Morgunblaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 12
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, til vinstri, og Ólafur Búi Gunnlaugs- son, einn fyrrverandi varaliðsmanna slökkviliðsins, sem kvaddir voru formlega í gær voru fyrstir allra hífðir hátt í loft í nýju körfunni. ureyrarbæ. „Nýi“ bíllinn er af gerð- inni Volvo F7 2x4 árgerð 1982 með 237 hestafla sjálfskiptri dísilvél. Lyftubúnaðurinn frá Bronto Skylift í Finnlandi er þriggja arma með snúningi á körfu sem gefur mikla möguleika og er lyftihæðin tæplega 23 metrar lóðrétt. SLÖKKVILIÐ Akureyrar fékk í gær afhenta körfubifreið sem keypt hefur verið frá Bronto Skylift í Sví- þjóð, en bifreiðin hefur þjónað slökkviliðinu í Kungälv í rúm 19 ár. Gamli körfubíllinn var við sama tækifæri afhentur Slökkviliði Siglu- fjarðar, sem keypti hann af Ak- Körfubíll afhentur AKUREYRI 12 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ SVO getur farið að Landlæknis- embættið flytji aftur í „heima- byggð“ sína, Seltjarnarnes, en emb- ættið var til húsa í Nesstofu frá stofnun þess árið 1760 og þar til það fluttist til Reykjavíkur árið 1834. Að sögn Sigurðar Guðmundsson- ar landlæknis hafa húsnæðismál embættisins verið lengi til umfjöll- unar. „Það er orðið þröngt um okk- ur þar sem við erum og einnig er gert ráð fyrir því að heilbrigðis- ráðuneytið flytjist annað,“ segir hann. „Einn af möguleikunum er að við flytjumst aftur á gamla staðinn, að vísu ekki í Nesstofuna en í ná- grennið. Hins vegar er ekki búið að ganga frá því endanlega og málið er eins og önnur húsnæðismál ríkis- stofnana í höndunum á fjármála- ráðuneytinu.“ Sigurður á von á að það liggi fyrir á næstunni hvort embættið flytjist á Seltjarnarnes. „Þarna er húsnæði til leigu sem gæti uppfyllt skilyrði um stærð og umfang og þetta hús- næði er það sem helst hefur verið talið koma til grein af Fasteignaum- sýslu ríkisins.“ Landlæknis- embættið á gamla staðinn? Seltjarnarnes Morgunblaðið/Jim Smart Landlæknisembættið var til húsa í Nesstofu um áratuga skeið. BYGGINGAFÉLAG námsmanna (BN) hefur sótt um leyfi til þess að byggja fjögurra hæða fjölbýlishús með 33 íbúðum fyrir námsmenn við Kristnibraut í Grafarholti. Skipu- lags- og byggingarnefnd Reykjavík- ur gerir ekki athugasemd við að byggingarleyfi verði veitt eftir að teikningar hafa verið lagfærðar. Það er teiknistofan Arkís sem hannar húsið en byggingin verður steinsteypt og klædd með múr og báraðri álklæðingu. Íbúðirnar verða tveggja og þriggja herbergja auk þess sem stúdíóíbúðir verða í hús- inu. Ein íbúð verður sérhönnuð fyr- ir hreyfihamlaða. Þá verður í hús- inu þvottahús, hjólageymsla, geymsla Byggingafélagsins og sorpgeymsla. Gengið verður inn í íbúðirnar af svalagöngum. Í húsinu verður lyfta auk stigahúss. Alls verður húsið 2.450 fermetrar að flatarmáli. Öll bílastæði við húsið verða utan byggingarinnar og er gert ráð fyrir einu stæði á íbúð auk þriggja gestastæða. Þá segir í greinargerðinni að gangstígar á lóðinni verði hellulagðir og að gert sé ráð fyrir leiksvæði barna á lóð- inni. Gróður mun samanstanda af lágum runnum og götutrjám. Mikil vöntun á námsmannaíbúðum Friðrik Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri BN, segir ástæðu þess að félagið hafi ákveðið að byggja í Grafarholtinu vera þá að borgin hafi úthlutað því lóð á þess- um stað en unnið hafi verið að skipulagi byggingarinnar í um eitt ár. „Við getum aldrei valið hvar við byggjum en tökum fegins hendi við öllum lóðum sem að okkur eru rétt- ar því það er mikil vöntun á leigu- húsnæði fyrir námsmenn.“ Hann segir íbúðirnar hugsaðar fyrir alla skjólstæðinga innan BN en það eru nemendur Kennarahá- skóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Tónlistarskóla Reykjavíkur, Tækni- skólans, Háskólans í Reykjavík, Stýrimannaskólans og Vélskólans. Aðspurður segir hann fólk ekki setja það fyrir sig að íbúðirnar séu ekki í hjarta borgarinnar enda taki stuttan tíma að aka upp í Graf- arholtið. Félagið er með fleiri í búðir í byggingu því verið er að leggja lokahönd á 28 íbúðir í Bryggju- hverfinu sem koma til útleigu í haust. Þá mun félagið ljúka við 22 íbúðir á Háteigsvegi í febrúar. Þar fyrir utan á félagið 106 íbúðir sem þegar eru í leigu auk 36 herbergja á heimavist. En hvenær er gert ráð fyrir að fjölbýlishúsið í Grafarvogi verði tilbúið? „Hönnunarvinnu er nánast lokið og það er verið að reikna út kostnað við húsið,“ segir Friðrik. „Ef allt gengur eftir reiknum við með að byrja framkvæmdir um miðjan ágúst og ljúka við þær fyrsta febrúar árið 2004.“ Teikning/Arkís Íbúðirnar verða tveggja og þriggja herbergja auk stúdíóíbúða. Námsmenn byggja 33 íbúðir Grafarholt LEIKFÉLAG Akureyrar braut jafn- fréttislög við ráðningu leikhússtjóra fyrr á þessu ári, skv. áliti kærunefnd- ar jafnréttismála. Þorsteinn Bach- mann var ráðinn í starfið en Hrafn- hildur Hafberg, sem einnig sótti um, kærði þá niðurstöðu þar sem hún taldi framhjá sér gengið. Valgerður H. Bjarnadóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, sem jafnframt er for- maður Leikhúsráðs Leikfélags Akur- eyrar, furðar sig á niðurstöðu kæru- nefndarinnar. Umsækjendur um starfið voru tólf, ellefu karlar og ein kona. Þrír voru valdir til þess að koma í viðtal hjá leikhúsráði, þar á meðal Þorsteinn og Hrafnhildur. Í greinargerð Leikfélagsins sem lagt var fyrir kærunefndina segir að hinn ráðni hafi verið með meiri og fjölbreyttari menntun á sviði leiklist- ar og mun meiri reynslu af starfi að leikhúsmálum. Það sé jafnframt álit kærða að sá sem ráðinn var hafi haft „skýrustu, framsæknustu, víðsýn- ustu og raunhæfustu hugmyndirnar um rekstur leikhússins“. Í niðurstöðu kærunefndar segir hins vegar að telja verði hafið yfir vafa „að kærandi hafi á grundvelli há- skólamenntunar sinnar haft meiri menntun en sá sem ráðinn var, á því sviði sem um ræðir“. Kemur mjög á óvart „Þessi úrskurður kemur mér mjög á óvart, ekki síst það að kærunefndin skuli geta komist að þeirri niðurstöðu að konan sé með meiri menntun og sambærilega reynslu á sviði leiklistar og sá sem ráðinn var. Mér finnst óumdeilt að svo er ekki,“ sagði Val- gerður H. Bjarnadóttir, formaður Leikfélags Akureyrar, í samtali við Morgunblaðið, en hún er jafnframt framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, sem fyrr greinir. „Ég get fallist á að menntun þeirra geti talist sambærileg á þeim grunni að hún er með meira háskólanám en hann en hann er óumdeilt með meira nám á leiklistarsviðinu en hún. Það sem er óumdeilanlegt er að hans reynsla innan leiklistarheimsins, er miklu meiri en hennar. Hann hefur unnið að miklu fleiri verkefnum og gegnt þar stærra hlutverki.“ Kærandi hefur kennt á fáeinum námskeiðum en sá sem fékk stöðuna á tugum slíkra, að sögn Valgerðar. „Meðal þess sem hún telur upp sem verkefni á leiklistarsviði eru leik- rit sem hún tók þátt í sem „statisti“ á menntaskólaárunum og leikrit þar sem hún starfaði sem aðstoðar- sminka en allt sem hann telur upp eru verkefni þar sem hann hefur gegnt lykilhlutverki sem leikstjóri eða leikari og/eða handritshöfundur, þýðandi og svo framvegis. Þess vegna skil ég ekki þessa nið- urstöðu kærunefndar og held hún hljóti að byggjast á misskilningi. Hugsanlega kann það að hafa eitt- hvað að segja að vegna þessarar flóknu stöðu sem ég er í fór nefndin fram á það við mig að ég kæmi ekki að afgreiðslu málsins hjá Leikfélag- inu, kæmi til dæmis ekki á fund nefndarinnar eða skrifaði greinar- gerðir. Ég féllst á það en sé eftir á að það voru í rauninni mistök af minni hálfu vegna þess að það er ekki rétt- látt að Leikfélagið skuli gjalda fyrir þá staðreynd að ég skuli vera í for- ystu jafnréttismála á öðrum vígstöðv- um.“ Hefði ég fallið í þá freistingu… „Ég held að það geti varla hvarflað að nokkrum, og alls ekki kærunefnd- inni, að ekki hafi verið tekið tillit til jafnréttissjónarmiða við þessa ráðn- ingu enda er gerð grein fyrir því í þeim greinargerðm sem fóru frá mér áður en málið var kært. Ég hefði auð- vitað aldrei staðið að ráðningu án þess að skoða mjög vel þau sjónarmið og niðurstaða mín var sú að ef ég hefði fallið í þá freistingu að ráða kon- una á þeirri forsendu að það vantaði konur í leikhússtjórastétt þá hefði ég verið að brjóta jafnréttislög.“ Eitt af því sem Valgerði finnst al- varlegt við álit kærunefndarinnar „er að lítið er gert úr hinu íslenska leik- listarnámi sem er mjög virt og á háu stigi. Á annað hundrað manns sækja um leiklistarnám á Íslandi á ári hverju en aðeins átta komast inn. Og án þess að ég sé á nokkurn hátt að gera lítið úr leiklistarnámi erlendis er það vitað að margir sem ekki komast inn hér heima fara í nám til útlanda.“ Valgerður segir að vissulega sé það ákveðinn skóli fyrir konu í henn- ar stöðu að lenda í svona reynslu. „En ég vona bara að sú reynsla nýtist í starfinu.“ Leikfélag Akureyrar hefur brotið Jafnréttislög við ráðningu leikhússtjóra fyrr á þessu ári „Niðurstaðan kemur mjög á óvart“ BJÖRN Steinar Sólbergsson orgel- leikari heldur tónleika í Akureyrar- kirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Þeir eru liður í tónleikaröðinni Sum- artónleikar í Akureyrarkirkju. Björn Steinar leikur að þessu sinni til heiðurs franska tónskáldinu Maurice Duruflé en 100 ár eru liðin frá fæðingu hans á þessu ári. Duruflé var mjög vandlátur í tón- sköpun sinni og því liggja ekki nema 11 útgefin tónverk eftir hann. Björn mun leika öll orgelverkin hans á þessum tónleikum. Aðgangur að tón- leikunum er ókeypis. Björn Steinar með tónleika í kirkjunni ÝMISLEGT er í boði í söfnum á Ak- ureyri og nágrenni um helgina. Gerla í Safnasafninu Sérsýning á listaverkum eftir GERLU, Guðrúnu Erlu Geirsdóttur, verður opnuð í Safnasafninu á Sval- barðsströnd í dag kl. 14. Á sýning- unni eru nokkrar myndir unnar með refilsaum. Hátíð í Minjasafninu Á morgun, á íslenska safnadaginn, 14. júlí, býður Minjasafnið á Akur- eyri til garðveislu í tilefni af 40 ára starfsafmæli safnsins og því að lokið er endurbótum í 100 ára gömlum Minjasafnsgarðinum. Dagskrá verð- ur úti og inni og hefst hún kl. 14. Lesið á Sigurhæðum Opið hús verður í Húsi skáldsins á Sigurhæðum á morgun, á safnadag- inn, kl. 14.30–17.30. Gestir geta kynnst einum þætti í starfi því sem þar fer fram, er hópur fólks úr Ak- ureyri og úr öðrum byggðum Eyja- fjarðar les eigin ljós. Lesið verður kl. 3, 4 og 5. Margt í boði á söfnum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.