Morgunblaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 15
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 15 Reykjavík sími 580 0500 • Selfossi sími 480 0800 www.blomaval.is Sumarblóm, tré og runnar ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S BL O 18 24 6 07 /2 00 2 ÚTSALA Garðplöntu- 20-50% afsláttur Rósabúnt 599 kr. Afskornar rósir 50% afsláttur UNGMENNAFÉLAG Íslands, í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið, hefur hleypt af stokkunum verkefn- inu „Göngum um Ísland.“ Markmið þess er að hvetja fólk til göngu- ferða og að efla þannig heilsu sína og njóta náttúru landsins. Í þessu skyni hafa verið valdar 144 að- gengilegar og fremur stuttar gönguleiðir vítt og breitt um landið og gefið út kort og stutt leiðarlýs- ing yfir þær. „Göngum um Ísland“ hófst form- lega við aðsetur Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands á Eg- ilsstöðum, en þar er jafnframt svæðisskrifstofa UMFÍ og hefur hún haft yfirumsjón með fram- kvæmd verkefnisins. Þetta er í fyrsta sinn sem landsverkefni hjá UMFÍ af þessari gerð er stýrt utan Reykjavíkur. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra ávarpaði göngumenn og hvatti til hreyfingar og hollra lífs- hátta áður en hann klippti á borð- ann sem opnaði mönnum fyrstu gönguleið verkefnisins að þessu sinni. Áætlað er að gefa árlega út nýja leiðarbók með hentugum gönguleiðum fyrir alla fjölskylduna. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hvatti til hreyfingar og hollra lífs- hátta áður en hann klippti á borðann sem opnaði göngumönnum fyrstu leið verkefnisins „Göngum um Ísland”. Göngum um Ísland Egilsstaðir Samvinnuverkefni svæðisskrifstofu UMFÍ á Egilsstöðum og heilbrigðisráðuneytis hleypt af stokkunum SÓLIN lét loksins sjá sig á Húsavík á dögunum og létti mönnum lund, það gerðu einnig þeir félagar Bald- ur Ragnarsson og Þórir Georg Jónsson. Þeir voru á horninu við Bókaverslun Þórarins Stef- ánssonar þar sem þeir sungu og spiluðu á gítar fyrir þá sem áttu leið hjá. Þeir buðu einnig upp á skó- burstun en ekki fara sögur af þeim viðskiptum hér, gítartaska var opin við fætur þeirra og gátu þeir sem vildu létt á klinkinu hjá sér. Að- spurðir sögðust þeir bara vera að lífga aðeins upp á bæjarlífið, þeir væru annars í vinnu en miðað við það sem komið var í gítartöskuna væri álitlegra að snúa sér að götu- spilinu. Mikið var um ferðamenn í bænum m.a. af skemmtiferðaskip- inu Hanseatic sem lá við bryggju frá hádegi og fram á kvöld en með því voru um 200 farþegar. Þeir félagar Baldur og Þórir Georg eru annars áberandi í yngri hljómsveitum bæjarins þar sem spilað er kraftmikið rokk og ról sem er í nokkurri andstöðu við það sem þeir fluttu þarna á horninu við bókabúðina. Skemmtu vegfarend- um í mið- bænum Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Þeir Baldur Ragnarsson og Þór- ir Georg Jónsson lífguðu upp á bæjarlífið á Húsavík á dögunum með gítarspili og söng.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.