikaranum Hans Kwakkernaat og verða þeir með tónleika á Akureyri á morgun. Guitar Islancio á beinni braut vestra Ljósmynd/Jón Einarsson Gústafsson Trompetleikarinn Richard Gillis, Jón Rafnsson kontrabassaleikari og Björn Thoroddsen gítarleikari slógu á létta strengi í Toronto í Kanada. ÍSLENSKU dagarnir voru á dagskrá í Span- ish Fork í Utah í Bandaríkjunum fyrir skömmu og stóðu vel undir nafni, en fjöl- menni sótti há- tíðarhöldin báða dagana. Richard J. Johnson var kjörinn formað- ur Íslendinga- félagsins í Utah til næstu tveggja ára og tekur hann við af John K. John- son, sem var formaður nýliðin tvö ár. Fráfarandi formaður þakkaði góða mætingu og nýkjörinn for- maður hvatti viðstadda til að gera enn betur og taka með sér gesti að ári. Íslendingafélagið fékk að gjöf ís- lenska fánann, sem var saumaður á Íslandi og prýddi Tomax-bygg- inguna, höfuðstöðvar íslenska ól- ympíuliðsins, í Salt Lake City með- an á Vetrarólympíuleikunum stóð snemma árs, og minnti hann íbúa Spanish Fork svo sannarlega á há- David A. Ashby og J. Brent Haymond voru sérstak- lega heiðraðir fyrir framlag sitt til félagsins. tíðarhöldin. Margt var sér til gam- ans gert, sagðar sögur, sungið og borðað Íslandi til heiðurs. David A. Ashby, formaður Ís- lendingafélagsins 1994 og 1995 og aftur 1999 og 2000, og J. Brent Haymond voru sérstaklega heiðr- aðir fyrir framlag sitt til félagsins en þeir áttu stóran þátt í því að minnismerki um landnemana í Ut- ah var reist í Vestmannaeyjum og lögðu sitt af mörkum vegna sýn- ingarinnar um landnemana, sem er í Vesturfarasetrinu á Hofsósi. Fjölbreytt dagskrá í Spanish Fork

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.