Morgunblaðið - 13.07.2002, Page 4

Morgunblaðið - 13.07.2002, Page 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Tvöfaldur hraði – lægra verð H Á H R A Ð A S Í T E N G I N G V I Ð N E T I Ð Lágmarkshraði 512 Kb/s. Þú þolir enga bið: Hringdu strax í síma 800 1111. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IS S 18 24 1 06 /2 00 2 „ÉG OG kunningi minn keyptum okkur hjól saman fyrir fjórum ár- um og ræddum um að það væri gaman að fara hringinn og þetta blundaði alltaf í mér og ég ákvað síðan að drífa bara í þessu,“ segir Bjarni Guðmundsson, hjólreiða- kappi og túpuleikari í Sinfóníu- hljómsveit Íslands, en hann kom til Reykjavíkur í gær eftir að hafa hjólað hringinn í kringum landið. Og hjólað er rétta orðið því Bjarni segist ekki leiða hjólið, hvorki móti vindi né upp brekkur. Bjarni lagði upp frá Reykjavík 25. júní, fór um Hvalfjörðinn og þaðan áfram norð- ur- og austurfyrir og kom aftur í bæinn eftir átján daga ferðalag. Var farinn að sjá sjúkrabílinn á rósrauðu skýi Bjarni segir erfiðasta hlutann hafa verið að hjóla frá Borgarnesi og inn Norðurárdalinn, hann hafi fengið mjög sterkan norðanvind beint í fangið. „Ég hamaðist allan daginn og komst upp í Forna- hvamm um kvöldið og fann þar blett til að tjalda á. Gersamlega ör- magna. Ég var orðinn svo slæmur í hnjánum að ég var farinn að hugsa um að láta bara sækja mig í sjúkrabíl. En þegar ég vaknaði morguninn eftir var þetta horfið og ég fann lítið fyrir þessu síðan. Það var í eina skiptið í ferðinni sem ég hugsaði um að kannski kæmist ég þetta aldrei.“ Bjarni segist hafa verið þokka- lega heppinn með veður: „Ég lenti ekki í neinni rigningu að ráði. Raunar lenti ég í rigningu á leið- inni út Hrútafjörðinn en þegar ég kom á Blönduós sá ég í sjónvarp- inu að þetta var nákvæmlega eini staðurinn á landinu þar sem hafði rignt. Að öðru leyti,“ heldur Bjarni áfram, „fannst mér erfiðasti hluti leiðarinnar vera yfir Vaðlaheiðina, hún er mjög brött og mjög löng, mér mældist hún vera sjö kíló- metrar upp í mót. Í ofanálag var mjög heitt þennan dag og malbikið bráðnaði og festist í dekkjunum og síðan límdust litlir steinar við dekkin þannig að þau voru farin að skrapa gaffalinn að framan. Þetta var lengi hangandi á dekkj- unum en tíndist síðan af svona smám saman.“ Allt önnur upplifun Bjarni segist oft hafa farið hringinn keyrandi en það sé allt önnur upplifun að hjóla hann. Mað- ur sé meira svona inni í landslag- inu, í náttúrinni sjálfri. „Ég hafði til að mynda mjög gaman af fuglunum, þeir voru oft með hreiður og unga rétt við veg- inn og voru alltaf að lokka mig frá þeim. Ég átti mér orðið uppáhalds- fugl sem er jaðrakan. Hann er stórskemmtilegur. Þetta er vað- fugl, ekki ólíkur spóa í sjón nema miklu fallegri og alveg ryðrauður framan á bringunni. Svona verður maður ekki var við í bíl.“ Aftur? Nei, þetta geri ég aldrei aftur, það er á hreinu. Ég er bæði feginn og ánægður að hafa lokið við þetta, Þetta er mjög erfitt og jafnvel þjáningarfullt stundum. Maður bara hjólar og hjólar, hvílir sig og heldur síðan áfram að hjóla.“ Á átján dögum umhverfis landið Morgunblaðið/ArnaldurBjarni Guðmundsson hjólar um landið. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær Orkuveitu Reykjavík- ur til að greiða fyrrum starfsmanni sínum rúmar 15 milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem mað- urinn varð fyrir árið 1998 þegar hann klifraði upp í rafmagnsstaur og fékk gífurlegt rafmagnslost, féll til jarðar, brotnaði víða í líkaman- um og brenndist mjög alvarlega. Maðurinn missti m.a. báðar hend- urnar og er 100% öryrki og hlaut 90% varanlegan miska. Slysið varð þegar maðurinn var ásamt fleirum að vinna við að festa háspennuvíra við einangrunarkúl- ur á staurum svokallaðrar Graf- arholtslínu, sem liggur að hluta til meðfram Vesturlandsvegi. Hafði maðurinn ásamt öðrum verið að vinna við að lagfæra bilun í Graf- arholtslínu. Maðurinn fór fyrir mistök upp í staur í Úlfarsfellslínu sem á var spenna en línan liggur við hlið Grafarholtslínu að hluta. Þar fékk hann í sig 11.000 volta spennu og féll við það til jarðar. Fram kemur í dómi héraðsdóms að afleiðingar slyssins urðu miklar fyrir manninn. Hann þarf hjálp við fjölmargar athafnir daglegs lífs, svo sem að klæða sig og hátta, komast á baðherbergi og athafna sig þar og við að borða. Hann er oft slæmur í bakinu og brjóstkassan- um en handaleysið háir honum mest. Í kjölfar lyfjameðferðar vegna slyssins varð maðurinn fyrir lifrarskemmdum sem kom fram sem viðvarandi kláði um allan lík- amann og þarf hann að gangast undir lifrarskipti. Langvarandi veikindi hafa sett mark á líkamlega líðan hans og er úthald verulega skert. Einnig hefur verið mikið andlegt álag á manninn og nánustu aðstandendur og slitu hann og barnsmóðir hans samvistir í kjölfar slyssins. Hinn slasaði ekki talinn hafa borið neina ábyrgð á slysinu Maðurinn hafði áður fengið greiddar rúmar 15 milljónir í bæt- ur frá tryggingafélagi Orkuveit- unnar sem voru óumdeildar, en í málinu sem rekið var fyrir héraðs- dómi var fyrst og fremst deilt um hvort maðurinn ætti að bera hluta tjóns síns sjálfur vegna eigin sak- ar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ljóst væri að mað- urinn hefði farið upp í rafmagns- staurinn án þess að hafa hugmynd um að hann væri í spennuhafalínu. Yrði að telja í ljós leitt að mað- urinn hefði ekki farið upp í staur- inn ef hann hefði verið merktur sérstaklega eða öryggisvörður fylgt honum eftir. Því væri orsök slyssins sú að ákvæðum reglugerðar og orðsend- ingar um merkingar, skipunar ör- yggisvarðar og fullnægjandi upp- lýsingar og fyrirmæli hafi ekki verið framfylgt. Því bæri maðurinn sjálfur enga sök á slysinu heldur bæri Orku- veitan fulla ábyrgð. Greta Baldursdóttir héraðsdóm- ari kvað upp dóminn ásamt með- dómsmönnunum Jóni Halldórssyni rafmagnsverkfræðingi og Trausta Gylfasyni rafmagnstæknifræðingi. Lögmaður stefnanda var Eyvindur Sólnes hdl. og lögmaður stefnda Jakob R. Möller hrl. Dæmdar rúmar 15 milljónir í bætur Brotnaði víða og brenndist mikið HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur dæmt karlmann á fertugsaldri í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 16,9 milljóna króna sektar fyrir skattsvik og bókhalds- brot. Ákærði, sem var með sjálfstæða atvinnustarfsemi, var sakfelldur fyr- ir brot á lögum um virðisaukaskatt sem stóðu yfir frá 1995 til 1998, fyrir brot á lögum um tekjuskatt og eign- arskatt og lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Þá var ákærði sak- felldur fyrir bókhaldsbrot. Með brot- um sínum komst ákærði hjá greiðslu um 8,4 milljóna króna vegna virðis- aukaskatts og opinberra gjalda. Dómurinn taldi brot ákærða meiri- háttar og framin vísvitandi með skipulögðum hætti. Við ákvörðun refsingar var m.a. tekið tillit til hreinskilnislegrar játningar ákærða. Ingveldur Einarsdóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn. Helgi Magnús Gunnarsson fulltrúi efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra sótti málið en Hilmar Ingimundar- son hrl. var verjandi ákærða. Sex mánaða fangelsi og 16,9 milljóna sekt ALLT tiltækt lið Brunavarna Suð- urnesja var kallað út í gærkvöldi þegar tilkynnt var um eld í húsi við Hafnargötu 25. Í húsinu er starf- rækt fyrirtækið Gallery förðun og barnafata- og raftækjaverslun. Mikinn reyk lagði frá Gallery förð- un þegar lögreglu- og slökkvilið bar að en greiðlega gekk að slökkva eldinn og var slökkvistörf- um lokið kl. 21, eða um hálfri ann- arri klukkustund eftir útkall. Mikl- ar skemmdir urðu í Gallery förðun og nokkrar reykskemmdir urðu í hinum fyrirtækjunum. Engan sak- aði í eldsvoðanum. Eldsupptök eru ókunn og er málið í rannsókn hjá lögreglunni í Keflavík. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Miklar skemmdir í eldsvoða í Keflavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.